Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Regnboginn, Háskólabíó, Laugarásbíó, Stjörnubíó og Borgarbíó á Akur- eyri sýna bandaríska geimveruhryllinn Independence Day, eða ID4, sem slegið hefur öll aðsóknarmet í Bandaríkjunum í sumar. Með aðalhlutverk í myndinni fara Bill Pullman, Jeff Goldblum og Will Smith, en leikstjóri er Roland Emmerich sem leikstýrði Stargate úr sjónvarpsmyndaflokknum Chicago Hope, en meðal þeirra kvikmynda sem hún hefur leikið í eru Three Men and a Baby, Term- inal Velocity og The Butcher’s Wife, og nýjasta mynd hennar er The Devil’s Own þar sem hún leikur á móti Harrison Ford og Brad Pitt. Önnur þekkt andlit í Independ- ence Day eru Randy Qaid (Kingpin, The Paper, Last Dance), Robert Loggia (Big, Jagged Edge, Prizzi’s Honor), Jame Rebhorn (Up Close and Personal, Carlito’s Way, Scent of a Woman) og Harvey Fierstein (Bullets Over Broadway, White Lies, Mrs. Doubtfire). Bili Pullman er fæddur 17. desember 1954 og eftir að hafa verið í aukahlutverkum í tíu ár festi hann sig loks í sessi sem aðalleik- ari þegar hann lék á móti Söndru Bullock í While You Were Sleeping í fyrra. Pullman var feiminn og óframfærinn unglingur og að loknu menntaskólanámi innritaðist hann í tækniskóla með það í huga að verða byggingatæknifræðingur. Straumhvörf urðu hins vegar í lífí hans þegar hann var valinn til að fara með hlutverk í skólaleikriti og skipti hann í kjölfarið um skóla og hóf leiklistarnám, en að því loknu hóf hann kennslu við ríkisháskólann í Montana. Því næst lá leiðin til New York þar sem hann lék um skeið á leiksviði, en eftir að hafa flutt til Los Angeles leið ekki á löngu þar til Puilman hlaut fyrsta kvikmyndahlutverkið. Það var árið 1986 í myndinni Ruthless People, en síðan hefur hann alls leikið í 25 kvikmyndum. Meðal þeirra eru A League of Their Own, Singles, Sle- epless in Seattle, The Last Seducti- on, Wyatt Earp og Casper. Jeff Goldblum lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1974, en það var Death Wish sem Charles Bronson lék aðalhlutverkið í. Goldblum, sem verður 44 ára á þessu ári, hefur síðan leikið í um 40 kvikmyndum og íjölda sjónvarpsmynda. Hann var sautján ára gamall þegar hann byijaði að leika á sviði í New York, og eftir að hafa leikið í Death Wish fékk hann m.a. aukahlutverk í nokkrum mynda Roberts Altmans. En það var ekki fyrr en í myndun- um The Right Stuff og The Big Chill, sem gerðar voru 1983, sem hann vakti verulega athygli, og fyrsta aðalhlutverkið fékk hann í myndinni The Fly, sem gerð var 1986. Meðal mynda sem hann hef- ur leikið í síðan eru Framed, The Player, Deep Cover, Nine Months, Hideaway og Powder, en sennilega er hann þekktastur fyrir hlutverk sitt í Jurassic Park sem gerð var 1993. Independence Day er fimmta myndin sem Will Smith leikur í, en síðasta mynd hans var Bad Boys sem gerð var 1995. Hann hóf feril sinn sem tónlistarmaður, en árið 1986 stofnaði hann rappsveitina D.J. Jazzy Jeff and The Fresh Prince með félaga sínum Jeff Tow- nes. Þeir unnu til Grammy verð- launa árið 1988 fyrir besta rapplag- ið það ár og sama sagan endurtók sig árið 1991. Hæfileikar Smiths á tónlistarsviðinu og sem alhliða skemmtikraftur leiddu til þess að hann fékk að láta ljós sitt skína í eigin sjónvarpsþætti, The Fresh Prince of Bel Air, en þátturinn hef- ur notið talsverðra vinsælda í Bandaríkjunum undanfarin ár. Smith hefur farið með hlutverk í kvikmyndunum Made in America með þeim Whoopi Goldberg og Ted Danson í aðalhlutverkum og Six Degrees of Separation, en fyrir hlutverk sitt í þeirri mynd hlaut hann mikið lof gagnrýnenda. Næsta mynd sem hann leikur í er Men In Black og fer hann þar með aðalhlut- verkið á móti Tommy Lee Jones. RISASTÓR geimskip eyða öllum helstu stórborgum heimsins með hitageislum. Munchen lagði hann fyrir sig fram- leiðsluhönnun. Leiðin lá þó í að leikstýra og lokaverkefni hans við skólann var myndin The Noah’s Ark Principle, sem var opnunar- mynd kvikmyndahátíðarinnar í Berlín 1984. Myndin hlaut geysi- góðar viðtökur og var hún sýnd í rúmlega 20 löndum. Emmerich stofnaði eigið kvik- myndafyrirtæki, Centropolis Film Productions, sem framleiddi næstu myndir hans. Sú