Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ljósmyndasýning Morgunblaðsins * / OLYMPIULEIKARNIR r gs&’ggaBiiSí* Ólympíuleikar eru stærsta íþróttahátíð ! IITI A M T A sem fram fer í veröldinni. Á fjögurra ára fresti safnast íþróttamenn hvaðanæva úr heiminum saman á einum stað og reyna með sér í fjölmörgum greinum; allir þeir bestu og fjölmargir aðrir, enda er það memaðarmál hvers og eins að taka þátt í þessari miklu hátíð. Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari, og Skapti Hallgrímsson, fréttastjóri íþrótta, voru í Atlanta meðan á Ólympíuleikunum stóð og í anddyri Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, hefur verið komið upp yfirlitssýningu á völdum myndum sem Kristinn tók þar. KRISTJÁN SIG URÐSSON + Kristján var fæddur 23. april 1910 í Háakoti í Stíflu í Fljótum. Dáinn 30. maí 1996 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. For- eldrar hans voru: Sigurður Kristjáns- son bóndi í Háakoti og síðar Lundi í Stíflu, f. 1.9. 1878 í Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal, d. 21.12. 1919 í Lundi, og kona hans María Guðmundsdóttir bóndi og húsfreyja í Lundi, f. 11.12. 1879 á Miðhóli í Sléttu- hlíð, d. 24.3. 1964 á sjúkrahús- inu á Sauðárkróki. Systkini Kristjáns voru: Páll bóndi og íþróttakennari á Hofi í Hjaltad- al, f. 3.6. 1904, d. 25.12. 1992, Njáll verkamaður og beykir á Siglufirði, f. 20.2. 1906, d. 24.2. 1994, Aðalbjörg húsmóðir á Akureyri, f. 10.4. 1908, d. 19.9. 1993, Guðrún Fjóla húsmóðir á Litla-Vatnshorni í Haukadal, síðar í Búðardal, f. 29.7. 1913, Guðmundur Eyþór bóndi í Lundi, f. 9.7. 1916, Sigurður lög- regluvarðstjóri á Keflavíkurflugvelli, f. 22.12. 1919, d. 20.9. 1991. Hinn 28. ágúst 1940 gekk Kristján að eiga eft- irlifandi konu sína, Svövu Sigmunds- dóttur frá Björgum á Skaga, f. 29.6. 1916. Foreldrar hennar voru: Sig- mundur Benedikts- son og Aðalheiður Ólafsdóttir búandi hjón á Björgum. Börn þeirra hjóna urðu tvö: Sigurður Kristjáns- son, f. 16.4. 1941 á Efri-Harra- stöðum á Skaga. Kaupfélags- stjóri á Þingeyri og á Selfossi. Kvæntur Kristinu Fjólmunds- dóttur frá Hofsósi og eiga þau fimm börn. Aðalheiður Sigrún Kristjánsdóttir, f. 27.5. 1946 á Björgum. Húsmóðir á Hofsósi. Gift Fjólmundi Fjólmundssyni frá Hofsósi. Þau eiga þijár dætur. Sýningin stendur til föstudagsins 30. ágúst og er opin á afgreiðslutíma blaðsins, kl. 8-18 alla virka daga og laugardaga kl. 8-12. Allar myndimar á sýningunni eru til sölu. MYNDASAFN Ef við gætum horfið svosem 75-80 ár aftur í tímann og litið snemma morguns inn í baðstofu- kytru á sveitabæ norður í Stíflu í Fljótum birtist okkur e.t.v. svip- mynd af litlum dreng, sem er ekki búinn að klæða sig, en situr á rúm- stokk sínum og skrifar með fingrun- um ósýnilega stafi út í loftið. Ritblý og pappír er munaður á þessum árum, sem fara verður sparlega með, en þráin til að semja sögur og skrifa er þessum dreng óviðráð- anleg og margar sögurnar verða aldrei skrifaðar öðruvísi en svona. Hér kann að vera efni í mikinn rit- höfund, en við þeirri spurningu hef- ur aldrei fengist svar. Ungu fólki var annað vænlegra til að bjarga sér en liggja yfir blöðum og ónytjur- ísli