Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR I* MORGUNBLAÐINU í gær var frá því skýrt, að finnska ríkisstjórnin hefði ákveðið að lækka almenna tekjuskatta á landsmönnum og skera niður rík- isútgjöld að auki um 2%. Jafn- framt verða orkuskattar hækkað- ir. Gert er ráð fyrir að lækka tekjuskatta úr 36% í 34%. I Bandaríkjunum hefur hinn nýi forsetaframbjóðandi repú- blikanaflokksins, Bob Dole, til- kynnt að hann muni beita sér fyrir almennri 15% lækkun skatta á þremur árum. Jafnframt hefur hann iagt til að skattfríðindi vegna eftirlaunasparnaðar verði aukin og nái til maka launþega. Ennfremur að skattur af sölu- hagnaði verði lækkaður úr 28% í 14%. Þessum markmiðum ætlar Doie að ná jafnframt því að tryggja hallalaus fjárlög. Vara- forsetaefni hans, Jack Kemp, hefur árum saman barizt fyrir víðtækum skattalækkunum og raunar gjörbreytingu á banda- ríska skattakerfinu. Ljóst er, að fyrirheit um skattalækkanir verða kjarninn í kosningabaráttu þeirra Dole og Kemp. Núverandi ríkisstjórn stendur frammi fyrir margvíslegum kröf- um varðandi ríkisfjármál. Hún hefur sjálf lýst því yfir, að stefnt verði að hallalausum fjárlögum á árinu 1997. En eins og fjaliað er um í Reykjavíkurbréfi Morg- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. unblaðsins í dag eru einnig gerð- ar kröfur á hendur henni um að batnandi hagur ríkissjóðs verði notaður til þess að lækka erlend- ar skuldir. Loks hafa menn áhyggjur af aukinni þenslu í þjóð- arbúskapnum og hættu á nýrri verðbólgu og forstjóri Þjóðhags- stofnunar telur nauðsynlegt að beita ríkisfjármálum til þess að slá á verðbólguhættuna. Það er nauðsynlegt að taka skattalækkanir inn í þessar um- ræður. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun, að tímabært sé að huga að lækkun almennra skatta. Eðlilegt væri að ríkis- stjórnin gæfi stefnumarkandi yf- irlýsingu um það á þessu ári, að tekjuskattar verði lækkaðir frá og með ársbyijun 1998. Vel getur komið til greina að fylgja for- dæmi Dole og framkvæma slíka skattalækkun á tveimur til þrem- ur árum. Það stuðlar hins vegar að heilbrigðri áætlanagerð í heimilisbúskapnum og fyrir- tækjarekstri að fólk viti að hverju það gengur í skattamálum með góðum fyrirvara. Hinn almenni tekjuskattur er orðinn mjög þungur hér á landi. Þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp var staðgreiðslupró- sentan 35,2% en er nú komin í nær 42% og með hátekjuskatti í nær 47%. Þessi skattbyrði var verjanleg meðan þjóðin var að bijótast upp úr öldudalnum í efnahagsmálum. Hún er hins veg- ar ekki veijanleg lengur og tíma- bært að huga að því að létta skattbyrði á hinum almenna skattgreiðanda. Skattabyrðin er orðin vinnuletjandi, en það er ein- mitt ástæðan fyrir ákvörðun finnsku ríkisstjórnarinnar um skattalækkun. Það er líka tímabært að huga að frekari skattaumbótum. Lyk- ilþáttur í bandaríska skattakerf- inu eru t.d. ákveðin skattafríðindi fyrir fólk, sem leggur fyrir til elliáranna. Nú þegar ljóst er orð- ið, að almenna lífeyrissjóðakerfið fullnægir ekki þörf eftirlauna- fólks fyrir viðunandi eftirlaun er spurning, hvort hægt er að beita skattakerfinu í ríkara mæli til þess að hvetja til sparnaðar til efri ára. Að undanförnu hafa orðið tölu- verðar umræður um fjárhags- vanda Háskóla íslands. Fyrr en síðar verður ríkisstjórnin að horf- ast í augu við þennan vanda og takast á við haUn. Þegar horft er til lengri framtíðar má búast við, að ungt fólk, sem nú er að