Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ OSTAMAÐURINN Á HORNINU ég þar fyrst og fremst við ostarúll- urnar sem nú eru framleiddar með sex mismunandi bragðtegundum. Ég framleiddi þessar rúllur fyrst fyrir búðina okkar en árið 1993 markaðssettum við þetta í tveimur verslunum á 'Suðurnesjum. Einnig fórum við með_ þessa framleiðslu á Ostadagana. í framhaldi af því gerðum við dreifíngarsamning við Osta- og smjörsöluna. Við kaupum af þeim ijómaost í stórum einingum sem við síðan framleiðum úr. Þetta er fremur kexostur og hefur orðið mjög vinsæll. Umbúðimar um ost- inn hafa breyst. Fyrst var hann í sellófónpappír en það var erfitt að geyma ostinn í þeim umbúðum eft- ir að tekið hafði verið af honum. Til þess að að bæta úr því voru í samvinnu við Örva hannaðar nýjar plastöskjuumbúðir sem notaðar eru í dag. Ég giska á að við framleiðum um 8 til 12 þúsund svona ostarúll- ur á mánuði. Einnig framleiðum við brie með hvítlauks- og gráðostsrönd. Það hefur verið stöðugur stígandi í framleiðslu þeirra osta. Hvítlauks- osturinn hefur reynst mun vin- sælli, það eru miklu færri sem vilja gráðostinn, en þeir sem á annað borð vilja hann eru tryggir við- skiptavinir. Við komum með þenn- an ost á síðustu Ostadaga og bætt- um við einni ostategund , ostarúllu sem við köllum „pikant“, og er með kryddblöndu sem inniheldur papriku, dill og lauk. Einnig fram- leiðum við tiramisu, eftirrétt að ít- alskri fyrirmynd, hann hefur selst mjög vel. Við höfum sett það á markaðinn í örfáum verslunum. Við framleiðum þetta í tveimur stærðum, annars vegar einn desert- skammt og svo 5-7 manna pakkn- ingu. Við höfum líka framleitt þetta í stórum mótum fyrir stærri veislur. Dreifingu á ostaframleiðslu okkar hefur Osta- og smjörsalan annast með miklum ágætum. Samstarfið við Osta- og smjörsöluna hefur ver- ið mér mikil hvatning í starfi og í alla staði hið ánægjulegasta. Veisluþjónustan oft umsvifamikil I i I I eftir Guórúnu Guðlaugsdóttur OSTAHÚSIÐ í Hafnarfírði er falleg verslun og bú- sældarleg. Þar eru á boðstólum hinar ýmsu gerðir af gimilegum ostum, osta- tertur, ýmiss konar ostakex, ólífur á ólífubamum, sultur, kerti og veisluskraut ýmiss konar, svo eitt- hvað sé nefnt af vömm sem seldar em í Ostahúsinu. „Upphaflega ætl- aði ég að selja hér almenningi brauðostinn sinn og hafa sérosta sem tilbreytingu, en margt fer öðmvísi en ætlað er,“ segir Þórar- inn. „Niðurstaðan hefur orðið sú að fólk kaupir brauðostinn sinn í stórmörkuðum en við höfum mikið selt af sérostum og einnig er veislu- þjónustan hjá okkur vinsæl. Þegar við hófum undirbúning að stofnun Ostahússins var ég enn í starfí hjá Nóa Sírusi. Það var ágæt reynsla til viðbótar þeirri sem ég hafði aflað mér við ostagerð. Ég fór að vinna við ostagerð í Danmörku. Fyrst eftir að námi þar lauk vann ég á Jótlandi við mjólkur- duftsframleiðslu en hætti því og fór að sinna því sem mig hafði lengi langað til, ostagerð. Ég hef að mestu unnið við ostagerð síðan, bæði við fasta osta og við gerð rjómaosta. Þegar ég tók við störf- um sem mjólkurbústjóri á Homa- fírði kom ég í framleiðslu mossa- rellaostinum sem hefur verið fram- leiddur við vaxandi vinsældir síðan. Einnig kom ég svokölluðum Jökla- osti í framleiðslu en hann hefur ekki verið framleiddur síðan. Jökla- ostur er líkur Búra og er með jurt- um í. Við fluttum á höfuðborgarsvæð- ið árið 1988 og höfum síðan viljað búa hér. Nokkru eftir komu okkar hingað fór ég að starfa hjá Mjólk- ursamsölunni og síðar hjá Nóa Sírí- usi. Sumarið 1992 hófum við undir- búning að stofnun Ostahússins. Mig iangaði til að vinna við osta- framleiðslu en vildi búa hér. Á VmaPTIAIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Þórarinn Þórhallsson er eigandi Ostahússins í Hafnar- firði og rekur það ásamt konu sinni Mariu Ólafsdóttur. Auk verslunarinnar framleiðir fyrirtækið osta sem Osta- og smjörsalan sér um að dreifa. Fyrirtækið sitt stofnaði Þórarinn árið 1992. Hann er fæddur árið 1956 í Skriðdal en ólst upp í Neskaupstað. Hann lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri árið 1974. Stundaði eftirþað