og níu ára gamall missir dreng- urinn föður sinn sviplega. Sigurður bóndi í Lundi varð bráðkvaddur í fjárhúsum sínum rétt fyrir jólin 1919, rúmlega fertugur að aldri. Daginn eftir, 22. desember, fæddist Sigurður, yngsta systkinið, en jóla- gleðin var tárum blandin í Lundi árið 1919. Kristján Sigurðsson ólst upp í Stíflunni, fluttist með foreldrum sínum frá Háakoti austur yfir Stífluána að Lundi vorið 1916. Þar ólst hann upp og átti heima fram yfir tvítugsaldur. María í Lundi háði harða baráttu að halda saman heimilinu og tókst það með fullum sóma, en börnin urðu að vinna hörð- um höndum. Haustið 1931 fór Kristján að heiman í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1933. Næstu sumur var hann í kaupavinnu á ýmsum stöðum í Skagafirði, en á veturna alltaf á Hólum, oftast fjár- maður. M.a. var hann nokkra vetur íjármaður á beitarhúsunum á Hagakoti, sem eru u.þ.b. 5 km fyr- ir innan Hóla. Minningar hans frá Hólum voru margar og kærar og staðurinn átti jafnan í honum sterk ítök. Þarna tók hann þátt í íþrótta- og félagslífí á staðnum. Þarna kynntust þau Svava og settu upp hringana um jólaleytið 1939. Eftir níu ára vist á Hólum að miklu leyti, fór Kristján þaðan al- farinn til að hefja sitt lífsstarf vest- □ Neo-Neonerný tegund Ijósaskill ogskreytinga. Slöngur. Tilbúin skilti. Neo-Neon byggir á □ slöngum með vissu millibili. eiginleika og neon-glerpípur en er Sér hannabar skreytíngar. Níumism. litir. Óendanlegir ÚHínur bygginga. □ Allar frekari upplýsingar hjá pessum leiðandí skiltagerðum. Augljós merking • Skemmuvegi 34 • 200 Kóp • S: 587-5513 Grafíska smiðjon • Skútuvogi I g • 104 Rvk • S: 588-1030 Fogíorm • Hnsmýri 3 • 800 Sdfoss • S: 482-3264 Merkilegt • Loufósgötu 9 • 600 Akureyri • S: 462-1745 Undur t Slótmerki • Grensósvegi 7 • 108 Rvk • S: 588-3066 heiidversiun Sóltún 24 • 105 Reykjavík • Sími: 511 -2300 • Fox: 511 -2301 SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Sigríður Guðmundsdóttir, " Akranesi, fæddist í Efstadal í Ögurhreppi 24. janúar 1904. Hún lést 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 8. ágúst. Hún Sigga okkar er dáin. Horfin til annarra heima. Þessi frétt kom til mín vestur á Firði, þar sem ég var stödd í sumarfríi. En þannig er dauðinn, kemur oftast óvænt. Ég hefði viljað vera nærri á þessari stund, sem við höfðum svo oft rætt um. En vænt þótti mér um að þú fékkst hægt andlát. Og nú skiljast leiðir okkar og margs er að minnast. Mér verður ævinlega ljúft að muna hversu vel þú tókst mér er ég kom í þessa fjölskyldu, þú sem varst svo hress og kát og vel að þér í ættfræðinni, ekki lengi að rekja saman ættir okkar enda báðar að vestan. I þá tvo áratugi sem við höfum átt samleið, varst þú alltaf svo MOSAIK Hamarshöfdi 4 - Reykjavik simi: 5R7 /960 - fnr- M7 /OÁA £ CJLll AXV Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsia ur við Húnaflóann. Hann fór í sam- býli við tengdaforeldra sína og búið var smátt í fyrstu. Hann sótti vinnu utan heimilis í fyrstu, var m.a. við skurðagröft þar á ströndinni, en heyskapinn stundaði hann á Björg- um yfir sumarið og þótti afbragðs sláttumaður. Kristjáni voru brátt falin ýmis trúnaðarstörf