Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 1
|BRANPARARJ [LEiKIRJ [ÞRAUTIR| Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR21. AGUST 1996 Lærið að synda ÞAÐ ER nauðsynlegt að kunna að synda, krakkar, stundum meira að segja lífsnauðsynlegt. Maren Freyja Haraldsdóttir, 10 ára, Hraunbæ 84, 110 Reykja- vík, minnir okkur á nauðsyn þess að kunna sundtökin. í sundlaugunum þurfum við ekki að óttast hákarla! - í mesta lagi aðra laugargesti sem gleyma að taka tillit til annarra og synda á hvað sem fyrir verður. Verið dugleg að læra sund - það er líka bráðhollt að synda. Pennavinir Kæri Moggi. Ég heiti Saga og mig lang- ar að skrifast á við 8-12 ára stelpur, sjálf er ég áð verða 10. Áhugamál margvísleg. Saga Sigurðardóttir Þingvöllum 801 Selfoss Hæ, hæ. Ég er 12 ára stelpa (fædd 1984) og óska eftir penna- vinum, STRÁKUMj á aldrin- um 12-15 ára. Ahugamál mín eru m.a.: Diskótek, góð tónlist, strákar, bréfaskríftir og fleira. Bless, bless. P.S.1 Svara öllum bréfum. P.S.2 Ekki vera feimnir að skrifa! Fanney Friðriksdóttir Dvergholti 13 270 Mosfellsbær Halló. Kæru Myndasögur Mogg- ans, ég er eldhress stelpa í Reykjavík og ég skrifa ykkur bréf vegna þess að mig lang- ar svo að eignast pennavin (vinkonu) á aldrinum 10-12 ára, og svo ætla ég nátturu- lega að segja ykkur áhuga- mál mín og þau eru: Sætir strákar, góð tónlist, barna- pössun, frjálsar íþróttir, jazz- ballett og fleira. Ég vona að einhver skrifi mér. Bæ, bæ. P.S. Strákar, ekki vera feimnir. Jónína Ingólfsdóttir Baughúsum 44 112 Reykjavík Hæ, hæ. Ég er hér 11 að verða 12 ára stelpa. Ég heiti Berglind og er Magnúsdóttir. Ég óska eftir pennavinum á öllum aldri, bæði strákum og stelp- um (strákar, ekki vera feimn- ir). Áhugamál: Strákadót, legó, strákar, tónlist, útivera og fleira. Bless. P.S. Ég er ekki pen. Berglind Magnúsdóttir Sæbóli 32 350 Grundarfjörður Halló. Mig langar að eignast pennavini á aldrinum 11-12 ára, sjálf er ég 11 ára. Áhugamál: íþróttir, ferðalög, tónlist og fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Valgerður Halldórsdóttir Brekkulandi 4a 270 Mosfellsbær Bláminn Á ÞESSARI mynd eru: Prinsessa, fuglar, blóm, gras, sól og fjöll. Þessa mynd gerði Hrefna Lind Einarsdóttir, 5 ára, Valshólum 6, 111 Reykjavík. Umferðar- reglur - til þess að fara eftir RAGNHEIÐUR Ragnarsdóttir, 11 ára, Löngumýri 5, 210 Garða- bær, er flinkur teiknari og litari. Þessi borgarmynd er ljómandi skemmtileg og það er gott að sjá, að bíllinn er réttu megin við strikalínuna á götunni. Þá eru þeir sem á móti koma ekki í neinni hættu að rekast á umferðina úr gagnstæðri átt, þ.e.a.s. (= það er að segja) ef allir virða umferð- arreglurnar og gera það, sem lög og reglur segja. Munum eftir umferðarreglun- um og hlýðum þeim! Þá fækkar slysunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.