Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 35 BREF TIL BLAÐSINS Sveiattan hvað eða hver? Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: EINN af geðugri fulltrúum lækna- stéttarinnar, Stefán J. Hreiðarsson fyrrverandi Akureyringur, er eins og margir aðrir góðhjartaðir Is- lendingar bæði áttalaus og ráðlaus yfir Halló-Akureyri-hópfylliríinu aftur núna um síðustu verslunar- mannahelgi. Fannst honum meira en nóg um fyrir ári er hann og fjölskylda hans gistu í faðmi fylli- raftanna og nauðgaranna á tjald- svæðinu á Akureyri þegar fram- kvæmdastjóri „Ská!-Akureyri“- hátíðarinnar hvatti einnig þá allar fyllibyttur landsins að fjölmenna norður. Og er barnalæknirinn bara alveg orðlaus yfir þessu. Það eina sem ég get verið honum sammála í Moggagrein hans á laugardaginn var (10. ágúst) var að réttnefni hátíðarinnar væri miklu frekar Sveiattan-Akureyri en Halló- Akureyri. Og má færa allsterk vís- indaleg rök fyrir þeirri nafngift. En sveiattan hvað er hver? Það er öllum ekki eins ljóst eins og lesa rná í fyrrnefndri grein. Orsakir En er ekki hér eins og víðast hvar annars staðar verið að hengja bakara fyrir smið þegar skuldinni er skellt á landasalana eða dópsölu- liðið, eða bara á lögregluna eða afgreiðslufólkið sem selur börnum okkar sígarettur og önnur vímuefni langt undir aldri? Það held ég og reyndar margt annað hugsandi fólk um þessi mál einnig. Og mikið væri nú árangursríkara að umræð- an um þessi vandamál snerist þó ekki væri nema örsjaldan um orsak- ir allra þessara stórvandamála þjóð- félags okkar, en ekki alltaf afleið- ingarnar. Það dettur nánast engum Maður er orðinn feimnis- mál Birni S. Stefánssyni: ÝMSIR forðast orðið maður í ræðu og riti. í Útvarpinu var sagt um daginn: „Það er mjög margt sem gerist í líkamanum, þegar einstakl- ingurinn hlær“, þ.e.a.s. þegar mað- ur hlær. Þjóðinni var lesinn lestur- inn, mjög maklega, einnig í Útvarp- inu, um umferðarsiði og sagt: „Með ökuskírteini skuldbindur maður sig... “ í Sjónvarpsviðtali var sagt: „Eg er friðarins“ svo kom hik og síðan „aðili“. Og enn sagði þar: „Manneskjan (átt við sig) er ekki ófriðsöm." Á tilgerðarlausu máli: „Ég er friðarins maður og ekki ófriðsöm.“ Þegar haldreipi þeirra, sem fæl- ast orðið maður, er orðið mann- eskja, er á það að líta, að þar er maður stofn orðsins. Haldreipin eru hlægileg og ekki sérlega rökvís. Manneskja táknar stundum konu, stundum mann án kyngreiningar. Aðili og einstaklingur leiða af sér karlkyns fornafn, ekki er það gott í þessari mannfælni. Minna má á orðið mannveru. Oft færi það betur en manneskja. Maður er sam sagt orðinn feimn- ismál. Verður mannkynið það líka? Mörg íþróttakona sást á Olympíu- leikunum, vel að manni komin, og þar var maður manns gaman. Megi svo áfram verða. BJÖRN S. STEFÁNSSON, Kleppsvegi 40, Reykjavík. heilvita manni í hug að gera heiðar- lega tilraun til þss. En auðvitað á Stefán og hans stétt sem og annað vísindahyggjul- ið veraldarinnar öðrum fremur heiðurinn af þessum harmleik sam- tímans. Það var vísindastóðið með læknalið heimsins öðrum fremur í broddi fylkingar sem rændi Vestur- landabúa heimsmyndinni sinni og skildi blásaklausan almenning eftir úti á berangri tilgangsleysis og al- gers rótleysis - eins og sjá mátti meðal annars afleiðingarnar af á tjaldsvæðunum norðan heiða fyrr- nefnda helgi. Það var þetta vísinda- hyski sem rændi ekki bara Guði frá fólkinu heldur meira og minna allri trú sem og bæði persónulegri og vísindalegri reynslu og vitneskju um líf eftir dauðann og þar með öllum megintilgangi lífsins eins og mannkynið hafði skilið fábrotna stöðu sína í tilverunni fram að því. Svo kemur þetta vísindalið fram úr fylgsnum sínum núna á elleftu