Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 39 FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Sverrir ÞRÍR aðstandenda Súper 5, Helgi Björnsson, Höskuldur Örn Lárusson og Heiðar Örn Kristjánsson. Upp og ofan TÓNLIST Gcisladiskur SÚPER5 Súper 5, safnplata fimm sveita, SSSólar, sem á fjögur lög, Spoon, Botnleðju og Funkstrasse, sem eiga þijú lög hver sveit, og Astralsextetts- ins, sem á eitt lag, en Botnleðja flyt- ur eitt lag með útvarpsmönnunum kunnu Simma san og Þossa san. Súper 5 flokkurinn gefur út, Skifan dreifir. 51,37 min., 1.999 kr. Á HVERJU vori þurfa hljómsveitir að glíma við þann vanda að ná eyrum væntanlegra ballgesta, ná að gera góða vertíð og komast að á helstu ballstöðunum. Eftir því sem íslenskur ballmarkaður hefur tekið breytingum hefur samkeppnin harðnað og marg- ar hljómsveitir beinlínis keyrt sig í þrot þegar aflinn hefur dregist sam- an. Þá hlýtur að blasa við að sameina og hagræða eða í það minnsta að vinna saman eins og þær hljómsveit- ir sem standa að Súper 5 flokknum hafa gert. Reyndar eru ekki nema tvær þeirra á hefðbundnum ball- markaði, SSSól og Spoon, en fyrr- nefnda sveitin hefur verið með þeim aflahæstu á undanförnum sumrum. Súper 5 safnplatan er gefin út sem auglýsing, bæði til að ná eyrum ball- gesta en einnig nýtist hún vel til að kynna ný nöfn eða fáheyrð og í til- feili Spoon endurreista sveit og breytta. Lög SSSólar á Súper 5 verða seint talin með því besta sem sveitin hefur sent frá sér og sum hljóma sem hálfk- araðar prufuupptökur frekar en fáguð popplög að hætti SSSólar. Dæmi um það er lagið Pervert, sem hefði varla komist inn á venjulega breiðskífu og Púsluspil er og illa lukk- að. Spoon sló óforvarandis í gegn snemmsumars fyrir tveimur árum með Emilíönu Torrini í broddi fylk- ingar. Tilvistarkreppa gekk af sveit- inni dauðri en hún gekk aftur og státar af nýrri söngkonu, Marín Möndu Magnúsdóttur. Marín Manda fer vel með sitt og þegar hún er studd af traustum lagasmíðum, eins og til að mynda í Dizzy, sem dregur skemmtilega dám af Radiohead, er útkoman allgóð en ekki eftirminnileg. Spoon hefur elst ansi mikið á stuttri ævi en þroskast lítið. Botnleðja er líklega vinsælasta hljómsveit landsins meðal ungmenna og breiðskífa sveitarinnar frá því fyr- ir síðustu jól bráðvel heppnuð og skemmtileg. Súper 5 gefur því færi á að heyra hvað liðsmenn hennar eru að pæla og fyrsta lagið, Ég vil allt, lofar góðu fyrir væntanlega breið- skífu. Næst þar á eftir kemur gömul lumma í óvæntum búningi og bætir litlu við. Þriðja lagið er svo sígild poppperla, í stuði, sem þeir Botn- leðjumenn flytja með útvarpshetjun- um Simma san og Þossa san og lyfta á áður ókannað satírískt plan. Þrátt fyrir það verða þeir félagar að sætta sig við að þeir ná ekki að ganga lengra í stuðinu en upprunaleg ís- lensk útgáfa lagsins og varla nema von. Funkstrasse hefur starfað iengi og fágað funk sitt í hörgul. Sveitin hefur áður sent frá sér eftirminnileg lög en nær sér ekki á skrið fyrr en í öðru lagi sínu að þessu sinni, diskó- slagaranum