Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 C 3 + FERÐALOG ÞRIÐJA stærsta borg Þýska- lands, Miinchen í Bæjara- landi við rætur Alpafjalla, laðar árlega að sér milljónir ferðamanna og skákar þar þeim stærri, Berlín og Hamborg. Borgin státar af undurfögrum minnisvörð- um og byggingum, sem spanna sögu byggingarlistarinnar í nokkrar aldir og ijölbreytilegum söfnum, sem hýsa listaverk gömlu meistaranna jafnt sem nútímalist og tækninýj- ungar tuttugustu aldarinnar. Menn- ingarviðburðir af ýmsu tagi eru daglegt brauð og þá er ónefnd Okt- óberhátíðin, sem víðfræg er orðin. Þrátt fyrir allar skrautfjaðrirnar leiddi nýleg rannsókn dagblaðsins Súddeutsche Zeitung í ljós að stripl- ingamir í Enska garðinum voru í þriðja sæti þegar ferðamenn vom spurðir um helsta aðdráttarafl borg- arinnar. Ekki er ótrúlegt að slík vitneskja fengi Lúðvík I Bæjarakon- ung (1786-1868), sem sagður er eiga heiðurinn af að gera Múnchen að helstu menningarmiðstöð Evr- ópu, til að snúa sér við í gröfínni. Sjálfri fannst mér niðurstaðan fremur hjákátleg, en frá rannsókn- inni var greint í Munich Found, tímariti sem enskumælandi ferða- langar í borginni ættu að láta verða sitt fyrsta verk að kaupa til að kom- ast að raun um hvað hægt er að gera sér helst tii dægrastyttingar. Eftir næturfiug með LTU, þýsku flugfélagi, sem í sumar hefur verið með beint flug til nokkurra borga í Þýskalandi í samvinnu við Flugleið- ir, og lestarferð til miðborgarinnar, sat ég árla morguns, þreytt og svefnvana, á útiveitingahúsi og gluggaði í nefnt tímarit, sem varð helsta haldreipi mitt þá viku sem ég dvaldi í borginni. Einhom hótelið þar sem ég átti bókaða gistingu reyndist vera steinsnar frá aðaljárnbrautarstöð- inni, ekki í sérstaklega tilkomumiklu umhverfí, en þægilegu göngufæri að hjarta borgarinnar; Marienplatz og Nýja ráðhúsinu. Herbergið átti ég ekki að fá fyrr en um hádegi og ákvað því að temja mér strax þýska siði. Af stakri nákvæmni skipulagði ég fjóra klukkutíma, sem fóm i að ná áttum og fá nasasjón af borgar- bragnum. Salt og sögubrot Múrarnir sem umluktu Múnchen á miðöldum eru löngu horfnir, en eftir standa leifar þeirra, borgarhiið- in þrjú Karlstor, Sendlingertor og Isator, sem afmarka svokallaða Innenstadt, eða miðborgina, í vestri, suðri og austri ásamt Odeonplatz í norðri, en þaðan lögðu saltkaup- menn upp í verslunarleiðangra til Norður-Þýskalands á 14. öld. Verslun með salt var upphafið af blómaskeiði borgarinnar. Um miðbik tólftu aldar reisti hertoginn af Saxlandi og Bæjaralandi, frændi Frederick Barbarossa Þýskalands- keisara, brú yfír ánna Isar, sem rennur 14 km gegnum borgina, og heimti toll af þessari arðbæru fram- leiðslu frá Salzburg. Áður hafði biskupinn af Freising matað krókinn á tollheimtunni. Hann kættist því lítt og klagaði í keisarann, sem ákvað að fela hertoganum yfírráð í Múnchen gegn því að hann léti þriðj- ung tollteknanna renna til biskups- dæmisins. Samkomulagið var gert 14. júní 1158 og er Múnchen þá talin formlega stofnuð. Þá bjuggu aðeins fáeinir munkar og smábænd- ur