Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís EYÐURNAR í bókaskáp Valdimars Tómassonar eru eftir verðmætu bækurnar sem þaðan var stolið. Fágætum bókum stolið FÁGÆTUM bókum sem metnar eru á alit að eina milljón króna var stolið af heimili Valdimars Tómassonar, 25 ára gamals bóka- safnara í Reykjavík, um síðustu helgi. Valdimar hefur í mörg ár safnað fyrstu útgáfu ljóðabóka eftir íslensk skáld. Valdimar hefur lögheimili í Eskihlíð, þar sem hann leigði áður húsnæði, og þaðan var bókunum stolið. Sjálfur býr hann í Hafnar- stræti. Hann kveðst hafa komist að þjófnaðinum aðfaranótt sunnu- dags. „Ég bý ekki þarna lengur og er í óttalega slæmu húsnæði í Hafnarstræti. Ég taldi bækurnar því í öruggara skjóli í Eskihlið. Málið er allt mjög undarlegt. Það er líkast því sem einhver hafi komist yfir lykil að ibúðinni því skráin er ekki brotin," sagði Valdimar. Hann segir að meðal bókanna hafi verið útgáfa af Brennu-Njáls- sögu frá 1772 bundin i skinn, frumútgáfa ljóða eftir Stein Steinar í skinnbandi, frumútgáfa ljóða Vilhjálms frá Skáholti, og Legorðsmál eftir Magnús Steph- ensen sem gefin var út í Viðeyj- arklaustri og var í eigu Bjarna Thorarensen. „Ég hef soltið og gengið tötra- lega til fara vegna bókasöfnunar minnar. Þetta er köld gusa í and- litið. Ég hef náð mér á sálinni en áfallið var mikið. Ég er flogaveik- ur og fékk hvert kastið á fætur öðru þessa nótt,“ sagði Valdimar. Snær Jóhannesson bóksali, vin- ur Valdimars, segir að öllum skáldum sé vel við Valdimar en hann hafi átt við vanheilsu að stríða. Snær sagði útilokað að þjófarnir kæmu bókunum í verð hér á landi og ekki heldur erlend- is. Kýlaveiki hefur ekkí fundist í Elliðaánum í sumar Miklar líkur á opnun laxastiga í Elliðavatni MIKLAR líkur eru á því að laxastig- inn við stífluna í Elliðavatni verði opnaður í september. Fisksjúk- dómanefnd fundar um málið upp úr næstu mánaðamótum og Gísli Jónsson fisksjúkdómafræðingur, ráðgjafi nefndarinnar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að miðað við núverandi forsendur væri ekkert því til fyrirstöðu að stiginn yrði opnaður. Sigurður Guðjónsson, deildarstjóri hjá Veiðimálastofnun, segir að lítið hald sé í stíflunni hvort eð er og auk þess fari að jafnaði um 60% af hrygningu og uppeldi laxins fram í Hólmsá og Suðurá. Kýlaveiki hefur ekki fundist í ánum í sumar, en 11 tilfelli af kýlaveiki- bróður hafa fundist á sex stöðum. Laxastiganum í Elliðavatni var lokað í fyrrasumar er kýlaveikin blossaði upp í ánum. Hefur hann verið lokaður í allt sumar og mikill lax safnast saman í ánni fyrir neð- an. „Kýlaveikin hefur ekki fundist í sumar og ef núverandi forsendur breytast ekki gæti ég vel mælt með því við fisksjúkdómanefnd að opna fyrir stigann. Eins og ástandið er, hefur mikið af laxi bunkað sig í efri hluta árinnar í Víðidal og ég myndi segja að hann væri betur settur dreifður upp um Hólmsá og Suðurá heldur en í torfum neðar. Kýlaveikibróðir fundinn í 11 löxum Nefndin fundar upp úr mánaðamót- um og þá verður ákvörðun tekin,“ sagði Gísli Jónsson. Gísli bætti við að reynsla manna í fyrra hefði auk þess verið sú að megnið af sýkta laxinum hefði ver- ið mun neðar í ánni þar sem skjótt dragi af sýktum löxum og þeir vesl- uðust fljótt upp. Það væri mun minna tilefni að hafa áhyggjur af löxum sem væru komnir svo ofar- lega í vatnakerfið. „Það er auðvitað ánægjulegt að kýlaveikin hafi ekki náð sér upp í sumar en bakterían er þarna til staðar og með því að loka stiganum átti að hlífa vatninu og ánum þar fyrir ofan við smiti. Það verður hins vegar að hyggja að ýmsu. í suðaust- anátt skefur yfir stífluna og þá hafa menn séð laxinn fara yfir hana, það er