Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C «rgunlif*feifcí STOFNAÐ 1913 189.TBL.84.ARG. FIMMTUDAGUR 22. AGUST 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Lebed lofar að hindra Reuter Bjöllur upp- ræta sólböðin SEGJA má að maríubjöllur hafi lagt undir sig vinsæla baðströnd við Sheerness á suðurströnd Englands. Allavega hafa þær stökkt sóldýrkendum á braut en þeir þekja ströndina venjulega eins og mý á mykjuskán á þessum árstíma. Bjöllubreiðurnar eru um allan sandinn og nágrenni, en á myndinni, sem tekin var í gær, hafa þær gert sig heima- komnar á rimlagirðingu. gereyðingu Grosní Moskvu. Reuter. RÚSSNESKI herinn gerði loft- og sprengjuárásir á Grosní í nokkrar klukkustundir í gær en mikil óvissa ríkti enn um stefnu stjórn- valda í Rússlandi í málefnum hér- aðsins. Árásunum linnti er Alex- ander Lebed, formaður rússneska öryggisráðsins, kom til Grosní og síðdegis samdi hann um vopnahlé við Aslan Maskhadov, formann tsjetsjenska herráðsins. Mun hann funda að nýju í dag með leiðtogum Tsjetsjena. Yfirmenn rússnesku hersveit- anna í Tsjetsjníju virtust staðráðn- ir í að beita hervaldi til að hrekja aðskilnaðarsinna frá Grosní. Maskhadov sagði hins vegar, að Lebed hefði fullvissað sig um að engar frekari árásir yrðu gerðar á borgina. „Ég fer með friði," var Fjarvera Jeltsíns magnar óvissuna um stefnu rússneskra ráðamanna haft eftir Lebed þegar hann hélt í þriðju ferð sína til Tsjetsjníju á rúmri viku í gær. Hann ræddi þar við Vjatsjeslav Tíkhomírov hers- höfðingja, yfirmann rússnesku hersveitanna í Tsjetsjníju, Zelímk- han Jandarbíjev, leiðtoga aðskiln- aðarsinna, og Maskhadov. Eftir fundinn sagðist Lebed myndu sjá til þess að staðið yrði við vopna- hléð. Konstantín Púlíkovskí hershöfð- ingi, staðgengill Tíkhomírovs sem yfirmaður rússnesku hersveitanna, hafði hótað aðskilnaðarsinnum í Grosní hörðum loft- og sprengju- árásum sem áttu að hefjast í dag. ígor Rodíonov, varnarmálaráð- herra Rússlands, afneitaði þó þess- ari hótun og kvaðst hafa ávítað hershöfðingjann vegna málsins. Hjálparákall frá Grosníbúum Ummæli varnarmálaráðherrans þykja til marks um algjöra ringul- reið í rússneska stjórnkerfinu vegna stríðsins í Tsjetsjníju og fjarvera Borís Jeltsíns forseta magnaði óvissuna. Talsmenn for- setans sögðu hann hafa farið í stutta ferð til Valdai í norðvestur- hluta landsins en óstaðfestar fregnir hermdu að hann hefði snú- ið aftur til Moskvu í gær. íbúar borgarinnar, sem hafast við í kjöllurum vegna árásanna, afhentu fréttamönnum ákall til þjóða heims um hjálp. „Hús okkar verða fyrir látlausum stórskota- árásum. Við búum við hörmulegar aðstæður, án matar, drykkjar eða lýsingar. Það eru engir hermenn í húsunum en samt linnir sprengju- árásunum aldrei." Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi for- dæmdu hótunina um frekari árás- ir og hvöttu rússneska ráðamenn til að leiða deiluna um Tsjetsjníju til lykta með samningaviðræðum. Fréttastofan RIA hafði eftir heimildarmanni í hernum að 420 rússneskir hermenn hefðu fallið og 1.300 særst í bardögunum í Grosní síðustu tvær vikur. F.W. de Klerk ræðir apartheid-stefnuna Fórnarlömb beðin fyrir- gefningar Höfðaborg. Reuter. F.W. DE KLERK, fyrrverandi for- seti Suður-Afríku, harmaði í gær að svo margir hefðu þjáðst vegna aðskilnaðarstefnunnar, apartheid, í valdatíð Þjóðarflokksins. Iðrunin væri einlæg, „við höfum kropið og beðið almáttugan Guð um fyrir- gefningu". Þetta kom frám er hann ávarpaði svonefnda