Morgunblaðið - 20.08.1996, Side 31

Morgunblaðið - 20.08.1996, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 31 I > I > > > i ► & > 9 I J ' i J J © B B .. tl- Bíll er dýr regnhlíf! ÞVÍ hefur verið haldið fram að íslend- ingar noti bílinn sinn eins og regnhlíf. Er þá átt við þann vana margra að ganga helst aldrei þegar rignir og þá staðreynd að við ökum mun styttri vegalengdir en gengur og gerist í nágranna- löndum okkar. Talið er að flestir Reykvík- ingar aki daglega vegalengdir sem eru að meðaltali 5 kíló- metrar og vitað er að við erum oftar á ferð- inni yfir daginn en fólk í borgum af sömu stærð á hinum Norðurlöndunum. Vissulega er bíll- inn þægilegt farartæki og fyrir marga er hann nauðsynlegur, en margir ofnota bílinn af gömlum vana og hugsa ekki út í hvaða afleiðingar það hefur í för með sér fyrir samfélagið í heild. Hvílum bílinn 22. ágúst Reykjavíkurborg stendur fyrir átaki 22. ágúst til þess að fá fólk til þess að hvíla bílinn einn dag og kynnast borginni eins og hún getur verið án bíla. Tilgangur átaksins er fyrst og fremst sá að vekja at- hygli á áhrifum bíla á umhverfi okkar. Allir ökumenn sem geta eru hvattir til þess að skilja bílinn sinn eftir heima þennan dag en taka strætó, hjóla eða ganga þess í stað. Það eru ýmsir kostir við að aka með strætisvögnum. Sá sem ekur í strætó losnar við streitu sem fylgir því að aka sjálfur. Hægt er að nota tímann til þess að lesa dagblöðin áður en vinnudagur hefst eða til að hvíla sig. Sá sem ferðast með strætó sér borg- ina líka á allt annan hátt. Vegna þess að hann situr hærra er útsýnið allt annað og við sjáum ýmislegt sem ekki sést úr lág- um bíl. Síðast en ekki síst er ódýrara að nota strætó en aka bíl. Auk þess eru strætisvagn- ar greiddir af okkur öllum, þ.e. borgarsjóði. Það er því hagur okk- ar að þeir séu fullir af fólki en aki ekki hálftómir um borgina. Að hjóla í vinnuna Ef vegalengdin til vinnu er innan við 5 km geta þeir, sem á annað borð eru færir um að hjóla, auð- veldlega notað reiðhjólið sem farartæki. Það er gaman að hjóla og hjólreiðar eru holl hreyfing, þeir sem hjóla koma sprækari til vinnu sinnar og afkasta meiru. Því fleiri sem hjóla og hreyfa sig al- mennt, því minna leggst á heil- brigðiskerfið. Brekkurnar styrkja hjartað og veðrið er ávallt gott ef við klæðum okkur rétt, eru kjörorð hjólreiðamanna. Hjólreiðamenn stuðla að hreinna umhverfi, minni mengun bæði hávaða- og loft- mengun og síðast en ekki síst er Því fleiri sem hjóla og hreyfa sig, segir Margrét Sæmunds- dóttir, því minna leggst í heilbrigðiskerfið. hægt að spara mikla peninga með því að hjóla. Meðfram flestum aðal- brautum borgarinnar eru breiðar og góðar gangstéttar sem henta vel til hjólreiða og töluvert átak hefur verið gert í að lagfæra gatnamót þannig að nú eru góðir fláar við flest gatnamót. Öryggis síns vegna ættu hjólreiðamenn þó að nota gangstéttir, göngu- og hjólreiðastíga frekar en akbrautir. Hjólreiðamaður sem fylgir umferð- arreglum og notar hjálm á að vera nokkuð öruggur í umferðinni í Reykjavík. Umferðin veldur mörgum áhyggjum en hún lagast ekki fyrr en við erum samtaka um að breyta