Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST Í996 MORGUNBLAÐIÐ í FÓTSPOR FORNRA SYNDASELA Hinn 31. maí síðastliðinn fór frá íslandi hópur fólks nokkuð sérkennilegra erinda. FJörutíu og sex íslendingar „gengu“ til Rómar eða fóru í „suðurgöngua eins og það hét til foma. Þetta vom Pálnatókavinir og var Magnús Jónsson í forsvari félaga sinna í þessari pílagrímsferð. Hann upplýsti Guðrúnu Guðlaugsdóttur um hver hefði verið tilgangur ferðarinnar og hverjir Pálnatókavinir væm. Gamla pílagrímaleibin: Mainz Róm Leiöarvísir Nikuláss Bergssonar ábóta á Þverá Meginsborg (Mainz) Padus PapéV'í P'asínsó • Domnaborg Társborgi T O % Tuscia V Krj$tínuborcp Flavíansborg'^# Bóternisborg Miöjaröarhaf Róm VIÐ í Pálnatókavinafélag- inu, sem var stofnað á söguslóðum Jómsvíkinga í Póllandi, höfum á und- anförnum árum ferðast í fótspor feðranna, það er að segja, við höfum farið á söguslóðir íslend- ingasagna hérlendis og erlendis. Við höfum það á dagskrá að stuðla að áhuga félagsmanna á íslenskum fornsögum með sameiginlegum lestri, fyrirlestrum og ferðum á söguslóðir. Við höfum það jafnframt að markmiði að sanna tilvist Pálnat- óka og koma því á framfæri við aðal og almenning að hann sé forfað- ir helstu konungsætta Evrópu. Pálnatóki var, eins og allir eiga að vita, voldugur, danskur víkingahöfð- ingi og stofnandi hinnar fornu vík- ingaborgar Jómsborgar. Einhvern tíma kom sú hugmynd fram að þrátt fyrir að við Pálnatóka- vinir værum ekki syndugri en al- mennt gerist væri ekki úr vegi að við tækjum okkur saman og færum í suðurgöngu að hætti íslenskra mið- aldamanna. Var hafíst handa við að undirbúa þá ferð. Liður í þeim undir- búningi var sá að haldin voru tíu kvölda námskeið og við fengum hina ýmsu fræðimenn til að halda fyrir- lestra um efni sem tengist suður- göngu og þeim landsvæðum sem við ætiuðum að ferðast um. Það kom í ljós að áhugamenn um íslenskar fornsögur virðast vera miklir syndaselir sem þurfa á syndaafiausn að halda umfram aðra landsmenn. Alltjent varð það svo að áður en varði var fjöldi væntanlegra píla- gríma orðinn svo mikill að það þurfti að ráðast í tvær ferðir. Tryggvi Sig- urbjarnarson var í forsvari fyrir seinni hópinn en Jón Böðvarsson var dagskrárstjóri beggja ferðanna því við leggjum okkur fram um að fylla upp í ferðirnar með viðeigandi frá- sögnum af söguslóðum, t.d. í þessu tilviki um suðurgöngur íslendinga til forna og fleira. Að námskeiði loknu gáfum við út sérstakt vega- Ljósmynd/Sigvrjón ísaksson LYKLAR himnaríkis í fordyri Péturskirkjunnar í Róm, hins heil- aga áfangastaðar íslenskra suðurgöngumanna. FRÁ vinstri Árni Þ. Árnason einn helsti hvatamaður ferðanna og Jón Böðvarsson andlegur dagsskrárstjóri suðurgöngumanna. bréf á latínu og íslensku sem er bein þýðing á slíku fornu vegabréfi handa pílagrímum í suðurgöngu. í því segir orðrétt: Það er í senn réttlátt og guði þóknanlegt að gefa vammlausum mönnum sanninda- vottorð. Þénari vor „Magnús Jónsson" sem er bæði guðrækinn og heiðvirður, ferðast nú um lönd í von um syndaaflausn. Vér biðjum í drottins nafni honum til handa um kærleika allra þeirra sem hann kynni að hitta á för sinni af ásetningi og tilviljun. Megi menn fyrir guðs sakir og stöð- ugar bænir okkar létta undir í nauðsynjum hans, hýsa hann af manngæsku og bregð- ast honum ei né íþyngja honum óverðskuld- að. Þeir munu umbun hljóta af þeim sem er alls heiðurs örlátur launari. Sem betur fer reyndi ekki á ágæti vegabréfsins. En hvenær skyldi fyrst vera getið um suðurgöngur íslendinga í ís- lenskum fornritum? „Einna fyrst sem ég veit til að getið sé um suðurgöngu íslendings er