Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ V- AKUREYRI Þrotabú Skóverk- smiðjunnar Striksins Ekkert upp í almennar kröfur SKIPTUM er lokið í þrotabúi skó- verksmiðjunnar Striksins, en fyrir- tækið var úrskurðað gjaldþrota í júlí árið 1992. Alls greiddust tæplega 24 millj- ónir króna upp í samþykktar veð- kröfur, en þær námu alls 51,5 millj- ónum króna. Ekkert greiddist upp í almennar kröfur sem námu alls um 64,5 milljónum auk áfallandi vaxta og kostnaðar. ? ? ? Subway opnar á Akureyri STJBWAY hefur opnað skyndi- bitastað í nýju húsnæði að Kaup- vangsstræti 1 á Akureyri. Þetta er fjórði Subway-staðurinn hér- lendis en fyrir eru tveir staðir í Reykjavík og einn í Hafnarfirði. Staðurinn sérhæfir sig í sölu á svokölluðum brauðkafbátum, með alls kyns kjöti og grænmeti og smákökum og eru brauðin og smákökurnar bökuð á staðn- um. Anna María Malmquist, rekstrarstjóri á Akureyri, segir að viðtökurnar hafi verið hreint frábærar. Staðurinn er opinn frá kl. 10-23.30 á virkum dögum og frá kl. 11-04 um helgar. HALDIÐ var upp á þrjátíu ára afmæli Kísiliðjunnar við Mývatn um helgina. Fjölmenni við 30 ára afmæli Kísiliðjunnar við Mývatn Framleiðsla verksmiðjunnar hefur aukist um 82% á tveimur árum Mývatnssveit. Morgunblaðið. KÍSILIDJAN við Mývatn tók til starfa 13. ágúst 1966. í þijátíu ár er því búið að framleiða kísilgúr úr botnleðju Mývatns. Þessara tímamóta var minnst með vegleg- um afmælisfagnaði sunnudaginn 18. ágúst. Mikil framleiðsluaukning Þann dag var opið hús frá há- degi fyrir almenning og var verk- smiðjan í gangi. Grillað var fyrir gesti og skemmtun fyrír yngstu kynslóðina. Reist var stórt tjald á lóð verksmiðjunnar og komið fyrir leiktækjum. Einnig var börnunum boðið að fara á hestbak. Hreiðar Karlsson stjómarfor- maður flutti ávarp og Bjarni Bjarnason framkvæmdastjóri flutti ágrip af sögu Kísiliðjunnar og kom víða við. Hann kvað veru- lega erfiðleika hafa mætt félaginu í upphafi, enda um frumraun að ræða bæði í vinnslu námunnar og við nýtingu jarðgufu til iðnaðar. Tæknilegir byrjunarörðugleikar voru að mestu yfirunnir árið 1972 og þokkalegur hagnaður varð af rekstri Kísiliðjunnar næstu fjögur árin. En Adam var ekki lengi í Paradís, í desember árið 1975 hóf- ust Kröflueldar en þeir teljast mesti jarðsögulegi atburður á ís- landi á þessari öld. Frá árinu 1984 má telja að góðæri hafi ríkt í Kísil- iðjunni um sjö ára skeið. Afkoma fyrirtækisins nú er mjög góð enda hefur verið reynt að hagræða sem best í reksti þess. Framleiðslan hefur aukist úr 299 tonnum á hvert ársverk árið 1993 í 543 tonn árið 1995 eða um 82% á tveimur árum. Að loknu ágripi af sögu fyrirtæk- isins kynnti Guðrún Sigurðardóttir arkitekt lokaverkefni sem hún hef- ur unnið að um Bjarnarflag, Lónið og útilit og umhverfi Kísiliðjunnar. Síðast var boðið upp á léttar veit- ingar fyrir starfsmenn og boðs- gesti. Einar Njálsson bæjarstjóri á Húsavík flutti kveðju frá bæjar- stjórninni þar. Hann ávarpaði einn- ig Baldur Líndal sem mættur var í afmælishófið og taldi hann föður Kísiliðjunnar. Baldur þakkaði hlý- leg viðurkenningarorð í sinn garð. I tilefni afmælisins bárust Kísiliðj- unni blóm og skeyti frá félögum og einstaklingum. Umhverfið fegrað Fjöldi fólks lagði leið sína í Kísil- iðjuna síðastliðinn sunnudag og höfðu margir orð á því hve vel hefði tekist að fegra