Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 3
2 D SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 D 3 Her og borgarar í eina sæng BANDARIKJAHER, bílaframleið- endur og birgjar starfa að fleiri rannsóknarverkefnum sem gætu skilað sér sem tækninýjungar í bíla. Hér á eftir er sagt frá nokkrum þeirra. • Vökubúnaður fyrir ökumenn. Búnaður sem fylgist með ökumanni með því að mæla nálægð þumal- fingra ökumanns við stýrishjólið. Sofni ökumaður undir stýri beinir búnaðurinn loftstraum að vöngum ökumannsins. Búnaðurinn er hann- aður af fyrirtækinu BRTRC og verður prófaður í AMC Hummer. • Dísilvél í Bradley brynvagn- inn. Cummins vélaframleiðandinn er að hann 750 hestafla dísilvél fyrir Bandaríkjaher sem verður prófuð 1999. Vélin er hönnuð með það fyrir augum að útblástur sé í al- gjöru lágmarki svo brynvagnsins verði síður vart á víglínum. • Framrúðuskjár. Háskólinn í Oakland er að hanna framrúðuskjá sem birtir upplýs- ingar frá leiðsögukerfí, nætursjón- arkerfí og árekstraraðvörunarkerfí. Búnaðurinn verður prófaður í borg- aralegum bílum og herbílum. • Dísilvél með beinni innspýt- ingu. Ford Motor Co. er að hanna spar- neytna dísilvél. Bandaríkjaher vill að vélin verði aðlöguð fyrir létta herbíla, þ.á m. Hummer. • Skynrænir bílar. 5 tonna herbíll verður útbúinn með bilanagreiningartölvu, leiðsögu- kerfí, skynrænni hraðastillingu og öðrum hátæknibúnaði. • Hitaeftirlitskerfi. Þessi búnaður byggir á hitamyndum sem sýna ástand hjólbarða, lega og hemla. Búnaðurinn ber saman hita- myndir af hlutunum og ónotuðum sambærilegum hlutum. Með þessu móti er hægt að skipta um vara- hluti áður en bilana verður vart. ■ BÚNAÐURINN varpar upp mynd af myrkum veginum á framrúðu bílsins. Jaguar meö nætursýn BILAFRAMLEIÐENDUR hafa í auknum mæli notað tækninýjungar í bíla sína sem þróaðar hafa verið af hermálayfirvöldum. Tom Meitzler stjórnar rannsóknum á „hinum mannlega þætti“ ýmissa tækninýj- unga fyrir Bandaríkjaher. Fyrir fá- einum árum aðstoðaði hann við að gera skriðdreka Bandaríkjahers minna sýnilegri en núna vinnur hann að því að auka nætursýn eig- enda Jaguar bíla í framtíðinni. Jaguar er dótturfyrirtæki Ford Motor í Bandaríkjunum. Meitzler er að mæla virkni nætursýnar með innrauðum rafsegulgeislum. Vinna hans er þáttur í tækniskiptaverkefni varnarmálaráðuneytins bandaríska en yfirlýst markmið þess er sam- skipti við borgaraleg fyrirtæki á sviði tæknimála. Tækniskiptaverk- efnið felur einnig í sér að herinn fær tækifæri til að nota borgaralegar tækninýjungar eins og árekstra- varnarkerfi sem yfírmenn hersins vilja setja í flutningabíla sína. Bíla- framleiðendur hafa einnig notað tækninýjungar sem koma frá hern- um eins og GPS-staðsetningakerfíð í tengslum við leiðsögutölvur í bíl- um. Mynd á framrúöu Nætursýnin er gott dæmi um samskipti hers og borgaralegra fyrirtækja á sviði tæknimála. Meðan á Persaflóastríðinu stóð notaði her- inn skriðdreka sem voru búnir næt- ursýn. Stjórnendur þeirra gátu ekið drekunum í myrkri og séð skotmörk. Búnaðurinn í Jaguar verður inn- rauð myndatökuvél sem komið verð- ur fyrir á grilli bílsins. Hún skynjar hita frá hlutum á veginum. Þar sem LITLI, eins manna flutningabíllinn Midget II er með varahjólið fest á vélarhlífina. Daihatsu dvergurinn DAIHATSU hefur sett á markað lítinn