stundu og skilur bara ekki neitt í neinu eftir allt andlega og þjóðfé- lagslega niðurrifið sitt. Bara alls ekki neitt. Ef forgangsraða ætti sökudólgnum hveijir raunverulega eiga heiðurinn af þessu stóra hlið- ar- eða afturspori mannkynsins nú á 20. öldinni, þá er það vísindastóð- ið - með alla sína misöflugu áróð- urs- og niðurrifsmenn á flest ef ekki öll gömlu gildi sem gáfu lífi fólks inntak og skilning, sem setja ætti efst og langefst á þann ófagra lista. Bolabrögð Obilgjörnust voru þessi níðings- verk þegar vísindaliðinu tókst nán- . ast með bolabrögðum að drepa spíritismann eins og hann var og hét. Hvað sem hver annars segir um hann og allar alvöru sálarrann- sóknirnar, þær einu vönduðu og í reynd virkilega færu leiðirnar til að rannsaka á vísindalegan hátt trúarlega reynslu manna í heimi hér. En vísindastóði heimsins þóknast ekki einu sinni í dag - ekki einu sinni á hinni elleftu stundu mannkynsins (vegna eigin misgjörða í málinu) að líta með minnstu iðrun á hin afdrifaríku mistök sín. Ekki hið allra minnsta. En á það verður að fara að benda skýrar þegar vísindastóðið eða aðr- ir niðurrifsmenn reyna að hengja bakara fyrir smið, eða landasalana fyrir vísindaliðið. Því mjög svo óverðskulduð virðing vísindastóðs- ins og einsleitar skoðanir þess þurfa rækilegrar endurskoðunar við eigi vímuefnaharmleikurinn og andlausa vísindatómhyggjan ekki eftir að aukast hér stig af stigi um langan tíma, með ófyrirséðum afleiðingum. Afleiðingum sem fáa gæti órað fyrir í dag. „Skál-Akur- eyri“-hópfylliríið verður trúlega bara barnaleikur á við það. Sveiatt- an. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON, skólastjóri Sálarrannsóknarskólans. Afmæli Reykjavíkurborgar Dagskrá sunnudaginn 18. ágúst 1996 • 11.00 Reykjavíkurmaraþon hefst í Lækjargötu. • 11.00 Messa í Dómkirkjunni. Séra María Ágústsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. s Arbæjarsafn • 11.00 Þjóðleiðarganga frá Austurvelli upp í Árbæ, leiðsögumaður Einar Egilsson. - Safnið opið, ókeypis aðgangur fyrir 16 ára og yngri og ellilífeyrisþega. - Opnun Lækjargötu 4 sem verið er að endurgera á Árbæjarsafni. • 16.00 Gönguferð með leiðsögumanni um safnið. • 14.00 Messa í Viðeyjarkirkju. Séra María Ágústsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Fjölskyldugarðurinn • 15.00 Skari Skrípó. 15.30 Haraldur Reynisson trúbator og Björgvin Gíslason. 16.00 Ævintýrið um Hans Klaufa. 16.20 Haraldur Reynisson trúbator og Björgvin Gíslason. • 16.00 Opnun strandstígs og göngubrúar í gegnum svæði Skogræktarfélags Reykjavíkur í Fossvogi í tilefni 50 ára afmælis Skógræktarfélagsins. • 16.00 Tónleikar á Ingólfstorgi. Bama og unglingakóramir Yip's children choir frá Hong Kong og barnakór Grensáskirkju flytja lög frá öllum heimsálfum. Stjórnendur: Yip Wai Hong og Margrét J. Pálmadóttir. Píanóleikari: Yip Choi Ching Yee. • 15.00 - 18.00 Borgarskákmót í Ráðhúsinu. Hraðskákmót þar sem margir af okkar bestu skákmönnum tefla. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri leikur fyrsta leikinn. Okeypis aðgangur. • 17.00 Veiting fegrunarviðurkenninga í Borgarstjómarsal Ráðhússins, m.a. fyrir fegurstu götu Reykjavíkur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 18.00 - 23.00 Útideildin heldur upp á 20 ára afmæli sitt með tónleikum í porti Hafnarhússins, þar sem fjöldi hljómsveita spilar m.a. "Texas Jesús" og "Vildensky". • 20.30 Litla svið Borgarleikhússins. "Dansleikhús með ekka" sýnir dansleikhúsverkið "Og hún þurrkaði sér í framan eða Leó, ó Leó". Að sýningunni standa fjórar ungar konur sem stunda leik- og dansnám víðsvegar um Evrópu. Góða skemmtun! Rey kj avík 210 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.