í þorpinu, sem í daglegu tali var nefnt staður munkanna. Marlenplatz og markaðurlnn Núna eru íbúar rúmlega 1,3 milljónir og flestir byggja afkomu sína á öðru en salti. Bjórframleiðsla, iðnaður, bóka- og blaðaútgáfa, verslun og þjónusta er í miklum blóma og síðustu ljóra áratugina hefur borgin verið miðstöð íjármála- umsvifa landsins og ein stærsta iðn- aðarborg Mið-Evrópu. í gamla daga buðu bændur og kaupmenn varning sinn til sölu á Marienplatz og þangað kom fólk til að horfa á aftökur glæpamanna. Á Marienplatz er idandi mannlíf f rá morgni til kvölds BLÓMABÆNDUR og fleiri með afurðir sínar á Viktuelienmarkt. Græn svæði og garðar eru meðal þess sem gera Munchen einkar aðlað- Hvort tveggja er liðin tíð. Þótt Derrick í samnefndum sjónvarps- þáttum sé alltaf önnum kafinn við að leysa sakamál í Múnchen eru glæpir fátíðari en í öðrum stórborg- um Þýskalands. Bændur hafa flutt sig um set og selja nú afurðir sínar á stóru _torgi skammt frá Marien- platz. Á Viktuelienmarkt svigna söluborðin undan kræsilegum ávöxtum, grænmeti og öðru matar- kyns. Inn á milli situr fólk við Iang- borð, drekkur bjórinn sinn og virðist einkar létt í lund með innkaupapok- ana sína. Frá morgni til kvölds er iðandi mannlíf á Marienplatz. Á torginu miðju trónir Maríustyttan, há, gyllt og fögur. Notaleg götukaffihús eru meðfram húsveggjum og dag hvem em mishæfileikaríkir skemmtikraft- ar með alls kyns uppákomur. Torg- ið afmarkast í norðri af Nýja ráðhús- inu, sem byggt var 1867-1907, mik- illi listasmíð í nýgotneskum stíl, prýtt styttum af Bæjarakonungum og hertogum jafnt sem dýrlingum og þjóðsagnapersónum, að ógleymdu fjórða stærsta klukkna- spili í Evrópu. Hjólreiðastígar úti um allt Öllu látlausara er Gamla ráðhúsið við austurenda torgsins. Það var upphaflega byggt á fimmtándu öld, en endurreist eftir eyðileggingu síð- ari heimsstyijaldarinnar. Þar fyrir framan rekur Bandaríkjamaðurinn, Mike reiðhjólaleigu og skipuleggur hjólreiðatúra fyrir ferðamenn. Hægðarleikur er að komast allra sinna ferða á reiðhjóli, hjólreiðastíg- ar eru úti um allt og Mike hefur nóg að gera. Raunar segist hann hafa stofnað fyrirtækið til að lið- sinna og lóðsa enskumælandi ferða- menn um borgina því enginn annar andi og hlýlega borg. En þar eru líka ógrynni glæsilegra og sögufrægra bygginga, sem Valgerdur Þ. lóns- dóttir dósamaði ó rölti sínu um bæversku borg- ina við fljótið Isar hefði sinnt þeim sérstaklega. Mike kann svör við flestu sem ferðamenn fýsir eða þurfa að vita um Múnchen;. Spurðu bara hvar gisting sé ódýr- ust, hvernig best sé að komast frá einum stað til annars, hvar nætur- hrafnamir geti skvett úr klaufunum fram undir morgun, hvaða söfn megi ekki láta framhjá sér fara, hvemig veðrið sé í júní, og Mike hefur svörin á reiðum höndum. Varðandi það síðastnefnda og eina sem olli mér svolitlum vonbrigðum í ferðinni, sagði Mike að veðrið í júní væri alla jafna óútreiknanlegt. Frá Marienplatz liggja göngugöt- urnar Kaufíngerstrasse og Neu- hauserstrasse í vestur. Við þær eru stóru vömhúsin og aðrar verslanir