sérkennilegan bíl, Midget II, sem er einkum ætlaður til flutninga. Aðeins ökumaðurinn kemst fyrir í húsi bílsins en á palli er hægt að flytja t.d. dagblöð eða mjólk. Dreifingaraðilar á þessari vöru hafa einmitt keypt töluvert af Midget II. Framleiðendumir bjuggist altént ekki við því að taka á móti 2.000 pöntunum fyrstu tíu dagana sem bíllinn var til sölu. Að innan er bíllinn alveg „hrár“ eins og sagt er um bíla sem ekki eru búnir algengustu þægindum eins og miðstöð eða vindlingakveikjara. Loftkæling, vindlingakveikjari og öskubakki er valbúnaður í Midget. Loftkælingin kæmi sér líklega vel í Japan þar sem bíllinn er einvörðungu til sölu því aðeins hægri hliðarglugginn er opn- anlegur. Vélin er þriggja strokka, 660 rúmsentimetrar og skilar 31 hest- afli. Hljóðið frá henni er lítt dempað Á PALLINUM er hægt að stafla alls konar vöru til flutninga innanbæjar. inni í ökumannshúsinu enda situr ökumaðurinn nánast ofan á henni. Daihatsu hefur lýst mikilli ánægju með viðtökurnar en fyrsti bíllinn af þessari gerð, sem hét ein- faldlega Midget, kom á markað 1957 og var framleiddur í fimmtán ár. Sagt er að Daihatsu ráðgeri að hefja framleiðslu á stærri Midget III en frumgerð hans var frumsýnd á bílasýningunni í Tókíó á síðasta ári. U hita stafar frá öllum hlutum getur fullkomin innrauð myndavél dregið upp skýra mynd af vegi og þeim hlutum sem á honum eru. Myndinni er varpað á framrúðu bílsins í eðli- legri sjónlinu þar sem ökumaðurinn sér hana. Myndin líkist einna helst svart/hvítri sjónvarpsmynd. Jaguar sýndi þennan búnaði í fyrsta sinn í X-300 stallbaknum í febrúar síðastliðnum. Líklegra er þó að búnaðurinn verði fyrst í boði í XK8 en aldrei fyrr en árið 2000. Nú er verið að reyna viðbrögð öku- manna við honum. Markmiðið er að ökumaðurinn skilji myndina sem hann sér og noti búnaðinn líkt og baksýnisspegil. Verið er að prófa búnaðinn ítarlega í rannsóknarstofu í Buick Tomado sem hefur verið sagaður í tvennt. | Fleiri í félagi bifreiðasala FÉLAG löggiltra bifreiðasala hef- ur komið á fót siðanefnd sem starfar eftir siðareglum félagsins. Samkvæmt 14. grein getur hver sá sem telur að bifreiðasali hafi brotið á sér kært ætiað brot til siðanefndar Félags löggiltra bif- reiðasala innan tveggja mánaða frá meintu broti enda sé málið ekki rekið fyrir almennum dómstólum á sama tíma. Kæran skal vera skrif- leg og berast í ábyrgðarpósti eða á annan sannanlegan hátt. Gamall listi yfir bílasölur sem eru aðilar að Félagi löggiltra bif- reiðasala var birtur í Bflum sl. sunnudag. Hér á eftir fer nýjasti listin'n: Bflasalan Skeifan, Reykja- vík, Bílasala Vesturlands, Borgar- nesi, Bílasala Suðurlands, Sel- fossi, Bílasala Selfoss, Selfossi, Bfla- og búvélasalan, Hvamms- tanga, Bílasalan Borg, Reykjavík, Borgarbflasalan, Reykjavík, Bila- salan Hraun, Hafnarfirði, Bílfang, Reykjavík, Bílasalan Braut, Reykjavík, Bflabankinn Bílasel, Reykjavík, Nýja Bilahöllin, Reykjavík, Litla Bílasalan, Reykjavík, Honda hf. Gylfi Gunn- arsson, Reykjavík, Bílasalur Suð- umesja, Keflavík, Start hf., Reykjavík og Höfðahöllin, Reykja- vík. ■ B&L tekur vid Rover-umboðinu HEKLA hf. og Bifreiðar og land- búnaðarvélar hf. hafa sent frá sér fréttatilkynningar þar sem segir að síðarnefnda fyrirtækið hafi tekið við umboði á íslandi fyrir Rover verksmiðjumar. „Um