Ferðalagi. Fátt fer Pró- fessornum betur en diskóferðalag, en ef til vill er innblástur Funkst- rasse á þrotum. Lokalag disksins er síðan með Astralsextettnum. Þar kemur Helgi Björnsson söngvari SSSólar einnig við sögu sem söngvari og fer ekki vel með, en smekklegur blástur bæt- ir úr skák. Árni Matthíasson ...litlir dagar ...lítil verð 6 vihna • 3 mán. námeMð í liósmynda- oú tíshuförðun Kennarar við skólann hafa allt að 10 ára starfsreynslu við förðun og hafa verið og eru með þeim virtustu í förð- unargeiranum í dag. Nemendur skólans sópuðu til sín um 90% verðiauna í íslandsmeistar- keppni hár og fegurðar í mars '96. M if—Æ Rut Útskrifast úr málaradeild M.H.Í. '94 Hefur unnið við förður bæði hér heima og erlendis, margfaldur íslandsmeistari. Hö{jna hefur unnið fyrir öll helstu tímarit landsins, tisku- sýningar, tónlistar- myndbönd o.fl. KviMnundalörðun - fanfasiuförðun. Nánari uppl. veittar í versluninni Face, Kringlunni, milli kl. 10- 12. s. 588-7677 eða 551-1288. CELESTINE HANDRITIÐ METSÖLUBÓK SEM BREYTIR LÍFI ÞÍNU! Nokkrar staðreyndir um Celestine handritið: • Celestine handritið var í fyrsta sæti yFir amerískar metsölubækur um allan heim árið 1995. • Utgáfurétturinn á Celestine handritinu hefur verið seldur til 32 landa. • í mars 1996 var búið að prenta 5.38 milljón eintök af bókinni um allan heim. • I mars 1996 hafði bókin verið á New York Times listanum yfir söluhæstu bækur í 107 vikur og virðist ekkert lát vera á sölunni. Tíunda innsýnin kom út í Bandaríkjunum 25. apríl sl. og var fyrsta prentun ein milljón eintök og er þegar komin á metsölulista og vekur verðskuldaða athygli. Tíunda innsýnin kemur út í íslenskri þýðingu Onnu Maríu Hilmarsdóttur um miðjan október. Hún er beint framhald af Celestine handritinu en er samt sjálfstæð bók. Fæst í öllum helstu bókabúðum LEIÐARLJ#S ehf. Fyrirlestrar - Ráðgjöf - Námskeið - Útgáfa Sími 435 6800 • Fax'435 6801 • Brekkubæ • Hellnum • 355 Snæfellsbæ. 25% afsláttur í eina viku af brjóstahöldum í stærðunum 32 A-B-C-D-DD Verð frá kr. 890 ^Bjóðum skólastúlkur sérstaklega velkomnar^ ...fínlegar ...nettar ...grannar ...smáar Óðinsgötu 2, sími 551 3577 „Okkar markmið er að hjálpaþér að náþínu!” Herdís Finnbogadóttir, lítfræðingur: „Lestur Celestine handritsins gaf mér heildarmynd yfir lífið og ég fékk skilning á því sem ég hef lengi verið að skoða.“ Sveinbjörg Eyvindsdóttir, svæfingahjúkrunar- fræðingur: „Þessi bók lýsir leiðinni í Ijósið á hugvitsamlegan og spennandi máta.“ Ketill Sigurjónsson, orgelsmiður: „Celestine er bók sem opnar manni margar nýjar dyr í völundarhúsi lífsins. Hún vísar leiðina inn í nýja öld.“ Ólafur Guðlaugsson, grafískur hönnuður: „Eftir lestur Celestine handritsins horfi ég á samskiptaleiki fólks frá allt öðru sjónarhorni en ég gerði áður og sé fólk raða sér í hlutverk í leikriti lífsins." Þorgrimur Þráinsson, rithöfundur: „Bókin er gullmoli sem gefur andlegan auð og vekur okkurtil umhugsunar um tilgang og fegurð llfsins." Ummæli lesenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.