Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Svo sem við viljum! AÞESSUM árs- tíma, þegar nálg- ast gerð fjárlaga með tilheyrandi átökum um fjárveitingar, Gárur auma sjúklinga má draga fram tvær birtingar- eftir Eltnu Pálmadóttur myndir í þessum mánuði. 1. ágúst hækkuðu ríkisforstjórar með úr- skurði í launum um 6-9% og í lok mánaðarins verða þúsundir aldraðra og öryrkja fyrir tekju- tapi frá þessum sama sjóði. Ekki legg ég dóm á hvort þetta eða hitt sé sanngjarnt, er eflaust gott ef nóg væri í kassanum. Kjarni málsins er að það kemur allt úr sama sjóðnum. Ef þarf að velja á milli þess að veita hópi geðsjúkra sjúkrahúsvist og forða þeim af heimilunum og götunni og skera upp kvalda aldraða sjúklinga eða hins vegar að auka risnu og umsvif á toppn- um, þá ímyndaði maður sér svar- ið. En auðvitað mundu kjörnir forsjármenn ekki bara ræða um niðurskurð á þeim liðum sem varða sjúka og aldraða um leið og aukin er yfirbyggingin ef þeir teldu ekki að það yrði sam- þykkt. Það er líka komið í ljós. I könnun sem gerð var um hvað réði vali kjósenda á forseta, bar að eigin sögn, hæst trúna á hæfni hans til að ganga í augun á útlendingum. Traust eða heið- arleiki virtist að vísu gott, en að koma vel fyrir og kunna sig í samskiptum við útlendinga réð þó úrslitum um valið hjá 69% af kjósendum nýs forseta. Það metur þjóðin mest? Út af fyrir sig ætti það kannski ekki að koma á óvart. Að ganga í augun á útlendingum hefur a.m.k. um nokkurt skeið skift þessa litlu eyþjóð gífurlegu máli. Við sækjúm með slíkum ákafa og miklum svo fyrir okkur hvert hrós sem við sem þjóð eða einstaklingar fáum í útlöndum eða frá gestum okkar að spaugi- legt er. Trúum því svo einlæg- lega að ef Islendingur nær góðu prófi og stendur sig vel í ein- hveiju í útlöndum eða fær hrós í erlendu blaði, þá sé hann allt að því heimsfrægur og við þýð- um það í blöðum svo við getum öll velt okkur upp úr því. Og við trúum því svo einlæglega að hver útlendingur sem drepur hér niður fæti verði svo uppnuminn af landi og þjóð að hann verði íslandsaðdáandi út ævina, að jafnvel var um daginn í blaði farið að nefna poppstjörnuna „íslandsvininn Bowie“ áður en hann steig á land. Þetta hefur gengið alveg upp í toppinn, þar sem það verður örugg vissa að nokkurra daga heimsókn íslend- ings á erlenda grund hafi aflað eilífrar aðdáunar á íslandi. Nú kemur eðlilega upp mikil ólga og átök í opinberri umræðu. í þetta sinn kemur hún vegna for- setakosninga í kjölfar umræðu um forsetaembættið. Allt af hinu góða í lýðræðisþjóðfélagi. For- seti íslands er toppurinn á ísjak- anum, sem upp úr stendur og til sýnis. Við að þessum umræð- um slær svona saman hefur smám saman verið að birtast allra sjónum mynd af Islending- um, hvað þeir telja mikilvægast og hvernig við erum inn við bein- ið. Ég get ekki sagt að mér geðj- ist sérstaklega að þeirri mynd. Við blasir mynd af skuldugri þjóð, vaxtagreiðslur ríkissjóðs 16% í fyrra og hækkandi. Aug- ljóslega getur ekki svo til geng- ið. Laukrétt hjá Friðriki fjár- málaráðherra að jafnvægi verð- ur að nást í ríkisfjármálum - með einhveijum ráðum. í óhjákvæmilegum sparnaði og niðurskurði berast böndin auðvitað að stærstu útgjaldalið- unum, heilbrigðisþjónustu og skólakerfi. Þegar komið er inn að merg á spítulunum, er farið að sjúga út merginn. Það horfum við á núna. Sá á kvölina sem á völina. Skiljanlegt að þegar fjár- skammturinn er gernýttur og uppurinn, þá fari hann í slys og bráðasjúkdóma umfram önnur mannsins mein. En þá kemur það niður á öldruðum/ellideild- um, bækluðum/Grensásdeild og geðsjúkum/lokun geðdeilda. Sú útskýranlega en ógeðfellda sýn blasir við með heiftúðlegum deil- um og reiptogi um þetta afmark- aða fé. Samtímis blasir við önnur