Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Garðyrkjustöðin Silfurtún á Flúðum í Hrunamannahreppi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason ORN Einarsson jarðarbeijabóndi tínir jarðarber í Silfurtúni. Hefur ræktun á íslenskum jarðarberjum FYRSTU jarðarberin frá garð- yrkjustöðinni Silfurtúni á Flúð- um koma á markaðinn næstu daga, undir vörumerkinu Silfur- ber. Jarðarberjaræktun hefur verið stunduð hér á landi í smáum stíl en í Silfurtúni var í vor byggð stór gróðurhúsasam- stæðatil framleiðslunnar. „Markaðurinn er fyrir löngu orðinn mettur fyrir grænmeti í hefðbundnu framleiðslugreinun- um. Eg hef í nokkur ár verið að líta í kringum mig eftir nýj- ungum og m.a. verið meðjarðar- berjaræktun í athugun í þijú ár,“ segir Orn Einarsson garð- yrlqubóndi, eigandi Silfurtúns ásamt konu sinni, Marit Anny Einarsson. Orn segir nauðsynlegt að hefja þessa ræktun í nokkuð stórum stíl til þess að geta gert það fagmannlega. Þegar hann hafi séð plastgróðurhús í Bret- Iandi sem kostuðu aðeins um þriðjung af því sem hefðbundin gróðurhús kosta, hafi hann ákveðið að hefjast handa. Húsið var byggt á níu dögum í maí. Plönturnar voru fluttar inn frá Hollandi í júní og hengdar upp í plastvasa á „herðatré" í húsinu og fer ræktunin fram í steinull og vökvun og áburðargjöf er sjálfvirk. Keppi óhræddur við innflutning Fyrstu berin eru nú að sjást, 65 dögum eftir útplöntun. Orn segir að vel líti út með fram- leiðsluna. Hann segist þó líta á fyrstu ræktunina sem tilraun og sætta sig við að ná ekki full- komnum árangri í upphafi. Þekkinguna á þessari ræktun sækir hann til útlanda, aðallega Noregs og Bretlands. Töluverður markaður er fyrir fersk jarðarber á íslandi því árlega eru flutt inn 40 tonn. Örn segist keppa óhræddur við inn- flutninginn og reyna að ná sem stærstum hluta markaðarins í framtíðinni. Innfluttu jarðarber- in bera ekki tolla og segist Örn keppa við þau á jafnréttisgrund- velli. Hann segist þó ekki geta framleitt ber á því verði sem lægst er, það er yfir hásumarið þegar pólsk jarðarber gangi yfir Evrópumarkað á niðurboðs- verði. Segist hann miða við að hafa mesta framleiðslu vor og haust og á von á því að íslensk og innflutt jarðarber verði þá hlið við hlið í verslunum. Kveðst Örn ekki óttast samkeppnina því Silfurberin geti verið komin í búðir síðdegis daginn sem þau eru tínd eða morguninn eftir og yrðu því mun ferskari og von- andi bragðbetri en innfluttu jarðarberin. „Mér finnst þetta spennandi viðfangsefni. Eg hef alltaf haft gaman af því að takast á við nýjungar og á ekki von á öðru en þetta gangi vel,“ segir Örn Einarsson. Bíllinn hvíldur á fimmtudag REYKJAVIKURBORG stendur nk. fimmtudag fyrir átaki til að draga úr einkabílaumferð í borginni í einn dag, undir kjörorðunum „Bíla má hvíla“. Markmiðið er að vekja al- menning til umhugsunar um nei- kvæð áhrif umferðar á heilsu, efna- hag og umhverfi og hvernig draga megi úr þeim með því að ferðast með strætisvögnum, ganga, hjóla, fækka ökuferðum og samnýta ferð- ir, t.d. í vinnu. Reykjavíkurborg er aðili að sam- tökunum Borgir án bíla, sem stofn- uð voru árið 1994, og veittu þau borginni íjárstyrk til verkefnisins. Hátt í sextíu evrópskar borgir eiga nú aðild að samtökunum, og munu fulltrúar Kaupmannahafnar og Volos í Grikklandi koma til landsins til að fylgjast með framkvæmd átaksins. Ýmsar uppákomur verða í borg- inni í tengslum við hvíldardag bíls- ins. Boðið verður upp á siglingar til Reykjavikur frá Hafnarfjarðar- höfn og Kópavogshöfn, leikfimi á götum úti, gönguferðir, þolpróf og blóðþrýstingsmælingar. Reiðhjóla- verslanir verða með viðgerðar- stöðvar víðsvegar um borgina og aðgangur verður ókeypis að sund- stöðum. íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem eiga hlutfallslega flesta bíla og ef öll þjóðin kæmi