heija búskap og eignast börn verði að gera ráð fyrir því að standa í auknum mæli undir kostnaði við menntun barna sinna sjálft. í því sambandi er nauðsyn- legt að huga að skattafríðindum til að örva ungt fólk til að leggja fyrir sparifé vegna þess kostnað- ar. Hingað til hafa ákvarðanir um skattabreytingar verið teknar nánast fyrirvaralaust og með þeim hefur forsendum fyrir fjár- ráðstöfunum borgaranna marg- sinnis verið gjörbreytt. Það eru auðvitað óþolandi vinnubrögð. Það væri rós í hnappagat núver- andi ríkisstjórnar, ef hún tæki nú upp ný vinnubrögð og til- kynnti á þessu ári umtalsverðar lækkanir á tekjuskatti frá árs- byrjun 1998, sem dreifzt gæti á nokkur ár jafnhliða öðrum skattaumbótum, sem hér hefur verið drepið á. SKATTALÆKKAMR 1 Lýsing JL Tt vf *Berlioz á því hvernig kona hans er grafin upp úr göml- um kirkjugarði Parísar og flutt annað minnir einna helzt á stríðssögu Stephens Crane, The red Badge of Courage, þegar Henry Fleming bónda- sonurinn ungi í her Norðurríkjanna fær óbragð í munninn og þykir ekki lengur gaman að leika soldát þarsem hann gengur fram á dauðan félaga sinn á vígvellinum og horfir í angist á maura nálgast opin augu hans. Tek- ur svo til fótanna. Flýr einsog hrædd- ur fugl þann skelfilega veruleika uggs og ógnar sem þröngvar sér inní fjand- samlegt umhverfi dauðans. Andspænis þessum ógnlega veru- leika er enginn öðrum meiri. Hermað- urinn ungi, söguhetja þessarar blóð- ugu minningar Crane, og heimsfrægt tónskáldið sem er nú álíka áþreifanleg staðreynd og sögupersóna í skáldskap eru jafningjar andspænis þessari tor- tímingu. Án verka sinna væru Crane og Beriioz einungis skuggar sem hurfu inní dagsbirtu hversdagslegrar gleymsku; þessir ólíku listamenn sem eiga ekkert sameiginlegt nema hroll- vekjandi lýsingar á dauðanum; önnur í skáldskap, en hin styðst við ævi- sögu. Báðar þó úr lífinu sjálfu og grimmdarlegri reynslu höfundanna. Upplifun dauðans sem beið þeirra sjálfra. i ah ég minnti.st á stur*u JL Tt • •Þórðarson. Ég tel hann svo merkan mann til orðs og æðis að hann á engan sinn líka á sturlungaöld- inni. Og þótt hann sé barn síns tíma og haldi stundum á sverði í stjómmála- hasar sturlunga þarf hann ekki að þvo hendur sínar af neinu blóði því hann er hvorki hryðjuverkamaður einsog sumir samtímamenn hans né vígreifur bardagahundur þótt hann tæki þátt í klækjum stjómmálafléttunnar miklu og vílaði ekki fyrir sér að standa við málstað sinn og skuldbindingar með sverð í hönd að hætti aldar sinnar. Hann var þannig bæði á Örlygsstöðum, í Þver- árbardaga og Flugu- mýrarbrennu og það er aldrei að sjá hann hafi látið deigan síga einsog Snorri föðurbróðir hans, þótt þeir ættu það sammerkt að leita fremur til fjöðurstafsins en fágaðra vopna. Sturla Þórðarson fylgir fordæmi Ara fróða svo vel að með ólíkindum er þegar í hlut á sturlungi og einn helzti þátttakandi í refjum þessarar hefnigjömu og metnaðarfullu aldar. Sturla kemur alltaf fram til góðs og þótt hann fari að Gizuri með Órækju frænda sínum virðist það hafa verið með hálfum huga enda ber hann ekki efra skjöld þegar upp er staðið. En hann skilur ekki heldur eftir sig neina blóðpolla. Andstæðingar hans virða hann og valda honum engu tjóni. Það er sama í hvað krappan dans skáldið kemst, hann kemur alltaf heilskinnað- ur frá hverri raun. Og það hefur eng- inn áhuga á að skerða hár á höfði hans, þvert á móti. Hann er svo vel virtur að honum er leikur einn að svaia veraldlegum