sveitastörf ogsjó- mennsku í nokkur ár. En árið 1978 hóf hann nám í mjólkur- fræði hjá Mjólkursamlaginu á Egilsstöðum. Að tveggja ára námi þar loknu fór Þórarinn til framhaldsnáms í Dalun- skóla í Óðinsvéum í Danmörku. Hann kom heim um tíma en fór aftur út til að Ijúka námi sínu árið 1982 og þá með konu sinni Maríu, sem lærði prjónaiðnfræði í Danmörku. Þau voru tvö ár á Hornafirði eftir heimkomu til íslands, þar sem Þórarinn veitti forstöðu mjólkurbúi en fluttu svo til Hafnarfjarðar og hafa rekið eigið fyrirtæki í nær fjög- ur ár. Þau eiga eina sex ára dóttur. OSTABORÐIÐ í Ostahúsinu. höfuðborgarsvæðinu er sáralítil ostagerð, hún fer að mestu fram úti á landsbyggðinni. Smám saman fæddist sú hugmynd að stofna fyr- irtæki sem seldi osta og fleira þeim tengt. Fram að þeim tíma voru aðeins tvær ostabúðir til á öllu land- inu, sem Osta- og smjörsalan rak. Sumarið 1992 unnum við að undir- búningi að opnun Ostahússins. Við opnuðum verslunina 26. nóvember 1992. Skyldi Ostahúsið í Hafnarfírði hafa mótast samkvæmt dönskum hugmyndum? Þórarinn Þórhallsson segir svo ekki vera. „Einhveijar hugmyndir hef ég vafalaust tekið með mér heim frá Danmerkurdvöl- inni. En við litum ekki síður til þeirra verslana sem hér voru fyrir eða við kynntumst þegar við ferð- uðumst um erlendis, ekki síst í Sviss og Ítalíu. Við höfðum að leið- arljósi þegar við lögðum upp í þenn- an verslunarrekstur að geta selt íslendingum sinn daglega brauð- ost. Erlendis verslar fólk nær ein- göngu við sinn ostakaupmann, eða „ostamanninn á horninu". í Dan- mörku halda menn mikilli tryggð við sinn ostakaupmann. En íslend- Ingar eru öðruvísi gerðir. Við gerð- um ráð fyrir að hér yrði straumur viðskiptavina alla virka daga en annað hefur komið í ljós. íslending- ar kaupa sinn daglega brauðost í stórmörkuðum en kaupa svo sérost- ana hjá okkur. Við eigum auðvitað trygga viðskiptavini sem kaupa sinn daglega ost hjá okkur en salan hér er þó fyrst og fremst í sérostun- um. Veisluþjónustan okkar hefur líka dafnað vel. Þetta er kannski ágæt þróun. Ostarúllurnar vinsælar Fljótlega eftir að við opnuðum verslunina fór ég að fikra mig áfram við að búa til nýjar ostateg- undir. Nú eru seldir ostar frá okkur í nær öllum matvöruverslunum. Á Hvað skyldu starfa margir hjá Ostahúsinu? Að sögn Þórarins starfa þau tvö, hann og María kona hans við verslunina. „María hefur að mestu rekið þessa verslun frá } upphafi. Ég var enn í starfi hjá . Nóa Síríusi þegar við opnuðum hérna og þess vegna kom nánast af sjálfu sér að svona yrði þetta. Ég var aftur á móti í ostafram- leiðslunni utan hefðbundins vinnu- tíma. Eftir að ég hætti hjá Nóa Síríusi gafst mér betri tími til að sinna ostaframleiðslunni og öðrum þáttum starfs við fyrirtæki mitt. Undanfarið höfum við verið fjögur til fimm sem störfum við fyrirtæk- | ið. Mun fleiri starfa hjá okkur í } kringum stórhátíðir og veisluþjón- ustan er umsvifamikil. Afkoma fyr- irtækisins er viðunandi og hefur verið það að undanförnu. Við leigð- um nýtt framleiðsluhúsnæði, um 100 fermetrar að stærð, og þar fer ostaframleiðslan fram. Við vorum með alla þætti framleiðslunnar í þröngu húsnæði bak við verslunina | en það húsnæði var löngu orðið allt of þröngt. Við tókum í notkun nýja vél í hinu nýja húsnæði sem I sér um mótun ostarúllanna. Að- staða okkar er því orðin allt önnur og betri.“ Ostahúsið selur ekki aðeins sína eigin framleiðslu og osta frá Osta- og smjörsölunni. „Við flytjum inn osta líka. Við höfum verið með örlítinn ostainnflutningskvóta og höfum reynt að velja þekktar osta- tegundir til þessa innflutnings, svo sem Gorgonzola og Emmental, reykost frá Hollandi og fleira. Við reynum að gera „ostaflóruna" fjöl- breyttari en flytjum ekki inn osta í beinni samkeppni við íslensku ostana. Við lítum á innflutninginn sem viðbót og reynum að vera sam- keppnishæf við erlendar ostabúðir, selja nokkrar þekktar ostategundir. Aðrir aðilar en við flytja inn sömu tegundir af erlendum ostum nema Raclettostinn, sem er aðallega framleiddur í Sviss og er sérlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.