Morgunblaðið - 20.08.1996, Side 39

Morgunblaðið - 20.08.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 39 I I I I I 3 ( I i < ( ( i ( < i ( ( i ( ( j ( Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson LAGT af stað frá Skagaströnd. Skagfirskir hestamenn á ferð Skagaströnd - Þeir voru vel ríðandi hestamennirnir úr hestamannafél- aginu Léttfeta á Sauðárkróki sem gistu á Skagaströnd í þriggja daga útreiðartúr sínum. Um 60 manns voru í ferðinni með 274 hross. Það mun vera fastur liður í starf- semi Léttfeta að félagarnir fari saman ríðandi helgina eftir verslun- armannahelgi. Þetta er að sögn fimmtánda árið í röð sem þetta er gert og hefur þátttakan aldrei verið betri. Fyrsta dag ferðarinnar var riðið frá Sauðárkróki til Skagastrandar þar sem hópurinn gisti í félagsheim- ilinu eftir að hafa litið við í Kántrýbæ. Annan daginn hélt hóp- urinn yfir Skagaheiði til baka og gisti í félagsheimilinu Skagaseli úti á Skaga en þaðan var síðan haldið til Sauðárkróks þriðja daginn. Deild í FÍ á Austfjörðum STOFNUÐ var deild í Ferðafélagi íslands á Mið-Austfjörðum 15. ág- úst sl. og ber hún heitið Ferðafélag Fjarðamanna á Austfjörðum. Hópur áhugafólks frá Neskaup- stað, Eskifirði og Reyðarfirði hefur unnið að undirbúningi félagsstofn- un arinnar í sumar og m.a. af því tilefni efnt til stuttra gönguferða. Stofnfundurinn var haldinn í Skíða- miðstöðinni í Oddsskarði og var vel sóttur. Ríflega 50 manns hafa þeg- ar skráð sig sem stofnfélaga en stofnfélagaskrá verður opin til 31. desember 1996. Félagið hyggst sérstaklega beita sér fyrir ferðum á Austurlandi og byggja upp Fjarðasvæðið þannig að það verði aðgengilegra þeim sem vilja þess njóta. Stjórn félagsins skipa: ína Gísla- dóttir, formaður, Árni Ragnarsson, gjaldkeri, og Benný ísleifsdóttir, ritari. ■ BRETTAFÉLAG Reykjavík- ur (BFR) og Týndi hlekkurinn standa fyrir stærsta hjólabretta- móti sem haldið hefur verið á ís- landi á Ingólfstorgi miðvikudaginn 21. ágúst kl. 19, segir í fréttatil- kynningu. Ennfremur segir: „Keppt verður í tveimur flokkum; yngri en 16 ára og 16 ára og eldri. Mikið verður um dýrðir og hljóm- sveitirnar Stjörnukisi og Tractor skemmta keppendum og áhorfend- um. Plötusnúðarnir Kári, Richard og Hólmai' spila meðan keppnin á sér stað. Á síðasta hjólabrettamóti sem haldið var á Ingólfstorgi voru rúmlega 500 viðstaddir og öruggt má telja að ekki verði færri á næsta miðvikudag. Dagskráin stendur frá 19-22.“ ■ Á FUNDI sem Stuðnings- og sjálfshjálparhópur hálshnykks- sjúklinga hélt nýlega var einróma samþykkt að skora á stjórnvöld að leysa læknadeiluna hið bráð- asta. Jafnframt var fyrirhugaðri lokun Grensásdeildar harðlega mótmælt. FRÉTTIR Úr dagbók lögreglunnar í Reykjavík Tiltöluleg’a friðsöm menningarnótt í miðbænum UM HELGINA var tilkynnt um 11 innbrot, 17 þjófnaði, 15 eign- arspjöll og minniháttar líkams- meiðingar. Afskipti þurfti að hafa af u.