metnaði sínum, nær jafn- vel til sín Snorrungagoðorði sem var einskonar arfleifð og lögmannsemb- ættinu og er auk þess beðinn um að taka þátt í gerð nýrrar lögbókar og skrifa sögu Noregskonunga sem þá höfðu lifað um hans daga, en meiri virðingu var ekki hægt að sýna nokkr- um manni útá íslandi. Sturía var ekki einasta mesta ljóðskáld aldar sinnar og ásamt Snorra frænda sínum nafn- togaðasti rithöfundur samtímans, heldur einn mesti virðingarmaður ver- aldlegrar og óbilgjamrar höfðingja- stéttar. Sturla Þórðarson hefur þannig tii að bera alla þá kosti sem okkur þykja benda til Njálu-höfundar. Það eitt skiptir öllu máli að hveijum manni er augljóst við nánari kynni, að hann getur ekki einungis verið, heldur bend- ir flest til, að hann sé sá veraldlegur höfðingi sem lítur í kringum sig af sjónarhóli þess andlega ofurmennis sem færði Brennu-Njáls sögu til bók- fells. Þetta er auðvitað tilgáta og jafn- gildir ekki sönnun. En hún er sennileg- ust allra tilgátna. Auk þess minna sagnfræðirit Sturlu svo rækilega á íslendinga sögur, sem eru einskonar innansveitarkronikur ef svo mætti segja, að spyija má, hvort þar sé ekki einnig um einhverskonar skáldskap- arlist að ræða; t.a.m. samtölin. 1JO NJÁLA ER ekki skrifuð -i- JtO»af klerki, heldur manni ,sem veit margt um samskipti karls og konu einsog norska skáldið Gunnar Heiberg hefur lýst svo ágætlega í frumlegri „viðbót“ við Njálu Hildi- gunnur (læknir, 61.-63. kap.) Njálu- höfundur þekkir auk þess heift og hefndarhug, þekkir blóð og freisting- ar. Gunnar er alltaf heldur tauga- óstyrkur í návist Hallgerðar. Þá gerir hann vitleysumar. Hann skilur hana ekki, ekki einusinni þegar hún neitar að vera homkerling - og þá ekkisízt hans vegna! Hún er höfðingjadóttir úr Dölum og hún er konan hans. Það er stoltur og veraldarvanur höfðingi sem skilur hana, þráttfýrir allt, og reynir að sýna stolt hennar í réttu ljósi, en Gunnar er ástfanginn og klaufskur. Hetjan er ekkert nema lít- ill drengur í návist Hallgerðar; ungur, ástfanginn drengur: Fögur er Hallgerður, bleikir akrar og slegin tún. Það er inní þessa hlíð sem hugur Gunnars stefndi; þráttfyrir allt. Gunnar sneri aftur vegna Hallgerð- ar, en ekki hlíðarinnar. Menn voru ekki að hugsa um náttúrufegurð í þá daga. En það gerðu rómantísku skáld- in. Hetjan mikla nýtur sín aldrei í ná- vist Hallgerðar og niðurlægir hana með því að misskilja hana. Skilur ekki að hún er stolt fyrir hans hönd, eða öllu heldur: tekst ekki að koma skiln- ingi sínum á framfæri. Guðrún Ósvíf- ursdóttir var þeim verst sem hún unni mest, segir sagan. Þeir vora merkileg- ir, þessir óþekktu höfundar, sem skrif- uðu þessar gömlu bækur af þvílíkri snilld og skilningi á eðli mannsins. M. HELGI spjall RE YKJAVÍK URBRÉF Laugardagur 17. ágúst Ríkisstjórnin mun á fundi sínum á þriðjudag fjalla um fjárlagaram- mann fyrir næsta ár, en endurskoðaðar til- . lögur ráðuneytanna 1 liggja nú fyrir. Ríkis- stjórnin hefur einsett sér, að ríkissjóður verði rekinn hallalaus árið 1997. Takist það, verða ákveðin þátta- skil í ríkisfjármálum, því ríkissjóður hefur ekki verið rekinn án halla frá árinu 1984. Þá var Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Stein- gríms Hermannssonar (1983-1987). Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því tekjuaf- gangur var síðast á ríkissjóði og hafa skuldir hins opinbera hlaðizt upp. Skuldirn- ar voru tæpir 30 milljarðar árið 1984, þar af um tveir þriðju hlutar erlendar skuldir, en árið 1994 voru skuldir hins opinbera 231 milljarður króna, þar af ríflega helm- ingur erlendar skuldir (123 milljarðar). ■■■■■■“■ í byrjun síð- Áskorun ustu viku beindi ttoÍ Vinnuveitendasam- V bandið þeirri áskor- un til ríkisstjómar- innar, að efnahagsbatinn verði notaður til að bæta verulega afkomu ríkissjóðs. Vill VSÍ ekki aðeins, að ríkissjóður verði rekinn hallalaus heldur skili „umtalsverðum“ tekjuafgangi. Framkvæmdastjóri þess, Þórarinn V. Þórarinsson, hefur ekki viljað nefna neina ákveðna tölu um hver tekjuaf- gangurinn á að vera, heldur aðeins sagt, að um sé að ræða nokkra milljarða. í áskor- un VSÍ segir m.a.: „Hagvöxtur, sem á rætur í eyðslu um- fram efni, er ekki varanlegur og því er ástæða til að óttast bakslag fyrr en síðar. Aukin umsvif í atvinnulífi og eftirspurn á vinnumarkaði geta á skömmum tíma breyst úr góðum vexti í skaðlega ofþenslu. Reynsla fyrri ára sýnir glögglega, að fátt er skaðlegra varanlegri uppbyggingu at- vinnulífs. Því er afar brýnt, að stjórnvöld axli í tíma ábyrgð á hagstjórnaraðgerðum, sem stuðli að jafnvægi í efnahagslífinu, og varanlegum vexti með þeim hætti, og batnandi afkomu fyrirtækja og heimila þegar til lengri tíma er litið. Vinnuveit- endasambandið áréttar í þessu sambandi, að það telur ótvírætt, að við hagstjórn verði jafnan að taka stöðugleika og lága verðbólgu umfram öll önnur markmið. Svo mikill er eyðingarmáttur verðbólgunnar... Samtökin fagna því þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar, sem kynnt hefur verið, að stefna að hallalausum fjárlögum fyrir árið 1997. Þetta er þó ekki nægjanlegt, því öll efni ættu að vera til þess að stefna að afgangi í rekstri ríkisins og byija að greiða niður gríðarlegar lántökur síðustu ára. Þetta er ekki sízt mikilvægt með hlið- sjón af reynslunni af framkvæmd fjárlaga þessa árs, þar sem óvænturtekjuauki ríkis- sjóðs hefur ekki megnað að draga úr áætl- uðum rekstrarhalla vegna aukinna út- gjalda." Viðvörun forstjóra Þjóðhags- stofnunar FORSTJÓRI ÞJÓÐ- hagsstofnunar, Þórður Friðjónsson, hnykkti á áskorun VSÍ í ræðu á morg- unverðarfundi Verzlunarráðs sl. miðvikudag. Þar sagði hann m.a., að ástæða væri til að hafa áhyggjur af þenslu í efnahagslífínu og kvað aðstæður nú svipa um margt til áranna 1987 og 1977, en þau væru ein- kennandi fyrir það sem verst hefði farið í íslenzkri hagstjórn. Horfur væru á því, að hagvöxtur á þessu ári verði enn meiri en þau 4,5%, sem endurskoðuð þjóð- hagsspá gerði ráð fyrir. Útgjöld þjóðarinn- ar væru að aukast á öllum sviðum og þannig stefni í, að þjóðarútgjöld aukist um 6,7%, einkaneyzla um 6%, samneyzla um 2,5% og fjárfesting fýrirtækja um 20%. Þórður benti á, að fjárfesting atvinnu- fyrirtækja væri ekki mikil, þótt hún aukist um fimmtung, eða aðeins um 15% af lands- framleiðslu, en þáð væri mun minna en í nágrannalöndum. „Það, sem þarf að hafa áhyggjur af hér, er einkaneyzluþróunin, því 6% vöxtur einkaneyzlu er einfaldlega of mikill vöxtur við þær aðstæður, sem nú eru í þjóðarbúskapnum,“ sagði forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, sem jafnframt taldi að 2-3% verðbólga hér á landi væri of mikil í saman- burði við helztu viðskiptalönd. Halda þurfi verðbólgunni á bilinu 1-2%, eins og verið hefði á síðasta ári. Hann kvað horfur á viðskiptahalla næstu tvö árin, jafnvel þótt fjárfestingu vegna stækkunar álversins væri haldið þar utan við. Nauðsynlegt sé, að afgangur verði á viðskiptajöfnuði næstu árin, ef takast eigi að greiða niður erlendar skuldir þjóðarbúsins. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar sagði, að miðað við þann tekjuauka, sem hefði skil- að sér í ríkissjóð á þessu ári vegna efna- hagsbatans, ætti afkoma ríkissjóðs að vera nálægt jafnvægi þegar á þessu ári og ríkis- sjóður ætti að skila um 2-4% afgangi á því næsta miðað við þær útgjaldaáætlanir, sem gerðar voru á síðasta ári. í viðtali við Morgunblaðið um efnahags- þróunina sagði Þórður Friðjónsson: „Til þess að ríkisfjármálastefnan styðji við þau markmið, sem við höfum sett okk- ur um stöðugleika í verðlagsmálum og viðunandi jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd, er hagkvæmasta hagstjórnartækið að bæta afkomu ríkissjóðs. Þau grundvall- ar hagstjórnartæki, sem við höfum til umráða, eru peningamálin og ríkisfjármál- in og það er grundvallaratriði út frá hag- stjórnarsjónarmiðum að velja rétta sam- setningu við notkun þeirra. Við þær að- stæður sem eru hér hjá okkur er skynsam- legt að draga úr því vægi, sem peningamál- in hafa haft að gegna til þess að halda stöðugleikanum, og leggja meiri áherzlu á í STEFNUYFIR- lýsingu ríkisstjórn- ar Davíðs Oddsson- ar segir m.a. um ríkisfjármál: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því, að jafnvægi náist milli gjalda og tekna ríkisins á árinu 1997. Ríkissjóður hefur verið rekinn með halla í rúman áratug. Verði ekki snúið af þeirri braut er óhjákvæmilegt, að börnin okkar þurfi að taka á sig umtalsverðar byrðar vegna umframeyðslu okkar. Halli nú eykur skuldir og skattheimtu í framtíð- inni.“ Þessi stefna ríkisstjórnarinnar var áréttuð í greinargerð með fjárlagafrum- varpinu fyrir yfirstandandi ár. Þar segir m.a.: „Á sama hátt og hallarekstur á ríkis- sjóði getur verið réttlætanlegur á tímum samdráttar og vaxandi atvinnuleysis er jafn mikilvægt að nýta það svigrúm, sem aukinn kaupmáttur almennings og batn- andi afkoma þjóðarbúsins gefur, til að rétta ríkisíjármálin af. Það er óásættan- legt að safna skuldum, þegar efnahagslíf- ið er í uppsveiflu og velta þannig vandan- um yfir á komandi kynslóðir. Slíkt hátta- lag er óábyrgt og stenst ekki til lengdar. Sem betur fer er vaxandi skilningur í þjóð- félaginu á mikilvægi hallalausra fjárlaga og lækkunar skulda.“ ríkisfjármálin." Stefnuyfir- lýsing ríkis- sljórnar- innar mmtmmmmam þegar litið er Vantrú til afdráttarlausrar yfirlýsingar ríkis- stjómarinnar um hallalausan rekstur ríkissjóðs á næsta ári er ljóst, að hún mun ekki hafa í hyggju að hverfa frá þeirri ráðagerð. Það er jafn- framt ljóst, að frá því ríkisstjómin mótaði stefnu sína hafa aðstæður í efnahagslífinu breytzt talsvert. Hagvöxturinn hefur orðið meiri en búizt var við og tekjur ríkissjóðs DETTIFOSS í JÖKULSÁRHLAUPI Morgunblaðið/Skúli Þór Magnússon hafa aukizt umtalsvert í kjölfarið. Þetta á að sjálfsögðu að auðvelda ríkisstjóminni að reka ríkissjóð án halla og jafnvel með tekjuafgangi, ef tekjurnar síðari hluta árs- ins halda áfram að aukast. Áskorun Vinnuveitendasambandsins til ríkisstjómarinnar, og viðvöran forstjóra Þjóðhagsstofnunar, á sjálfsagt rætur að rekja til þess, að samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins vora tekjur ríkis- sjóðs á fyrri helmingi ársins alls um 4,5 milljarðar króna umfram áætlun fjárlaga og var hann rekinn með 575 milljóna króna halla. Á þessu tímabili hafði hallinn hins vegar verið áætlaður 5 milljarðar. Útgjöld- in