Morgunblaðið - 20.08.1996, Síða 5

Morgunblaðið - 20.08.1996, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 5 Ekið á hrossastóð í Skagafirði Sjö hross drápust SJÖ hross drápust þegar jeppabif- reið ók á hrossastóð rétt austan við Varmahlíð í Skagafirði í fyrra- nótt. Áreksturinn var harður en ökumaður og þrír farþegar slösuð- ust ekki. Fjögur hross drápust samstundis en önnur tvö þurfti að aflífa á staðnum. Þriðja hrossið var svo aflífað í gærmorgun. Tildrög slyssins voru þau að ver- ið var að reka hrossastóð í afrétt. Ekki vildi betur til en svo að 14 hross urðu viðskila við hópinn. Þau komust upp á þjóðveg og í sömu mund kom jeppinn aðvífandi. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki kveðst ökumaðurinn ekki hafa séð hrossahópinn. Engin bremsuför voru á slysstað. Lögreglan segir ljóst að tjón hrossaeigendanna sé mikið en jepp- inn er einnig mikið skemmdur. Bíllinn er tryggður hjá Sjóvá- Almennum. Ingimar Jóhannsson hjá Sjóvá-Almennum á Sauðár- króki segir að ekki sé ljóst hver sé bótaskyldur í þessu máli enda hafi lögregluskýrslur ekki borist tryggingafélaginu. Ingimar segir að í hliðstæðu máli hafi tjónakostn- aði verið skipt til helminga milli bíleiganda og eiganda hrossa. ----------» ♦ ♦---- Nefnd end- urskoðar skaðabóta- lögin DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað nefnd til þess að endurskoða skaðabótalögin í samræmi við ákvæði til bráðabirgða í lögum um breytingu á skaðabótalögum sem samþykkt voru á Alþingi í apríl í vor. Nefndin á að vinna að heildar- endurskoðun skaðabótalaganna og skila tillögum þannig að ráðherra geti lagt fram frumvarp til breyt- inga á skaðabótalögum eigi síðar en í október 1997. I nefndinni eiga sæti Guðmundur Jónsson, fyrrver- andi hæstaréttardómari, sem er formaður, Árni Kolbeinsson, ráðu- neytisstjóri og Þorgeir Örlygsson, prófessor. -----♦ ♦ ♦---- Konur mót- mæla her- skipakomu FRAM hafa komið mótmæli vegna væntanlegrar heimsóknar herskipa til Reykjavíkur. Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna hafa sent Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra, mótmæli vegna komu herskipanna. Segja þær í bréfi til utanríkisráð- herra, að það sé ekki vilji almenn- ings að hér liggi floti herskipa og að 4.800 sjóliðar hafi höfuðborgina að leikvangi, dag og nótt, á aðra viku. „Reykjavík er vopnlaus borg og á ekki að vera flotahöfn, eða nein „gleðiborg" fyrir erlenda sjóliða, eða aðra hermenn," segir í mót- mælabréfinu. Um er að ræða kurteisisheim- sókn á vegum NATO. Fyrst koma sex herskip og verða í Reykjavíkur- höfn dagana 21. til 24. ágúst og síðan koma 10 herskip og verða hér við land dagana 27. til 30. ágúst. Morgunblaðið/Ámi Sæberg íslendingur seglum þöndum VÍKINGASKIPIÐ íslendingur í reynslusiglingu um sundin blá í blíðunni síðastliðinn laugar- dag. Gunnar Marel Eggertsson skipasmíðameistari hefur veg og vanda af smíði skipsins, sem tók tæp tvö ár. íslendingur var sjósettur í mars sl., en tafir urðu á afhendingu masturs og reiða, og því var skipið ekki fullbúið fyrr en í sumar. Vík- ingaskipið er smíðað eftir Gauksstaðaskipinu norska. Feguráin á sér ótal form Ný námskeiá aá kefjast - sniáin aá mannlegmn ^örfum Við vitum að það er ekki hægt að móta alla líkama og allra þarfir í eitt form.Við hjá Líkamsrækt JSB höfum unnið með þúsundum kvenna við að byggja upp hreysti og viðhalda góðri heilsu og útliti. Til okkar leita konur með ýmsar væntingar. Við gemm okkar besta til að hjálpa þeim, en árangurinn byggist fyrst og fremst á þeim sjálfum. ViS gerum eklzi kraftaverk — en Jjú getur f?aS! TOPPITIL TÁAR Námskeið sem kefur veitt ótalmörgum Uonum frákaeran árangur. Þetta kerfí er eingöngu ætlad konum, sem berjast við aukakílóin. Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar í viku, sjö vikur í senn. Góður matarkúr sem fylgt er eftir daglega með andlegum stuðningi, einskaviðtöium og fyrirlestrum um KORTAKERFIÐ Græn kort; mataræði og liollar lífsvenjur. Heilsufundir þar sem farið er yfir förðun, kiæðnað, hvernig á að bera líkamann og efla sjálfstraustið. Frjáls mæting 6 daga vikunnar fyrir konur á öllum aldri. Allirfinna flokk við sitt hœfi hjáf.S.B. Vetrartafla tekur giUli 4. sept. TOPPI TIL TÁAR - framliald NámsUeið fyrir þær sem vilja kalda áfram í aákaldi. Tímar 3x í viku Fundir lx í viku í 7 vikur. Barnapössun fyrir hádegi LIKAMSRÆKT - I Lágmúla 9 • Sími 581 3730 MATTURIWW s dvrðin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.