Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR21. ÁGÚST1996 BLAÐ C \ 3 Með Dalborgu EA á Fiæmingja- grunni Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipa Markaðsmál S Kvótakerfið er bjargvættur nýsjálensks sjávarútvegs Greinar Björgvin Þór Jóhannsson, skólameistari Vélskóla íslands LUÐUNNI LANDAÐ • TRILLUKARLINN Guðmund- ur Jónsson fékk þessa vænu lúðu á handfæri á dögunum asarnt öðrum góðum afla í Norðurfirði Ij'ósmynd/Birgir Þórbjarnarson á Ströndum, Það þurfti þvi nokk- uð haldgott reipi til að hífa grip- inn upp úr bátnum. 155.146 tonna aflamarki úthlutað til 878 skipa 133 skip án aflahlutdeildar FISKISTOFA sendi í gær útgerðum fiski- skipa, sem hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, veiðileyfí og tilkynningar um aflaheimildir á fiskveiðiárinu sem hefst þann 1. september nk. Að þessu sinni eru gefin út 1.011 afla- marksveiðileyfi. Af þeim 1.011 aflamarksskipum, sem veiðileyfi fengu, var úthlut- að aflamarki til 878 skipa. Aflamarksskip, sem fá leyfi en eru án aflahlutdeildar og fá því ekki úthlutað neinu aflamarki, eru 133. Aflamarksskipum hefur fækk- að um 67 á yfirstandandi fiskveiðiári. Þar sem svokölluð línutvöföldun hef- ur nú verið afnumin, verður þeim viðbót- araflaheimildum, sem þannig verða til, skipt að hluta milli þeirra skipa, sem hafa reynslu af línuveiðum á tilteknum viðmiðunartíma og að hluta milli þeirra aflamarksskipa, sem aflahlutdeild hafa í þorski og ýsu. Þá hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið að setja heildaraflamark á veið- ar á steinbíti og langlúru og hefur Fiski- stofa úthlutað til bráðabirgða aflaheim- ildum í þeim tegundum. Fiskistofa hefur ennfremur úthlutað til jöfnunar fjögur þúsund lestum af þorski, miðað við slægðan fisk. Úthlutað var til þeirra fiskiskipa, sem orðið hafa fyrir meira en 19,3% skerðingu við úthlutun afla- marks í þorskígildum undanfarin fimm fískveiðiár. Þessar fjögur þúsund lestir af þorski skiptust milli 596 skipa, en ekkert skip fékk þó meira en 10 lestir, Leyfilegur heildarafli í utan aflamarks kvótabundnum teg. á ._._ fiskveiðiárinu 1996-97 §i 11 Allar tölur I þús. lestum Þorskur 1fifi,0 Ýsa 45,0 Ufsi 50,0 Karfi Grálúða Skarkoli 65,0 15,0 12,0 Steinbltur Langlúra 13,0 1,2 Sild (isl.sumargots.) Úthafsrækja 110,0 60,0 Innfjarðarrækja Hörpudiskur 8,2 9,1 Humar 1,5 1= 5,0 25,9 2,2 1,9 2,5 11 155,1 42,8 48,1 65,0 15,0 12,0 10,5 1,2 110,0 60,0 8,2 9,1 1,5 miðað við slægðan fisk. Fullvinnsluskip voru undanskilin við þessa úthlutun. Englr banndagar Krókabátum hefur nú verið skipt í þrjá flokka, þ.e. báta sem stunda veiðar með þorskaflahámarki, báta sem stunda veiðar á sóknardögum með handfærum og línu og báta sem stunda veiðar á sóknardögum með handfærum ein- göngu. Þorskaflaheimildir krókabáta á komandi fískveiðiári miðast við 25.854 lestir'. Byggðastofnun hefur síðan 500 lestir til viðbótar til ráðstöfunar til þor- skaflahámarksbáta. Frá og með næsta fiskveiðiári verða engir banndagar hjá krókabátum og skiptingu fiskveiðiársins í tímabil hefur verið hætt. Sóknardagar á fiskveiðiár- inu verða 84 hjá báðum hópum sóknar- dagabáta, miðað við veiðar með hand- færum. Sóknardagar krókabáta í hand- færa- og línuhópnum skerðast sé róið með línu. Sé