Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Atli Vigfússon Veitingar í fjósinu íslandsmót í raftsiglingum á Jökulsá vestari í Skagafirði Steinullarverksmiðjan sigraði Morgunblaðið/Björn Björnsson SIGURSVEIT Steinullarverksmiðjunnar, f.v.: Frosti Frostason, Hólmar L. Sigmundsson, Agnar Gíslason, Brynjar O. Sigmunds- son, Jóhann Hjaltason, Guðmundur R. Benediktsson og Guð- mundur Örn Guðmundsson liðsstjóri. Kristján V. Sigurðsson og Rögnvaldur Ólafsson voru ekki viðstaddir myndatöku. Laxamýri - Mjög gestkvæmt var í Aðaldal um helgina þegar bændur buðu gestum og gang- andi heim, en þrír bæir hér tóku þátt í þessu verkefni að þessu sinni. I Fagranesi sýndi Stefanía Guðmundsdóttir mjaltir og bauð auk þess upp á veitingar í fjós- inu. Vaðbrekka, Jökuldal - Bændur á fimmtíu og fimm bæjum á landinu buðu gestum til sín sl. sunnudag. Hér á Austurlandi, á svæðinu frá Vopnafirði tii Hornafjarðar voru sjö bændur er buðu til sín gestum af þessu tilefni. Klaustursel á Jökuldal var einn þessara bæja en þar búa hjónin Ólav- ía Sigmarsdóttir og Aðalsteinn I. Jónsson. I Klausturseli er sauðfjárbú og vísir að dýragarði þar sem meðal Margt var sér til skemmtunar gert, en jafnframt því að skoða ýmsar tegundir af búsmala var boðið upp á veiði og bátsferðir auk veitinga af ýmsu tagi. Þetta er þriðja árið í röð sem boðið er heim með þessum hætti og hefur þessi tegund af sunnu- dagsbíltúr mælst mjög vel fyrir. annars eru hreindýr, tófur, minkar, og heiðagæsir. Að sögn Ólavíu heim- sóttu þau nær tvö hundruð manns þennan dag. Ólavía sagði að meira en helming- ur fólksins hafi verið af Austurlandi en annars alls staðar að af landinu. Fólkið skoðaði búskapinn, dýrin og þeir sem vildu fengu kaffi og með því, þetta var þess vegna með eril- sömustu sunnudagseftirmiðdögum, sagði Ólavía aðspurð. Sauðárkróki - Skemmtileg keppni í raftsiglingum niður Jökulsá vest- ari í Skagafirði fór fram á dögun- um og var það fyrirtækið Hesta- sjjort - Ævintýraferðir ásamt Aningu, ferðaþjónustu á Sauðár- króki, sem voru aðalframkvæmda- aðilar keppninnar. Magnús Sigmundsson, sem hafði veg og vanda af framkvæmd- inni, sagði að þetta væri meira til gamans gert, en samt einnig til þess að vekja á því athygli að í Skagafirði og í Húnavatnssýslum væri auðvelt að finna vatnsföll til bátasiglinga af öllum erfiðleika- stigum og gæfi þetta svæði meiri möguleika til iðkunar þessarar íþróttagreinar en flest önnur hér- lendis. Þá sagðist Magnús vilja kalla þessa keppni: „íslandsmót í raft- siglingum / opinn flokkur áhuga- rnanna", enda væri hér á ferðinni ný keppni sem ekki hefði verið reynd. Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki gaf glæsilegan far- andbikar til keppninnar, en auk þess hlutu þrjár fyrstu sveitir eign- arbikara til viðurkenningar. Magnús Sigmundsson sagði að markmiðið væri að festa þessa keppni í sessi og halda hana ár- lega, fyrri hluta ágústmánaðar ár hvert. Sagði hann að helmingur af skráningargjöldum þátttakenda stæði undir kostnaði við keppnina, en markmiðið væri að alltaf mundi hinn hlutinn renna til einhvers þess félagsskapar sem ynni að líknarmálum og góðgerðarstarf- semi á landsvísu, og í fyrstu keppn- inni væri það félag Krabbameins- sjúkra barna sem fengi framlag mótsins. Siglt um Jökulsárgljúfur Keppnin fór þannig fram að keppt var í tveim riðlum og lagt af stað af eyrunum framan Goð- dala, róin um tíu kílómetra leið og komið í mark við Villinganes. Sagði Magnús þetta vera einn allra fal- legasta og skemmtilegasta kaflann í Jökulsárgljúfrum vestari, og þann langvinsælasta meðal þeirra sem um gljúfrin færu. Upphaflega voru átta lið skráð til keppninnar, en fimm sveitir mættu og kepptu í tveim riðlum. Svo skemmtilega vildi til að lið Steinullarverksmðjunnar sigraði örugglega og varðveitir því Stein- ullarbikarinn fram í ágúst að ári, að minnsta kosti. í þremur efstu sætum urðu: Steinullarverksmiðjan Sauðár- króki, 42,28 mínútur. Pizza 67, Akureyri: 47,13 mínútur. Loð- skinn, Sauðárkróki, 53,26 mínút- ur. Mæta til leiks að ári Verðlaunaafhending fór síðan fram á Hótel Áningu í Varmahlíð á sunnudagskvöldið, þar sem allar áhafnirnar og aðstandendur keppninnar hittust og áttu saman góða stund. Var það samdóma álit allra að keppnin hefði verið sér- staklega skemmtileg og lýstu allir áhuga á því að mæta til leiks að ári og það er að minnsta kosti fullljóst, að lið Steinullarverksmiðj- unnar undir forystu Guðmundar Arnar Guðmundssonar mun ekki láta bikarinn af hendi átakalaust. Tvö hundruð manns heimsóttu Klaustursel Vörugeymslur • Kælilagerar • Frystilagerar Matvælageymslur • Bókasöfn Skjalasöfn • Bílskúrar LagerM hillnr og hillurekkar Bjóöum allskonar lager og hillukerfi lyrir stœrri vörugeymslur sem minni lagera. Endalausir möguleikar. Smávöruhillur sem brettarekkar. Aðeins vönduö vara úr spænsku gæðastáli. Mjög gott verð. Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki. Leitið ráða við skipulagningu og byggingu lagerrýma. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SÍMI564 4711 • FAX 564 4725

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.