venjum okkar og hegðun. Er ekki komin tími til þess að breyta um hugsunarhátt, líta í eigin barm og hugsa um það sem við getum gert sjálf til þess að draga úr neikvæð- um áhrifum bílaumferðar á um- hverfi okkar? Ég hvet bifreiðaeig- endur til þess að hvíla bílinn fimmtudaginn 22. ágúst. Höfundur er formaður umferðarnefndar Reykjavíkur. Margrét Sæmundsdóttir Um „cinematek“ og yfirlýsingn Bandalags íslenskra listamanna EKKI er til viður- kennt íslenskt orð yfir hugtakið „cinematek", og væri fróðlegt að fá fram tillögur um ís- lenskun þess. Stungið hefur verið upp á sýni- tek (samanber apótek) eða bíóver eða sýniver eða kviksýn. Engin af þessum tillögum hefur orðið ofan á. í yfirlýs- ingu Bandalags ís- lenskra listamanna um framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar er kafli sem ber yfirskrift- ina Sýningarhús og hljóðar svo: „Sýningarhúsið hefði þann aðal- tilgang að efla með almenningi áhuga og þekkingu á kvikmynda- list. í húsinu yrðu reglubundnar sýningar á íslenskum myndum og fjölbreytt framboð á því besta sem aðrir hafa gert. Þarna ættu heima hinir ýmsu kvikmyndaklúbbar og þar væri rými fyrir hvers konar kvikmyndahátíðir, þ.m.t Kvik- myndahátíð í Reykjavík. íslenskar myndir nytu forgangs í sýningar- haldinu.“ Hér er greinilega á ferðinni áþekk hugmynd og cinematek byggjast á og skal hér gerð örstutt grein fyrir því hvað býr að baki hugtakinu: Cinematek eru nú rekin í flestum stórborgum heims, og víða þykja þau svo sjálfsögð að bæði ríki og borg reka hvort cinematekið fyrir sig, eins og t.d. í París, þar sem Parísarborg rekur mjög metnaðar- fullt cinematek og franska ríkið hefur á sínum snærum annað. Cin- ematek þykja ekki síður nauðsynleg í menningarlífi hverrar borgar en borgarleikhús og/eða þjóðleikhús. í íslensku cinemateki ætti að sýna reglulega þær kvikmyndir sem gerðar hafa verið fyrir breiðtjald á íslandi, bæði fyrir skóla, áhugafólk um kvikmyndagerð og ekki síst fyrir þá út- lendu ferðamenn er hingað koma, og er þá sérstaklega litið til sumartímans, þegar setja mætti upp sér- stakar sumardagskrár þar sem íslenskar myndir yrðu sýndar með erlendum neðan- málstexta. í cinemateki ætti Kvikmyndahátíð og kvikmyndaklúbbar að eiga heima, svo að jafnan væri þar fjöl- breytt framboð á því besta sem heimsbyggðin framleiðir af kvik- myndum, og þar ætti að hýsa þær erlendu kvikmyndavikur sem hing- að berast á vegum erlendra sendi- ráða. Þá ætti Kvikmyndasafn að hafa þar sýningaraðstöðu og setja þar upp seríusýningar svo sem yfir- litssýningar tengdar einstökum leikstjórum og leikurum. í tengslum við cinematekið mætti síðan reka 2 til 3 vídeótekssali, þar sem gestir gætu leigt sér snældu af lista vídeóteksins og horft á þá mynd sem þá lystir á stórum skjám. Vídeótek tekur að jafnaði 15 til 30 manns í sæti, en cinematek þyrfti að rúma ekki færri en 100 áhorf- endur og hafa fullkomið breiðtjald og sýningarvél. Félög kvikmyndamanna, Samtök kvikmyndaleikstjóra, Samband ís- lenskra kvikmyndaframleiðenda, Félag kvikmyndagerðarmanna og Félag íslenskra leikara, ættu að taka þátt í rekstri cinemateks og leggja hlutafé til