Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 B 27 ATVINNUA UGL YSINGA R íþróttakennari - æskulýðs- og íþróttafulltrúi íþróttakennara vantar á Raufarhöfn. Auk íþrótta- og sundkennslu þarf hann að sjá um íþrótta- og æskulýðsstörf ásamt þjálfun og umsjón með ungmennafélaginu Austra. Góð laun. Á staðnum er glæsilegt, nýtt íþróttahús, 16 m innisundlaug, heilsurækt, sauna og Ijósabekkir. Raufarhöfn er 400 manna þorp í 150 km fjarlægð frá Húsavík. Sérstæð, villt og ósnortin náttúra. Mikið fuglalíf, einstök friðsæld, en einnig fjörugt félagslíf, gott mannlíf og öll hugsanleg þjónusta. Kennari Auk þess vantar einn kennara í almenna kennslu. Ódýrt húsnæði og flutningsstyrkur. Upplýsingar gefur Líney Helgadóttir, skóla- stjóri, í síma 465 1225 og 465 1241 eða Hild- ur Harðardóttir, formaður Austra og skóla- nefndar í síma 465 1339 og skrifstofa Raufar- hafnarhreps í síma 465 1151. MENNTASKÓLINN VIÐ SUND^A Fjármálastjóri Staða fjármálastjóra við Menntaskólann við Sund er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. september nk. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax að lokinni ráðningu. Fjármálastjóri annast bókhald og aðra fjár- málaumsýslu. Hann tekur þátt í gerð átætl- ana, er varða svið hans, en auk þess vinnur fjármálastjóri ýmis önnur störf á skrifstofu skólans. Reynsla og góð menntun á sviði bókhalds, fjármála og tölvuvinnslu er nauðsynleg. Við leitum að áhugasömum og samvinnufús- um starfsmanni. Launakjörskv. kjarasamningum starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 553 3419 eða 553 5519. Rektor. VINNUEFTIRUT RÍKISINS Administration of occupational safety and health Bíldshöfða 16 • Pósthólf 12220 ■ 132 Reykjavík Laus staða eftirlitsmanns Laust er til umsóknar starf eftirlitsmanns við véla- og tækjaskoðanir í Reykjavík. Starfið felst í eftirliti með ýmiskonar tækja- búnaði, s.s. farandvinnuvélum o.fl., ásamt fræðslu, sbr. ákvæði laga nr. 46/19080 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum. Um er að ræða fjölbreytt og krefj- andi starf á reyklausum vinnustað. Leitað er að sjálfstæðum, framtakssömum einstaklingi með staðgóða tæknimenntun, t.d. tækni- eða vélfræðimenntun ásamt starfsreynslu. Önnur menntun getur þó kom- ið til greina. Starfsþjálfun er í boði við upp- haf starfs. Nánari upplýsingar um starfið veitir Haukur Sölvason, deildarstjóri farandvinnuvéladeild- ar, í síma 567 2500. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknum, ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, skal skila til Vinnueftirlits ríkisins, Bíldshöfða 16, fyrir 30. ágúst 1996. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Leikskólakennari Laus er til umsóknar, nú þegar, ein staða leikskólakennara við leikskólann Stekk. Einnig er laus til umsóknar 60% staða starfs- manns við leikskólann Stekk, frá 1. septem- ber nk. Upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 463 0826. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Sölu- og afgreiðslu- störf og birgðaeftirlit 1/2 daginn Bónus sf. hefur falið mér að leita að og ráða til starfa sölu- og afgreiðslufólk í verslunum sínum víðsvegar á stór-Reykjavíkursvæðinu. Leitað er að hörkuduglegum einstaklingum sem geta unnið undir miklu álagi oft langan og erilsaman vinnudag. Einnig er leitað að aðilum til starfa eingöngu á kassa (sjóðvél) frá kl. 12.00 til kl. 19.00. Þá er leitað að nákvæmum og vel skipulögð- um einstaklingi til starfa við birgðaeftirlit í