Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ RÁÐSTEFNA íslenskra sagn- fæðinga með grænlenskum og dönskum fræðimönnum var haldin í bænum Qaqortoq eða Julianehab í Eystri-byggð á S-Græn- landi í júnímánuði. Hrefna Róberts- dóttir formaður Sagnfræðingafélags íslands setti ráðstefnuna. Hópur 29 íslenskra sagnfræðinga, sem voru á ferð um byggðir norrænna manna í Eystri-byggð, hlýddu á fróðlega fyr- irlestra ásamt heimamönnum og tóku þátt í umræðum. Margt athygl- isvert kom fram um sögu íslands og Grænlands og verður tæpt á því helsta sem frá var sagt. Aðeins eru tekin fyrir sagnfræðilegu erindin og þau eru ekki endursögð hér í þeirri röð sem þau voru flutt á ráðstefn- unni heldur eftir þeirri tímaröð sem efni þeirra segir til um. Norrænir menn og inúítar Grænlenski fræðimaðurinn H. C. Petersen frá Qaqortoq fjallaði í er- indi sínu m.a. um samskipti nor- rænna manna og inúíta. Hann rakti sögu mannvistarleifa á Grænlandi 5.000 ár aftur í tímann þar sem nú er Thulesvæðið og Scoresbysund. Hin svokallaða Saqqaqmenning var við lýði á V-Grænlandi fyrir um 4.000 árum en hvarf um 800 árum fyrir Kristsburð og má að líkindum kenna um breyttu loftslagi en ann- ars er lítið vitað um forsöguleg menningarsamfélög á Grænlandi. Dorsetmenningin sem ríkti á V- Grænlandi frá því 500 árum fyrir Krist átti upptök sín við Hudsonflóa í Kanada. Þegar tók að hlýna í veðri flutti Dorsetfólkið sig til kaldari staða á Austur-Grænlandi en víking- Ýmislegt fróðlegt kom í Ijós þegar fjall- --------------------------j,---------- að var um nógrannana Island og Grænland fyrr og nú ó róðstefnu í Qaqortoq ó S-Grænlandi í júní sl. Arn- qldur Indrióqson sat róöstefnung og greinir fró því helsta sem þar kom fram. burð og hvernig það kemur heim og saman við gamalt íslenskt tímatal. Kom fram að einkar gott er að tíma- setja söguna með tilliti til samtíma- heimilda og má sýna í smáatriðum hvernig sagan gengur upp sam- kvæmt tímatali. Höfundur hefur verið kunnugur lagarétti og þekkt vel gang málaferla og réttarsöguleg atriði en mikið af þeim málaferlum sem rakin eru í þættinum má skýra út frá veraldlegum og kirkjulegum lögum íslenskum eins og Grágás og gömlum kirkjurétti. Meðal annars er getið um heimilisfang manna, aðstæðum er nákvæmlega lýst þegar menn eru vegnir og nöfn manna nefnd við sáttagerðir. Fjöldi annarra slíkra smáatriða sýna að stuðst er við samtímarit og minnisgreinar við nokkurskonar atvikalýsingar. Var það niðurstaða Sveinbjörns að þátturinn væri lært verk og sam- inn á grundvelli margskonar rita, tímatalsfræði og laga, annála, kon- ungasagna auk minnisgreina þar sem nöfn og smáatriði hafa verið skráð en er nú glatað nema í þættin- um sjálfum. Tilgangurinn með ritun Grænlendingaþáttar hefur verið sið- ferðilegur og lögfræðilegur. I um- ræðum eftir erindi Sveinbjörns kom fram tilgáta um hvar Eiði það sem talað er um í Grænlendingaþætti er að finna og nefnd landspilda á milli Eiríksfiarðar og Einarsfjarðar en þar yfír liggur leiðin Eiríksfjarðarmegin að biskupsetrinu Görðum. Siglingar til Grænlands leggjast af Fyrirlestur Helga Þorlákssonar prófessors fjaiiaði um mögulegar ástæður þess að siglingar lögðust Ljósmyndir/Arnaldur Indriðason ÍSLENSKIR sagnfræðlngar skoöa rústir hins forna biskupsseturs í Göröum í Eystrl-byggð. RÚSTIR Þjóðhildarkirkju í Brattahlíð við Eiríksfjörð. arnir settust að á Grænlandi við lok hlýindaskeiðs sem ríkti fyrir 1.000 árum; þá var aðeins hlýrra en nú er. Þar með var Petersen kominn á söguöld íslendinga og minntist