fyrsta var Making Contact, sem fjallar um dreng sem nær sambandi við látinn föður sinn í gegnum leikföng, en myndin sýndi glögglega það vald sem Emmerich hefur yfír tæknibrellum, og næst gerði hann gamanmyndina Ghost Chase sem fjallar um tvo bíófíkla sem reyna fyrir sér í Hollywood. Emmerich vann næst sem framleið- andi myndarinnar Eye of the Storm með Dennis Hopper í aðalhlutverki, en næsta myndin sem hann leik- stýrði var Moon 44 (1989) og var Dean Devlin einn af leikurunum í henni. Myndin gerist árið 2018 og fjallar um baráttu tveggja risafyrir- tækja um námaréttindi í geimnum. Eftir að hafa leikið í Moon 44 varð Dean Devlin sem nú er 33 ára hluthafí í Centropolis Film Producti- ons og ásamt Emmerich hefur hann framleitt og skrifað handrit mynd- anna Universal Soldier, Stargate og Independence Day. Devlin byij- aði feril sinn sem sviðsleikari en lék þvínæst í ýmsum sjónvarpsþáttum, m.a. L.A. Law. Eftir að hann kynnt- ist Emmerich við gerð Moon 44 kom í Ijós að þeir félagar höfðu áhuga á sömu myndunum og hæfíleikar Devlins sem handritshöfundar heill- uðu Emmerieh sem bauð honum samstarf. Devlin lagði því leiklistina á hilluna og snéri sér alfarið að því að skrifa handrit og framleiða myndir í samvinnu við Emmerich. Þijár helstu aðalpersónurar í Independence Day eru leiknar af þeim Bill Pullman, Jeff Goldblum og Will Smith, en auk þeirra fer fjöldi þekktra leikara með stór hlut- verk í myndinni. Þeirra á meðal eru Mary McDonnel sem tvisvar hefur verið tilnefnd til óskarsverðlauna, en hún hlaut tilnefningu sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir hlut- verk sitt í Passion Fish og besta leikkona í aukahlutverki fyrir Danc- es With Wolves. Meðal annarra mynda sem hún hefur leikið í eru Sneakers og Grand Canyon. Judd Hirsch þekkja sennilega flestir úr sjónvarpsþáttunum Dear John, en meðal kvikmynda sem hann hefur leikið í eru Ordinary People, sem hann hlaut tilnefningu til óskars verðlauna fyrir, Teachers og Runn- ing On Empty, sem Sidney Lumet leikstýrði. Margaret Colin er þekkt ÞANN 2. júlí ótilgreint ár í nánustu framtíð er spurn- ingunni um það hvort jarð- arbúar séu einu lífverurnar í al- heiminum svarað í eitt skipti fyrir öll, en þá koma skyndilega risastór geimskip frá öðru sólkerfi inn í gufuhvolf jarðar og taka sér stöðu yfir öllum helstu borgum heimsins. Þau varpa risastórum skuggum yfir borgirnar og eyða síðan gjör- samlega kjarna þeirra með hita- geislum sem ekkert fær staðist. Daginn eftir bræðir forseti Banda- ríkjanna (Bill Pullman) saman áætlun um gagnárás í samvinnu við tölvusnilling (Jeff Goldblum) og orrustuflugmann (Will Smith). Á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí, hefst svo æðisgengið lo- kauppgjör milli jarðarbúa og geim- veranna illskeyttu sem ekkert virð- ist í fyrstu geta fengið grandað, og viðureigninni lýkur með því að mannfólkið fagnar deginum sem frelsisdegi allra jarðarbúa. Þannig er í stuttu máli sögu- þráðurinn í kvikmyndinni Inde- pendence Day, eða ID4, sem slegið hefur öll aðsóknarmet í Bandaríkj- unum í sumar og skilað hátt í 300 milljónum dollara í tekjur frá því myndin var frumsýnd 3. júlí síðast- liðinn, en þrátt fyrir stórfenglegar tæknibrellur og dýran umbúnað kostaði myndin aðeins rúmlega 70 milljónir dollara í framleiðslu. Höfundar og framleiðendur Independence Day eru þeir Roland Emmerich og Dean Devlin, en Emmerich er jafnframt leikstjóri myndarinnar. Hann leikstýrði einn- ig Stargate sem óvænt varð ein af aðsóknarmestu myndum ársins 1994, og árið 1992 leikstýrði hann Universal Soldier með Jean-Claude Van Damme í aðalhlutverki. Hinn fertugi Emmerich er fæddur og uppalinn í Þýskalandi og þar hóf hann feril sinn sem kvikmynda- gerðarmaður. Sem unglingur lagði hann stund á málaralist og högg- myndagerð og í kvikmyndaskóla í Orrustuflugmaðurinn (Will Smith) og töivusnilingurinn (Jeff Goldblum) sameina krafta sína gegn geimverun- um. Árásúr geimnum FORSETI Bandaríkjanna (Bill Pullman) fylgist hjálparvana með geimskipinu yfir Washington. ROLAND Em- merich og Dean Devlin eru höf- undar og fram- leiðendur Inde- pendence Day.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.