Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 9 FRÉTTIR Þór Whitehead um vinstri stjórnina 1956-1958 og varnarliðið Stríðshætta réð fremur en fjárhagslegur þrýstingur VINSTRI stjórnin, sem var við völd 1956-58, samdi við Bandaríkjamenn um áframhaldandi veru bandarísks herliðs hér á landi og óbreytt ástand í vamarmálum, þrátt fyrir yfírlýsta stefnu sína um endurskoðun varnar- samningsins og brottför varnarliðs- ins. Þór Whitehead, prófessor í sagn- fræði, segir í kafla, sem hann ritar í þýzka bók um fyrstu ár Atlants- hafsbandalagsins, sem væntanleg er innan tíð- ar, að mat ráðherra rík- isstjórnarinnar á ör- yggishagsmunum landsins og hætta á stríði haustið 1956 hafi ráðið hinni endanlegu niðurstöðu málsins, fremur en fjárhagsleg- ur þrýstingur af hálfu Bandaríkjanna. „Allt fram til þess að Sovétherinn réðst til atlögu í Ungveijalandi og stríð hófst fyrir botni Miðjarðarhafs stefndi vinstri stjórnin að brottför Bandaríkjahers frá íslandi, en vildi leysa málið í samkomulagi við Bandaríkjastjórn,“ segir Þór í sam- tali við Morgunblaðið. í grein Þórs kemur fram að Al- þýðuflokks- og framsóknarmenn hafi alltaf óskað eftir því að halda áfram varnarsamstarfi við Bandaríkja- menn. Hugmyndir hafi verið um að slíkt gæti orðið í svipuðu formi og Keflavíkursamningurinn frá 1946, en með honum tók bandarískt flugfé- lag við rekstri Keflavíkurflugvallar, en Bandaríkjaher hvarf af landinu í stríðslok. Þór segir Keflavíkursamn- inginn það fordæmi, sem ráðherrar Alþýðuflokks og Framsóknarflokks hafí haft fyrir augum þegar þeir beittu sér fyrir að Alþingi samþykkti endurskoðun varnarsamningsins frá 1951. Efnahagslegur ávinningur hliðarþáttur Bandaríkjamenn samþykktu haustið 1956 að veita íslendingum lán, sem ætluð voru meðal annars til virkjunarframkvæmda og annarr- ar atvinnuuppbyggingar, sem var á stefnuskrá vinstri stjórnarinnar. Þór bendir í grein sinni á að því hafi verið haldið fram að þessi fjárhags- aðstoð hafí ráðið úrslitum um að ekki var hróflað við vamarsamningn- um, eins og samþykkt Alþingis hafi staðið til. Hann er hins vegar ekki sammála þeirri skoðun. „Hið endanlega samkomulag, þ.e. óbreytt ástand í Keflavík, réðst fyrst og fremst af ástandinu í alþjóðamál- um haustið 1956. Áður en stríðs- hættan magnaðist, voru líkur á mál- amiðlun [um brottför hersins], sem mótaðist af ýmsum ytri og innri þáttum, sem greinilega höfðu sín áhrif á endan- lega niðurstöðu. Um- hyggja fyrir öryggi þjóð- arinnar var hins vegar alltaf ráðandi þáttur í utanríkisstefnu fslend- inga og afstöðu þeirra gagnvart bandamönnum sínum [í NATO],“ segir í greininni. „Sú tilhneig- ing að sækjast eftir efna- hagslegum ávinningi af þeirri stefnu var mikil- vægur hliðarþáttur. Eftir kosningaslaginn 1956 leitaði meirihluti ríkis- stjórnarinnar að lausn á vamarmál- unum, sem sameinaði lágmarksöryggi og mesta efnahagslegan ávinning, innan þess ramma sem innanlands- stjórnmálin settu. Kreppan í alþjóða- stjórnmálum um haustið einfaldaði stjórninni að ráða við þetta flókna verkefni og tryggði með óvæntum hætti óbreytt ástand mála.