sér fyrir í bílaflota landsins sætu tveir í hvetjum bíl. Áætlað er að Reykvík- ingar aki um tvær miiljónir kíló- metra á degi hveijum, en það sam- svarar fimmtíu hringjum í kringum jörðina. íslensk meðalfjölskylda ver nú svipuðu hlutfalli af ráðstöfunar- tekjum sínum til nota á einkabíium og kaupa á matvöru, en beinn kostnaður fjögurra manna fjöl- skyldu vegna einkabíla er að meðal- tali um 700 þúsund krónur á ári. Hætta útgáfu Borgfirðings HÉRAÐSFRÉTTABLAÐIÐ Borg- firðingur kemur í dag út í síðasta sinn í höndum núverandi eigenda. Ungmennasamband Borgarfjarðar og Verkalýðsfélag Borgarness hafa gefið blaðið út frá upphafi en hafa nú ákveðið að hætta því og auglýsa reksturinn til sölu. Borgfirðingur hefur komið reglulega út frá því á árunum 1987-88. Einar Öle Pedersen, for- maður UMSB, segir nokkrar ástæður fyrir því að félögin ákváðu að hætta útgáfunni. Utgáfan sé skuldug. Síðustu tvö árin hafi reksturinn verið við núllið eða með lítilsháttar tapi en þurft að velta á undan sér eldri skuldum. Ýmislegt hafi breyst í útgáfumálum í hérað- inu frá því þessi tvö félög tóku að sér það menningarhlutverk að gefa út héraðsfréttablað, meðal annars hafi Kaupfélag Borgfirðinga farið að gefa út eigið blað og auglýsti ekki í Borgfirðingi á meðan. Þá hafí áskrifendum farið fækkandi síðustu árin. Einar Ole segir að síðasti ritstjóri blaðsins sé nú að hætta og það hafi með öðru leitt til þess að ákvörðunin var tekin nú. Ekki liggur fyrir hvað Verka- lýðsfélgið og UMSB þurfa að taka á sig miklar skuldir vegna útgáf- unnar, það veltur á því hvort hægt er að selja reksturinn og hvernig gengur að innheimta úti- standandi kröfur. Einar Ole segir að vissulega sé eftirsjá að Borg- firðingi. Utáfa hans hafi verið mikið menningarframtak. Bautasteinn á 50 ára afmæli SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykja- víkur varð hálfrar aldar gamalt á dögunum, og bautasteinn til að minnast afmælisins var afhjúpað- ur sl. sunnudag við stöðvarhús félagsins í Fossvogi. Við þetta tækifæri var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, gerð að heiðursfé- laga Skógræktarfélagsins og sæmd gullmerki þess. Félagið sæmdi einnig Vigdísi Finnboga- dóttur, fyrrverandi forseta íslands, Huldu V altýsdóttur, formann Skógræktarfélags íslands, og Karl Eiríksson flugmann guilmerki sínu. Fossvogsstöðin opnuð almenningi Skógræktarfélagið hefur stefnt að því að opna stöðina í Fossvogi fyrir almenningi, og á síðustu árum hafa allar girðingar í kring- um svæðið verið teknar niður. Við afmælisathöfnina sl. sunnudag opnaði Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir göngustíg í gegnum Skógrækt- ina, sem tengist annars vegar göngubrúnni yfir Kringlumýrar- braut og hins vegar göngustígum í gegnum Fossvogsdal. Morgunblaðið/Árni Sæberg INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opnar göngustíg í gegnum svæði Skógræktarfélags Reykjavíkur í Fossvogi sem tengist göngustígakerfi borgarinnar. Loðnu- veiðin er dræm LOÐNUVEIÐIN hefur verið heldur dræm undanfarið. Júpíter og Júlli Dan lönduðu þó fullfermi af loðnu á Þórs- höfn í gær og einnig iönduðu þrír norskir bátar þar nýlega. Að sögn Jóhanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Hrað- frystistöðvar Þórshafnar, tók það líka sinn tíma að fylla. Minni fita en fyrr i sumar „Það er heldur minni fita í loðnunni en fyrr í sumar og átan er að minnka, þannig að þetta er þokkalegt hráefni til vinnslu,“ sagði Jóhann. Þórður Andersen, verk- smiðjustjóri hjá SR-Mjöli á Siglufirði, sagði að Svanur hefði komið inn með fullfermi í fyrrakvöld og Grindvíkingur í gærkvöld. Auk þeirra væru nokkrir bátar með einhveija slatta úti, en annars væri veiðin heldur lítil. i > I > I I' í I I í I I i * ! I ! I í : I I i »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.