Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST1996 Dyttað að í kvótaleysi ÚTGERÐARMENN á stærri bát- um, sem búnir eru með kvótann, hafa sumir hverjir brugðið á það ráð að láta menn sína mála skip- in í stað þess að segja þeím upp tryggingu. Eitt þeirra skipa er Hamar SH 224 frá Rifi sem hér fær allsherjar andlitslyftingu. Morgunblaðið/ÞrösUir Heiðar Tilraunir með að beita net að hefjast í Noregi NET eru ólík öðrum veiðarfærum að því leyti, að með möskvastærðinni má ráða miklu um það hve stóran fisk þau taka. Þau eru hins vegar dýr og neta- missir algengur og því skiptir það veru- legu máli hve mikið fæst í hverja trossu. í Noregi eru nú að hefjast tilraunir með beitu í neti og er vonast til, að það geti orðið til að auka aflann, fækka trossunum og stytta þann tíma, sem þær eru í sjó. Takist vel til gæti það kannski útrýmt því óorði, sem oft hefur farið af netafisknum. Kemur þetta fram í norska sjáv- arfréttablaðinu Fiskaren en það er Arild Engás hjá hafrannsóknastofnun- inni í Björgvin, sem stendur fyrir til- rauninni. I sambandi við hana ætlar svo fyrirtækið AS Plast og Verktoy að gera tilraunir með sjálfvirkan lyktar- dreifi og á hann að hafa sömu áhrif og beitan, að laða að fiskinn og auka þar með aflann. Hugsanlega gæti lyktardreifirinn gagnast vel á línunni einnig og þegar sóst er eftir lifandi fiski í gildrur. Vildu ekki netaflsk Netin eru eitt algengasta veiðarfærið hjá norska bátaflotanum en um þau eða netafiskinn standa þó stöðugar deilur. Sem dæmi má nefna, að á síðustu vor- vertíð í Finnmörk neituðu flest fisk- vinnslufyrirtækin að taka við netafiski þótt hann sé yfirleitt stærri en annar fiskur og þar með hentugri í salt. Engás segir, að á síðasta áratug hafi verið gerðar tilraunir með beitu í neti en þótt þær hafi lofað góðu, hafi þeim ekki verið fýlgt eftir. Vandinn við venju- lega beitu sé hins vegar sá, að lyktin hverfi að mestu á fyrsta hálftímanum. Nú eigi hins vegar að steypa beituna í uppleysanlegt hlaup, sem komið verður fyrir í netinu. Beitarhegðun könnuð Auk þessa hefur Engás staðið fyrir rannsóknum á beitarhegðun fisks með því að koma fyrir í honum litlum send- um. Komið hefur í ljós, að djúpt úti af Björgvin er fiskurinn athafnasamastur í um tvo tíma á morgnana og síðan aftur í nokkru skemmri tíma á kvöldin. Þessi vitneskja getur komið sér vel og sagt mönnum hvenær best sé að leggja netin. Afli á íslandsmiðum 1905-1996 1905 1910 1915 1920 1925 1930 1935 1940 1945 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1990 1995 Afli á Islandsmiðum 1905-1996 Afli íslendinga og útlendinga (Svæðiva) (Miðað er við almanaksár nema fyrir 1996, sem eru bráðabirgðatölur fyrir fiskveiðiárið 95/96 þegar einn mánuður er eftir af þvij 1905 1910 1915 1920 1925 1930 1935 1940 1945 1950 1955 1950 1965 1970 1975 1900 1905 1990 1995 FÓLK Ráðinn útgerðarstjóri á Húsavík • KRISTJÁN Björn Garð- arsson, deildarverkfræðingur hjá Iðntæknistofnun á Akur- eyri, hefur verið ráðinn sem útgerðar- stjóri hjá Fiskiðjusam- lagi Húsavík- ur frá og með 1. september nk. Stefnt er að samein- ingu FH og útgerðarfélagsins Höfða hf. á Húsavík, sem ger- ir út frystitogarana Kolbeinsey og Júlíus Havsteen og rækju- bátinn Kristey. Gerðir hafa verið starfslokasamningar við þáKrislján Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóra Höfða hf., sem láta mun af störfum um ára- mótin, Helga Krisljánsson fjármálastjóra, sem hætturer störfum, og Tryggva Finns- son, sem nú er að láta af starfi framkvæmdastjóra FH, en í hans stað kemur Einar Svans- son, fyrrum framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar-Skagfirð- ings. Krisiján Björn er innfædd- ur