fyrir samfélagið og þau leysti hann öll með frábærri trúmennsku og vandvirkni. Mjög lengi var hann forðagæslumaður í Skagahreppi og hafði að mörgu leyti ánægju af því starfi, kom þá heim á hvern bæ og komst í nán- ari snertingu við granna sína og búskap þeirra. Hann hafði sérlega gott auga fyrir sauðfé og naut þess að hirða um fé sitt. Kristján var um langt skeið í hreppsnefnd og þar áður endurskoðandi hrepps- reikninganna. Einnig var hann um langt skeið fulltrúi fyrir Skaga- hrepp í kaupfélaginu á Skaga- strönd. Þá var hann „faktor" í Kálfshamarsvík, því þar sá hann um verslunarútibú kaupfélagsins á Skagaströnd meðan það var rekið og var haft opið einu sinni í viku, þar sem til afgreiðslu var ýmiss konar sekkjavara og pakkavara. Eftir 30 ára búskap á Björgum neyddust þau hjón til að bregða búi. Kristján þoldi ekki lengur að umgangast hey sakir brjóstveiki. Fjólmundur Karlsson á Hofsósi var þá búinn að reisa fyrirtæki sitt, Stuðlaberg, og vantaði skrifstofu- mann. Hann hringdi til Kristjáns og það varð ráðið, að þau flyttust til Hofsóss. í nóvember 1971 yfir- gáfu þau Björg, skepnunum hafði verið fargað. Það var þungbært að sjá á eftir þeim og yfirgefa þann stað, sem verið hafði svo kær. En Kristján var maður raunsæis, og vissi að það var óumflýjanlegt að hætta búskap. Um þetta var ekki mikið talað, en rótslitin jurt blómstrar ekki að nýju, þótt hún geti lifað áfram. Svava og Kristján fluttust í fyrstu til Sigrúnar dóttur sinnar á Hofsósi, en brátt keyptu þau sér litla íbúð að Austurgötu 8 og áttu þar heimili síðan. í Stuðlabergi vann Kristján síðan í 11 ár, til ársins 1982, að heilsan setti skorður við lengri starfsdegi. Þarna sá hann um bókhald og launagreiðslur til starfsmanna. Kristján var reikn- ingsglöggur, skrifstofustörf létu honum að mörgu leyti vel og á Hofsósi eignaðist hann marga góða vini og kunningja. Hann var virkur þátttakandi í félagsskap aldraðra á Hofsósi meðan hann treysti sér til, bjartsýn og ánægð með þitt hlut- skipti í lífinu, og aldrei heyrði ég þig öfundast út í aðra, miklu frekar að þú samgleddist öðrum er þeim gekk vel. Við eldhúsborðið á Vest- urgötu 71 þar sem alltaf var kaffi á könnunni var margt sem bar á góma. Það var gaman að spjalla við þig, þú varst svo vel að þér um marga hluti og vildir miðla því til okkar sem yngri vorum. Og áhugi þinn á pólitík var mikill og þó að við værum nú ekki alltaf sammála þar spillti það ekki neinu um okkar vináttu. Þú áttir í fórum þínum svo marg- ar skemmtilegar vísur eftir sjálfa þig og aðra sem ég hafði svo gam- an af að heyra þig fara með, og þá sérstaklega vísuna um kaffíð. Nú skiljast leiðir og símtölin okk- ar verða ekki fleiri. Við Hjalti viljum þakka þér sam- veruna og allt sem þú gerðir fyrir okkur, einnig hlý orð og góðar ósk- ir okkur til handa gegnum árin. Hildur sendir þér sínar bestu kveðj- ur á þessari skilnaðarstundu og þakkar góða samveru. Einnig eru hinstu kveðjur frá Bjarna Þór og Sveinbirni Reyr og þeirra fjölskyld- um. Við vottum aðstandendum öllum okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, (V. Briem.) Ásdís Ragnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.