Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST1996 BLAÐ Fiskveiðar Aflabrögð 3 MeðDalborgu EA á Flæmingja- grunni 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipa Markaðsmál 3 Kvótakerfið er bjargvættur nýsjálensks sjávarútvegs Greinar 7 Björgvin Þór Jóhannsson, skólameistari Vélskóla íslands LÚÐUIMIMI LAIMDAÐ Ijðsmynd/Btrgir Þórbjarnarson • TRILLUKARLINN Guðmund- ur Jónsson fékk þessa vænu lúðu á handfæri á dögunum ásamt öðrum góðum afla í Norðurfirði á Ströndtun. Það þurfti þvi nokk- uð haldgott reipi til að hífa grip- inn upp úr bátnum. 155.146 tonna aflamarki úthlutað til 878 skipa FISKISTOFA sendi í gær útgerðum fiski- skipa, sem hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, veiðileyfí og tilkynningar um aflaheimildir á fiskveiðiárinu sem hefst þann 1. september nk. Að þessu sinni eru gefin út 1.011 afla- marksveiðileyfi. Af þeim 1.011 aflamarksskipum, sem veiðileyfi fengu, var úthlut- að aflamarki til 878 skipa. Aflamarksskip, sem fá leyfi en eru án aflahlutdeildar og fá því ekki úthlutað neinu aflamarki, eru 133. Aflamarksskipum hefur fækk- að um 67 á yfirstandandi fiskveiðiári. Þar sem svokölluð línutvöföldun hef- ur nú verið afnumin, verður þeim viðbót- araflaheimildum, sem þannig verða til, skipt að hluta milli þeirra skipa, sem hafa reynslu af línuveiðum á tilteknum viðmiðunartíma og að hluta milli þeírra aflamarksskipa, sem aflahlutdeild hafa í þorski og ýsu. Þá hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið að setja heildaraflamark á veið- ar á steinbíti og langlúru og hefur Fiski- stofa úthlutað til bráðabirgða aflaheim- ildum í þeim tegundum. Fiskistofa hefur ennfremur úthlutað til jöfnunar fjögur þúsund lestum af þorski, miðað við slægðan fisk. Úthlutað var til þeirra fiskiskipa, sem orðið hafa fyrir meira en 19,3% skerðingu við úthiutun afla- marks í þorskígildum undanfarin fimm fiskveiðiár. Þessar fjögur þúsund lestir af þorski skiptust milli 596 skipa, en ekkert skip fékk þó meira en 10 lestir, Leyfilegur heildarafli í utan aflamarks kvótabundnum tep. á co fiskveiðiárinu 1996-97 |>S § i “O ÝC Allar tðlur 1 þús. lestum :o 11 Þorskur 186,0 5,0 25,9 155,1 Ýsa 45,0 2,2 42,8 Ufsi 50,0 1,9 48,1 Karfi 65,0 65,0 Grálúða 15,0 15,0 Skarkoli 12,0 12,0 Steinbítur 13,0 2,5 10,5 Langlúra 1,2 1,2 Síld (ísl.sumargots.) 110,0 110,0 Uthafsrækja 60,0 60,0 Innfjarðarrækja 8,2 8,2 Hörpudiskur 9,1 9,1 Humar 1,5 1,5 133 skip án aflahlutdeildar miðað við slægðan fisk. Fullvinnsluskip voru undanskilin við þessa úthlutun. Englr banndagar Krókabátum hefur nú verið skipt í þrjá flokka, þ.e. báta sem stunda veiðar með þorskaflahámarki, báta sem stunda veiðar á sóknardögum með handfærum og línu og báta sem stunda veiðar á sóknardögum með handfærum ein- göngu. Þorskaflaheimildir krókabáta á komandi fiskveiðiári miðast við 25.854 lestir. Byggðastoínun hefur síðan 500 lestir til viðbótar til ráðstöfunar til þor- skaflahámarksbáta. Frá og með næsta fiskveiðiári verða engir banndagar hjá krókabátum og skiptingu fiskveiðiársins í tímabil hefur verið hætt. Sóknardagar á fiskveiðiár- inu verða 84 hjá báðum hópum sóknar- dagabáta, miðað við veiðar með hand- færum. Sóknardagar krókabáta í hand- færa- og línuhópnum skerðast sé róið