Akureyringur, fæddur 15. janúar árið 1953. Hann tók farmannapróf frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík árið 1973, lauk varðskipaprófi ári síðar og starfaði sem stýri- maður á flestum gerðum skipa upp frá því. Hann lauk námi í útgerðartækni frá Tækni- skóla íslands árið 1985 og fór þá til Danmerkur þar sem hann lauk BS-prófi í vélaverk- fræði frá Álaborgarháskóla árið 1988. Þá hélt hann vestur um haf til Bandaríkjanna og lauk meistaranámi í iðnaðar- verkfræði frá Bradley Uni- versity í Illinois-fylki árið 1991. Frá 1991-1993 gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra fyrir Iðnþróunarfélag Norður- lands vestra og síðan þá hefur hann veitt forstöðu skrifstofu Iðntæknistofnunar íslands á Akureyri og samhliða verið í hálfri lektorsstöðu við Háskól- ann á Akureyri. Eiginkona hans er Helga Alfreðsdóttir, þroskaþjálfi hjá Svæðisskrif- stofu um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra, og eiga þau þijú börn. Kristján Björn Garðarsson Kvótasalan fær liðsauka Árni Guðmundson • ARNI Guðmundsson, fyrrverandi sölustjóri Kvóta- markaðarins hf., hefur söðl- að um og tekið til starfa á Kvótasölunni ehf. í Hafn- arfirði. Að sögn Svav- ars Þor- steinssonar, fram- kvæmdastjóra Kvótasölunn- ar, hefur Árni víðtæka þekk- ingu og reynslu í kvótasölu- málum og því um öflugan liðsauka að ræða. Að sögn Svavars verða á næsta fiskveiðiári enn frem- ur gerðar breytingar á við- skiptaháttum Kvótasölunn- ar. Tekið verði upp útboð- skerfi þar sem kaupendur geti fengið sendar til sín upplýsingar á faxi um þann kvót sem er til sölu hverju sinni. Þeir sendi tilboð sín tilbaka og kvótinn sé síðan seldur hæstbjóðanda. Stjórn Union Islandia skipuð • SÍF, Sölusamband ís- lenzkra fiskframleiðenda, hefur skipað fimm manna stjóm í dótt- urfyrirtæki sínu Union Islandia í Barcelona á Spáni, eftir að samstarf- inu við Cop- esco þar í borg var slit- ið. SÍF hefur því tekið sölu- mái í Katalóníu og annars staðar á Spáni í eigin hendur. Áður vour í stjórn Copesco SÍF þeir Gunnar Örn Krist- jánsson, framkvæmdastjóri SÍF, Sighvatur Bjarnason, stjórnarformaður SÍF, og Geir Siguijónsson, einn stjórnarmanna í félaginu. Þeir sitja í stjórn Union Islandia, en þeim til halds og trausts hafa bætzt þeir Karl Njáls- son, fiskverkandi úr Garði, og Pétur Pálsson, starfs- bróðir hans frá Grindavík. Stjórnin hefur ekki skipt með sér verkum. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins er Úlfar Steindórsson. Úlfar Steindórs- Barbecue-steiktur steinbítur STEINBÍT hefur ef til vill ekki verið gefinn nógu mikill gaumur sem matfiskur á hversdagsborðið enda K-Tf-WnTTni ekki frýnilegur á að líta. Óhætt er ®***""»j***l þó að fullyrða að fiskur þessi kemur á óvart eftir að hafa fengið matreiðslu eftir kúnstar- innar reglum. Hann Brynjólfur Sigurðsson, kokkur á Kringlukránni, er einn þeirra sem kann að með- höndla steinbít lystavel. I réttinn, sem ætlaður er fyr- ir fjóra, þarf: 800 g roðlaus og beinlaus steinbítur 34 dl Hickory barbecue-sósa hveiti salt pipar óiifuolla Skerið steinbítinn í hæfilega stóra bita og veltið upp úr hveiti. Setjið olíuna á pönnu og hitið vel. Penslið steinbítinn með barbecue-sósu og steikið fiskinn I um það bil tvær mín. á hvorri hlið. Að steikingu lokinni er gott að setja 1 msk. af barbecue-sósu á hvem fisk- bita fyrir sig. Kryddið með salti og pipar. Meðlæti er auðvitað eftir smekk hvers og eins, en hægt er að hugsa sér ferskt iceberg eða kínakál, t.ómata, agúrkur og papriku. Með grænmetinu má hafa sinnepsdress- ingu, sem búin er til úr einurn hluta af majonesi á móti einum hluta af sætu sinnepi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.