Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdis NISSAN Terrano sem kom fyrst fram fyrir þremur árum hefur nó fengið andlitslyftingu. NISSAN TiRRANO II Si í HNOTSKURN Dísilvél: 2,7 lítrar, 4 strokkar, 125 hestöfl, forþjappa, milli- kaelir. Afturdrifinn, tengjanlegt al- drif, hátt og lágt. Fimm gíra handskipting. Aflstýri - veltistýri. Sjö manna. Lfknarbelgur í stýri. Fjarstýrðar samlœsingar með þjófavörn. Rafdrifnar rúður. Rafdrifnir hliðarspegiar. Útvarp og segulband. Lengd: 4,66 m. Breidd: 1,75 m. Hæð: 1,85 m. Hjólhaf: 2,65 m. Þyngd: 1.975 kg. Þvermál beygjuhrings: 11,4 m. Hámarkshraði: 155 km/klst. Viðbragð í 100 km úr kyrr- stöðu: 16,7 sek. Olíueyðsla: 12,5 I í þéttbýli, 9,3 á þjóðvegi. Staðgreiðsluverð kr.: 2.875.000. Umboð: ingvar Helgason hf., Reykjavík. NISSAN TERRANOII meö nýrri dísilvél NISSAN Terrano II frá Japan var kynntur hjá Nissan umboðinu, Ing- vari Helgasyni í Reykjavík, um síðustu helgi en Terrano II státar nú af nokkrum nýjungum með nýrri árgerð. í útliti eru aðal breytingarn- ar að framan, boðin er ný og aflmeiri dísilvél með forþjöppu og milli- kæli og innrétting er einnig með nýju yfirbragði. Breyting á framenda hefur tekist vel. YFIRBRAGÐ mælaborðs er frísklegt. AFTURHURÐ opnast til hliðar sem er góður kostur og farang- ursrými má stækka nyög með því að fjarlægja aftasta bekkinn og leggja niður aftursætin. Qg Verðið er hátt í 2,9 millj- ónir fyrir dýrustu gerðina laa sem prófuð var, Nissan Terr- V) ano II SE, fímm dyra, sjö manna með handskiptingu. Þetta er mjög liðugur og þægilegur vagn og vel hljóð- bhI látur og með þessari nýju dísilvél. Terrano II er hannaður og OS framleiddur í Evrópu en hann kom fyrst fram árið 1993 og fær nú verulega andlitslyftingu. Eins og fyrr segir er úthlitið talsvert breytt, einkanlega að framan. í nýrri vatnskassahlíf má nú sjá kringlóttar luktir og neðan við þær er hæfílega verklegur stuðari en þetta nýja útlit luktanna er nokkur tilbreyting frá ríkjandi ferhym- ingslaga luktum. Afturstuðari er einnig breyttur en að öðru leyti eru breytingar á ytra borðinu hverfandi. Bíllinn virkar nokkuð hár og mjósleginn en hann er 4,66 m langur og 1,85 m á hæð sem er svipað og fýrri gerðin. Neðri gluggalínan rís uppá við í bylgju aftur með bílnum og neðst á hlið- um er vel voldugur kantur í sama stíl og stuðararnir. Frísklegt mælaborð Terrano II er skemmtilegur að innan. Mælaborðið er frískiegt, byggt upp á þremur einingum, einni fyrir ökumann með hinum venjulegu mælum og skífum, á miðjubrettinu má fínna miðstöðv- arstillingar og stæði fyrir útvarp og geislaspilara og framan við farþegann er hanskahólf, undir eins konar skál og fremst er mynd- arlegt handfang. Framstólamir eru mjög góðir og styðja vel við á alla lund og allgott rými er í aftursæti. Aftan við það er síðan tveggja manna bekkur sem bæði má fella fram á auðveldan hátt eða svipta honum úr ef menn vilja nýta farangursrýmið til fulls. Sé það gert má einnig leggja niður bök aftursætanna og er þá kominn tveggja manna bíll með 1.900 lítra farangursrými. Aftasta sætið er hins vegar einkum ætlað farþeg- um af minni gerðinni. Lítið mál er fyrir ökumann að fínna óskastellingu sína við stýrið og það tekur ekki nema örskots- stund að venja sig við allt og ná nauðsynlegri yfirsýn við öll stjórn- tækin og alla meðhöndlun bílsins. Menn sitja hátt í Terrano II, bæði í fram- og aftursætum og allir sjá vel út. Þá er vel búið að þeim sem nota Terrano II í hólfum, glasa- höldurum og öðrum smálegum þægindum. Hljóðlát vél Dísilvélin nýja í Terrano II er 2,7 lítrar, fjögurra strokka, átta ventla og 125 hestöfl með for- þjöppu, millikæli og tölvustýrðri innsprautun. Hún er 25% aflmeiri en eldri vélin og togar 26% meira eða 278 Nm við 2.000 snúninga. Þetta er hljóðlát vél og hún vinnur vel en viðbragðið er samt ekkert sérstakt. Tekur það hana 16,7 sekúndur að' knýja bílinn á 100 km hraða úr kyrrstöðu en há- markshraðinn er 155 km. Eyðslan er í meðallagi, 12,5 lítrar í þéttbýl- inu og 9,3 á jöfnum þjóðvega- hraða. Það sem Nissan Terrano II stát- ar af í venjulegri og daglegri notk- un eru skemmtilegir aksturseigin- leikar. Bíllinn er mjög lipur og meðfærilegur í þéttbýli, fímm gíra handskiptingin er liðug og hljóðlát dísilvélin ætti ekki að fæla neinn frá kaupunum. Þótt viðbragðið sé ekkert sérstakt þá er það svo sem GÓÐAN stuðning á alla lund er að hafa í framsætum. QFjöórun Framsæti Hljóölátur alveg nægilegt enda gera menn ekki kröfur til ofurviðbragða af sjö manna jeppa sem vegur yfír 1.900 kg. Rðsfastur Á þjóðvegi hagar Terrano II sér mjög skikkanlega, fjöðrunin er mjúk og tekur vel grófustu vegi og er bíllinn ágætlega rásfastur í afturdrifínu eingöngu. Hann verð- QViöbragó ur þó enn betri á malarvegunum sé honum ekið með aldrifið tengt. Hægt er að tengja það á allt að 40 km hraða. Ekki reyndist unnt að fara neinar langferðir en þó nógu langt til að sannreyna að Terrano II er álitlegur ferðabíll, rúmgóður, hljóðlátur og vel búinn sem slíkur. Er ljóst að hvorki öku- maður né farþegar þurfa að óttast þreytu þótt áfangar gerist langir. Verð á Terrano II er allt frá kr. 2.254.000 fyrir þriggja hurða bílinn með 2,4 lítra bensínvél sem er 116 hestöfl og uppí 2.875.000 sem dísilbíllinn sem var prófaður kostar. Fimm hurða bensínbíllinn kostar tæpar 2,5 milljónir og þriggja hurða dísilbíllinn rúmar 2,4 milljónir. Eins og fyrr segir kom Terrano II fyrst fram fýrir rúmum þremur árum og er hann framleiddur í verksmiðju Nissan á Spáni og hannaður og framleiddur fyrir Evrópubúa sérstaklega. Hann er þó einnig seldur í heimalandinu, Japan. ■ Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.