“ Þór segir í grein sinni að Alþýðu- bandalagið, sem sat í stjórn með Alþýðuflokknum og Framsóknar- flokknum, hafi ekki getað komið vörnum við í málinu. Flokkurinn hafi átt á hættu að klofna vegna innrásar Sovétmanna í Ungveijaland og hafi kosið að halda sig til hlés í ríkisstjórninni. CIA greiddi hluta námskostnaðar Þór segir í grein sinni að frá árinu 1954 hafi Bandaríkjamenn óttazt um stöðu sína hér á landi og gripið til ýmissa aðgerða til að treysta hana. Meðal annars hafi þeir reynt að efla ítök sín í verkalýðshreyfingunni og meðal stúdenta. I samtali við Morgu- blaðið lætur Þór þess getið að banda- ríska leyniþjónustan, CIA, hafi árið 1954 lagt á ráðin um að nota leyni- lega sjóði sína til að greiða hluta af námsaðstoð, sem íslendingum í há- skólanámi í Bandaríkjunum var veitt. „Leyniþjónustan hafði mikið fé handa á milli á þessum árum og aðrar ríkisstofnanir höfðu því til- hneigingu til að leita til hennar um fjárhagslega fyrirgreiðslu vegna margvíslegra samskipta við útlend- inga,“ segir Þór. Bandaríkjamenn vildu kjarnorkuréttindi I grein Þórs kemur fram að við gerð Keflavíkursamningsins 1946 hafi Bandaríkjamenn farið fram á ákveðin réttindi til að hafa kjarn- orkuvopn til reiðu á íslandi. Ólafur Thors, forsætis- og utanríkisráð- herra, hafi ekki léð máls á þessu. Bandaríkjamenn hafi þrátt _ fyrir þetta gert ráð fyrir að nota Island til árása í kjarnorkustyijöld við Sov- étríkin og framkvæmdir á Keflavík- urflugvelli 1948-1951 hafi meðal annars verið miðaðar við þarfír sprengjuflugvéla, sem gátu borið kjarnorkuvopn. Eftir komu varnarliðsins 1951 hafi Bandaríkjamenn sótzt eftir að fá að leggja mikinn flugvöll á Rang- árvöllum (Base ,,X“) og hafí það vakið tortryggni Bjarna Benedikts- sonar utanríkisráðherra, sem lýsti því margsinnis yfír við Bandaríkja- menn að íslendingar gætu ekki und- ir nokkrum kringumstæðum sam- þykkt að landið yrði notað til árása. „Bandaríska utanríkisráðuneytið ótt- aðist áhrifin á hinn nýgerða varnar- samning og gekk svo langt að veita utanríkisráðherra leynilega trygg- ingu fyrir því að landið yrði ekki notað í árásarskyni, án samþykkis íslenzkra stjórnvalda. Islendingar gátu augljóslega ekki reitt sig á þetta loforð ef í hart færi, en töldu betra að hafa einhveija tryggingu en enga,“ segir í grein Þórs. Hann bendir einnig á að íslenzkum stjórnvöldum hafí verið ljóst að land- ið yrði ekki látið í friði í styijöld, þótt íslendingar fylgdu hlutleysis- stefnu. Ef hér væri ekki til taks vam- arlið, væri mun meiri hætta á því að Sovétmenn reyndu að ná Reykja- víkur- og Keflavíkurflugvelli á sitt vald. Þá yrði barizt um landið, því að Bandaríkjamenn hefðu heitið því að láta einskis ófreistað að ná ís- landi úr höndum Sovétmanna. Eftir það gætu Bandaríkjamenn síðan not- að aðstöðu sína hér að vild án nokk- urs samráðs við íslenzk stjórnvöld. „Varnarsamningur við Bandaríkin var því tvímælalaust betri kostur en hlutleysi," segir Þór. Þór Whitehead TiiboÍsAayfir í ttaykaiif bariaba (AKL55E- +o sokkflbvixMrMíir öB frá Sanpellegrino 0S HVl Kr- London - vinsælasta borg Evrópu Lundúnaferðir Heimsferða hafa fengið ótrúlegar undirtektir og hundruðir sæta hafa nú selst til þessarar vinsælustu borgar Evrópu. Nú eru fyrstu ferðimar að seljast upp enda höfum við aldrei boðið jafn ótrúlega hagstæð kjör og nú í vetur með beinu flugi okkar til mestu heimsborgar Evrópu. Glæsilegir gististaðir í boð, spennandi kynnisferðir, besta verslunarborg Evrópu og íslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér ánægjulega dvöl í heimsborginni, sem á þriðja þúsund íslendinga heimsóttu á vegum Heimsferða síðasta vetur. Bókaðu strax og tryggðu þér tilboðsverðið. Verð frá kr. 19.930 Flugsæti til London með flugvallarsköttum. Verðfrákr. 24.930 M.v. 2 í herbergi, Butlins Grand, 3 nætur, 30. sept, 14/21 okt. Ódýrastaði versla ■ könnun Evrópusambands/ns Var London ódýrasta verslunarborg Evrópu. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.