Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 C 3 FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson AÐ ÝMSU þarf að dytta og hér sést Þórir Jakobsson, vélstjóri, skera í sundur skó á hlera. Tæp 14 þúsund tonn á Flæmska hattinum FREMUR rólegt er nú yfir rækju- veiðum á Flæmska hattinum en menn binda vonir við að veiði glæð- ist þar þegar líða fer á haustið. Rækjuveiðar á Flæmingjagrunni hafa aukist með hverju árinu frá því að íslendingar hófu þar veiðar og nú er svo komið að veiðarnar í ár eru nær helmingi meiri en þær voru á sama tíma í fyrra. Sjómenn segja þó að afli sé tregari en áður en mun fleiri skip eru á veiðunum og afkastageta þeirra hefur aukist til muna þar sem sífellt fleiri toga nú með tvö troll. Þegar mest var í sumar voru um 30 íslensk skip á Flæmska hattinum en þeim hefur fækkað nokkuð að undanförnu og nú eru þar 19 skip að veiðum. íslensk skip á Flæmingjagrunni veiddu rúm 13.905 tonn af rækju á fyrstu sjö mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra höfðu íslensk skip veitt alls um 3.100 tonn af rækju á Flæmska hattinum en þá hófust veiðar ekki fyrr en í apríl. í júlí veiddust um 3.533 tonn af rækju en mest hefur veiðst í júní á þessu ári, alls 4.333 tonn og til saman- burðar má nefna að í júní í fyrra veiddust um 871 tonn á Hattinum. Alls veiddu íslensk skip tæp 7.500 tonn af rækju á Flæmingjagrunni í fyrra sem var þrefalt meiri veiði en árið 1994 en þá veiddust um 2.400 tonn. Verðmæti aflans í fyrra var um 1.3 milljarður króna. Dalborg EA frá Dalvík hefur ver- ið á Flæmska hattinum einna lengst íslenskra skipa. Skipverjar á Dal- borgu komu síðast heim til íslands nú í júlí eftir rúmlega tveggja mán- aða úthald. Þeir eru að sögn ánægð- ir með dvölina á Hattinum en aflinn hefði að öllu jöfnu mátt vera meiri. Þorgeir Baldursson, skipverji á Dal- borgu, tók myndir af skipsfélögum sínum á Hattinum í sumar. SKIPVERJAR á Dalborgu EA hnýta fyrir trollpokana en langflest íslensku skipanna á Flæmska toga með tvö troll. mm. HELGI Jakobsson frá Dalvík var eftirlitsmaður um borð í Dal- borgu EA og sést hér við mælingar sínar, einbeittur á svip. THOR Skordal, færeyskur háseti um borð í Dalborgu EA, flokk- ar japansrækju af kostgæfni. Kjöt af hval og sel slær í gegn í Noregi HVALKJÖT og selkjöt hafa slegið í gegn í Noregi og er eftirspurnin í selnum miklu meiri en framboðið. Verðið er þó svipað og á öðru kjöti. Kílóið af hvalkjötsbuffinu kostar um 1.000 kr. ísl. og um 800 kr. í selnum. Við upphaf hvalvertíðarinnar neituðu helstu kaupendur hvalkjötsins að greiða það verð, sem sjómenn settu upp, um 270 ísl. kr. fyrir kílóið, en vegna mikillar eftirspurnar létu þeir undan og greiddu loksins um 340 kr. fyrir kg. Selfangaramir þurftu aldrei að standa í neinu prútti um verðið og fengu það, sem þeir settu upp, enda var eftirspurnin miklu meiri en framboðið. Þykir selkjötið bragðgott, meyrt og auðvelt í matreiðslu. Þarf fólk helst að leggja inn pöntun strax til að vera öruggt um að fá selkjöt á næstu vertíð, að minnsta kosti þar til veiðarnar verða aukn- ar verulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.