rekstrarfélags sem yrði stofnað um cinematekið í sam- vinnu við Reykjavíkurborg. Árið 1996 áætlar Reykjavíkur- borg að veija 567,2 milljónum til menningarmála, en af þeirri upp- „Cinematek“ þykir ekki síður nauðsynlegt, seffir Jón Tryggvason, en borgar- eða þjóðleikhús. hæð fer nánast ekkert til kvik- myndagerðar. í ár fara 140 milljón- ir í rekstur og 8,9 milljónir í við- hald Borgarleikhúss, eða sem næst 150 milljónir samtals. Á þetta er ekki bent af öfund út í sviðslistina, síður en svo, Borgarleikhúsið á allt gott skilið, hins vegar sýnir það hversu aðstöðumunurinn er mikill. Því miður er ekkert kvikmyndahús í Reykjavik rekið af listrænum metnaði. Háskólabíó skyldi maður halda að ætti að sýna lit, þar sem það kennir sig við Háskólann, en ekkert bíó hefur reynst kvikmynda- gerðarmönnum þyngra í taumi, og, og hvað menningarhlutverk snertir, þá fer lítið fyrir því. Ég hefði því viljað sjá tekið á hlutverki Háskóla- bíós í yfirlýsingu Bandalagsins. Skemmst er þess að minnast að forstjóri Háskólabíós fékk stöðvað útsendingu sjónvarpsþáttar þar sem fyrrverandi forseti Bandalagsins Thor Vilhjálmsson og núverandi forseti þess gagnrýndu harðlega, hvernig bíóið hefur verið rekið. Vonandi koma þeir tímar að menntamálaráðherra tekur á mál- efnum þess. En hvað yfirlýsingu Bandalags- ins varðar að öðru leyti, þá er hér blásið til samstöðu um að bjarga listgrein sem er að deyja drottni sínum. Eiga allir aðilar mikla þökk skilið en nú er að sjá hvernig t.d. R-listinn bregst við í borgarstjórn. Höfundur er kvikmyndaleikstjóri og siturístjórn Samtaka kvikmyndaleiksljóra. Jón Tryggvason Eigum fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmiskonar stoð- og hjálpartæki sem létta störfin, auka öryggi og afköst. Leitið upplýsinga. SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SÍMI564 4711 • FAX 564 4725 Nýr bíll: VW Golf GL. 2000i '96, 5 dyra, óekinn, 5g, vínrauður. V. 1385 þús. Hyundai Pony SE '94 Rauður, 5 g, ek. að eins 22 þ.km. Sem nýr. V. 780 þús. Hyundai Accent GSi ‘95, grænsans., 5 g., ek. 9 þ. km., 15“ álfelgur, loftpúðar o.fl. V. 990 þús. V.W Golf 1.4 GL ‘96, 5 dyra, rauður, 5 g., ek. 8 þ. km., 2 dekkjagangar. Sem nýr. V. 1.170 þús. Suzuki Swift GLi ‘92, 5 dyra, rauður, 5 g., ek. 65 þ. km. V. 690 þús. Suzuki Swift GLXi 4x4 Sedan ‘93, blár, 5 g., ek. 58 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 870 þús. M. Benz 309D húsbíll ‘86, sjálfsk., einn m/öllu, svefnpláss f. 4-5 manns. Toppeintak. V. 1.350 þús. Skipti möguleg á góðum jeppa. Honda Accord EX ‘92, rauöur, sjálfsk., ek. 75 þ. km. Gott eintak. V. 1.290 þús. Nissan Sunny SLX Hatsback ‘92, rauður, sjálfsk., ek. áðeins 26 þ. km. V. 920 þús. Dodge Caravan SE ‘95, 7 manna, sjálfsk., ek. 20 þ. km. V. 2,6 millj. Honda Civic GL ‘88,3ja dyra, sjálfsk., ek. 71 þ. km., spoiler o.fl. Gott eintak. V. 530 þús. MMc Colt GLi ‘93, hvitur, 5 g., ek. 85 þ. km. Fallegur bíll. V. 780 þús. Nýr bfll: Opel Astra 1.4i station ‘96, 5 g., ek. 1 þ. km, álfelgur, spoiler o.fl. (vél 90 ha.) V. 1.430 þús. stgr. MMC Galant GLSi hlaðbakur 4x4 ‘91,5 g., ek. 91 þ. km. V. 1.130 þús. Opel Corsa Swing 5 dyra ‘94, rauður, sjálfsk., ek. 51 þ. km. V. 890 þús. Til boðsv. 