Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 48
varða víðtæk f jármáiaþjónusta Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 669 1100, SÍMBRÉF 669 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ægimynd Dettifoss DETTIFOSS var hrikalegur --ásýndar þegar Jökulsá á Fjöllum hljóp á sunnudag fyrir viku. Tal- ið er að vatnsmagnið í ánni hafi ekki orðið meira á þessari öld. A myndinni, sem tekin er fyrir ljós- myndasafnið Iceland Stock Photo, sést hugdjarfur ferða- maður fikra sig fram á bjargbrún til að beija fossinn augum. ---» ♦ ♦ Landsvirkjun og Columbia Ventures Orkumál ráða ákvörðun SAMNINGAR við Columbia Ventur- es um álver á Grundartanga standa og falla með orkumálum, bæði hvað varðar orkuverð og afhendingartíma -á orku. Columbia Ventures leggur ríka áherslu á að geta hafið rekstur álvers sem fyrst á árinu 1998. Við- ræður Landsvirkjunar í vikunni við stjórnendur Columbia Ventures eru að öðru leyti langt komnar, að mati Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar. Auk hugsanlegrar orkuafhending- ar til Columbia þarf Landsvirkjun að sjá fyrirhugaðri stækkun Jámblendi- verksmiðjunnar fyrir orku. Nú þegar liggja fyrir drög að samkomulagi milli Landsvirkjunar og Jámblendifé- lagsins með fyrirvara um samþykki stjóma fyrirtækjanna og eigenda um framlengingu um 20 ár á núgildandi rammasamningi sem rennur að öllu óbreyttu út 1. apríl 1999. • í samkomulagsdrögunum felst að Jámblendifélagið hafi heimild til þess að taka ákvörðun fyrir 1. apríl á næsta ári um að bæta við þriðja ofn- inum sem þýðir aukna orkuþörf upp á 450 gígavattstundir á ári. „Þegar við höfum spáð í spilin hvað varðar Columbia höfum við þurft að gera ráð fyrir að sjá þess- ari stækkun jámblendiverksmiðjunn- ar fyrir orku um svipað leyti og Columbia kæmi inn og hæfí rekstur á árinu 1998-1999,“ sagði Halldór. 900 gígavattstundir Landsvirkjun reiknar með að Járn- blendifélagið geti hafið rekstur þriðja ofnsins síðla árs 1999 og Columbia geti hafið rekstur álbræðslu sinnar sumarið 1998 og tekið fulla orku í ársbyrjun 1999. Orkuþörf vegna ál- vers Columbia er um 900 gígavatt- stundir á ári. I áætlunum Landsvirkjunar er gert ráð fyrir að Nesjavellir I hefji raforkuframleiðslu haustið 1998 og Nesjavellir II í ársbyijun 1999. Há- göngumiðlun þyrfti að komast í gagnið haustið 1998, seinni áfangi í stækkun Kröfluvirkjunar um ára- mótin 1998-1998 og Sultartanga- virkjun í október 1999. „Þessar virkjanir myndu geta ann- að orkuþörf hugsanlegrar stækkunar Járnblendifélagsins og farið langt með að duga gagn/art Columbia en allt er þetta með fyrirvara um að samningar náist milli Landsvirkjunar og Reykjavíkurborgar um orkuna frá Nesjavöllum. Tímasetningarnar eru jafnframt háðar því að umhverfismat tefji ekki fyrir því að þessir orkuöfl- unarkostir nýtist eins og gert er ráð fyrir,“ sagði Halldór. ilplllll Morgunblaðið/Skúli Þór Magnússon 0,6% hækkun neyslu- verðsvísitölu Skuldir heimila hækka um 1.800 millj. HÆKKUN vísitölu neysluverðs um 0,6% milli mánaðanna júlí og ágúst leiðir til þess að höfuðstóll saman- lagðra skulda heimilanna í landinu hækkar um 1.800 milljónir kr., að því gefnu að lánin séu um 300 millj- arðar kr. Heildarskuldir heimilanna í land- inu námu um seinustu áramót 318 milijörðum og eru að langstærstum hluta verðtryggðar eða nálægt 300 milljörðum kr. Sú 52% verðhækkun sem varð á kartöflum milli mánað- anna júlí og ágúst hafði í för með sér 0,18% hækkun neysluverðsvísi- tölunnar og leiðir til þess að höfuð- stóll skulda einstaklinga og ijöl- skyldna hækkar um 540 milljónir. Það voru fyrst og fremst verð- hækkanir á ýmsum tegundum græn- metis sem ollu þessum breytingum á vísitölunni á milli mánaða, en talið er að hér sé um tímabundna verð- sveiflu að ræða sem muni ganga til baka þegar líður á haustið, líkt og gerðist síðastliðið sumar, þegar