í Gísla sögu Súrssonar, þar segir frá því að Auður kona Gísla og Gunnhildur mágkona hennar fóru eftir fall Gísla til Danmerkur og tóku trú í Heiðarbæ og gengu „suður“. Þetta gæti hafa verið í kringum árið 980. Það er eins með þær stöllur og svo marga aðra sem tóku sér slíka ferð á hendur að þær komu eigi aftur. Að sjálfsögðu er getið um marga aðra suðurgöngumenn ís- lenska, Brennu-Flosi og Kári Söl- mundarson, svo einhvetjir séu nefnd- ir úr íslendingasögunum, gengu báð- ir suður og urðu betri menn á eftir. í Sturlungu er margra suðurgöngu- manna getið. Sturla Sighvatsson og Órækja Snorrason „riðu báðir suður og sunnan" á hestum góðum sem Valdimar konungur Knútsson, af- komandi Pálnatóka, lagði þeim til. Við í Pálnatókavinafélaginu fór- um að sjálfsögðu í fótspor þessara og annarra suðurgöngumanna en þó sérstaklega í fótspor Nikulásar Bergssonar ábóta á Munkaþverá sem skrifaði um ferð sína merka leiðarlýsingu í kringum árið 1150. Þessi leiðarvísir og borgarlýsing Nikulásar, eins og hann nefnir hana, hefur verið skrifuð sem ferðabók fyrir norræna suðurgöngumenn og hefur geymst mjög heil. Hann lýsir leiðinni frá Islandi til Noregs og þaðan til Rómar og áfram alla leið til Jerúsalem, þangað sem hann reyndar fór sjálfur. En við fórum inn á hans leið við Mainz eða Meginsó- borg, eins og Nikulás kallar hana. Frá Mainz var áður „flestra manna för“ eftir krókóttri götu til Sviss og áfram til Rómar og vorum við að flestu leyti trú leiðarvísinum. Lýsing Nikulásar er mjög nákvæm, hann tiltekur alla staði sem hann gistir í, dagleiðir og kemur með ýmsar til- vitnanir, svo sem eins og þegar hann fer um Saxland, þar segir hann að búi þjóð kurteisust og geti norrænir menn mikið af henni lært. Við Pálnatókavinir hófum ferðina eftir flug til Lúxemborgar. Þar sem við ætluðum hvorki að ganga né ríða suður stigum við upp í rútubíl sem ítalskur bílstjóri ók rakleiðis til Ma- inz. Þar skoðuðum við hina frægu dómkirkju og gistum fyrstu nóttina. Við ókum síðan í gegnum Speyer, eða Spíru, eins og Nikulás nefndi borgina. Þar var, eftir því sem hann greinir frá, biskupsstóll af Maríu- kirkju og þar er Maríukirkjan enn. í Strassborg gistum við næstu nótt. Daginn eftir var ekið í gegnum Sviss, en aðaláherslan í þessari ferð var Ítalía, þar var svo margt fyrirhugað að gera. Undirbúningur ferðarinnar hafði miðast að því, einkum á Ítalíu, að gista á stöðum sem tengja mætti við suðurgöngu manna á miðöldum, svo sem klaustrum eða kristilegum gistiheimilum. Höfðum við notið frá- bærrar aðstoðar góðs vinar okkar og íslandsvinar, Eduardo Salerno, ásamt undirbúningi sem Úrval- Útsýn hafði annast. Til Ítalíu fórum við eins og Nik- ulás í gegnum St. Bernharðsskarð. Það var nýbúið að opna skarðið , þrátt fyrir að kominn væri 2. júní og er það fyllilega í samræmi við frásögn Nikulásar, en hann talar um að þar sé oft á Ólafsmessu á sumri „snær á grjóti og ís á vatni". Efst í St. Bernharðsskarði er sæluhús og klaustur sem heilagur Bernharður stofnaði á elleftu öld og áttum við ánægjulega stund með munkunum þar sem sýndu okkur kirkjuna og klaustrið og fræddu okkur um starf- semi þess á umliðnum öldum. Þetta var mjög löng dagleið og frá St. Bernharðsskarði fórum við til Aosta eða Ágústa eins og Nikulás nefnir hana, en í fjalladal í nágrenni borgarinnar gistum við á kristilegu kærleiksheimili, sem við nefndum svo, og kennt er við heilagan Kristó- fórus. Presturinn sem tók á móti okkur, faðir Ágúst, var ásamt Guðnýju Margréti Emilsdóttur, far- arstjóra Úrvals-Útsýnar og hjálpar- hellu okkar á Ítalíu, farinn að hafa miklar áhyggjur af okkur því