og prýða umhverfi verksmiðjunnar undan- farin ár. Munu þeir lengi minnast ánægjulegrar heimsóknar í sól og blíðu veðri og óska fyrirtækinu og starfsliði allra heilla. Morgunblaðið/Kristján SARA María Stefánsdóttir og Aldís Einarsdóttir afgreiða. m Starf forstöðumanns í haust tekur að nýju til starfa á Akureyri norræn upplýsingaskrifstofa. Þjónustu- svæði hennar verður allt Norðurland. Meðal verkefna skrifstofunnar verður að kynna og efla norrænt samstarf á svæðinu, styðja norrænt starf skóla, menningar- stofnana og félaga og halda tengslum við aðrar norrænar stofnanir og félög, bæði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Auglýst er laust til umsóknar starf forstöðumanns þessarar skrifstofu. Um er að ræða hlutastarf, um 67% stöðu. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst nk. Verkefni forstöðumanns er að hafa umsjón með verkefnum sem Norræna ráðherranefndin og Norræna féiagið á Islandi fást við hverju sinni. Af forstöðumanni er krafist að hanft • hafi stjórnunarhæfileika og reynslu, • gott vald á dönsku, norsku eða sænsku, • hæfni í að setja fram hugmyndir í ræðu og riti og • lipurð í mannlegum samskiptum. Umsóknir um starfið skal senda til formanns stjórnar skrifstofunnar, Tryggva Gfslasonar, skólameistara, Menntaskólanum á Akurcyri, 600Akureyri. Nánari upplýsingarum starfiðfásthjáhonumísíma461 1433 eða 461 1078 og á skrifstofu menningarmála hjá Akureyrarbæ í síma 460 1450. Handverk '96 Hátt í 9 þús- und manns á sýninguna HÁTT í 9 þúsund manns sóttu sýninguna Handverk '96 sem hald- in var í íþróttahúsinu við Hrafna- gil um liðna helgi. Það er heldur meiri aðsókn en var á sýninguna fyrir ári. Reynir Adolfsson hjá Ferðaþjón- ustu Akureyrar, sem sá um skipu- lagningu sýningarinnar, sagði að sýnendur hefðu yfirleitt verið ánægðir með viðtökur en vissulega væri misjafnt hvemig sala hjá hverjum og einum hefði gengið. Að þessu sinni tók handverks- fólk frá Grænlandi, Færeyjum og Norður-Noregi þátt í handverks- sýningunni og sagði Reynir að þeir hefðu verið mjög ánægðir. ? ? ?--------- Sjóstanga- veiðimót SJÓSTANGAVEIÐIMÓT, sem Sjó- stangaveiðifélag Akureyrar, SJÓ- AK stendur fyrir verður sett næst- komandi fimmtudagskvöld, 22. ágúst kl. 20.30 á Hótel KEA. Farið verður með rútu frá bíla- stæðinu við Skipagötu til Dalvíkur kl. 6 að morgni föstudags og leggja bátar frá landi klukkustund síðar. Síðdegis, eftir að bátar hafa komið að landi verður grillveisla, en hald- ið af stað til Akureyrar kl. 18. Veiði verður haldið áfram á laugar- dag, 24. ágúst, slegíð verður upp bryggjuballi þegar og á meðan bátar koma inn um miðjan daginn. Lokahóf verður á Hótel KEA á laugardagskvöld og þá verða veitt verðlaun og viðurkenningar. i i i » Morgunblaðið/Kristján i Mósaikverk úr klaka MYNDLISTARKONAN Jónbjörg Sigurðardóttir, Jonna, lagði sitt af mörkum til að lífga upp á mið- bæjarlífið á Akureyri sl. föstudag. Hún mætti með klakasneiðar í alls kyns litiitn á Ráðhústorgið og bjó þar til mósaikverk. Verkið hafði hins vegar ekki langan líf- tíma og það var orðið að vatni fáum klukkustundum síðar. Jonna frysti vatn með litarefn- um í mjólkurfernum, sem hún svo sagaði í sneiðar og raðaði upp á hellunum á Torginu. Litarefnin sem hún notaði voru m.a. kaffi og krækiberjasaft. I f í-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.