Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 13 kvæmda, fremur sé um viljayfir- lýsingu að ræða. „Tyrkland mun ekki líða nokk- urri annarri þjóð að skipta sér af auknu samstarfi Tyrkja og írana,“ var haft eftir Erbakan í sjónvarpi klerkastjórnarinnar í Teheran. Ljóst er að þessu skeyti er beint til Bandaríkjamanna, sem þurfa nú að stunda erfiða jafnvægislist. Einn traustasti bandamaður þeirra í Evrópu reynir að vingast við einn helsta óvin bandarískra hagsmuna í Miðausturlöndum. Ráðherrann sagði einnig að eðlilegt væri að Tyrkland hefði samvinnu við grannríkin Sýrland, íran og írak um málefni Kúrda sem eru minnihlutahópar í öllum löndunum og vilja margir stofna eigið ríki. Agreiningsefnin í sam- skiptum þessara landa eru á hinn bóginn mörg og torleyst en með ummælum sínum hefur Erbakan tekið frumkvæði sem hann er vart reiðubúinn að láta koðna nið- ur strax þótt það valdi deilum innan ríkisstjórnarinnar. Bandaríkjamenn staðhæfa að ráðamenn í íran og Líbýu standi á bak við alþjóðlega hryðjuverka- menn og hafa látið fjölmiðlum í té upplýsingar um þjálfunarbúðir í íran þar sem menn æfa sig í sprengjutilræðum. Fyrir skömmu gengu í gildi lög í Bandaríkjunum sem kveða á um viðskiptalegar refsiaðgerðir gegn þeim sem fjárfesta meira en nemur 40 milljónum dollara í orkufyrirtækj- um írana og Líbýu- manna. Tyrkir segjast aðeins hafa samið um kaup á gasi. Er búist við að það taki nokkra mán- uði að úrskurða hvort þeir séu brotlegir gagnvart bandarísku lög- unum en þess skal getið að samn- ingarnir um gaskaupin voru undir- búnir í valdatíð Ciller. Tyrkir bera því við að þeir þurfi mjög á gasinu að halda. Þeir leggja einnig kapp á að auka á ný viðskipti sín við íraka en viðskiptabann SÞ á ríki Saddams Husseins vegna Kúveit- stríðsins hefur komið hart niður á Tyrkjum. Samstaða V-Evrópuríkja - með Tyrkjum Helstu ríki Vestur-Evrópu eiga ábatasöm viðskipti við írana og hafa brugðist hart við nýju lögun- um í Bandaríkjunum, sagt að þau brjóti gegn reglum Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar, WTO. Klaus Kinkel, utanríkisráð- herra Þýskalands, varaði í vikunni menn við því að refsa Tyrkjum vegna gassamninganna, það væri oftúikun að telja að með þeim væru tyrknesk stjórnvöld að ganga í lið með ríkjum íslamskra bókstafstrúarmanna. Uri Dan og Dennis Eisenberg, tveir frétta- skýrendur í ísraelska blaðinu The Jerusalem PostK segja að Frakk- ar, Þjóðveijar, ítalir og Japanar hafi lánað íran allt að 30 millj- arða dollara til kaupa á afurðum þessara ríkja. Fyrirgreiðslan geri klerkunum fært að efla herstyrk sinn og þjálfa hermdarverka- menn. Dan og Eisenberg segja hins vegar að bandarísku lögin séu svo öflugt vopn að enginn vafi sé á því hver úrslitin verði í viðskipta- stríðinu gegn íran og Líbýu. Evr- ópsk stórfyrirtæki, sem eigi við- skipti við ríkin tvö, eigi í flestum tilvikum miklu meira undir því að glata ekki aðstöðu sinni í Banda- ríkjunum, þar séu langtum mikil- vægari markaðir. Varað við samsæriskenningum Bandaríski dálkahöfundurinn William