790 þús. Pontiac Trans Sport SE 3.8 L ‘92, sjálfsk., ek. 56 þ. km., ABS, rafm. í öllu. V. 1.980 þús. Nissan Primera SLX diesel station ‘94, 5 g., ek. 87 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í sætum o.fl. V. 1.490 þús. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi iA, 567-1800 ^ Löggild bílasala VERIÐ VELKOMIN VIÐ VINNUM FYRIR ÞIG Nissan Sunny SLX Sedan ‘92, sjálfsk., ek. aðeins 55 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler, álfelgur o.fl. Toppeintak. V. 920 þús. GMC Safari XT V-6 (4,3) 4x4 ‘91, steingr ár, sjálfsk., álfelgur o.fl. 8 manna. Fallegur bíll. V. 1.950 þús. Nissan Sunny 100 NX 1600 rauður, 5 g., ek. 93 þ. km., geilsp., álfelgur o.fl. V. 990 þús. Sk. ód. Honda Accord EX ‘92, rauður, sjálfsk., ek. 75 þ. km. Gott eintak. V. 1.290 þús. Suzuki Vitara V-6 5 dyra ‘96, 5 g., ek. 20 þ. km., upph., lækkuð hlutföll, rafm. í rúðum o.fl. Jeppi í sérflokki. V. 2.680 þús. Volvo 940 GL ‘91, sjálfsk., ek. 47 þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. V. 1.750 þús. V.W. Golf 1.8i CL ‘94, sjálfsk., ek. aðeins 18 þ. km. V. 1.190 þús. MMC Colt GTi 16v ‘89, rauður, 5 g., ek. 82 þ. km. V. 630 þús. MMC Lancer GLX hlaðabakur ‘90, 5 g., ek. 114 þ. km. V. 640 þús. Toyota 4Runner SR 5 2400i (4 cyl.) ‘90, rauður, 5 dyra, ek. 119 þ. km. V. 1.680 þús. Subaru Legacy 2.0 station ‘92, sjálfsk., ek. 50 þ. km. V. 1.450 þús. BMW 316i ‘95, ek. 8 þ. km., 4ra dyra, ABS, 5 g., grænsans. V. 1.980 þús. Sem nýr. Gran Cherokee Laredo 4.0L ‘95, rauður, sjálfs., ek. aðeins 20 þ. mílur. Einn m/öllu. V. 3,5 millj. Renault 21 Nevada 4x4 station ‘90, ek. 149 þ. km., fjarst. samlæsingar, rafd. rúður, vínrauður. Toppeintak. V. 790 þús. MMC Lancer 4x4 GLX station ‘87, blár, 5 g., ek. 132 þ. km. V. 490 þús. Toyota Hilux D. Cab diesel m/húsi ‘96, vín- rauður, 5 g., ek. 14 þ. km. Sem nýr. V. 2,4 millj. Dodge Grand Caravan V-6 LXT '93, 7 manna, sjálfsk., ek. 98 þ. mílur, leðirinnr., rafm. í öllu o.fl. Fallegur bíll. V. 1.980 þús. Daihatsu Feroza EL II ‘93, rauöur, 5 g., ek. aðeins 25 þ. km. V. 1.180 þús. Nissan Terrano diesel Turbo ‘92, 5 g., ek. 78 þ. km., rafm. í rúðum, sóllúga, 33“ dekk o.fl. V. 1.980 þús. Dodge Caravan SE '95, 7 manna, sjálfsk., ek. 20 þ. km. V. 2,6 millj. Honda Civic GL ‘88, 3ja dyra, sjálfsk., ek. 71 þ. km., spoiler o.fl. Gott eintak. V. 530 þús. MMC Colt GLi ‘93, hvítur, 5 g., ek. 85 þ. km. Fallegur bíll. V. 780 þús. Nýr bíll: Opel Astra 1.4i station ‘96, 5 g., ek. 1 þ. km., álfelgur, spoiler o.fl. (vél 90 ha.). V. 1.430 þús. stgr. MMC Galant GLSi hlaðbakur 4x4 ‘91,5 g., ek. 91 þ. km. V. 1.130 þús. Opel Corsa Swing, 5 dyra, '94 rauður, sjálfsk. ek. 51 þ.km. V. 890 þús. Til borösv. 790 þús. Nissan Sunny SLX Sedan '92. Sjálfsk., ek. aðeins 55 þ.km. Rafm. í rúðum. Spoiler, álfelgur o.fl. Toppeintak. V. 920 þús. M.Benz 309D húsbíll '86 sjálfsk.,einn m/öllu, svefnpláss f. 4-5 manns. Toppeintak. V. 1350 þús. Skipti möguleg á góðum jeppa.______________ Fjöldi bíla á mjög góðu verði. Bílaskipti oft möguleg. -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.