leið og þýsku bílaframleið- endurnir BMW eignuðust Rover verksmiðjurnar í Englandi breyttu þeir umboðsmannakerfi sínu þann- ig að framvegis verður umboð fyrir framleiðslu Rover verksmiðjanna alfarið í höndum umboðsmanna BMW. I samræmi við það tekur fyrirtækið Bifreiðar og landbúnað- arvélar hf. við umboði hérlendis fyrir Rover verksmiðjurnar. Hekla þakkar hinum fjölmörgu eigendum Rover bifreiða ánægjuleg viðskipti á liðnum áratugum um leið og Bif- reiðum og landbúnaðarvélum hf. er óskað velfarnaðar," segir í fréttatilkynningu frá Heklu. Boðið upp á fjórhjóladrlfna bíla Bifreiðar og landbúnaðarvélar hyggjast bjóða upp á fjórhjóladrifn- ar Range Rover og Discovery bif- reiðar. „Ennfremur verður hægt að panta nýjan og endurbættan Land Rover sem nú heitir Defend- er. Innan skamms mun B&L opna nýjan, glæsilegan sýningarsal að Suðurlandsbraut 14 þar sem BMW og Rover bifreiðar munu verða til sýnis og sölu. B&L býður hina fjöl- mörgu Rover viðskiptamenn vel- komna og vonast eftir ánægjulegu samstarfí og mun kappkosta að veita þeim góða þjónustu í framtíð- inni. Starfsfólk B&L sendir starfsfólki Heklu hf. bestu kveðjur og óskir um farsæla framtíð," segir í frétta- tilkynningu Bifreiða og landbúnað- arvéla. ■ Hollendingar yfir sig hrifnir af íslenslcri jeppamenningu Torfærumeistari í jeppakappakstri »cl m. KJ wh' ti,Aa p.4tnla<tr.Ni (X-<u«» i» wuHa «« fua)!. <.k» M<> ~n hrt Untk itr Fm. MÍraHif* át r»MAb V.v «h»* ii larl^W: .»•* m 41 •!<•«.• <k M<n>f *** **»*c “Al> * *.••»■» nfcw Mivi tn M «*•f* -w. 'mfinn Cf H-Lnt-r kkki L Wrrl rW^viM pctíáwvml <4 H.1 »<64,vajw<»»v<«.Wv.- <a bpr —ukí.- fvhick Om ».U hka *: ílvl.aiv U M 4.1 wm •.««< awt k« •**<<: t*t Oi ih w. fc Uawja >»■ .*< I,mi*«v*i«*i» «»i 1 At» A »([*.»< u iíip. Wi uuni tri. «*i: t.i‘1 «•* w« ;<«ii«iwJ <.«■• cmVi. Ilii*.«< '«<►« p.T*w»*4«-«H«tki H. » *■*<»•>. tUI.MKWlkf 1««/«■'“ »n L*Y »». * J«* X'. M. * s». W. •I «*•!•> M Vvi.t * r m«RU* U r>fv O. ... «» w nM *• »«P ut»ilM>»»ra »•>!. Sol Malin t: fMikiat «.<j«i»l naUitulfi «p'k-tw»v* IJki í«*vw»jac ■»< Mt».«pi» *»!»■> ma anktrHk Ua it .v..l.rJppit pwp.w><« •mertna. Akt fc !W4nUnlr»< U-i vvrr. tm J. mthaf n* nrr. wi .Mrillti * . i >, >, e £ il’i r M-ilA FJALLAÐ var um Gunnar Pálma og bíl hans á sex litsíðum í einu útbreidd- GUNNAR Pálmi Pétursson, tor- færuökumaður, hefur verið að gera garðinn frægan í Hollandi á þessu ári. Hann hefur ásamt félaga sínum Snorra Ingimarssyni verkfræðingi verið með keppnisbílinn sinn þar ytra og vann meðal annars fyrstu verðlaun í kappakstri á jeppum í sínum flokki. Mikil umfjöllun hefur verið um Gunnar Pálma í einu út- breiddasta jeppablaði í Hollandi, Captain og í maíhefti blaðsins er ijaílað um hann og bíl hans á sex blaðsíðum. Gunnar Pálmi er reyndar þekktari fyrir að aka upp þverhnípt móabörð í íslensku torfærunni þar sem hann stendur reyndar sérlega vel að vígi til íslandsmeistaratitils þegar þetta er skrifað. Bíll Gunnars Pálma er sérsmíðað- ur frá grunni. Hann er á Bronco ’67 grind og með sérsmíðaðri ályfir- byggingu sem er eins og Willys heijeppi af árgerð 1942. Hann er með sérsmíðaðri Chevrolet V-8 vél, 5,7 lítra, 350 kúbiksentimetra, keppnisvél með nítró yfir 500 hest- öfl. Bíllinn er með gormafjöðrun. Bíllinn var fyrst fluttur út í desember 1995 til að taka þátt