Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA f' iHttr0iiij#WWb 1996 KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 21. AGUST BLAD Morgunblaðið/Jón Svavarsson BREIÐABLIK tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Blíkastúlkur lögðu KR-inga, 5:0, í Frostaskjóll og hafa nú 10 stiga forskot í deildarkeppninni þegar þrjár umferðir eru eftir. Því hefur ekkert lið möguleika á að komast upp að hlið þeirra áður en yfir lýkur. ARSENE Wenger lýsti því yfir í gær að hann væri reiðubúinn til að verða næsti knattspymu- stjóri Arsenal og koma í stað Bmce Riochs sem rekinn var frá félaginu á dögunum. Beðið hefur verið eftir yfirlýsingu Wengers en nafn hans kom fljótlega upp í umræðunni um næsta knattspyrau- stjóra félagsins en hann er samningsbundinn jap- anska félaginu Grampus Eight út október. Þrátt fyrir að Wenger hafi gefíð stjóm Arsen- al jákvætt svar kom engin yfírlýsing frá henni í gær og bíða því leikmenn og aðdáendur félgsins enn með öndina í hálsinum eftir framhaldinu, en iíldegt verður þó að tejja að úr því Wenger hefur tekið þessa ákvörðun þá muni stjóm Arsenal ráða hann, en enginn veit eftir hveiju er verið að bíða. Ekki er ljóst hvenær Wen- ger kemur til liðs við Arsenal og vom uppi getgátur í gær að hugsanlega gæti það orðið innan tiu dag en líklegast er þó talið að hann jjúki samn- ingi sínum í Japan og komi svo til Lundúna. Það þýddi að Stewart Houston, settur knattspyrnustjóri, héidi um stjórnartaumana í nokkurn tima til viðbótar. í gær vora einnig komnar af stað sögur um hvaða leik- menn Wenger vildi sjá i sínum leikmannahópi hjá Arsenal og era uppi háværar raddir um að hann vilji kaupa Frakkann David Ginola frá Newcastle og sé tilbúinn að greiða fyrir hann 400 milljónir króna. Aðalsteinn hættur AÐALSTEINN Aðalsteins- son, sem þjálfað hefur Viking í 2. deildinni i knattspyrnu í sumar, er hættur störfum hjá félaginu og er Gunnar Öm Gunnarsson tekinn við þjálfarastöðunni. Að sögn Asgríms Guðmundssonar, formanns knattspymudeild- ar Víkings, var ákvörðun þessi tekin í gær, sameigin- lega af Aðalsteini og sljórn knattspyrnudeildar. Wenger gaf Arsenal já- kvætt svar Blikar Islandsmeistarar BREIÐABLIK tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi með góðum sigri á KR, 5:0, í Frosta- skjóli. Heilar þrjár umferðir eru eftir í deildinni, en Blikastúlkur hafa nú 10 stiga forskot og á því ekkert lið möguleika á að ná þeim. Morgunblaðið/Ásdís ÁSTHILDUR Helgadóttir vippar yfir Sigríði Fanneyju Pálsdótt- ur og skorar fjórða mark Bllka í Frostaskjóli í gær. ópavogsliðið var miklu betri aðilinn allt frá upphafi til enda. Blikar tóku forystuna snemma leiks, en Stojanka Nikolic CWiA/in * i markið eftir varn- armistök KR-stúlkna. Blikastúlkur héldu áfram að sækja og áttu tvö prýðisfæri með stuttu millibili. Vesturbæjardömurnar náðu ein- staka sinnum að hrista af sér sterka miðvallarleikmenn Blika og fengu ákjósanlegt marktækifæri á 25. mínútu þegar Ólöf Helga Helga- dóttir skaut af stuttu færi en Sig- fríður Sophusdóttir varði með til- þrifum. KR-ingum tókst þó ekki að stöðva snarpar sóknir Blikastúlkna, sem bættu við öðru marki á 36. mínútu, en Kristrún L. Daðadóttir skoraði af stuttu færi eftir góðan undirbúning Ásthildar Helgadóttur. Kristrún var svo aftur að verki á 39. mínútu þegar hún skoraði eftir að Sigríður Fanney Pálsdóttir varði langskot Ásthildar. Asthildur var sjálf á ferðinni tveimur minútum síðar þegar Sig- ríður Fanney varði skot hennar, en Ásthildur var ekki af baki dottin og vippaði laglega í hægra mark- hornið frá endamörkunum vinstra megin. Blikar höfðu því fjögurra marka forystu þegar flautað var til leikhlés. íslandsmeistararnir voru ekki jafnhressir í upphafi síðari hálfleiks eins og þær voru í þeim fyrri, en minnstu munaði að Margrét Ólafs- dóttir skoraði þegar Sigríður Fann- ey varði fast skot hennar sem stefndi rétt undir þverslána. Á 73. mínútu var Inga Dóra Magnúsdóttir rekin af leikvelli, en tveimur mínútum síðar átti Ásthild- ur skot sem Sigríður Fanney varði í þverslána. Þrátt fyrir að vera einni færri tókst Blikum að bæta einu marki við á 79. mínútu, en Katrín Jóns- dóttir skoraði með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf frá Margréti Ólafsdóttur. Vanda Sigurgeirsdóttir, leikmað- ur og þjálfari Blikastúlkna, sagði að nú gætu þær einbeitt sér að því að bæta fyrir það sem aflaga fór í fyrra. „Nú höfum við nægan tíma til að einbeita okkur að bikarnum," sagði Vanda. Ásthildur Helgadóttir var að von- um ánægð í leikslok. „Við vorum 4:0 yfir í hálfleik og seinni hálfleik- urinn var nokkuð rólegur af okkar hálfu, en það er mjög gott að vera búinn að tryggja þetta. Við erum með mjög sterkt lið og það hefur margt gengið upp og yfirleitt geng- ið mjög vel. Við ætlum að sjálf- sögðu að vinna leikina sem eftir eru. Við stefnum að því að vinna tvöfalt og með þetta lið er það eng- in spurning," sagði Ásthildur, en hún hefur áformað að fara í há- skóla í Bandaríkjunum í janúar og þar mun hún jafnframt leika knatt- spyrnu með umræddu skólaliði. KÖRFUKNATTLEIKUR: TEITUR í BYRJUNARLIÐILARISSA í GRIKKLANDI / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.