Pfaff segir í International Herald Tribune að ráðamenn í Washington séu einhuga um að gera heittrúarmennina að nýjum þjóðaróvini í stað kommúnista. Allt sé gert til að auka tortryggni og hatur auðtrúa bandarísks al- mennings í garð ráða- manna írans og Líbýu og sannfæra fólk um að þeir standi á bak við öll hryðjuverk múslimskra öfgamanna. Pfaff telur að menn verði að velta því fyrir sér hvers vegna heittrúarmenn hafi eflst í svo mörgum og ólíkum ríkjum isl- ams. Fyrir því séu sögulegar ástæður, einkum sært stolt þjóða með glæstan arf. Arabar hafi á sínum tíma verið í fararbroddi menningarþjóða, mun fremri Evrópuþjóðum en hafi staðnað og einangrast í nokkrar aldir, þar séu ræturnar að harmleik þeirra. Þeir séu nú „munaðarleysingjar stórkostlegr- ar sögu sinnar“ eins og alsírski rithöfundurinn Hamid Chorfa orði það. Pfaff segir að ofbeldisaðgerðir heittrúarmanna araba og annarra múslimaþjóða séu ekki samsæri sem nokkrar ríkisstjórnir, andvíg- ar Vesturlöndum, standi á bak við, ræturnar séu allt aðrar. Þess vegna sé gagnslaust að varpa sprengjum á íran eða Libýu til að stöðva hryðjuverk. Fátækt og spilling jarð- vegur heittrú- arafla gerða til að reyna að hylja óánægj- una.“ Staðan aldrei erfiðari Raunar bendir flest til að Sadd- am standi nú frammi fyrir erfiðari stöðu en nokkurn tímann áður á sautján ára ferli sínum. Fyrstu merki þess komu í ljós í lok síð- asta árs er tveir tengdasona hans flúðu til Jórdaníu og ljóstruðu upp um ýmis ríkisleyndarmál. Þeir sneru aftur eftir að hafa verið lof- að fyrirgefningu en voru myrtir skömmu eftir að þeir komu til Bagdad. Dætur Saddam hafa verið í stofufangelsi frá því að þær komu frá Jórdaníu og hafa neitað að eiga nokkur samskipti við föður sinn. Eina manneskjan er fær leyfi til að heimsækja þær er móðir þeirra, Sajida Hussein. Á sinum tíma var Uday, elsta syni Saddams, kennt um flótta tengdasonanna. Uday þykir ein- staklega valdagráðugur og grimm- ur og hefur það gert marga áhrifa- mikla menn fráhverfa stjórn Sadd- ams. Saddam hefur upp á síðkastið dregið mjög úr áhrifum Udays og er hann nú einungis í forsvari fremur valdalítilla stofnana, s.s. Ólympíunefndar íraks. Bróðir hans, Qusay, hefur að mestu tekið við fyrra hlutverki Udays og er nú meðal annars í forsvari Irakshers. í síðustu viku vai- æðstu yfírmönnum allra deilda hersins skipað að flytja skrifstofur sínar í höfuðstöðvar Qusays, sem þykir merki um að ofsóknarbrjálæð- ið sé ekki einungis bundið við for- setahöllina. Sjónvarpsávarp Saddams í síð- ustu viku er einnig nefnt til marks um að hann telji stöðu sína veik- ari en oft áður. Saddam vísaði því á bug að hann hefði byggt fjórtán nýjar hallir fyrir sjálfan sig. Einn- ig væri það ósatt að hann hefði lagt milljónir dollara fyrir á bankareikningum í Sviss. Það kom mjög á óvart að Saddam sá ástæðu til að fordæma „vestræn- ar tilraunir" til að veikja stöðu hans. Venjulega hefur hann eng- an bilbug látið á sér finna í ræð- um og haft uppi hótanir í garð Vesturlanda. En þótt staða Saddams virðist ekki