Sannleiksnefnd undir forystu Desmonds Tutus erki- biskups er falið var að kanna sögu og orsakir aðskilnaðarstefnunnar og reyna að sætta kynþættina. Stuðningsmenn Afríska þjóðar- ráðsins (ANC), flokks Nelsons Mandela forseta, í salnum gerðu hróp að de Klerk er hann sagðist ekki hafa vitað um starfsemi morð- sveita á vegum yfirvalda er urðu mörgum skæruliðum og óbreyttum borgurum úr röðum ANC að bana. Tutu skammaði ANC-mennina, sagði þeim að vera stilltir eða hypja sig út. Tutu kynnti de Klerk og sagðist vita hve erfitt það væri að biðjast fyrirgefningar opinberlega. „Við erum sannfærð um að það muni hafa mikil áhrif," sagði Tutu. De Klerk sagði flokk sinn hafa borið ábyrgð á stjórnarstefnunni almennt en einstakir ráðherrar og valdsmenn hlytu að svara fyrir að- gerðir sem þeir hefðu leyft upp á eigin spýtur. Ríkisstjórnir hvítra hefðu beitt „óhefðbundnum aðferð- um" gegn andstæðingum apartheid en hann minnti á að svartir and- stæðingar stefnunnar hefðu einnig drýgt marga glæpi, ekki síst gegn öðru blökkufólki. „Börn okkar tíma" Hvítir S-Afríkumenn hefðu upp- runalega talið svörtu uppreisnar- mennina hættulega útsendara heimskommúnismans og hryðju- verkamenn. „Við erum öll börn okkar tíma og afurð ríkjandi aðstæðna í menningu og stjórnmálum," sagði de Klerk. Á hinn bóginn hefðu aðferðir stjórnar hvítra skapað pólitískt umhverfi þar sem hægt var að fremja gróf mannréttindabrot. Aga- lausir liðsmenn öryggissveita hefðu stundum gengið lengra en þeir hefðu haft heimild til, undir lokin líklega til að reyna að grafa undan þeirri stefnu de Klerks að veita blökkumönnum lýðréttindi. De Klerk bað menn að reyna að skilja hugarfar hvítra er apartheid var komið á 1948. Fram á miðja öldina hefðu nær engir Evrópumenn látið sér koma til hugar að láta innfædda í nýlendunum stjórna eig- in löndum. Einnig minnti hann á að réttindi svartra hefðu verið fót- um troðin í Bandaríkjunum þar til á síðustu áratugum. F.W. de Klerk Reuter Þota fram af flug- brautinni BOEING-707 farþegaþota flugfél- agsins EgyptAir eyðilagðist í lendingu í Istanbúl í gær en 120 farþegar, sem um borð voru, sluppu vel, aðeins 20 slösuðust lítillega. Flugstjórinn kenndi flug- umferðarstjórum um hvernig fór, sagði að sér hefði verið tjáð að bremsuskilyrði væru þokkaleg en þau hefðu í reynd verið afar slæm enda skúr gengið yf ir völlinn rétt fyrir lendinguna. Þotan f ór fram af flugbrautinni, yfir veg og stað- næmdist við járnbraut. Óperan við Bastillu- torg að hrynja? París. Reuter. VANDRÆÐI óperuhússins við Bastillutorg, stolts Frakka, virð- ist engan enda ætla að taka. Til viðbótar fyrri hremmingum bæt- ist nú við, að framhlið hússins rándýra er farin að molna. Óperuhúsið hefur verið sveipað öryggisneti til að múrbrot úr hvít- um útveggjum hátæknihússins falli ekki ofan á vegfarendur. Ástæða nýjustu vandræðanna er að stálröralagnir í veggjar- klæðningum hafa svignað. Hermt er að áhorfendum innanhúss sé engin hætta búin. Óperan var byggð og tekin í notkun árið 1989 í tilefni 200 ára afmælis frönsku byltingarinnar. Kostaði húsið þrjá milljarða franka, jafnvirði 39 milljarða króna, með öllu. Fyrr á þessu ári sögðust stjórn- endur óperunnar við Bastillutorg þess fullvissir, að húsið hefði loks losnað úr illum álögum en launa- deilur, taprekstur og listrænar illdeilur við listamenn hafa plagað rekstur þess allt frá því óperan hóf starfsemi á byltingarafmæl- inu fyrir sjö árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.