því lítil sjúkdómavörn í stíflunni. Auk þess var nokkuð komið af laxi upp í vatn er veikin gaus upp í fyrra og því ekki hægt að útiloka að smit hafí komist þang- að strax í fyrra. Um 60% hrygning- ar og uppeldis laxastofnsins í Elliða- ánum hafa farið fram í Hólmsá og Suðurá og það eru engin tök á því að bæta það tjón sem yrði ef lokað yrði fyrir þá hrygningu," sagði Sig- urður Guðjónsson. Sigurður bætti við að gönguseið- in sem fóru út í vor hefðu verið ósýkt og aðeins tveir af 70 hoplöx- um sem fundust hefðu verið veikir. Þá hefðu komið að minnsta kosti 8 laxar í sumar sem voru úr smitaðri gönguseiðasleppingu í fyrra, en veikin hefði ekki greinst í þeim. Kýlaveikibróðir Á meðan kýlaveikin hefur ekkert látið á sér kræla, hafa rannsóknar- menn á Keldum greint kýlaveiki- bróður í alls 11 löxum í sumar. Gísli Jónsson sagði veiðimenn hvað- anæva af landinu senda laxa til rannsóknar og væri magnið ekki minna en í fyrra. Kýlaveikibróðir er náskyldur kýlaveiki og sýktur fískur er með nánast sömu ein- kenni. En sjúkdómurinn er ekki jafnbráðsmitandi og hefur lengi verið landlægur. Tilfellin til þessa voru í Norðurá 3 laxar, Hofsá 2 laxar, Selá 2 lax- ar, Elliðaárnar 2 laxar, Miðfjarðará 1 lax og Lárós 1 lax. Þá hafa fund- ist fjórir laxar til viðbótar smitaðir af skyldri bakteríu sem hefur í för með sér gotraufarblæðingar. Lax- arnir fjórir voru úr Vesturá í Mið- firði, Elliðaánum, Hofsá og Hrúta- Ijarðará. Helmingiir rækjuverk- smiðja hyggur á lokun NÁLÆGT helmingur rækjuverksmiðja í landinu hyggur á stöðvun reksturs í ótiltekinn tíma í von um að það megi verða til þess að hafa hag- stæð áhrif á ástandið á rækjumörkuðum. Töiu- verð birgðasöfnun hefur orðið vegna sölusam- dráttar auk þess sem framleiðendur hafa orðið fyrir verulegri verðlækkun á mörkuðum. Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframieiðenda, segir að verðið hafi lækkað mismikið eftir stærðum, allt frá 10% og upp í 35% á tæpu ári. Að meðaltali mætti því . segja að rækjuverð hafi lækkað um 25% frá því í september í fyrra þegar það var hvað hæst. „Rækjuframleiðendur hafa skilið nauðsyn þess að draga þarf úr framleiðslunni vegna þess markaðsástands, sem nú ríkir,“ segir Pétur, en vinnsla hefur að undanförnu legið niðri hjá þrem- ur rækjuverksmiðjum, Riti á ísafirði, Strýtu á Akureyri og Hólanesi á Skagaströnd. Minnka þarf framboðið Á fundi í Félagi rækju- og hörpudiskframleið- enda, sem haldinn var á Hótel Sögu í gær, var samþykkt ályktun, þar sem bent er á að grípa þurfi til ýmissa aðgerða í ljósi ástands á mörkuð- um fyrir skelfietta rækju. í fyrsta lagi þurfi að draga úr framleiðslu skelflettrar rækju næstu vikur og mánuði með stöðvun vinnslu eða veru- legum samdrætti í vinnuumfangi. í öðru lagi þurfi að laga hráefniskostnað betur og fljótar að afurðaverði en raunin hefur orðið á til þessa. í þriðja lagi þurfi að hefja viðræður við aðra aðila í rækjugeiranum til að stilla betur saman veiðar og vinnslu eftir markaðsaðstæðum hverju sinni. Pétur segist eiga von á því að framleiðendur skelflettrar rækju sjái þann kost bestan að draga verulega úr framleiðslu næstu vikur og mánuði þannig að menn bregðist við birgðasöfnun og lækkandi verði á þann máta að minnka framboð- ið. „Menn þurfa að ná saman í þessari grein almennt til þess að losna við þessar gífurlegu sveiflur upp og niður. Veiðin er tiltölulega gefin stærð út af kvótanum, en það sem hefur gerst er að hún hefur í rauninni vaxið á þessum fyrstu mánuðum kvótaársins og það er þróun, sem ég tel að sé mjög óheppileg fyrir alla aðila þegar til lengdar lætur,“ segir Pétur. ■ Draga þarf úr/18 Vinna við heimiiið Hefur þú sjálf(ur) gert