þar sem almúginn kaupir fötin sín og aðrar nauðsynjar. Ríka fólkið fer hins vegar á Maximillian breiðgöt- una eða Theatinerstrasse og kaupir tískufötin sín dýmm dómum hjá Channel, Hermés, Dior, YSL og Jil Sander. Tákn borgarlnnar: Frúarkirkjan I Múnchen eru ógrynni glæsi- legra og sögufrægra bygginga. Með lítinn upplýsingabækling og vegakort upp á vasann á löngum spássitúrum um borgina þvera og endilanga átti ég, þótt fróðleiksfús væri, fullt í fangi með að lesa mér til um aldur og sögu allra hallanna og kirknanna, sem hvarvetna blöstu við. Upptalning yrði óskap- legur langhundur, en þó er ekki hægt annað en að nefna dómkirkj- una; Frúarkirkjuna, sérstaklega, enda hefur hún löngum verið tákn borgarinnar líkt og Big Ben fyrir London og Empire State byggingin fyrir New York. Það er vel þess virði að skoða kirkjuna með lauk- KÍNVERSKI tuminn Enska garðinum. Morgunblaðið/vþj MARIENPLATZ - Nýja ráðhúsið og Frúarkirkjan í baksýn. þess sem gera Múnchen einkar aðlaðandi og hlý- lega borg, Af helstu görðum má nefna Enska garðinn, Hofgarðinn, Hertogagarðinn og Nymphenborgargarð- inn. Þótt menn kunni að greina á um hver sé fal- legastur er Enski garð- urinn þeirra stærstur og raunar talinn stærsti borgargarður heims. Hann er að hluta í mið- borginni, en teygir sig enn lengra í norðaustur meðfram ánni Isar. Árið 1777 þegar stríð, hungur og hörmungar höfðu riðið yfír borg- arbúa árum saman og uppreisn lýðsins var yfir- vofandi, sá Karl Theod- or, sem réð lögum og iofum í borginni, þann kost vænstan að hafa nógu marga hermenn til að halda aftur af þegn- um sínum. Vera þeirra jók hins vegar aðeins á reiði borgarbúa og ástandið fór hríðversn- andi. Bandarískur ævin- týramaður, Benjamin Thompson, sem þekktur varð sem Rumford greifí og hafði flúið heimaland sitt vegna þess hversu hliðhollur hann var Bret- um í frelsisstríðinu, hafði haldbetri ráð. Hann fékk leyfi Karls Theodors til að reka skóla og veita hermönn- unum vinnu til að halda þeim frá götunum. Upp- haf Enska garðsins má rekja til atvinnubóta- vinnu hermannanna sem Rumford kom á laggirn- ar. Árið 1789 skipaði hann hermönnunum að þurrka upp votlendi í útjaðri borgarinnar og rækta upp geysistóran almenningsgarð með hagnýtt gildi í huga alls- endis ólíkan íburðar- miklum skrautgörðum YS og þys á Neuhauserstrasse og Kaufingerstrasse. löguðu turnunum tveimur frá fimmtándu öld að utan sem innan, enda hýsir hún marga ómetanlega dýrgripi. Bóhemlíf í Schwabing Ef hippamir á sjöunda áratugnum hafa haldið að þeir væru fyrstu boðberar friðar og frelsis á öllum sviðum, þar á meðal fijálsra ásta, hafa þeir vaðið í villu og svíma. Rétt fyrir aldamótin sneri hertoga- ynjan Franziska zu Reventlow baki við munaðarlífi hástéttarinnar, sett- ist að í Schwabing og er æ síðan talin eiga dijúgan þátt í bóhemísku orðspori hverfísins. í Schwabing bjuggu jafnframt meðal annarra listamanna rithöfundurinn Thomas Mann, leikrita- og ljóðskáldið Bert- holdt Brecht og málarinn Paul Klee. Samkvæmt orðsporinu hlýtur að vera rétt sem ég las einhvers stað- ar, að