Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 1
Golf í Halif ax I Nova Scotia eru 55 golfvellir og margír hverjir ótrúlega fal- legir og spennandi fyrir kylf- iga. Halifax tilheyrir Nova Scot- l fylkinu og eru Flugleiðir með beint áætlunnrf lug þangað. Úrval-Útsýn býður nú kylf- ingum upp á golf- og versl- unarferð til Halifax í Kanada. B • • MUNCHEN •4 ÞRIÐJA stærsta borg Þýskalands, Miinchen í Bæjara- landi, laðar árlega að sér millj- ónir ferðamanna og skákar þar með þeim stærri; Berlín og Hamborg. DANMODK Ódýrir bílaleigubílar fyrir íslendinga. Vikugjald, lágmarksleiga Opel Corsa dkr. 1.795 Opel Astra dkr. 1.995 Opel Astra, st. dkr. 2.195 Opel Vectra dkr. 2.495 2\a vikna gjald Opel Corsa dkr. 2.995 Opel Astra dkr. 3.590 Opel Astra, st. dkr. 3.990 Opel Vectra dkr. 4.390 Innif. ótakmarkaður akstur, tryggingar, vsk. Fáið nánari verötilboö International Car Rental ApS. Uppl. á íslandi, sími 456 3745. Ferðaklúbburinn FLAKK nýtur vinsælda meðal framhaldsskólanema Feróagladir unglingar FLAKK ferðaklúbbur Jafninga- fræðslu framhaldsskólanema nýtur mikilia vinsælda. Síðustu helgi fóru til dæmis 80 unglingar í bátsferðir á Hvítá og voru margir á biðlista eftir að komast að. Ferðaklúbburinn er starfræktur í samstarfi við Samvinnuferðir-Land- sýn og er markmiðið að kynnast landinu í vímulausum helgarferðum á góðu verði. Einnig safna félags- menn punktum til að fara í utan- landsferðir með ferðaskrifstofunni. Tuttugu og fimm krakkar fóru í júlí til Benedorm á Spáni í viku, og 27. ágúst verður farið til Lundúna fyrir 15.800 krónur með gistingu. Utanlandsferðirnar eru einnig vímu- lausar. Helgi Pétursson hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn segir að ferðskrif- stofan hafí átt hlut í því að ýta FLAKKI úr vör, leiðbeina og ljá þeim starfsmann. „Við hvetjum krakkana til að skoða landið, og nú má segja að slegist sé um að kom- ast í þessar ferðir." „Krakkarnir fagna því," segir Helgi, „að eiga val sem felst í því að ferðast í stað þess að vera í bænum, þar sem alltaf er einhver ölvun. Það hlýtur að vera gott að vera í hópum sem byggja á alls- gáðri stemmningu." Helgi segir utanlandsferðirnar vera sem verðlaun í augum krakk- anna. Hann bætir við að ferðaskrif- stofan verði áfram með FLAKKI í vetur, bæði vegna innanlandsferða og utanlandsferða. Haukur Hannesson starfsmaður FLAKKS segir um 500 vera í ferða- Ljósmynd/Haukur Hannesson HALLDÓR, Jói, Kiddi og Haukur íhuga fallhlífarstökkið. klúbbnum núna, en hann er þessa daganna að skipuleggja starfsemina fyrir septembermánuð. Á dagskrá hjá FLAKKI „Á döfinni er kajakferð út í Eng- ey," segir hann, „fallhlífarstökk, heimsókn í herstöðina í Keflavík, önnur Hvítárferð og ef til vill verður Laugarvegurinn í Landmannalaug- ar líka genginn." Haukur segist vera að kanna hvort til greina komi að klúbbfélag- ar fari til Dublinar í október á hljóm- leika með Pearl Jam og Seude. ¦ OFTAR TIL FLÓRÍDA ? VEKD á pakkaferðum til Flórida hefur lækkað, til dæmis kostar 8 daga ferð í sólina í bænum Sarasota 49.000 krónur í haust, og hefur lækkað um 10.000 krónur frá því á síðasta ári. Fínuntán daga ferð fyrir 2 fullorðna með 2 börn til Sarasota kostar nú 34.500 en 41.715 áður. Flugleiðir hafa bætt við sjö aukaferðum til Flórida vegna mik- illar eftirspurnar. Fyrsta viðbótar- ferðin verður 11. september og siðan vikulega á þriðjudögum til loka október. Talið er fullvíst að yi'ir 7.000 manns leggi leið sína til sólarfylkisins S vetur. NÝR BÆKLINGUR ? Flugleiðir hafa gefið út sér- stakan bækling um vetrarf erðir til Flórída vegna vaxandi vinsælda þessa áfangastaðar meðal íslend- inga. í honum eru meðal annars góðar upplýsingar um hvað ferða- mannastaðir eins og Orlando, Fort Lauderdale, ströndin við St. Pet- ersburg, Bradenton og Sarasota hafa upp á að bjóða. ¦ HJÓNIN Aðalsteinn I. Jónsson og Ólavía Sigm- arsdóttir í Klausturseli á Jökuldal hafa komið sér upp vísi að dýragarði heima hjá sér í Klausturseli. Þar hafa þau til sýnis fyrir ferðafólk hreindýr og hreindýrskálfa, tófur í greni, minka, heiða- gæsir og álftarunga. Aðalsteinn og Olavía hafa rekið um tveggja ára skeið VISIR AÐ DYRAGARÐI handiðnargallerí þar sem eru til sýn- is og sölu handunnir munir úr hrein- dýraskinni og ull. Fyrstu hugmyndir að dýragarðinum komu upp í tengslum við vinnsluna úr hreindýraskinninu, að gam- TÓFURNAR búaí heimagerðu greni sem er að öllu leyti eins og náttúrulegt greni. Þæreruaftveim litarafbrigðum, gráu og mórauðu, og rétt gáfu sér tíma til að líta út úr greninu tíl Ijós- myndarans. i n m m Morgunblaöið/Sigurður AðalstcinsBon HREINDÝRSKÁLFARNIR vinsælir hjá yngstu kynslóðinni. VETURGÖMLU hreindýrin eru hálf sneplótt því þau eru að losa sig við Ijósu vetrarhárin. an væri að hafa lifandi hreindýrtil sýnis á staðnum. Það var svo á síðastliðnum vetri að fönguð voru tvö veturgömul hrein- dýr og í framhaldi af því þrír hrein- dýrskálfar í vor. Síðan voru tófurn- ar, minkarnir, gæsirnar og álftar- unginn einnig tekin í vor. Þetta fram- tak Klausturselshjónanna kunna ferðamenn vel að meta og nokkur umferð ferðafólks hefur verið í Klausturseli í sumar að skoða þessi dýr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.