eitthvað af neöantöldu á heimili þínu á s.l. 12 mánuðum, og hefur þú í hyggju að gera eitthvað af því á næstu 6 mánuðum? Málað inni Sett upp Ijós, lagað tengla Viðgerðir á bíl Sett upp hillur/skápa Málað úti Lagað húsgögn/innréttingar Gert við tréverk 1----*■ I I Flísalagtji Dúkalagt/teppalgt í'3 j | Lagt parketpTI HellulaqtlS li Veggfóðrað [W1 0 10 20 30 40 50 60 70% NÐ/SLUKÖNNUN FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR 1996. Úrtak 1.200 manns, 882 svöruöu. ÞÝÐI neyzlukönnunarinnar, þ.e. sá hópur þjóðarinnar sem úrtakið var tekið úr.eru allir Islendinqar á aldrinum 14-80 ára. Þetta eru 185.173 einstaklingar, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Isl. Hvert prósentustig I könnuninni samsvarar því um 1.850 manns. Taka veröur tillit til skekkjumarka, semeru á niðurstöðum I könnun sem þessari, þegar prósentustig eru umreiknuð í mannfjölda. Heilsugæsla Patreksfjarðar Vilja tilsjónarmann STJÓRN heilsugæslunnar á Pat- reksfirði hefur ákveðið að óska eft- ir því við heilbrigðisráðherra að til- sjónarmaður verði skipaður með stofnuninni. Óskin er þó skilyrðum háð, að sögn Steindórs Ögmunds- sonar, formanns stjórnar. Jafn- framt var tekin sú ákvörðun að víkja framkvæmdastjóra heilsu- gæslunnar úr starfi. Steindór segir ósk um tilsjónar- mann vera í samræmi við eindreg- inn vilja heilbrigðisráðherra vegna rekstrarvanda heilsugæslunnar, en stjórnin setji þó það skilyrði að við- komandi tilsjónarmaður sitji sem eins konar fulltrúi ráðherra í stjórn, og verði að bera tillögur sínar und- ir stjórnina áður en þær kæmu til kasta ráðuneytis. Ekkert verði því sent út án samþykkis stjórnar. Steindór ræddi við ráðherra í gærmorgun og sendi honum bréf með ósk um tilsjónarmann í kjölfar- ið. „Ráðherra lýsti áhyggjum sínum yfir ástandinu, enda ekki besta staðan sem upp gat komið. En það varð að taka ákvörðun, því að mál- in gengu ekki eins og þau voru,“ segir hann. Stjórnin ákvað ennfremur að segja upp framkvæmdastjóra heilsugæslunnar frá og með 1. sept- ember. Hann var ráðinn síðla á seinasta ári og tók til starfa í byij- un janúar síðastliðnum. Steindór segir ástæður uppsagnar vera sam- starfsörðugleika milli fram- kvæmdastjóra og stjórnar. Tekin verður ákvörðun á fundi stjórnar- innar á fimmtudag um hvernig staðið verði að því að ráða í stöðuna. 400 fleiri hreindýr finnast en í júlí Sannar réttmæti veiði- heimilda NÝLEG talning á hreindýrum á Austurlandi sýnir að þau eru tæplega 400 fleiri en kom í ljós við talningu í byrjun júlí, en þá fundust 704 dýr. Alls fundust nú 1.097 dýr en í júlí í fyrra fannst 1.031 dýr. Umhverfísráðuneytið ákvað fyrr í sumar á grundvelli taln- ingar í júlí að veita heimild til veiða á þriðja hundrað dýra í ár, sem var aðeins lítillega minna en í fyrra, þótt svo að dýrin hafí verið 300 færri í fyrri talningu en á seinasta ári. Koma frá fjörðunum Skarphéðinn Þórisson líffræð- ingur, sem hefur yfirumsjón með tainingunni, segir þessa niðurstöðu staðfesta þá skoðun sem hann lét í ljós eftir fyrri talninguna, um að þá vantaði dýr inn á svæðið. „Ég hélt því fram að dýrum hefði ekki fækkað en ekki trúðu því allir og vildu sumir jafnvel friða stofninn alveg. Þess vegna var ákveðið að telja aftur og þá fundust þessi dýr sem á skorti og rúmlega það,“ segir Skarp- héðinn sem kveðst telja þau dýr, sem vantaði í júlí, koma frá hinum ýmsu fjörðum á Austur- landi. „Þessi niðurstaða sannar einnig að ákvörðun ráðuneytis- ins um að fækka ekki veiðiheim- ildum að ráði, hafi verið rétt.“ Talið var úr flugvél, aðallega við Snæfell. Hjarðirnar ljós- myndaðar og síðan talið eftir myndunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.