í Schwabing væri andstaða gegn hernaði meira áberandi en annars staðar í Múnchen. Því fannst mér svolítið kaldhæðnislegt að Sieg- estor eða Sigurhliðið, minnisvarði sem Lúðvík I tileinkaði bæverska hernum, afmarkar hverfið í suðri, þar sem Ludwigsstrasse endar og CAFÉ Stör fyrir framan innisund- Iaugina Volksbad rétt hjá Gasteig, menningarmiðstöðinni. aðalgatan í Schwabing , Leopold- strasse, tekur við. Þótt Sigurhliðið hafi skemmst mikið í stríðinu var það lagað að hluta árið 1958, en þá var komin splunkuný áletrun á suðurhlið þess, sem í lauslegri þýð- inguer: Tileinkað sigri, eyðilagt í stríði, hvatning til friðar. Þegar ég átti leið hjá var Sigurhliðið fjarri því að vera glæsilegt. Engin merki hugsjóna af neinu tagi sáust og gróðasjónarmið virtust hafa tekið völdin. Á hliðinu blöstu við gríðar- stórar auglýsingar um ágæti Austin Mini, sem borgaryfírvöld höfðu heimilað til að fjármagna viðgerðir. Schwabing er hverfí háskólastúd- entanna, listamannanna og þeirra sem vilja skemmta sér. Þar er fjöldi skemmtistaða sem bjóða upp á lif- andi tónlist, listagallerí, kaffihús og veitingastðir eru út um allt og á góðviðrisdögum og um helgar selja listamenn verk sín á götum úti. Þótt víðar í Múnchen séu ýmsir skemmtistaðir dreifast þeir á stærra svæði en í Schwabing þar sem hægt er að rölta frá einum stað til ann- ars og renna á tónlistina sem berst út á götumar. Græn svæði og garðar eru meðal sem þá voru og em enn í borginni. Látleysi og friðsæld einkennir Enska garðinn núna, svín og naut- gripir valsa þar ekki lengur um og kartöflubeðin hafa vikið fyrir tijám og mnnum. Þangað kemur flöldi fólks hjólandi og gangandi. Flestir leggja leið sína að Kínverska tumin- um, og fá sér hressingu í bjórgarð- inum sem þar er. Ekki viðraði sér- staklega vel þegar ég spókaði mig í garðinum og enga sá ég stripling- ana, sem Munich Found sagði að- dráttarafl borgarinnar númer þijú. Striplingar þessir em sagðir ósköp venjulegt fólk; skrifstofufólk, versl- unarmenn og bankastarfsmenn, sem kemur í Enska garðinn í fínum jakkafötum og drögtum, sem það vippar sér léttilega úr, leggst í sól- bað, fer í badminton eða boltaleik, afar frjálslegt í fasi. Miðað við allt sem Múnchen hefur upp á að bjóða má telja merkilegt að þessir ofur- venjulegu striplingar skuli vera þriðja mesta aðdráttarafl borgarinn- ar. Trúlega hafa söfn og menningar- viðburðir verið í fyrsta og öðm sæti eða bjórhátiðin mikla, Októberhátíð- in, sem hefst 21. september og lýkur 6. október. ■ V íkingahátíð í augum Spánverja co QGLÆSIBRAGUR miðalda hefur varðveist á íslandi Zþótt þjóðin sé nútímaleg og lifi eins og stórþjóðir," <segir Mariano Campo, Spánverji nokkur sem var hér á landi í fyrra. Hann gerði íslandi nýlega góð skil í máli og myndum á sex blaðsiðum i spænska tímaritinu Proximo Mi- lenio. Tímaritið fjallar um ýmis andans málefni, meðal annars nýöld, sálfræði, tónlist og trúar- brögð og því lagði Campo meginá- herslu á frásagnir af heiðnum sið á íslandi og Víkingahátíðinni í Hafnarfirði. I inngangi greinarinnar