Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda Draga þarf úr framleiðslu FÉLAGSFUNDUR í Félagi rækju- og hörpudiskframleiðenda var hald- inn á Hótel Sögu í gær. Á fundinum voru m.a. rædd hráefnismá! rækju- iðnaðarins og afurða- og sölumál. Pétur Bjamason, formaður félags- ins, segir rækjuiðnaðinn í kreppu og á næstu tveimur mánuðum muni rækjuframleiðendur grípa til að- gerða til að minnka afurðabirgðir. Dregið verði úr framleiðslu og hún aðlöguð markaðsaðstæðum. Hann segir mikið ósamræmi vera milli veiða, vinnslu og markaðar í rækju- iðnaðinum. Ágæt samstaða er meðal rækju- framleiðenda um að draga úr fram- leiðslu sinni til að minnka álag á markaðnum. Hátt í helmingur rækjuverksmiðja hefur þegar lent í rekstrarörðugleikum og stöðvað framleiðslu sína tímabundið og aðr- ar verskmiðjur hafa uppi áform um stöðvun framleiðslunnar. Þetta gera rækjuframleiðendur meðal annars vegna mikilla verðlækkana á rækju að undanförnu. í enn einni kreppunni Pétur segir að rækjuiðnaðurinn sé í enn einni kreppunni og telur að í framtíðinni verði að leggja réttar áherslur til að forðast slíkar krepp- ur. i fyrsta lagi verði að deila veið- unum betur niður á árið. Það hafi til dæmis farið illa með rækjuiðnað- inn hvað veiddist mikið magn af rækju síðasta haust. Þá segir Pétur að rækjuframleiðendur þurfi að vera fljótari að aðlagast afurðaverði og hráefniskostnaði almennt. „Menn verða einnig að vera fljótari að draga úr framleiðslu þegar markaðsverð lækkar. Afkoma verk- smiðjanna er eðlilega háð magni og verði afurðanna. Ef við erum með of mikið magn lækkar verðið og þá erum við í sömu stöðu þó að við framleiðum mikið. Ég hef einn- ig lagt á það ríka áherslu í félaginu undanfarin ár að vinna að því að stækka markaðinn. Ef nást á betri árangur í rækjugeiranum verða þeir sem að honum koma að samein- ast um aðgerðir á þessum sviðum," segir Pétur. Gæti haft áhrif á veiðar Pétur segir að samdráttur í fram- leiðslunni geti haft einhver áhrif á rækjuveiðar. Þeir sem veiði, séu háðir því að geta selt sína vöru og það geti orðið erfiðara við þessar aðstæður. Hinsvegar beri að líta á það, að aðlögun að markaðsástandi sé bæði veiðunum og vinnslunni í hag. Sjómenn og útgerðarmenn verði að taka höndum saman með rækjuframleiðendum og aðilum markaðarins til að stilla saman þessa þrjá höfuðflokka svp að árangur náist. Morgunblaðið/Árni Sæberg RÆKJUFRAMLEIÐENDUR telja nauðsynlegt að grípa til að- gerða til að aðlaga framleiðsluna markaðsaðstæðum, en þeir héldu með sér fund um stöðuna á Hótel Sögu í gær. Krókabátar fá um 26 þús. þorsktonn ÞORSKAFLAHEIMILDIR króka- báta á fiskveiðiárinu 1996/1997 sem hefst þann 1. september nk. miðast við 25.854 lestir, en inni í þeirri tölu eru 500 lestir sem Byggðastofnun hefur til ráðstöfun- ar til þorskaflahámarksbáta. Auk þess hafa krókabátar fengið úthlut- að 2.200 lestum af ýsu, 1.900 lest- um af ufsa og 2.500 lestum af stein- bít, en nýlunda er að steinbítur sé bundinn aflahámarki. Krókabátum hefur nú verið skipt upp í þijá flokka. Bátar sem stunda veiðar með þorskaflahámarki eru langfjölmennastir, en í þeim hópi eru 533 bátar sem fá samtals 20.964 þorskveiðiheimildir í sinn hlut. Bátar, sem stunda veiðar á sóknardögum með handfærum og línu, eru 185 talsins og fá að veiða 1.836 þorsktonn. Bátar, sem stunda veiðar á sóknardögum með hand- færum eingöngu eru 291 að tölu og hafa fengið í sinn hlut 2.554 þorskaflaheimildir. Tölur þessar eru Þorskaflaheimildir krókabáta á fiskveiðiárinu 1996 -1997 Þorskafla- heimildir m.v. Fjöldi óslasgðan báta fisk (lestir) Veiðikerfi Þorskalfa- hámark 533 20.964 Sóknardagar með handfærum og linu 185 1.836 Sóknardagar með handfærum eingöngu 291 2.554 Samtals 1.009 25.354 Heimild: Fiskistofa, 21.08.96 miðaðar við óslægðan físk. Engir banndagar verða lengur hjá króka- bátum á næsta fiskveiðiári auk þess sem skiptingu fískveiðiársins í tíma- bil hefur verið hætt. - ERLENT Reuter Betri horfur í Kína ÁSTAND á flóðasvæðunum í suðausturhluta Kína hefur held- ur færst í betra horf og ekki lengur talin hætta á að flóð- varnargarðar við Dongting- vatn í Hunanhéraði bresti. Ekki er enn mögulegt að byrja að dæla vatni af ökrum og vegum, og því fara menn á bátum um götur borgarinnar Yuanjiang í