með línu. Sé róið með línu á tímabilinu 1. maí til 1. september reiknast hver sóknardagur sem 1,9 sóknardagar, en á tímabilinu frá 1. september til 1. maí reiknast hver sóknardagur sem 1,35 sóknardagar, skv. upplýsingum frá Fiskistofu. Fréttir Markaðir Veiðileyfasvipt- ing gæti átt við 50 báta • FISKISTOFA hefurnú sent viðvaranir til eigenda um 50 báta og skipa, sem eiga á hættu að missa veiði- leyfi og aflahlutdeild, þar sem að viðkomandi hafa veitt minna en helming út- hlutaðra aflaheimilda þetta og siðasta fiskveiðiár./2 Allt að þriðj- ungs skerðing á kaupi! • KÆRA hefur borist Al- þýðusambandi Vestfjarða á hendur útgerð togarans Kans BA frá Bíldudal vegna brota á kjarasamningi sjó- manna. Farið hefur verið fram á leiðréttingu á upp- gjöri útgerðarinnar. Verði það ekki gert, verður leitað til dómstóla með málið. Heimildir herma að um tölu- verðar upphæðir séu að ræða, allt að þriðjungs skerðingu á kaupi./2 Framlenging á humarvertíðinni • ÁKVEÐIÐ hefur verið að framlengja yfirstandandi humarvertíð til loka ágúst- mánaðar að beiðni nokkurra útgerða í Þorlákshöfn og Grindavík og að fenginni umsögn Hafrannsókna- stofnunar. Leyfilegur heild- arafli á þessu fiskveiðiári nemur 594 tonnum, en að- eins var búið að veiða 465 tonn um síðustu mánaða- mót./2 Fá ekki að sitja alþjóðlega fundi • FULLTRÚAR Félags út- hafsútgerða hafa ekki feng- ið leyfi ríkisstjórnarinnar til að sitja alþjóðlega fundi þar sem veiðiréttindi á úthafinu eru rædd. Leiðir félagið lík- um að því að á þessum fund- um séu rædd mál, sem ekki þoli að koma fram í dags- ljósið./5 Tilraunir með beitu í neti • 1 NOREGI eru nú að hefj- ast tilraunir með beitu í neti og er vonast til að það geti orðið til að auka aflann. /8 Gjöfulasta fiskveiðiárið • FISKAFLINN þetta fisk- veiðiár er meiri en nokkru sinni áður, eða um 1,7 millj- ónirtonnaauk um 180.000 tonn af ýmsum tegundum utan landhelgi. Síðustu fisk- veiðiárin hefur aflinn á þess- um tíma verið töluvert eða mun minni. I fyrra var hann 1,3 milljónir tonna og 1,5 1994. Ahyglisverðustu breytingarnar milli ára eru gífurleg loðnuveiði á þessu fiskveiðiári eða meira en milljón tonn, sem er mun meir en síðustu árin. Þá vek- ur athygli að þorskafli nú er meiri en í fyrra og afli af úthafsrækju heldur enn áfram að aukast. Afli fiskveiðiárin 1993/'94 - 1995/'96 tímabilið sept.-júlí Afliiþús. 1993- tonnum 1994 1994- 1995 1995- 1996 Þorskur 185,7 150,9 160,2 Botnf.alls 494,0 435,8 445,5 Úth.rækja 47,1 55,5 60,7 Loðna 862,4 640,5 1.047,8 Samtals 1.527.0 1.284,9 1.700.9 Afli eins og á heilu ári Afli almanaksarin 1994, 1995 og 1996 tímabilið jan.-júlí Z'£ 'm 1995 1996 Þorskur 116,6 100,0 104,4 Botnf.alls 342,8 299,5 304,8 Úth.rækja 33,1 32,0 33,6 Loðna 686,7 627,3 956,9 Samtals 1.074,1 973,2 1.327,5 • ÞEGAR litið er á alman- aksárið er útkoman svipuð. Aflinn eftir 7 mánuði er orðinn 1,3 miRjónir tonna, meiri en allt siðasta fisk- veiðiár. Loðnuafli er meiri en að meðaltali á heilu ári og úthafskarfinn skilar um 46.000 tonnum. Þá er ótal- inn afli af norsk-íslenzku síldinni, 165.000 tonn og rúmlega 10.000 tonna rækjuafli af Flæmska hatt- inum. Aflinn í ár er þvi kominn langleiðina í 1,4 milljónir tonna./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.