segir Mariano Campo á hrífandi hátt frá helstu staðreyndum um land og þjóð og hefur vafalaust haft til hliðsjónar einhveija af nokkr- um ágætum handbókum sem til eru fyrir ferðamenn. „íslending- um hefur tekist nokkuð sem öðr- um Evrópuþjóðum hefur ekki tek- ist, að varðveita tungumál sitt nánast óbreytt í gegnum aldirnar og sömuleiðis náttúruna ósnortna." Lykil- inn að þessu telur Campo vera land- fræðilega ein- angrun Islands og óvenju sterka þjóðemisvitund Islendinga. Leifar af heiðnum slð íslensku þjóð- inni lýsir Campo þannig að íslend- ingar séu þjóð- ræknir menn sem hafí mikinn áhuga á uppruna sínum og ættfræði. Ekki sé til dæmis óalgengt að íslending- ur geti rakið ættir sínar aftur til landnámsmanna. Leifar af heiðnum sið á íslandi séu enn að finna í einni mynd eða annarri í lífsspeki margra íslendinga og mikill og almennur áhugi á yfirnáttúrulegum fyrir- bærum veki athygli gestkomandi. Einna athyglisverð- ast finnst honum trúfélag ásatrúarmanna, sem stofn- að var 1972 og nýtur sömu lögbundnu réttinda og önnur trúfélög. Honum þykir til dæmis afar merkilegt að hjón sem gefín eru saman samkvæmt ásatrú skuli vera hjón með lögum. Campo greinir lítillega frá starf- semi ásatrúarmanna, m.a. útgáfu blaðs þeirra, Níu nætur, en einnig frá hofi þeirra í Grindavík. Bjagaður sannlelkur í Hollywood Á Víkingahátíðinni í Hafnarfírði segir Campo að rifjuð sé upp miðaldastemmning víkinga og þá gegni hin þjóðlega Fjörukrá í Hafnarfírði í veigamiklu hlut- verki. „Það var eins og bærinn hefíð farið þúsund ár aftur í tíma, því þar voru menn klæddir eins og víking- ar. Þeir báru þó ekki horn og voru ekki jafn illskeytt- ir og þeir víkingar sem við höfum kynnst í kvikmynd- um frá Hollywood." Campo segir um 600 manns frá ýmsum Evrópulöndum hafa tekið þátt í hátíðinni í fyrra og hafí hún verið afar fjölbreytt. Annars vegar hafí verið haldnir fræðilegir fyrirlestrar og hins vegar boðið upp á léttari dagskrá undir berum himni, m.a. FORSÍÐA spænska tímaritsins Prox- imo Milennio var tileinkuð víkingahá- tíðinni í Hafnarfirði. TJALDBUÐIR á víkingahá- tíð. Að neðan t.h. sjást Vík- ingar nútímans skylmast. hestasýningu, glímukeppni og bogfími auk fegurðar- samkeppni þar sem karlmaður með best hirta skegg- ið fékk verðlaun og sömuleiðis sú kona sem þótti hafa fegursta hárið. Auk þess hafí verið í boði máls- verður að hætti víkinga. Punktinn yfir i-ið segir Campo hafa verið brúðkaup danskra „víkinga", en Jörmundur Ingi Hansen, allsheijargoði, gaf hjónin saman. Campo kemst að þeirri niðurstöðu að víkingahátíð- ir skipti Norðurlandaþjóðir og aðrar Evrópuþjóðir miklu máli, því þær varni því að uppruni þjóðanna og fornir siðir þeirra falli í gleymsku. „Með hátíð af þessu tagi er ekki leitast við að hverfa aftur i miðald- ir, heldur að horfa fram á veginn og lifa í nútíman- um, minnugir þess hveijir við erum og hvaðan við komum.“ BT ■ FRÁ vinstri:Málsverður að hætti víkinga undirbúinn í Hafnarfirði. Brúðhjón voru gefin saman á víkingahátíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.