verslunum fyrirtækisins. Vinnutími frá kl. 8.00 til kl. 13.00. í boði eru störf hjá fyrirtæki, sem er leiðandi á sínu sviði. Mikil vinna og ágæt laun fyrir rétta aðila. Umsóknareyðublöð, ásamt öllum frekari upplýsingum um störf þessi, veiti ég á skrif- stofu minni á venjulegum skrifstofutíma. Teitur Lárusson, atvinnuráðgjöf- atvinnumiðlun - starfsmannastjórnun, Austurstræti 12-14(4. hæð). Sími 562 4550, 101 Reykjavík. Starf forstöðumanns í haust tekur að nýju til starfa á Akureyri norræn upplýsingaskrifstofa. Þjónustusvæði hennar verður allt Norðurland. Meðal verk- efna skrifstofunnar verður að kynna og efla norrænt samstarf á svæðinu, styðja norrænt starf skóla, menningarstofnana og félaga og halda tengslum við aðrar norrænar stofn- anir og félög bæði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Auglýst er laust til umsóknar starf for- stöðumanns þessarar skrifstofu. Um er að ræða hlutastarf, um 67% stöðu. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst nk. Verkefni forstöðumanns er að hafa umsjón með verkefnum sem Norræna ráðherra- nefndin og Norræna félagið á íslandi fást við hverju sinni. Af forstöðumanni er krafist að hann • hafi stjórnunarhæfileika og reynslu, • gott vald á dönsku, norsku eða sænsku, • hæfni í að setja fram hugmyndir í ræðu og riti og • lipurð í mannlegum samskiptum. Umsóknir um starfið skal senda til formanns stjórnar skrifstofunnar, Tryggva Gíslasonar, skólameistara, Menntaskólanum á Akureyri, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar um starfið fást hjá honum í síma 461 1433 eða 461 1078 og á skrif- stofu menningarmála hjá Akureyrarbæ í síma 460 1450. Þjónar Okkur vantar vana þjóna, 20 ára og eldri, til framtíðarstarfa. Einnig vantar aðstoðarfólk í kvöld- og helgar- vinnu. Nánari upplýsingar á staðnum mánudaginn 19. ágúst milli kl. 14.00 og 18.00. Veitingahúsið Ítalía, Laugavegi 11, 101 Reykjavík Afgreiðslustarf HANZ KRINGLUNNI óskar að ráða röskan og áhugasaman ein- stakling til sölustarfa á fatnaði fyrir unga menn. Viðkomandi þarf að hafa líflega og góða framkomu og eiga gott með að umgangast aðra. Um er að ræða áhugavert framtíðar- starf í ört vaxandi og vinsælli verslun, sem sérhæfir sig í sölu á vönduðum vörum fyrir unga menn. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar og skal umsóknum skilað á sama stað fyrir 23. ágúst. CUÐNIÍÓNSSON RÁDGIÖF & RÁÐNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 HJÚKRUNARHEIMILI v/GAGNVEG - GRAFARVOGI Hjúkrunarfræðingar athugið!! Á Eir, hjúkrunarheimili í Grafarvogi, vantar hjúkrunarfræðinga til starfa nú þegar, eða eftir samkomulagi, á kvöld-, helgar- og nætur- vaktir á móttökudeild og heimilisdeildir. Sjúkraliða og Sóknarstarfsmenn, með nám- skeið í umönnun aldraðra, vantar á allar vakt- ir á heimilisdeildirnar. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 587 3200. !< N ! CK E R3QX Fullt starf Starfskraftur á aidrinum 18-30 ára óskast í verslun okkar á Laugaveginum frá og með 1. september nk. Góð laun fyrir traustan og snyrtilegan aðila með góða söluhæfileika. Meðmæli óskast. Umsóknir, er tilgreina aldur og fyrri störf, skal senda til afgreiðslu Mbl., merktar: „07 - 12“, fyrir 24. ágúst. Digranesskóli Kennara vantar fyrir yngri börn (2/3) staða. Starf við heilsdagsskóla (dægradvöl) (80%—100% starf). Uppeldismenntun æskileg. Upplýsingar veitir skólastjóri eða aðstoðar- skólastjóri í síma 554 0290.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.