á samskipti íslendinga og eskimóa eða skrælingja eins og þau koma fyrir í Flóamannasögu og víðar. Hann rakti grænlenska þjóðsögu um stúlk- una Navaranaaq sem talaði tveimur tungum og spillti góðu sambandi milli norrænna manna og inúíta. Kom til blóðugra átaka og norrænu mennimir voru á endanum sigraðir og þeir hurfu úr Vestur-byggð. Pet- ersen velti fyrir sér sannleiksgildi sögunnar. Samskonar sögur eru til víðar og utan Grænlands en hann taldi að kjarninn í sögunni væri rétt- ur, sagan hefði endurtekið sig. Hann rakti aðrar sögur um góð samskipti hinna ólíku þjóða en Petersen hefur ferðast vítt og breitt um vestur- strönd Grænlands og m.a. safnað grænlenskum þjóðsögum. Sagði hann að fundist hefðu fornleifar á Thulesvæðinu sem gæfu ástæðu til að ætla norrænir menn hefðu farið lengra norðureftir til veiða en áður var talið en um það verði ekkert fullyrt. Grænlendingaþáttur byggður á heimildum Viðfangsefni Sveinbjörns Rafns- sonar prófessors var Grænlendinga- þáttur Flateyjarbókar, öðru nafni Einars þáttur Sokkasonar. Sagði hann þáttinn í raun og veru samsett- an úr margskonar heimildum en Grænlendingaþáttur er talinn vera skrifaður á 12. öld og er eitt af elstu ritum íslensku fornbókmenntanna. Sveinbjörn ræddi fyrst um heimildir sem hugsanlegt er að höfundurinn hafi stuðst við og nefndi m.a. skjöl og munnlegar frásagnir. Tvær helstu heimildirnar um Grænland á miðöldum eru Grænlandsannáll eftir Jón lærða og Grænlandslýsing ívars Bárðarssonar, sem bæði eru til í handritum frá 16. og 17. öld, en Grænlendingaþáttur er að mati Sveinbjörns unninn á svipaðan hátt og þau rit. Sveinbjörn rakti frásögnina í Grænlendingaþætti kafla fyrir kafla og ræddi síðan tímatalið í þættinum og reyndi að grafast fyrir um hvern- ig því væri háttað í árum eftir Krists- niður milli Noregs og Grænlands á 14. öld og norræn byggð lagðist af í kjölfarið. Nefndi hann í byrjun nokkrar ástæður sem bent hafi verið á í því sambandi. Sala á rostungs- tönnum hafi snarminnkað í Evrópu á 14. öld með auknum innflutningi á fílatönnum, rostungsveiðisvæðin hafi lagst af þegar Vestri-byggð fór í eyði og meiri ís fylgdi kaldara lofts- lagi, sem leiddi til erfiðari siglinga. Svartidauði gekk yfir Noreg um miðja 14. öld, gamli, norski knörrinn hvarf á þessu tímabili en þýskættuð flutningaskip komu í staðinn sem þóttu óhentug fyrir hina löngu og erfiðu siglingaleið, sjóræningjar réð- ust á Björgvin árið 1393 og einokun konungs á siglingaleiðinni hindraði frumkvæði og gróf undan Græn- landssiglingum. Helgi tók hvert atriði fyrir sig og vóg það og mat. Hann sagðist ekki finna neinar vísbendingar um að rostungstennur hafi þótt minni sölu- vara á 14. öld en áður og tiltók sem dæmi m.a. að sendimaður páfagarðs í Björgvin hafi árið 1327 tekið við tíundinni frá Grænlandi sem saman- stóð af 784 kílóum af rostungstönn- um. Heimildir sýna að tönnunum hafi auðveldlega verið komið á mark- að í Flandern og fékkst gott verð fyrir; ein tönn samsvaraði fjórðungs- parti af kýrverði umreiknað í íslensk- an verðreikning. Þá virtust engin tengsl á milli þess að veiðistaðir norrænna manna við Diskóflóa, m.a. Norðurseta, hafi lagst af um miðja 14. öld og þess að dró úr siglingum. Siglingar héldu áfram en vitað er um Grænlandsför frá Björgvin árin 1354 og 1366. Kenningin um rekís og erfiðari siglingar í kjölfar kóln- andi veðurfars kemur heim og sam- an við hrakningarsögur íslandsfara á seinni hluta 14. aldar. Bæði skrif- legar heimildir og rannsóknir á bor- kjörnum úr Grænlandsjökli sýna að