Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 B 5 KLASSISKIR tón- listarmenn líta jafnan niður á ' poppara og popp- arar leggja að sama skapi iðulega fæð á þá sem leggja stund á sígilda tónlist. Þeir eru þó til sem virðast jafn- vígir á hvort tveggja; geta eins sökkt sér í flókið sam- spil tóna og hljóma og til- einkað sér einfaldleika poppsins, þar sem það eitt skiptir máli að segja ein- falda sögu á sem einfaldast- an hátt. Þeir Kjartan Ólafs- son og Pétur Jónasson eru líklega þekktastir sem iðk- endur sígildrar tónlistar; Kjartan sem tónskáld og Pétur sem gítarleikari, en hafa fleiri járn í eldinum; fyrir skemmstu kom út með þeim diskurinn ég, ég, ég undir nafninu ErkiTónlist sf. þar sem þeir félagar flytja dægurlög af léttustu gerð úr eigin smiðju. Þeir Pétur og Kjartan eiga að baki margra ára nám í klassískri tónlist, en líkt og svo margir aðrir hófu þeir opinbera tónlistariðkan sína í poppinu; voru báðir meðal annars _í hljómsveit- inni Pjetri og Úlfunum, sem naut mikillar hylli á sinni tíð. Þá var græskulaust popp þeirra aðal, þó síðustu ár hafi Kjartan fengist við tyrfnar tónsmíðar og tölvu- forritun, en Pétur hefur meðal annars heimsótt þorra reykvískra skólabarna og leikið fyrir þau aðgengi- lega sigilda tónlist á vegum Skólaskrifstofu Reykjavík- urborgar, aukinheldur sem hann hefur ferðast um land- ið með undir merkjum Tón- listar fyrir alla með þeim Martial Nardeau og Guð- rúnu Birgisdóttur. ErkiTónlist Kjartan rekur útgáfuna ErkiTónlist sf. sem festi fyr- ir stuttu kaup á tölvu sem hægt er að hljóðrita á. Tölv- an er keypt til að taka upp og vinna að þróun tölvutón- smíðaforrits Kjartans, Calmus. Diskurinn sem hér ber á góma er tekinn upp á tölvuna þó tónlistin sé hand- spiluð, en í vændum er að taka upp alvarlega diska „sem eru ill- eða óseljanleg- ir, annan með raftónlist, sem selst mjög lítið, og svo annan með klassískum gít- arleik, sem selst aldrei," segir Kjartan í sneið til Pét- urs og hlær, en flýtir sér að bæta við að það sé aðeins bjartara yfir slíkri útgáfu en raftónlistinni. „Þá kvikn- aði sú hugmynd að gefa út disk með aðgengilegri tón- list og selja meðal annars tii að fjármagna að hluta hina diskana." Pétur segir að lögin séu flest ný af nálinni, en einnig séu eldri lög í bland. „Við ákváðum bara að beita fyrir okkur postmodernisman- um,“ segir Kjartan og kím- ir, „og fara ekki í þá tónlist sem ber hæst núna, sem er ekkert nema enn ein útgáfa af minimalisma. Við gerðum bara það sem okkur datt í hug á hveijum degi, lögin eru ólík þó sameiginlegt ein- kenni þeirra sé hve melódísk þau eru.“ Þeir félagar segja að út- gáfan sé hvíld fyrir þá, lög- in séu einföld að allri gerð og vísi til fyrri tíma í poppi. „Það hefði verið ósköp lítið Tekió upp ó tölvu EINFALDLEI Leið margra tónlistar- manna liggur fró popp- inu í klassík; eftir að hafa streðað við frumstæða gítarhljóma og hrynsyrpur leita menn í ótt að flóknari tónlist og veigameiri. Árni Matthíasson komst að því að þeir Kjartan Olafsson og Pétur Jónasson hafa ókveðið að snúa aftur í poppið, að minnsta kosti í bili. popptónlist og myndum aldrei gefa þetta út ef svo væri.