Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni I LIKE THE5E NATURE PR06RAM5...YOU 5EE THIN65 TOl) NEVERTH0U6HT C0UU7... Mér finnst gaman að þessum náttúrulífsmyndum ... maður sér hluti sem maður hélt að gætu aldrei BREF TDL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Hver brást hverjum? Frá Sólveigu Harðardóttur: VIÐ íslendingar lifum ósköp venju- legu lífi: vinnum og hvílumst, hlæj- um og grátum, sigrum og töpum - og í velflestum málum finnst okkur eitthvað. Ef við vorum svo heppin að alast upp á trúræknu heimili, þá hefur Jesús verið besti vinurinn fram eftir öllu og að aflokinni ferm- ingu var gott að vita af athvarfi kirkjunnar, ef í harðbakkann slægi. Þegar raunsæið og brauðstritið nær hámarksítökum, getur okkur fund- ist kirkjan hafa brugðist, fyrst hún kemur ekki á hlaupunum, þegar við eigum bágt. Við mætum henni jú af og til - á jólum og páskum, við skírn, fermingu, giftingu, jarðarför, en þar með búið. Hljómar þetta kunnuglega, kannski? Fjölmiðlaumfjöllunin um kirkj- unnar mál á undanförnum misser- um, svo nálægt því einhliða sem hún hefur verið í neikvæðni sinni, getur varla talist sæmandi heiðar- legri þjóð - hvað sem líður raun- gildi þeirra „frétta", sem ýtt hafa við okkur með æ styttra millibili. Rót hefur komist á þjóðarsálina og hafa ýmsir notað sér tjáningarfrels- ið út í ystu æsar. Sjálfsagt finnst mörgum í dag, að þeir standi frammi fyrir þeim vandkvæðum, sem minnst er á í vísunni gömlu. Satt og logið, sitt er hvað og sönnu er best að trúa. En hvemig á að þekkja það, þegar flestir ljúga? Við vitum orðið öll, að víða er eitthvað meira en lítið að. í umræðu manna á meðal kemur berlega í ljós, að enn sem fyrr hafa menn skömm á valdníðslu og ágirnd sr. Sigvalda gamla og nöðrutungunni, Gróu á Leiti. Enga samleið vilja menn eiga með „niðjum“ þeirra, né teljast þar til arftöku sjálfir. Sumum hefur fundist þeir gera best í því, að „segja sig úr“ þjóðkirkjunni - að leita annað, sér til sáluhjálpar. Öðr- um þykir beinlínis lögbrot að dæma í nokkru máli án sannana - og ógnvekjandi tilhugsun um íslenska þjóð með margsundraða kirkju - eða jafnvel alls enga, þegar fram í sækir, ef við gáum ekki að okkur í tíma. Spumingar dagsins snúast um mál, sem alla varðar, um skilning og upplifun á trúnaði, tilbeiðslu og kærleika - og þau spjöll, sem við vinnum hvert öðm, þegar við þorum ekki að treysta á „Guð í alheims geimi“ og í okkur sjálfum - eða dugum ekki til að haga orðum okk- ar og gerðum í samræmi við það. Sannleiksástin gefur hveijum og einum sín svör, en samviskan býð- ur, að orð og athæfi fylgist að. Og sú hugsun sækir æ oftar að mér, að einmitt nú mætti sem best ferma mig að nýju. Enn á ný vil ég þiggja, með vax- andi þökkum, að standa í skjóli besta vinarins og taka í hönd þína, ef við skyldum eiga samleið. Ég vií endurnýja það heit, sem ég vann Guði í fermingarathöfninni forðum daga að „ ... leitast við af fremsta megni, að hafa Drottinn vorn, Jesúm Krist, að leiðtoga lífs míns.“ Og ég vil ganga sem oftast um kirkjudyr Guðs - og við öll, sem Guðs börn erum, líf hennar og starf. Mér hefur loks skilst, af því ég fór sjálf og gáði, að það var ég sem brást kirkjunni, en hún ekki mér. E. SÓLVEIG HARÐARDÓTTIR, Stórholti 28,105 Reykjavík. Gjöld fyrir rannsóknir hækka ekki Frá Þóri Haraldssyni: SL. FÖSTUDAG birtist í Morgun- blaðinu grein eftir Ástu B. Þor- steinsdóttur þar sem hún fjallaði um hækkun á greiðslum fyrir rann- sóknir. í vinnslu þessarar greinar hefur Ástu orðið eitthvað á í messunni því þau dæmi sem tekin eru um hækkanir á gjöldum fyrir rannsókn- ir eru röng, engin breyting hefur orðið á þeim gjöldum sem Ásta til- tekur frá árinu 1993. Það sem hefur hinsvegar breyst er að gjaldtaka fyrir komur á göngudeild og bráðamóttöku hefur verið færð til samræmis við reglu- gerð frá 1993 sem ekki hafði að fullu komið til framkvæmda á sjúkrahúsum. Framkvæmd reglu- gerðarinnar hefur verið mismun- andi eftir sjúkrahúsum og þannig skapast misræmi í greiðslum sjúkl- inga fyrir komur til sérfræðinga, eftir því hvar þeir starfa, sem Sam- keppnisstofnun hafði m.a. gert at- hugasemdir við og taldi að biyti í bága við samkeppnislög. Hinn 25. júní sl. var sjúkrahús- um því falið að taka upp hlutfalls- greiðslur í samræmi við reglugerð nr. 14/1993 þannig að gjaldtakan yrði alls staðar sú sama. Við þetta hækka greiðslur sjúklinga fyrir þá þjónustu sem þeir hafa hingað til einungis greitt göngudeildargjald fyrir, sérstaklega á Landspítalan- um og háls- nef- og eyrnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Gjald fyr- ir viðtal hækkar þannig úr 1.500 kr. og í 1.580 - 2.340 kr. og við getur bæst greiðsluþátttaka sjúkl- ings vegna aðgerðar ef um það er að ræða. Gjald fyrir rannsóknir hefur hinsvegar ekki breyst. Vert er að benda á að reglur um afsláttarskírteini draga mjög úr áhrifum þessara hækkana, ekki síst hvað varðar böm, aldraða og öryrkja og á þannig að vera tryggt að þeir sem mest þurfa á þjón- ustunni að halda, finni minnst fyr- ir þessari breytingu sem er óhjá- kvæmileg til . að sjúklingar og læknar sitji alls staðar við sama borð. Allt tal um að með þessum hætti sé verið að auka álögur á sjúklinga er því rangt og undrar mig að Ásta, sem mér virðist ávallt vilja hafa það sem sannara reyn- ist, skuli hafa fallið í þá gryfju að vinna ekki með réttar upplýsingar ÞÓRIR HARALDSSON, aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar-teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.