róið með línu á tímabilinu 1. maí til 1. september reiknast hver sóknardagur sem 1,9 sóknardagar, en á tímabilinu frá 1. september til 1. maí reiknast hver sóknardagur sem 1,35 sóknardagar, skv. upplýsingum frá Fiskistofu. Fréttir Veiðileyfasvipt- ing gæti átt við 50báta • FISKISTOFAhefurnú sent viðvaranir til eigenda um 50 báta og skipa, sem eiga á hættu að missa veiði- leyfi og aflahlutdeild, þar sem að viðkomandi hafa veitt minna en helming út- hlutaðra aflaheimilda þetta og síðasta fiskveiðiár./2 Allt að þriðj- ungs skerðing á kaupi! • KÆRA hefur borist Al- þýðusambandi Vestfjarða á hendur útgerð togarans Kans BA frá Bíldudal vegna brota á kjarasamningi sjó- manna. Farið hefur verið fram á leiðréttingu á upp- gjöri útgerðarinnar. Verði það ekki gert, verður leitað til dómstóla með málið. Heimildir herma að um töiu- verðar upphæðir séu að ræða, allt að þriðjungs skerðingu á kaupi./2 Framlenging á humarvertíðinni • ÁK VEÐIÐ hefur verið að framlengja yfirstandandi humarvertíð til loka ágúst- mánaðar að beiðni nokkurra útgerða í Þorlákshöfn og Grindavík og að fenginni umsögn Hafrannsókna- stofnunar. Leyfilegur heild- arafli á þessu fiskveiðiári nemur 594 tonnum, en að- cins var búið að veiða 465 tonn um síðustu mánaða- mót./2 Fá ekki að sitja alþjóðlega fundi • FULLTRÚAR Félags út- hafsútgerða hafa ekki feng- ið leyfi ríkisstjórnarinnar til að sitja alþjóðlega fundi þar sem veiðiréttindi á úthafinu eru rædd. Leiðir félagið lík- um að því að á þessum fund- um séu rædd mál, sem ekki þoli að koma fram i dags- ljósið./5 Tilraunir með beitu í neti • í NOREGI eru nú að hefj- ast tilraunir með beitu í neti og er vonast til að það geti orðið til að auka aflann. /8 Markaðir Gjöfulasta fiskveiðiárið • FISKAFLINN þetta fisk- veiðiár er meiri en nokkru sinni áður, eða um 1,7 miUj- ónir tonna auk um 180.000 tonn af ýmsum tegundum utan landhelgi. Síðustu fisk- veiðiárin hefur aflinn á þess- um tíma verið töluvert eða mun minni. I fyrra var hann 1,3 milljónir tonna og 1,5 1994. Ahyglisverðustu breytingarnar milli ára eru gífurleg loðnuveiði á þessu fiskveiðiári eða meira en milljón tonn, sem er mun meir en síðustu árin. Þá vek- ur athygli að þorskafli nú er meiri en í fyrra og afli af úthafsrækju heldur enn áfram að aukast. Afli fiskv 1993/'94-tímabilið s Afíiiþús. 1993-tonnum 1994 eiðiá 1995/ ept.-ji 1994-1995 inn 96 jíí 1995-1996 Þorskur 185,7 150,9 160,2 Botnf.alls 494,0 435,8 445,5 Úth.rækja 47,1 55,5 60,7 Loðna 862,4 640,5 1.047,8 Samtals 1.527.0 1.284,9 1.700.9 Afli eins og á heilu ári Afli almanaksárín 1994,1995 og 1996 tímabilið jan.-júlí ÍK 1994 Þorskur 116,6 Botnf.alls 342,8 Úth.rækja 33,1 Loðna 686,7 1995 100,0 299,5 32,0 627,3 1996 104,4 304,! 33,6 956,9 Samtals 1.074,1 í 973.2 11.327,5 • ÞEGAR litið er á alman- aksárið er útkoman svipuð. Aflinn eftir 7 mánuði er orðinn 1,3 milljónir tonna, meiri en allt síðasta fisk- veiðiár. Loðnuafli er meiri en að meðaltali á heilu ári og úthaf skarfinn skilar um 46.000 tonnum. Þá er ótal- inn afli af norsk-íslenzku síldinni, 165.000 tonn og rúmlega 10.000 tonna rækjuafli af Flæmska hatt- iimiii. Aflinn í ár er því kominn langleiðina í 1,4 milljónir tonna./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.