“ í hefðbundnu útgáfuferli er vinnan rétt að hefjast þegar tónlistin loks kemur út, framundan er strembin vinna við að kynna hana, koma inn í útvarp og helst að ferðast um með hljóm- sveit. Þeir félagar segjast og velta því fyrir sér að fá til liðs við sig trymbil og annan gítarleikara til að leika á einhveijum tónleik- um og kynna plötuna sem víðast. „Ef við ákveðum að setja saman sveit verður hún að vera góð og þá er eins víst að við spilum á ein- hvetjum böllum. Þetta er allt hluti af því að gefa út plötu, gaman og vinna sam- tímis, en við erum langtífrá að leggja klassíkina á hill- una,“ segja þeir ákveðnir. Eins og getið er á næsta plata að vera með elektrón- ískri tónlist sem þeir félagar vinna saman að hluta, Kjartan semur en Pétur tek- ur þátt í að flytja. Á popp- disk þeirra eru þrjú brot úr því verki, „sem einskonar innskot“. Kjartan segir að það hafi verið heillandi verkefni að vinna piötuna; „að fara í þennan einfaldleika, ein- faldleika sem jaðrar við að vera næf. í gegnum tónlist- arsöguna koma alltaf sveifl- ur, tónlistin fer í díónýsískar flækjur og allt verður samkrullað og síðan í appól- ónískan fasa þar sem allt er einfalt og tært og þessi ofureinfaldleiki heillar.“ „Lögin eru einföld og byggj- ast á sterkum laglínum," skýtur Pétur inní, „og ekki mikið útsett, ekki beint hrátt en nálægt því. Þetta er líka þannig í klassíkinni; það sem er einfalt er flott og þarf alls ekki að vera neikvætt. Það má því ekki skilja það sem svo að það sé eitthvað slæmt að poppið sé einfalt, það getur verið erfítt að gera einfalda hluti vel.“ ÉG, ÉG ÉG; Kjartan Ólafsson, PowerPC og Pétur Jónasson. Morgunblaðið/Ásdís mál að gera þyngri plötu, en við vildum taka okkur einskonar sumarfrí," segir Kjartan og Pétur bætir við að það sé mikil hvíld og gaman að bregða sér í ein- falda tónlist, en dagleg iðja þeirra hefur verið klassísk tónlist, að semja eða flytja aukinheldur sem þeir kenna báðir. Ekld popp sem aóalstarf Pétur segir þá ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að taka upp fyrri iðju að ein- hveiju leyti, að iðja eitthvað við poppið, en ekki segjast þeir vilja stefna í popp sem aðalstarf. „Á síðasta ári lék ég inn á plötu með klass- ískri tónlist,“ segir Pétur, „núna er það þessi tónlist og næst á dagskrá er sóló- diskur; ég er starfandi tón- listarmaður og nota það sem ég kann. Við erum ekki að setja ofan við að gefa út Platan er tekin upp heima í stofu hjá Kjartani á nýja PowerPC Macintosh-tölvu sem ErkiTónlist festi kaup á til að taka upp plötur sem þessa, eins og getið er í upphafi. Kjartan segir að það hafi tekið smátíma að ná tökum á tækninni en þegar það var komið hafi allt gengið eins og í sögu; „við unnum upptökurnar hratt og vel. Það tók sinn tíma að semja lögin, stóð reyndar mest á textunum,“ segir hann og hnippir í Pét- ur sem semur alla texta nema einn, „en þegar þeir voru komnir tókum við þetta upp á skömmum tíma, yfir- leitt var ekki nema ein taka af hveijum kafla fyrir sig.“ Hann segir að það hafi kom- ið sér skemmtilega á óvart hvað hljómur heppnaðist vel þrátt fyrir frumstæðar að- stæður og ljóst að upptöku- tækni sem þessi eigi eftir að auðvelda enn að taka upp plötur á ódýran og einfaldan hátt. Pétur Jónasson er þekkt- ur fyrir flest annað en texta- gerð og segir að það hafi tekið tíma að komast í gang við að semja. „Síðan gekk þetta harla vel,“ segir hann hróðugur en Kjartan flissar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.