mynd, ef-við lyftum sjónum upp á toppinn í samfélaginu, til for- setaembættisins. Þar er þenslan nánast óheft, í húsakaupum og byggingum á Bessastöðum og á skrifstofu, í rekstri og mannafla. Menn sjá þetta um kíkjugöt. Verið er að innrétta í nýja for- setahúsinu sérstaka skrifstofu fyrir forsetafrúna, sem væntan- lega þarf þá ritara. Fráfarandi forseti er kominn á risnu, auk eftirlauna. Þarna er ekki verið að tala um persónur sérstaklega, heldur embættið, sem lögum samkvæmt er bara eitt, forseta- embættið. Ekkert sem heitir embætti fyrrverandi forseta eða embætti forsetafrúar, enda komst síðasti forseti með sóma af án maka í því embætti. Hjú- skaparstétt og fjölskylduhagir eru sem betur fer á íslandi einka- mál kjörins forseta, hvað þá vitum við, sem lengi höfum horft hvar börnin urðu til. Enn sést ekki hvort eða hve mikið verði ljölgað í starfsliði forsetaemb- ættisins eða hvort þensla eða samdráttur verður í opinberum veisluhöldum og ferðum. Vænt- anlega verða sömu birtingar- kröfur gerðar um það eins og um mannafla á spítölunum og skólunum. Til að einangra þetta ekki við forsetaembættið á toppnum og í nærmynd upp á suma þessa atburði, að það er okkar háttur að ýkja alia þessa aðdáun þegar hún er tíunduð hér heima, enda þurfum við lítil þjóð á því að halda að reigja okkur ofurlítið. Hefur bara verið til að brosa að því! En þegar það verður að bruðli á kostnað þeirra sem skortir verður það ósköp bijóst- umkennanlegt. Svona erum við víst bara. MANIMLÍFSSTRAUMAR UEKNISWRIEDl/Hversu hœttulegt er ab vera meb háan Hjartaðog blóðþrýstingurinn í raun ekki sjúkdómur heldur sjúk- dómseinkenni en um sjúkdóminn sem veldur þessu er ekki mikið vitað. Vitað er að erfðir skipta miklu máli, barn sem á báða for- eldra með háþrýsting er t.d. í veru- legri h'ættu að fá sjúkdóminn. Ýmsir umhverfisþættir skipta líka máli, t.d. hækka offita, reykingar og mikil áfengisneysla blóðþrýst- inginn. Háþrýstingur er algengur, í Evrópu og Norður-Ameríku fá 10-20% fólks þennan sjúkdóm. Flestir fá sjúkdóminn á aldrinum 25 til 55 ára og hann er sjaldgæf- ur fyrir tvítugt. En hveijar eru þá hætturnar við að hafa of háan blóðþrýsting? Þetta fer að vísu dálítið eftir því hversu mikil hækkunin er en ef ekkert er að gert getur þessi sjúk- dómur stytt líf fólks um mörg ár og jafnvel marga áratugi. Það er þó veruleg huggun að með viðeig- andi meðferð er hægt að koma í veg fyrir eða a.m.k. teíja mikið fyrir fylgikvillunum. Það er fyrst til að taka að hár blóðþrýstingur hefur mjög slæm áhrif á hjarta og æðar. Hann stuðlar að æða- kölkun og eykur þannig hættu á kransæðasjúkdómi og alvarlegum VERALDARVAFSTUR/£> óvinsælt ab spara orkunaf Spamaðarieiðir ogþjóðarhagsmunir Á SAMA hátt og Ohms-lögmál segir okkur að rafspenna sé margfeldið af rafstraumi og við- námi, er blóðþrýstingurinn marg- feldið af því blóðmagni sem hjart- að dælir á tímaeiningu og viðnámi æðakerfisins. Hjartað þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að dæla blóðinu um æðakerfið en auk þess myndast í hjartanu hormón sem hafa áhrif á útskilnað salta í nýrum. Hjartað er hannað sem dæla og er það ákaflega vel byggt líffæri sem þjónar hlutverki sínu vel. Ýmsar gerðir af dælum líkja eftir starfsemi hjartans með góð- um árangri. Meginslagæð líkam- ans nefnist ósæð og dælir hjartað blóðinu út í hana. Þegar hjartað dregst saman og dælir blóði út í ósæðina hækkar þrýstingurinn í slagæðum líkamans og nær há- marki við lok hjartasamdráttar- ins; þetta eru efri mörk blóðþrýst- ingsins. Á meðan hjartað hvílist milli samdrátta, rennur blóðið út eftir slagæðakerfinu, við það lækkar slagæðaþrýstingurinn og nær lágmarki rétt áður en hjartað dregst saman næst; þetta eru neðri mörk blóðþrýstingsins. Blóðþrýstingur er því ávallt gef- inn upp sem tvær tölur, efri mörk og neðri mörk, og einingin sem enn er notuð er mm Hg (milli- metrar kvikasiifurs). 