í spilkeppni á vegum Warn sem greint hefur verið frá á þessum síð- um. Þar hafnaði Gunnar Pálmi í fimmta sæti. Að keppni lokinni var bíllinn fluttur til íslands á ný og var lagfærður litillega. Næst tóku Gunnar Pálmi og Snorri þátt ár- legri jeppaferð í frönsku Alpana með hópi hollenskra jeppamanna í fyrstu viku marsmánaðar. í loftköstum upp skíðabrekku Snorri segir að Gunnar Pálmi hafi fengið leyfi til þess að aka án snjókeðja og án þess að um opin- bera keppni væri að ræða hefði Gunnar Pálmi „átt svæðið“. Ekið var um þrönga skógarstíga og hálar snjóbrekkur. Lítill snjór var á svæð- inu en það reyndi á fjöðrun og grip. Gunnar Pálmi hleypti úr dekkjunum og bíllinn skreið upp brekkumar meðan Hollendingarnir á snjók- eðjunum grófu sig niður á fast. „Við stungum upp á því við Hol- lendingana að við fengjum að reyna okkur við eina hæstu skíðabrekkuna þarna á svæðinu. Leyfi fékkst til þess og það endaði með því að Gunnar Pálmi ók fjórum sinnum í loftköstum upp á topp skíðabrekkunnar mönn- um til mikillar undrunar. Þetta var í 1.000 metra hæð yfir sjávarmáli í miklum en þjöppuðum snjó,“ sagði Snorri. Hann sagði að þeim og fleiri íslenskum jeppa- mönnum stæði til boða að taka þátt í Alpaferðinni á næsta ári. Tll sýnis í jeppabúð Þegar þeir félagar komu aftur til Hollands kom beiðni frá eiganda jeppabúðar skammt frá Schiphol flug- velli í Amsterdam að fá að hafa bfl Gunnars Pálma til sýnis í nokkrar vikur og þar var bíllinn fram til maíbyij- unar. Gunnar Pálmi hélt svo aftur utan til Hollands í byij- un maí ásamt aðstoðaröku- manni sínum Baldvini E. Ein- arssyni, og keppti þá á bíl sínum í jeppakappakstri, sem er sér hollensk fyrirbæri. Keppt er á nokkurs konar mótor- hjólabrautum með mikið af holum og skomingum. Mikið breyttir bílar keppa í kappakstrinum og þarna sáust m.a. Range Rover með V-12 Mercedes-Benz vél og fleiri sérstak- ir bílar. Ekið er fimm sinnum yfir daginn og hver akstur er 20 hring- ir, samstals 20 km. Hver aksturs- dagur er því 100 km á ósléttri mót- orkrossbraut. Gunnar Pálmi vann sinn flokk á 38 tommu dekkjum. íslenska torfæran Björk nr. 2 Snorri, sem býr í Hollandi ásamt ÍSLENSKI fáninn blakti við hún þegar Gunnar Pálmi sigraði í sínum flokki í jeppakappakstri skammt frá Eindhoven í Hollandi. EKIÐ var um þrönga skógarstíga í frönsku Ölpunum þar sem tor- færubíll Gunnars Pálma Péturssonar vakti mikla athygli. eiginkonu sinni sem er þar í læknis- námi, segir að áhugi Hollendinga sé mikill á íslensku jeppatorfær- unni, sem er sýnd á sjónvarpsstöð- inni Eurosport. „Ég hitti varla orðið Hollending. nema þeir minnist á íslensku jepp- ana í Eurosport. Þeir sem hafa á annað borð sjónvarp í Hollandi kom- ast ekki hjá því að rekast á þetta annað slagið innan um sínar 23 sjónvarpsrásir. Þeim þykir það líka sérstaklega tilkomumikið að hægt sé að keyra þessa bíla á vatni. Ef það er nógu mikil orka í bílunum ná þeir að halda sér á floti á vatn- inu. Best er að vera á skófludekkjum en það gengur líka á 38 tommu dekkjum og hafa þá sem mest loft- í þeim. Kynningin á Eurosport gengur mjög vel í Hollendingana og þeir tala jafnvel um að íslenska torfæran sé að verða Björk númer 2. Menn séu að ná athygli heimsins án þess að nokkrir opinberir styrkir komi til,“ sagði Snorri. ■ Expedition þegar Explorer dugar ekki FORD hefur sett á markað nýjan og stærri jeppa en Explorer, svo- nefndan Expedition. Markaðssér- fræðingar Ford heimtuðu ekki þennan stóra bíl einvörðungu vegna þess að framleiðslu á hinum gamal- reynda Bronco var hætt og fyrir- tækið farið að missa sölu vegna Suburban, Tahoe og Yukon frá General Motors. Þeir hafa fulla trú á því að markaður fyrir stóra jeppa muni vaxa úr 72 þúsund bílum 1994 í 270 þúsund bíla árið 1997. Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, umboðsaðila Ford, seg- ir að mikill áhugi_ sé fyrir því að flytja bílinn til íslands og hafi nokkrar stofnanir hér á landi sýnt bílnum áhuga. Þetta verði þó ekki magnsölubíll hér á landi. Ford telur að stærsti kaupenda- hópurinn verði núverandi eigendur fjölnotabíla, stórra lúxusfólksbíla og jeppaeigenda sem telja sig þurfa enn stærri bíl. XLT og Eddle Bauer Expedition er fáanlegur með al- drifi eða afturhjóladrifi í XLT eða Eddie Bauer útfærslum. Tvær vélar eru í boði, 4,6 lítra V-8 eða 5,4 lítra V-8. Expedition er með mjög svipuðum línum og F-150 pallbíll- inn, þ.e.a.s. frá framglugga að stuð- ara, en þann bíl ráðgerir Brimborg að frumkynna 15. september nk. Expedition er 5,21 m á lengd, 38 sm styttri en Suburban og 13 sm lengri en Tahoe. Talsmenn Ford segja ástæðuna fyrir nákvæmlega þessari stærð á bílnum vera þá að viðskiptavinir vilji stóran bíl sem rúmi allt að níu manns í sæti en FORD Expedition á að etja kappi við stóra jeppa frá GM. STEFNULJÓS birtast í hliðarspegli Expedition. komist engu að síður fyrir í venju- legum bílskúr. Lengdin á bílnum er nýtt út í æsar með hlutfallslega löngu hjólhafi. I upphafi stóð til að nota sömu framhurðir og á F-150 en hönnuðir hættu við það vegna þess að til stóð að bjóða upp á þijár sætaraðir í bílnum. Því var hönnuð ný 8,5 sm mjórri framhurð svo hægt yrði að hafa afturhurðir breið- ari að sama skapi. Hægt er að fella miðsætaröðina niður og fram og auðvelda þar með aðgang að öft- ustu sætaröðinni. Til þess að auð- velda enn aðganginn er hægt að fá með bílnum stigbretti með lýsingu. Að aftanverðu er Expedition mjög líkur Explorer. Endurbættur Control-Trac 4,6 lítra vélin skilar 215 hestöfl- um við 4.400 snúninga á mínútu og togið er 290 pundfet við 3.250 snúninga á mínútu. Stærri vélin, sjálfsögðu kraftmeiri en einkum togar hún þó meira, eða 325 pund- fet við 3.000 snúninga á mínútu en hestafla^jöldinn er 230. Drifbúnaðurinn er endurbættur Control-Trac. Hægt er að velja um eina af fjórum drifútfærslum með því að þrýsta á hnapp í mælaborði, þ.e. 2H (afturhjóladrif), 4wd sem bætir við framhjóladrifí ef búnaður skynjar hraðamismun á á fram- og afturhjólum, 4H sem er læst fjór- hjóladrif sem dreifir átakinu jafnt milli fram- og afturhjóla og loks 4L, lága drifið við verulega erfiðar aðstæður. í Bandaríkjunum kostar bíllinn á bilinu 30-35 þúsund doll- ara, á bilinu 2-2,3 milljónir ÍSK. ■ TILBOÐ ÓSKAST Mitsubishi Montero RS 4X4 árgerð '91 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 20. ágúst kl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í Jeep Cherokee Sport 4x4 (tjónabifreið) árgerð '94 (ekinn 17 þús. mílur). Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA í Ford Aerostar XL árgerð '93 (ekinn 28 þús. mílur),

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.