vora í samræmi við áætíun. Ráðuneytið gerir ráð fyrir því, þrátt fyrir þessa miklu tekjuaukningu, að halli ríkissjóðs verði svipaður og fjárlög gera ráð fyrir, eða rétt innan við fjóra milljarða. Ástæðan er sú, að ráðuneytið reiknar með minni tekju- aukningu síðari hluta ársins, en aftur á móti muni útgjöldin verða meiri það tíma- bil samkvæmt reynslunni. Þá má geta þess, að Ríkisendurskoðun gerir ráð fyrir mun betri afkomu ríkissjóðs á árinu í heild en fjármálaráðuneytið og telur, að ríkis- sjóðshallinn verði 1,5 milljarðar og því 2,5 milljörðum minni en fjárlög 1996 gera ráð fyrir (hér er ekki tekið tillit til vaxtakostn- aðar vegna innlausnar spariskírteina á árinu að upphæð 10,1 milljarður króna). Gangi þetta eftir verða veruleg umskipti í ríkisfjármálum á þessu ári. Vinnuveit- endasambandið og forstjóri Þjóðhagsstofn- unar virðast reikna með þeim möguleika, að ríkisstjórnin muni ekki ætla að nýta tekjuaukann á árinu til að minnka fjáriaga- hallann umfram áætlun fjárlaga heldur muni nota féð til annars, þ.e. aukinna út- gjalda. Miðað við reynsluna er ekki óeðli- legt, að slík vantrú komi fram, því stjórn- málamenn era veikir fyrir þrýstingi hvers konar hagsmunahópa. ÖNNUR ÁSTÆÐA fyrir afstöðu VSÍ og forstjóra Þjóð- hagsstofnunar er það andrúmsloft, sem skapazt hefur í þjóð- félaginu í kjölfar efnahagsuppsveiflunnar, og glöggt má merkja af vexti einkaneyzl- unnar. Fólk hefur beðið lengi eftir betri tíð og á erfitt með að bíða eftir útborgun kjarabótanna. Þess vegna er batanum eytt fyrirfram og slegin lán til viðbótar. í þessu felst þensluhætta í efnahagslífinu, vaxandi verðbólga og vaxtahækkanir. VSÍ og Þjóð- hagsstofnun vilja að tekið verði á slíkri þenslu strax. Telja verður ólíklegt, að ríkisstjórnin verði við kröfunni um veralegan tekjuaf- gang á fjárlögum næsta árs, því nógu erfitt verður að ná jafnvægi gjalda og tekna. í því andrúmslofti sem nú ríkir Væntingar munu kröfur á hendur ríkissjóði vaxa stór- lega og má raunar þegar sjá merki þess í kröfugerð heilbrigðisþjónustunnar. Sama gildir meira og minna um allt ríkiskerfið. Stofnanir telja sig langsveltar og vilja fá eitthvað af efnahagsbatanum til sín, svo ekki sé minnst á hvers kyns hagsmuna- hópa. Ýmsir þingmenn munu og telja að nú sé lag til að dusta rykið af gæluverkefn- um sínum. Þá verður ríkisstjómin að reikna með því við íjárlagagerðina, að kjarasamningar era lausir um næstu áramót. Friðrik Soph- usson, fjáiroálaráðherra, hefur svarað áskoran VSÍ með ábendingu um, að stjórn- völd og aðilar vinnumarkaðarins þurfi að sameinast um að styrkja stöðu ríkissjóðs og því eigi þeir ekki nú, þegar betur árar, að senda ríkinu reikning við gerð næstu kjarasamninga, hvorki í formi óska um fjárframlög eða skattalækkanir. Jafnvel þótt slíkt gangi eftir á almennum vinnu- markaði þá munu launaútgjöld ríkisins vaxa bæði vegna almennra kjarasamninga og samninga við ríkisstarfsmenn og loks vegna hækkunar tryggingabóta. Kostnað- ur vegna þessa má ekki riðla fjárlögum næsta árs. Mikið er í húfi fyrir ríkisstjórnina að standa af sér vaxandi kröfugerð á hendur ríkissjóði, því annars mun stefna hennar glata trausti jafnt atvinnulífs sem almenn- ings. í því andrúmsloft sem nú ríkir munu kröfur á hendur ríkissjóði vaxa stórlega og máraunarþegar sjá merki þess í kröfugerð heil- brigðisþjón- ustunnar. Sama gildir meira og minna um allt ríkiskerfið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.