Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg eiglnkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, áðurtil heimilis í Hólmgarði 24, lést föstudaginn 16. ógúst. Sigurjón Guðmundsson, Edda Sigurjónssdóttir, Alexander Þórsson Guðmundur Sigurjónsson, Margrét Sverrisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdasonur og mágur, HAROLD J. WILSON, lést á heimili sínu, 8 Cross Street, Beverly MA, Bandaríkjunum, 11. ágúst sl. Útförin hefur farið fram. Sigríður Erlingsdóttir Wilson, Patric Erlingur Wilson, Kevin Björn Wilson, Unnur Samúelsdóttir, Brynjúlfur Erlingsson, Samúel Örn Erlingsson. t Sambýlismaður minn, faðir og sonur, ÞÓRARINN JÓNSSON, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 20. ágúst kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, láti drenginn hans njóta þess. Marfa Helga Guðmundsdóttir, Jökull Þór Þórarinsson, Tinna Björk Sigmundsdóttir, (ris Huld Sigurbjörnsdóttir, Högni Friðrik Högnason og dætur, Jón Kr. Sveinsson, Jórunn Guðrún Rósmundsdóttir og aðrir aðstandendur. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafað- ir, afi og langafi, ARI GUÐJÓNSSON rakarameistari, Njálsgötu 82, Reykjavik, andaðist á heimili sínu 16. ágúst sl. Salvör Veturliðadóttir, Sigrún Aradóttir, Sveinn Árnason, Halldór Arason, Ingibjörg Magnúsdóttir, Helgi Arason, Mai Britt Krogsvold, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON, Jökulgrunni 14, áður Langholtsvegi 137, Reykjavfk, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Foss- vogi, fimmtudaginn 15. ágúst sl. Jaröarförin auglýst síðar. (sgerður Kristjánsdóttir, Gunnar Ingi Þórðarson, Sigrún Þórðardóttir, Gunnar Hans Helgason, Ragnheiður G. Þórðardóttir, Björn Björnsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug viö andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður okk- ar, dóttur og systur, SVANDfSAR ELÍNAR EYJÓLFSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Ágúst Þór Finnsson, Elfn Þóra Ágústsdóttir, Eyrún Ásta Agústsdóttir, Ágúst Finnur Ágústsson, Ásta G. Lárusdóttir, Eyjólfur Einarsson, Frfða G. Eyjólfsdóttir. ASTRIÐUR TORFADÓTTIR + Ástríður Torfa- dóttir fæddist 18. ágúst 1905. Hún lést á Dvalarheimil- inu Höfða á Akra- nesi 6. júlí síðastlið- inn og fór bálför hennar fram frá Akraneskirkju 12. júlí. I dag hefði amma orðið 91 árs, en hún andaðist þann 6. júlí síðastliðinn. Ekki er langt síðan mjúk hönd hennar strauk mér um vangann og kvaddi mig, þótt ég vissi ekki þá að þetta væri okkar síðasta samverustund. Ég minnist þess þegar ég sem barn kom í heim- sókn á Suðurgötuna á hlaupum úr Akraborginni, að amma stóð í gætt- inni og beið eftir því að ég kæmi og þá voru fagnaðarfundir. Við veisluborðið, sem beið ávallt eftir mér þegar ég kom, átti ég með henni margar góðar stundir, því þar sátum við oft lengi dags og töluðum saman um heima og geima. Alla tíð var mikiil gestagangur hjá ömmu og mikið um að vera. Ættingjar og kunningjar úr Borg- arfirði fóru ekki út á Akranes án þ_ess að koma þar við. Ég held að ég megi fullyrða að enginn hafi fengið að líta þar við án þess að þiggja þar einhveijar góðgjörðir. Eitt af því sem amma gerði alltaf, var að heimsækja sjúkl- inga á Sjúkrahúsið á Akranesi og voru það ófár heimsóknir. Mér finnst það lýsandi fyrir hana ömmu mína að hún mátti hvergi aumt sjá og allir þeir sem voru sjúkir þurftu frekar á aðstoð að halda heldur en hún. Til marks um það lét hún viku- lega biðja fyrir öllum þeim sem hún þekkti og voru sjúkir, til þess að þeir gætu öðlast heilsu á ný. Aldrei gleymi ég kvöldunum, þá sátum við oft og spiluðum og þegar var komið að því að fara að sofa settist amma hjá mér, hélt í hend- umar mínar og við fórum saman með bænimar. ASTA JÓNSDÓTTIR + Ásta Jónsdóttir fæddist á Akranesi 23. ágúst 1898. Hún lést á Elliheimilinu Grund 21. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 12. ágúst. Ég efaðist aldrei um að Ásta frænka mín myndi ná að halda upp á aldarafmæli sitt. Auðvitað er það mikil bjartsýni en það var einmitt einn af þeim kostum Ástu frænku sem hún miðlaði svo gjaman öðmm. Hún var kjamakona sem lét sér ekkert fyrir bijósti brenna. Prá því að ég man eftir mér rak Ásta gisti- heimili á Ránargötu 21 í Reykjavík. Þeim rekstri lauk 1986 en þá var Ásta 88 ára gömul. Þar sem Ásta bjó yfir mikilli reisn var það ekki fyrr en hin síðari ár þegar heilsu Ástu fór að hraka að ég fór að líta á hana sem gamla konu. Hér á ég við með „gamall“ að þurfa á hjálp annarra að halda að einhveiju leyti. Ég á margar góðar minningar um Ástu frænku sem flestar tengj- + Elskuleg móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, ERNA ARNARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 22. ágúst nk. kl. 15.00. Thelma Logadóttir, Anna E. Elíasdóttir, Elsa Karen Staib, Ómar Arnarson, Ingigerður Arnardóttir, Gunnhildur Arnardóttir, Úlfar Logason, Örn Gunnarsson, Walter Staib, Sólmundur Jónsson, Hafsteinn Jónsson. t öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur hlýhug sinn með blómum, minningar- gjöfum og símtölum vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður okk- ar, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS ÓLAFSSONAR fyrrv. deildarstjóra, Furugrund 70, Kópavogi, færum við alúðarþakkir og biðjum Guðsblessunar. Sérstakar þakkir fá læknar og hjúkrunarfólk á gjörgæsludeild, hjartaskurðdeild og hjartadeild Landspítalans fyrir frábæra að- hlynningu og kærleiksþel. Megi Guð blessa störf ykkar um ókomna tíð. Aðalheiður P. Guðmundsdóttir, Baldur Sveinsson, Kristin Ingunn Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Linda Rogers Sveinsson, Guðný Ása Sveinsdóttir, Lennart Bernram, Jóhanna E. Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku amma mín, nú ertu farin til afa og við hittumst ekki í bráð. Ég veit að þér líður vel og vakir yfir okkur öllum. Bestu þakkir fýr- ir allt sem þú kenndir mér í gegnum tíðina. Megi góður Guð geyma þig um alla eilífð. Ástríður Hanna Jónsdóttir. í dag, 18._ágúst, hefði Ástríður Torfadóttir, Ásta amma eins og við kölluðum hana alltaf, orðið 91 árs, en hún lést 6. júlí síðastliðinn. Elsku amma, við viljum þakka þér fyrir allar stundimar sem við áttum sam- an. Þetta eru yndislegar minningar í lífi okkar allra. Okkur langar að kveðja þig með bæninni sem þú kenndir okkur. Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni, gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu- nautum, eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu, því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Guð veri með þér. Ágúst Bjarki Jónsson, Heiða Björk Jónsdóttir, Sturla Hólm Jónsson, Ella Kristín Björnsdóttir. ast fjölskylduboðum en þar var hún ætíð aufúsugestur og lét sig aldrei vanta. Eru mér sérstaklega minnis- stæðar ánægjulegar rökræður hennar og Siguijóns afa. Ásta frænka bjó yfir viskubrunni fróð- leiks sem hún miðlaði gjarnan af til okkar bamanna. í fjölskyldu- boðum skeggræddi hún oft tímun- um saman við okkur, en sérstak- lega höfðu þau Ingi Rafn bróðir minn gaman af því að spjalla og bmgðu þau sér gjarnan afsíðis í ró og næði. Mér fannst alltaf skemmtilegast þegar hún sagði frá uppvaxtarárum sínum og því hversu glöð hún varð þegar hún eignaðist loksins systkini, en Ásta var 14 árum eldri en systir hennar Anna, amma mín. Þrátt fyrir ald- ursmuninn voru þær miklar og góðar vinkonur. Þegar ég var lítil fannst mér húsið á Ránargötunni þar sem Ásta bjó og rak gistiheimili sitt búa yfir ákveðinni dulúð. Alls staðar vom gamlir munir sem allir áttu sína sögu. Ég hafði mikið gaman af að skoða innihald glerskúffanna í eld- húsinu, heyra sögu munanna í lok- uðu hirslunum í borðstofunni og hlusta á Ástu segja mér frá öllum afkomendum sínum. En myndir af þeim prýddu stofuna. Ásta lætur eftir sig hvorki meira né minna en 30 afkomendur. Þijú bama hennar settust að á erlendri gmnd en þrátt fyrir það hédu þau miklu og góðu sambandi við móður sína svo og við önnur skyldmenni. Ég vil þakka kærlega fyrir að hafa fengið að njóta samfylgdar þessarar yndislegu konu. Blessuð sé minning hennar. Anna Sigurborg Ólafsdóttir. HRAUNBERGS APÓTEK Hraunbergi 4 INGÓLFS APÓTEK Kringlunni 8-12 eru opin til kl. 22 “ft" Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Ingólfs Apótek

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.