Hunanhéraði (myndin til hægri), því yfirborð Jangtsefljóts, sem vatninu yrði dælt í, er enn ny ög hátt þótt ekki sé talin mikil hætta á frek- ari flóðum. Hundruð þúsunda manna haf- ast við uppi á flóðvarnar- görðunum, þeirra á meðal er Tong Yue Xiang (að ofan), sem hér heldur á barnabörnum sín- um, drengjunum Wen og Wu. Foreldrar strákanna fóru til nærliggjandi bæjar í atvinnuleit áður en flóðin hófust, en hafa ekki getað snúið til baka. Voru strákarnir skildir eftir í umsjá afa og ömmu, og fyrir tveim mánuðum urðu þau að flýja upp á flóðvarnargarð þar sem þau hafa hafst við síðan. „Flúðu í ofboði“ Þórir Guðmundsson, starfs- maður Alþjóðasamtaka Rauða krossins og Rauða hálfmánans, tók myndina af Tong og drengj- unutn. Segir Þórir að fólkið, sem heldur til uppi á varnar- görðunum, megi búast við að dvelja þar í tvo mánuði í við- bót. Fólkið búi við hrikalegar aðstæður. „Menn flúðu í ofboði þegar stíflugarðarnir voru við það að bresta, og þá var í raun ekkert hægt að fara nema upp á garðana sjálfa." Þórir segir að hjálparstarf kínverska Rauða krossins sé vel skipulagt og umfangsmikið. Miðist það allt að því að ekki komi upp farsóttir, en í fyrri flóðum í landinu hafa flestir látist af völdum sjúkdóma. „Hvar sem flóttafólk er þar er Rauði krossinn með heilsu- gæslulið, og í þeim eru tveir læknar, hjúkrunarfræðingur, lyfjafræðingur og smitsjúk- dómafræðingur, og hann er ekki síst mikilvægur." Alls eru um fimmtán hundruð slíkir hóp- ar að störfum á flóðasvæðunum. „Þeir eru alveg staðráðnir í því að það fái enginn að deyja úr farsóttum," segir Þórir. Powell eflir Dole en forskot Clintons eykst Louisville, Washington. Reuter. COLIN Powell, fyrrverandi forseti bandaríska herráðsins, kom óvænt fram á kosningafundi Bobs Doles, forsetaefnis repúblikana, með fyrrverandi hermönnum í fyrra- kvöld. Powell nýtur mikillar virð- ingar og vinsælda meðal Banda- ríkjamanna vegna þáttar hans í Persaflóastyijöldinni og þátttaka hans í kosningabaráttunni þykir þýðingarmikil fyrir Dole. Ekki er vanþörf á þessum stuðningi því skoðanakannanir benda til þess að fylgi Doles fari nú snarminnk- andi eftir að hafa aukist verulega í kjölfar flokksþings repúblikana. Powell fór lofsamlegum orðum um Dole sem málsvara öflugra varna og stríðshetju í síðari heims- styijöldinni. „Framtíðarsýn hans byggist meðal annars á því að Bandaríkin gegni forystuhlutverki í heiminum sem sefar vini okkar en gerir óvinunum ljóst að við höfum styrk og vilja til að veija okkur og hagsmuni okkar.“ Powell reyndi ennfremur að kveða niður orðróm um að hann kynni að verða utanríkisráðherra ef Dole bæri sigur úr býtum í for- setakosningunum eftir 12 vikur. Hann sagði þá ekkert hafa rætt þennan möguleika og forgangs- verkefnið nú væri að tryggja for- setaefni repúblikana sigur. Powell er málsvari umburðar- lyndis og hófsamrar stefnu í fé- lagsmálum innan repúblikana- flokksins og stuðningur hans gæti tryggt Dole mörg atkvæði óháðra kjósenda. Forskot Clintons eykst Dole sakaði stjórn Bills Clintons forseta um að hafa ekki veitt nægilegu fé í að efla bandaríska herinn og bæta kjör hermanna. Hann sagði að til marks um þetta væri að hartnær 17.000 hermenn gætu ekki framfleytt fjölskyldum sínum og þyrftu matarmiða frá bandarísku stjórninni til matarkaupa. „Þetta ætti ekki að koma fýrir menn sem klæðast bandaríska herbúningnum.“ Ef marka má skoðanakannanir nýtur Dole nú minni stuðnings eftir að hafa saxað verulega á forskot forsetans vegna flokks- þingsins. Samkvæmt nýjustu könnun ABC-sjónvarpsins hefur Clinton náð 12 prósentustiga for- skoti að nýju, er með 49% fylgi en Dole aðeins 37%. Ross Perot, forsetaefni Umbótaflokksins, nýt- ur stuðnings 10% kjósenda. Skekkjumörkin eru 3,5 prósentu- stig. Clinton er með sama forskot samkvæmt könnun dagblaðsins New York Times og CBS-sjón- varpsins, með 49% gegn 37%, en Perot er þar aðeins með 7% fylgi. Demókratar vona að fylgi Clint- ons aukist frekar eftir flokksþing þeirra sem hefst í Chicago á mánu- dag. Lög um hækkun lágmarks- launa, sem Clinton staðfesti á þriðjudag, eru einnig líkleg til að styrkja stöðu forsetans, en þau hækka tímakaup 10 milljóna manna um 90 sent, eða sem svar- ar 60 krónum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.