011 helstu atriði þess sem hér hefur verið lýst hafa verið þekkt mjög lengi og um þau er enginn ágreiningur meðal vísindamanna. * Ilíkamanum eru nokkur stjórn- kerfi sem halda blóðþrýstingi og æðaviðnámi í jafnvægi og hafa það að markmiði að nægjanlegt blóðmagn streymi um öll líffæri líkamans. Mikilvægasta kerfið af þessu tagi er oft- ast kennt við boð- efnin eða hormón- in renín og angíótensín og þekkt er í öllum aðalatriðum hvernig þetta kerfi starfar. Eðli- legt er að efri mörk blóðþrýstings séu undir 130 og neðri mörk undir 85. Ef efri mörkin eru 140 eða yfir eða ef neðri mörkin eru 90 eða þar yfir, er talað um að viðkomandi sé með háan blóðþrýsting eða öðru nafni háþrýsting. Hár blóðþrýstingur er eftir Magnús Jóhonnsson blóbþrýsting? FYRIR skömmu komst nefnd á vegum fjármálaráðherra að þeirri niðurstöðu að aflétta þyrfti ýmsum einokunarleiðum tengdum for- tíðarvanda þjóðfélagsins. Þar á meðal var þess getið að gefa orku- söluna í landinu fijálsa. Ennfremur hefur komið fram nýlega að Reykjavíkurborg hyggst lækka orkukostnað sinn verulega með því að virkja á eigin vegum hitasvæðið á Nesjavöllum. Hvorutveggja eru stórtíðindi hjá þjóð, sem enn er bundin á klafa gamallar einokunarhugsunar. Sjálfsmeðvitundar sem var fengin í arf við skilnaðinn frá danska kon- ungsríkinu. En hvað er hægt að gera fleira en þetta til að hagræða í orku- notkun? Þar má til dæmis nefna eftir Einar ■ Ktengt Þorstein sjalfbærn þroun eins og betri ein- angrun húsa, blöndun á innanlands framleiddu alkóhóli í bensínið og gjörbreyting veiðiflotans. Bæði með skiptingu hans í sóknarskip og afla- flutningaskip og síðan með notkun vatnsþrýsti afldrifs í stað knúnings með skrúfum. Það, sem kemur ef til vill mörg- um á óvart, er þó enn ein leið-til sparnaðar, sem ekki er mikið haldið á lofti. Það er fyrst og fremst vegna þess að hún kemur til með að stugga við kerfinu. Hér er um að ræða tiltölulega ódýran útbúnað við rafstraumsinntak í hús og fyrir- tæki, sem getur lækkað orkukostn- að neytandans frá 20 til 50% eftir aðstæðum. Hér er enginn galdur á ferðinni heldur einfaldlega hugvit og góð þekking á raffræði. Samt er það svo að rafmagnssérfræðingar landsins hafa ekki lært um þetta tiltölulega einfalda straumstýring- artæki í sínum skólum og þurfa því fyrst að taka á þessu með eigin mælingum áður en þeir trúa þessu. En staðreyndin er engu að síður sú, að tækið virkar og það löglega, ef einhver skyldi halda að hér væri verið að tengja framhjá eða bijóta gamalkunnug náttúrulögmál! Þessi tæki hafa verið notuð síð- astliðin tíu ár alls staðar erlendis, þar sem meðvitund um orkusparnað er orðin innbyggð í daglegt líf fólks. Þau eru til dæmis orðinn liður í heildar þjóðarhagslegum orku- sparnaði Breta. Uppgötvun tækis- ins var tekið fagnandi af stórum orkukaupendum eins og British Airways, British Seaways, British Railways, sem gátu minnkað orku kostnaðarliði sína verulega með þessum hætti. - En hvað með mig og þig, eins og segir í danslaginu góða? Hvernig stendur á því að þessi nýjung er ekki komin hingað til okkar tækninýjungaglöðu þjóð- ar? Þjóðar sem þó fyrir 110 árum var búin að fullnýta aðra breska uppgötvun aðeins tíu árum eftir að hún kom fram? Eitt tákn íslenskrar húsagerðarlistar: Bárujárnið! Við komum að þvi; en skoðum fyrst um hvað er hér að ræða: Orku- sparnaðartækin tengd Econolight byggir á nokkrun aðskildum þáttum sem má nota eina sér eða alla sam- an: 1) Það vakir stöðugt yfir orku- notkuninni. 2) Fylgist með spennu, straumi og afli. 3) Stýrir spennunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.