sterk segja sérfræðingar í málefnum íraks að líklega muni það fyrst og fremst bitna á írösku þjóðinni. Enginn stjórnarandstöðu- hópur er til staðar er getur ógnað stjórn hans og því sé líklegt að fangageymslur landsins muni enn halda áfram að fyllast. ÞESSA mynd tók Galileo af þriðja fylgihnetti Júpíters, Evrópu. Vísindamenn segja mynstur sem hér sést i frosnu yfirborði hnattarins líkjast straumum í ishöfum jarðarinnar. Þetta styrkir þá kenningu, að undir yfirborðinu hafi verið eða finnist jafnvel ennþá fljótandi vatn. Evrópa hefur lengi verið talin einn fárra staða í sólkerfinu, þar sem hugsast gæti að frumstætt líf þrifist. ÓMANNAÐA geimfarið Galileo hefur safnað upplýsingum um Júpíter og fylgitungl hans siðan í desember 1995. SAMANBURÐUR á myndum frá Voyager-farinu frá 1979 (í bakgrunni) og nýju myndunum frá Galileo. ÍÓ, stærsta fylgitungl Júpíters, er þekkt fyrir eldvirkni. Myndir af tunglum Júpíters GALILEO, ómannaða þýzk- bandaríska geimfarið sem er um þessar mundir á ferð nærri Júpíter, stærstu reikistjörn- unni í sólkerfinu, skilaði til jarðar fyrir skömmu um tutt- ugu sinnum skýrari myndum en fram að því hafði verið mögulegt að ná af Ganyme- desi, öðrum af tveimur stærstu fylgihnöttum Júpíters, en þess- ara fylgihnatta eru stærri en 1000 km í þvermál. Nú er Gal- ileo nærri Ió, sem er 3.630 km í þvermál og næstur reiki- stjörnunni. Galieo fór hjá Ganymedesi í aðeins 840 km fjarlægð, en Voyager flaugarnar fóru á sín- um tíma fram hjá Ganymedesi í meira en 100.000 km fjarlægð. Á myndum sem Galileo skilaði til jarðar má greina hárfínar línur, sem líkt og rákir eftir risavaxna hrífu liggja eftir beinfrosnu yfirborði tunglsins. Þessar rákir eru kílómetra- breiðar gjár, sem liggja mest megnis hlið við hlið; á milli þeirra rísa háir fjallshryggir. Þetta landslag er mótað af mik- illi jarðskjálftavirkni. Mótað af „ísskjálftum“ Að sögn sérfræðinga þýzku geimrannsóknarstofnunarinn- ar virðast mjög sterkir jarð- skjálftar hafa verið daglegt brauð á Ganymedesi, sennilega mun sterkari en við þekkjum héðan af jörðinni. Með því að rýna í myndirnar frá Galileo hafa sérfræðingarnir uppgötv- að nokkrar sprungur í íshell- unni, sem vatn vellur upp úr og frýs um leið eins og hraun úr eldgosi. Hugsanlegt er, segja sérfræðingarnir, að á nokkur hundruð kílómetra dýpi finnist enn leifar fljótandi hafs. Straumar í slíku brim- söltu hafi gætu líka gefið skýr- ingar á því að Ganymedes skuli hafa eigið segulsvið, en sú upp- götvun Galileos kom vísinda- mönnum mjög á óvart. Myndirnar sem borizt hafa af ló staðfesta að þar er tölu- verð eldvirkni. Á myndinni hér til hliðar sést eldgos sem teyg- ist upp í 100 km hæð frá yfir- borði hnattarins. Stækkuð mynd af eldgosinu er felld inn til vinstri. Litlu innfelldu mynd- irnar tvær til hægri sýna eld- fjallið Ra Patera með 17 ára millibili. Sú efri var tekin af Voyager-farinu þegar það fór hjá árið 1979, neðri myndin er tekin af Galileo úr 972 km fjar- lægð þann 28. júní sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.