miklar verðhækkanir á grænmeti höfðu í för með sér um 0,25% hækk- un vísitölunnar. Grænmetisinnkaup vega aðeins 0,85% í útgjöldum með- alfjölskyldu. Höfuðstóll sex miiy. kr. skuldar hækkar um 36 þúsund Sé reiknað út hvað samanlagður höfuðstóll sex milljóna kr. húsbréfa- láns og námsláns fjölskyldu hækkar, vegna 0,6% hækkunar vísitölunnar milli mánaða, er útkoman 36.000 kr. Á sama hátt hækkar þessi skuld fjölskyldunnar um 10.800 kr. ein- göngu vegna hækkunar á verði kart- aflna. Sviptingar í aflabrögðum og sjávarkuldi fælir þorskinn úr Smugunni Mokveiði einn daginn, en ördeyða þann næsta MIKLAR SVIPTINGAR hafa verið í aflabrögðum í Smugunni síðustu ár. Veiðin getur tekið algerum stakkaskiptum á fáeinum klukku- stundum og einn daginn fæst ekki bein úr sjó en hinn fæst mikið meira en við verður ráðið. Þessar svipting- ar má skýra að hluta til með breyt- ingum á hitastigi sjávarins en sam- kvæmt norskum rannsóknum eru sveiflur á sjávarhita í Barentshafi nokkuð reglulegar. Öll ytri skilyrði hafa verið hagstæð í Smugunni síðustu ár en hugsanlegt er að í ár verði sjórinn ekki jafn hlýr og áður. Hlýi straumurinn nær ýmist inn í Smuguna eða er fyrir sunnan hana inni í norsku landhelginni. Fisk- urinn fylgir honum, en sé hann utan Smugunnar geta íslenzku skipin ekki elt fiskinn þangað. Því ráðast afla- brögðin af því hvorum megin línunn- ar hlýsjórinn er. Þokkaleg veiði var í Smugunni nú fyrir helgi og m.a. fékk Siglir 30 tonna hal á föstudagsmorgun. Kristján Elíasson, stýrimaður á Sigli, segir að sjór hafi hlýnað á síðustu dögum og mun meira æti sé í sjónum og menn því bjartsýnir. í sumar hafa íslenskir togarar ver- ið við veiðar í Smugunni frá júlíbyrj- un og hefur afli nánast enginn verið, fyrr en nú í ágúst, en þá gekk skyndi- lega mikið af fiski inn í Smuguna og skipin höfðu varla við að vinna aflann og var mokveiði í um viku- tíma. Þá datt botninn úr veiðunum jafn skyndilega og þær höfðu byijað. Vindar hafa áhrif á hitastig Ástæður þessara snöggu breytinga hafa lítið verið rannsakaðar en skip- stjórar í Smugunni hafa tengt þær við breytingar á hitastigi sjávar. Fremur grunnt er á veiðisvæði ís- lensku skipanna, aðeins um 160-180 faðmar, og því hafa vindar nokkuð mikil og skjót áhrif á strauma, hlið- stætt því sem sjómenn þekkja á mið- um við ísland, t.d. Vestfjarðamiðum. Segja skipstjórnarmenn að þegar hlý- ir straumar teygi sig inn í Smuguna breytist allt líf í sjónum. Straumunum fylgi auknar loðnugöngur, þá fylgi þorskurinn gjarnan í kjölfarið og veiðist þá i flottroll á aðeins um 30 faðma dýpi. Botnhitastig í Smugunni er nú um frostmark en hefur farið niður fyrir frostmarkið og þá virðist sem þorskurinn hopi. í Smugunni er þó langalgengast að togað sé með flot- troll og segja skipstjórnarmenn að þegar veiði sé góð, sé hitastig sjávar- ins þar sem togað er vanalega um hálfa gráðu eða meira. Sveiflur í sjávarhita Rannsóknir Norðmanna í Bar- entshafi benda til þess að sveiflur á sjávarhita séu nokkuð reglulegar. í þeim kemur einnig fram að fiskur hopi undan kalda sjónum og leiti í hlýrri sunnar í hafinu. Sigfús Schopka, fiskifræðingur á Hafrann- sóknastofnun, segir að það sé eink- um þrennt í ytri skilyrðum sem segi til um gengd þorsks í Smugunni. Sjávarhiti þurfi að vera hagstæður, eitthvað æti þurfi að vera á boðstól- um fyrir þorskinn og ennfremur hafi stofnstærð nokkuð að segja um hvort þorskurinn stækki útbreiðslu- svæði sitt. „Þessi skilyrði hafa farið saman á síðustu árum og þess vegna hefur gengið mikið af fiski í Smuguna. Ef straumar úr Atlantshafinu ná hinsvegar ekki alla leið norður eftir gæti orðið of kalt þar fyrir þorskinn. Spurningin er hinsvegar hvort það er að gerast nú. Kaldi sjórinn lét á sér standa í Smugunni í fyrra og gæti því verið þar á ferðinni nú,“ segir Sigfús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.