kólnað hafi í veðri og siglingar reynst hættulegri. En grænlands- siglingar hafa alltaf þótt hættulegar og áhættusamar sagði Helgi og því er ómögulegt að kveða á um hvaða áhrif kuldatímabil hafi haft ná- kvæmlega á siglingar. Þeir sem fengu leyfi til Græn- landssiglinga urðu að flytja vörur fyrir konunginn heim til Noregs og tíund kirkjunnar. Nefndi Helgi nokk- ur dæmi því til stuðnings að frum- kvæði til Grænlandssiglinga kom frá konunginum og fór eftir vilja hans og efnum og því var það undir hon- um komið hvort þær héldust uppi. Engar skrár eru til um siglingar frá Noregi eða íslandi á árunum 1380 til 1410 nema skipa er lentu í hrakn- ingum. Sjálfsþurftarbúskapur var kjarninn í lífi porrænu Grænlending- anna eins og íslendinga og því hefðu endalok siglinga ekki endilega þýtt endalok byggðarinnar að mati Helga. Hann velti fyrir sér hvort þekking á Grænlandssiglingum hefði lagst af í tímans rás en menn þurftu mjög að þekkja til siglingaleiðarinn- ar og aðstæðna ef ekki átti illa að fara og þeir menn voru kannski vandfundnir sem treystu sér til Grænlands í lok 14. aldar. Norrænn sjálfsþurftarbúskapur á Grænlandl Danski fornleifafræðingurinn Ge- org Nyegaard fjallaði um hvernig ætla mætti að norrænir menn hafi dregið fram lífið á Grænlandi miðað við fornleifar sem fundist hafa. Not- aði hann sem útgangspunkt nýlegan fornleifauppgröft í Qorlortoq-daln- um um sex kílómetrum norðan við Brattahlíð í Eiríksfirði þar sem sauðfjárbóndi kom niður á norrænar rústir fyrir algera tilviljun; hann var að grafa frárennslisskurð. Meðal þess sem fannst þar var það sem menn telja vera hluta af strengja- hljóðfæri og er það í fyrsta sinn sem leifar af hljóðfæri finnast í rústum norrænna manna á Grænlandi. Bú- stofninn samanstóð af kúm, kindum og geitum og vekur athygli hátt hlut- fall geitaleifa. Má vera að geiturnar hafi gengið mjög á viðkvæman tijá- gróður og átt þátt í uppblæstri sem orðið hefur sumstaðar um S-Græn- land. Kattaleifar fundust í fyrsta sinn á Grænlandi í Qorlortoq-dalnum en svínarækt virðist fljótlega hafa lagst af og hestar virðast hafa verið fáir. Selur var mikið veiddur en óvíst er með hvaða aðferðum. Sennilegt er talið að hann hafi verið veiddur í net líkt og á íslandi og má vera að fólk af nágrannabýlum hafi safn- ast saman til veiðanna. Leifar hrein- dýra eru fáar. Uppgreftir í Eystri- byggð benda til þess að eftir því sem nær dregur sjónum hafi selurinn haft meiri þýðingu í búskapnum en húsdýrin verið fleiri inni í fjörðunum. Kom fram í máli Georgs að sam- sæturannsóknir sem gerðar hafi ver- ið á beinum er fundist hafa við upp- gröft sýni að þegar leið frá land- námstímanum hafi norrænir menn reitt sig æ minna á landdýr en tekið upp sel- og fiskveiðar í stærri stfl. Þá hafa tímafrekar og hættulegar veiðiferðir norður á bóginn yfir há- sumarið að afla rostungstanna og annarra dýrmætra útflutningsvara tekið tíma frá búskapnum. Þær hafi kostað mikinn mannafla og þegar tók að fækka í byggðum hafi reynst ómögulegt að snúa þróuninni við. Uppgreftir í Vesturbyggð ýta undir sannleiksgildi Grænlandslýsingar Ivars Bárðarssonar þegar hann seg- ist hafa komið að auðum kofum og lifandi húsdýrum um miðja 14. öld og nýjustu rannsóknir sýna að bú- seta í Austurbyggð hafi að líkindum lagst af fyrir 1440 en ekki um 1500 eins og áður var talið. Banks kemurtil bjargar Erindi Önnu Agnarsdóttur dós- ents fjallaði áhuga íslendinga á I t L t- I í l t € t i t I i C H I p c i V i i I i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.