Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 2
2 E MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÉfatástó fsOGH <P (AA 5N Ríkharður konungur Ijónshjarta FYRIR mörgum, mörgum mánuðum barst þessi flotta mynd til Mynda- sagna Moggans. Því miður hafa allar upplýsingar með myndinni farið forgörðum (= glatast, týnst), en myndin stendur fyrir sínu þó ómerkt sé. Skemmtilegra væri ef höfundurinn gæfi sig fram og sendi jafnvel aðra mynd í leiðinni. Með fyrirfram þökk. Hættuleg forvitni VISSUÐ þið, að þegar eskimóar veiða seli í gegnum ísvakir, leggjast þeir á ísinn og blása lofti á vatnsyf- irborð vakanna svo að það gárast? Þetta gera þeir til þess að vekja áhuga selanna. Þegar selirnir, sem eru mjög forvitnir, sjá yfirborðið á hreyfingu í vökunum, synda þeir upp á yfirborðið til þess að svala forvitninni ... og eskimóamir hafa snör handtök og veiða þá. KÁRI Inguson, 6 ára, Sólvöllum 3, 800 Selfoss, er flinkur að teikna eins og sést á myndinni hans - og litirnir, jahá, þeir gera myndina skrautlega. Það er gaman að sjá þegar vandað er til verka. Kærar þakkir fyrir, vinur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.