þ.b. 60 manns vegn ölvunar. Þá voru 53 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt, níu ökumenn eru grunaðir um ölvunarkastur og 35 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu. Kvartanir vegna hávaða og ónæðis utan dyra og innan voru 36 talsins, auk 4 tilkynninga vegna heimilisófriðar. Alls eru 418 tilvik um afskipti lögreglu skráð um helgina. í fangageymsl- unum voru vistaðir 50 einstakl- ingar á tímabilinu. Ungt fólk áberandi Föstudagsnóttin var hefðbund- in, en lítið var um afskipti lög- reglu. Yngra fólk en 16 ára sást ekki á ferli og engan ungling þurfti því að færa í athvarfið. Fjölmenni var í miðborginni aðfaranótt sunnudags. Margir virtust þar í menningarleit, en aðrir af gömlum vana, sérstaklega eftir 02.00. Flytja þurfti mann á slysadeild eftir slagsmál í Austur- stræti. Krakkar brutu rúðu í Stjórnarráðinu. Sparkað í höfuð lögregluþjóns Stúlka, sem lögreglumenn þurftu að hafa afskipti af á Lækj- artorgi, náði að sparka í höfuð eins þeirra með þeim afieiðingum að flytja varð hann á slysadeild. 16.-19. ágúst Ölvaður kvenmaður sparkaði og í höfuð dyravarðar veitingastað- ar í miðborginni. Flytja þurfti tvo menn á slysadeild eftir slagsmál á Ingólfstorgi. Undir morgun var tilkynnt um tvær stúlkur sem voru að beija mann í Hafnar- stræti. Þær hurfu síðan af vett- vangi, en voru stöðvaðar skömmu síðar á ferð í bifreið og færðar á lögreglustöð. Talsvert bar á ungu fólki und- ir 16 ára í miðborginni aðfara- nótt sunnudags, í fyrsta skipti í langan tíma. Flytja þurti 9 í at- hvarfið og hafa samband við for- eldra þeirra. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda í miðborginni aðfaranótt sunnu- dags gengu hlutir tiltölulega friðsamlega fyrir sig. Fjölmargir voru þar vegna skipulagðrar dagskrár, en aðrir voru þar vegna hefðbundinnar þjónustu eða af öðrum ástæðum. Reykjavíkurmaraþonið á sunnudag var fjölmennt að vanda, en það fór fram án af- skipta lögreglu. Hún veitti þó að sjálfsögðu aðstoð við fram- kvæmd þess samkvæmt venju. Lagt hald á fíkniefni Ökumaður var stöðvaður á Geirsgötu aðfaranótt laugar- dags. Hann var grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Um nóttina var ungur maður stöðv- aður á bifreið í Breiðholti. Á þriðja gramm af amfetamíni fannst í bifreiðinni. í framhaldi af því var leitað heima hjá öku- manni. Þar fundust 20 g af am- fetamíni til viðbótar. Á föstudag gerðu lögreglu- menn húsleit á vínveitingastað í miðborginni. Fíkniefni fundust á einum viðskiptavinanna. Þá fylgdust lögreglumenn með nokkrum vínveitingastöðum að- faranótt sunnudags í sama til- gangi. Harður árekstur Á föstudagskvöld varð harður árekstur tveggja bifreiða á gat- namótum Hverfisgötu og Snorra- brautar. Flytja þurfti ökumenn beggja bifreiðanna á slysadeild, auk tveggja farþega. Á sunnudag var almenningsvagni ekið aftan á fólksbifreið á Hringbraut aust- an Melatorgs. Ökumaður og fimm börn voru flutt á slysadeild. Á laugardag var tilkynnt um eld í húsi við Bergstaðastræti. Lítilsháttar tjón reyndist hafa orðið þegar brauðbretti, sem leg- ið hafði ofan á heitri eldavélar- hellu, brann. Aðfaranótt sunnu- dags var kveikt í gámi við Völu- teig í Mosfellsbæ. Slökkviliðið slökkti eldinn. Lítið tjón hlaust af. Á sunnudg kviknaði í bifreið á Miklubraut. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en bifreiðin var óökufær á eftir. Þá kviknaði eld- ur í þvottavél húss við Ásholt. Skemmdir urðu á baðherbergi. Aðfaranótt mánudags var kveikt í pappírsgámi við verslun við Iðu- fell. Lítið tjón hlaust af. RADA UGL YSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR „Au pair“ í London íslensk fjölskylda óskar eftir „au pair“ til að gæta tveggja ára drengs og tveggja barna á skólaaldri frá 1. október nk. Upplýsingar gefa íris og Jón í síma 551 3117 Tónmenntakennari óskast fyrir barnakór Háteigskirkju. Vinsamlegast sendið umsóknir tii kirkjunnar, merktar: „Tónmenntakennari.“ Frá Hvolsskóla Við Hvolsskóla Hvolsvelli vantar umsjónar- kennara sérdeildar næsta vetur. Ef þú hefur áhuga á að skoða málið, hringdu þá í Unnar Þór í síma 487 8408 eða í heima- síma 487 8116. Yfirvélstjóri óskast strax á mb. Surtsey VE 123, sem fer til togveiða. Upplýsingar í síma 854 7203 eða 481 2702. Prentsmiður - grafískur hönnuður Prentsmiður, grafískur hönnuður eða starfs- maður vanur Macintosh-umhverfi (Freehand og Photoshop) óskast í prentsmiðju. Góð vinnuaðstaða - góð tæki. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „Prentsmiðja - 1077“. Takið eftir! Mannval er nýstofnuð ráðningarþjónusta, sem býður fyrirtæki, stofnanir og einstakl- inga velkomna til samstarfs. • Okkur vantar fólk á skrá. MANPl ŒtarfxmmiW’' 175- r6$ntnyi!!:r$tf$nuaz* AL5TUR5TRÆTI 17 • 3. HÆÐ • ID1 REYKJA/ÍK 5ÍMI 5B1 5B5B • FAX 5B1 5B5B Starfsmaður í tækjasal með reynslu og þekkingu, vantar á eina stærstu líkamsræktarstöð í Reykjavík. Hlutastarf. Svör sendist til afgreiðslu Mbl., merkt: „Áhugasamur - 15233“, fyrir 26. ágúst. HJÓNABANDS- SKÓLINN Sími: 562-9911 Píanókennsla Kennsla á öllum stigum [ píanóleik og/eða tónfræði- greinum. Fyrra haustmisseri hefst 26. ágúst nk. Nánari upplýs- ingar í síma 552 3345. Snorri Sigfús Birgisson. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Oagsferðir Þriðjudagur 19. ágúst kl. 19.00 Esja-Þverfeilshorn. Mæting á bílastæðið við Mógilsá. Munið Esjumerkin 400 kr. Miðvikudagur 20. ágúst kl. 08.00 Þórsmörk - Langidal- ur. Verð 2.700 kr. Stansað 3-4 t. í Mörkinni. Tilvalið að dvelja fram að helgi í Skagfjörðsskála. Hekluferð kl. 08.00 og sveppa- ferð kl. 13.00 laugardaginn 24. ágúst. Munið helgarferðirnar 23.-25. ágúst: Laugar - Álftavatn, yfir Fimmvörðuháls og Þórsmörk og Núpsstaðarskógar (sumar- leyfisf erðir). Farmiðar og uppl. á skrifst. Mörkinni 6. Feröafélag Islands. Dagsferðir 25. ágúst Kl. 10.30 Reykjavegurinn, 7. áfangi; Kolviðarhóll-Nesjavellir. Kl. 10.30 Nytjaferð, 5. áfangi; tíndir sveppir. Helgarferðir 23.-25. ágúst Kl. 20.00 Básar. Síöustu sumar- dagarnir eru ógleymanlegir í Básum. Sveppir hafa þroskast vel og berin eru um allar hlíðar. Verð 4.900/5.600. Kl. 17.30 Vestmannaeyjar, pysjuferð. Siglt með Herjólfi til Eyja. Gist á góðu farfuglaheim- ili. Farið í skoðunarferð um eyj- una í rútu og pysjum safnað um kvöldið með aðstoð heima- manna. Sigling um eyjarnar á sunnudag. Fararstjóri er Vest- mannaeyjamærin Fríða Hjálm- arsdóttir. Verð 7.900/8.700. Helgarferðir 24.-25. ágúst Kl. 08.00 Fimmvörðuháls; ein vinsælasta gönguleið landsins og það ekki að ástæðulausu. Gist í glæsilegum Fimmvörðu- skála. Kl. 10.00 Jeppaferð f Lakagíga. Ferðin hefst á Kirkjubæjar- klaustri og farin er einstaklega falleg hringferð um þemasvæði Útivistar. Góðar göngur báða dagana og leiðarlýsing heima- manna. Verð 2.000/2.500. Netfang: http://www.centrum.is/utivist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.