við vorum þremur klukkutímum á eftir áætlun. Þau höfðu hugsað hlýtt til okkar og beðið fyrir okkur og létti þeim mjög þegar við ókum í hlað. Eftir erfiða ferð yfir Mundiufjöll, en svo voru Alparnir kallaðir á dögum Nikulásar, þógum við af okkur ferð- arykið og fórum í messu í lítilli kap- ellu, sem sungin var á latínu og þeir sem það vildu gengu til altaris. Faðir Ágúst hafði mikinn áhuga á að við kæmum við í kirkju safnað- ar heilags Kristófórusar, sem við gerðum í borginni Vercelly eða Frið- sælu sem Nikulás nefnir hana svo skemmtilega. Næsti gististaður okk- ar var borgin Lucca, en um þá borg segir Nikulás að þar sé biskupsstóll af Maríukirkju og í henni róða sú er Nikudemus lét gera eftir Guði sjálfum. Hún hefur samkvæmt Nik- ulási „tveimur sinnum mælt, í annað sinn gaf hún skó sinn aumum manni en annað sinn bar hún vitni rægðum manni“. Þessi kraftaverk eru ekki þekkt en róðan er enn þann dag í dag dýrmætasti gripur kirkjunnar í Luccu. Annað skemmtilegt í frásögn Nikulásar er að Eiríkur Danakon- ungur Sveinsson hafi um árið ellefu hundruð lagt fé til Luccu þegar hann var í suðurgöngu þannig að norræn- ir menn gætu drukkið þar öl ókeyp- is „að ærnu“, eins og hann orðar það. En við komumst að þeirri niður- stöðu eftir mikla leit og margvísleg vonbrigði að líkast til væri fé Eiríks í Luccu gengið til þurrðar og búið að leggja skála hans niður. En Lucca kemur heldur betur við sögu í íslenskum ritum miðalda því að í sögu Hvamms-Sturlu er sagt frá stórmerkum deilum, sem hafa verið kallaðar Deildartungudeilur og segja má að hafi víðtækar afleiðing- ar fyrir íslenska menningu. Deilur þessar risu út af arfi eftir Þóri auðga prest frá Deildartungu og konu hans, Þorlaugu, sem var dóttir Páls Sölva- sonar prests í Reykholti. Þau höfðu eignast andvana börn og í vanmætti sínum hét Þorlaug suðurgöngu og fóru þau hjón í þeim tilgangi fyrst til Noregs. Á leiðinni eignast Þorlaug son sem þau skildu eftir í Noregi þegar þau héldu suður til Rómar. Það er skemmst frá því að segja að þau hjónin Þórir og Þorlaug létust á suðurgöngunni og sonur þeirra í Noregi. Upp úr þessu risu miklar erfðadeilur, hvert þeirra þriggja hefði lifað lengst og hver ætti arf- inn, sem var geysimikill. Suðurfarar sögðu frá því að Þórir hefði látist í Luccu en Þorlaug hefði lifað mann sinn og son og komist til Rómar en látist á heimleiðinni. Því var það að faðir hennar tók allt fé þeirra undir sig. Böðvar, tengdafaðir Hvamms- Sturlu, fór með erfðamálið fyrir hönd ættingja Þóris. Þeir tengdafeðgar voru ekki vanir að gefa neitt frá sér. Því var það á sáttafundi í Reyk- holti að kona Páls Sölvasonar hljóp með hnífi að Sturlu og mælti: „Hví skal ég eigi gera þig þeim líkastan sem þú vilt líkastur vera, en það er Óðinn.“ Hún veitti honum ekki mik- ið sár en Sturla kunni að gera meira úr því en efni stóðu til og gerði gífur- lega háar fjárkröfur á hendur Páli fyrir árás konu hans. Páll, sem sá fram á gjaldþrot sitt og sona sinna, leitaði þá ásjár Jóns Loftssonar, sem var óumdeilanlega mestur höfðingi landsins og leysti hann málið á allt öðrum nótum en Sturla gerði kröfur um, en þó þannig að hann bauð Snorra, syni Sturlu, fóstur og sumir vilja halda því fram að í Odda hjá Jóni hafi grunnurinn verið lagður að ritsnilld Snorra. Næsti áfangastaður var Siena, eða Langasýn að hætti Nikulásar. Sú nafngift er vel við hæfi því Siena stendur á hæð og sést vel í mikilli fjarlægð. Nikulás fór frá Luccu á þremur dögum en fyrir okkur var þetta steinsnar. Við höfðum gaman af því að hann minnist á það í leiðar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.