Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 21 Morgunblaðið/Árni Sæberg INGIBJÖRG Kaldal og Jón Kaldal II undirbúa sýninguna Kaldal - Aldarminning. Sýning á ljósmyndum Jóns Kaldal Sumar- söngvar á Hellissandi SUMARSÖNGVAR nefnast tónleik- ar sem haldnir verða í félagsheimil- inu Röst, Hellissandi, laugardaginn 24. ágúst kl. 20.30. Þar koma fram Jirír ungir einsöngvarar, Ingveidur Ýr Jónsdóttir, íris Erlingsdóttir og Hjörtur Hreinsson og syngja þekkt íslensk einsöngslög og erlend ljóð og óperuaríur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Ingveldur var síðasta vetur við Óperuna í Lyon í Frakklandi, þar sem hún söng í fimm óperuuppfærsl- um. íris hefur tekið þátt í fjölmörg- um söngleikjum og óperuuppfærsl- um Þjóðleikhússins með Þjóðleikhús- kórnum, en hún er nú formaður hans. Hjörtur nam við Nýja tónlist- arskólann en er nú við nám í Tónlist- arskólanum í Vín. Kór Ingjaldshólskirkju mun einnig syngja tvö verk á tónleikunum og Ingveldur Ýr syngja einsöng með kómum í öðru, en stjórnandi kórsins er Kay Wiggs. Helga Braga Jónsdótt- ir, leikkona mun lesa tvö ljóðanna sem sungin verða en kynnir á tónleik- unum verður Jón Hjartarson, leikari. Tónleikarnir eru haldnir í minn- ingu hjónanna Hjartar Jónssonar, hreppstjóra frá Munaðarhóli og Jó- hönnu Vigfúsdóttur, en hún ték á orgel og stjórnaði söng í Ingjalds- hólskirkju í yfir 50 ár. Það er nokk- uð sérstætt við þessa tónleika að flestir flytjenda eru afkomendur eða nánir ættingjar þeirra hjóna. Allur ágóði af þessum tónleikum rennur í orgelsjóð, sem Kvenfélag Hellissands stofnaði eftir andlát Jó- hönnu, sem lést í apríl 1994, en hún var lengi formaður félagsins. Til- gangur sjóðsins er að stuðla að kaup- um á pípuorgeli í Ingjaldshólskirkju. Tónleikarnir verða endurteknir í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík sunnudaginn 25. ágúst kl. 17. Þar mun Jón Vigfússon leika stuttan forleik eftir Bach á orgel kirkjunn- ar. Selt verður inn á tónleikana við innganginn á báðum stöðum. ------------»-»-♦----- Samsýning í Umbru í DAG kl. 17-19 verður opnuð sýn- ing í Gallerí Úmbru á Bernhöftstorfu á verkum Gests Þorgrímssonar, Rúnu Sigrúnar Guðjónsdóttur og Guðnýjar Magnúsdóttur. Á árunum 1976-1980 vann Guðný með Gesti og Rúnu á vinnustofu þeirra í Reykjavík og á því tímabili héldu þau nokkrar sameiginlegar sýningar, þar á meðal „vinnustofu- sýningar" á Laugarásveginum. Á sýningunni í Úmbru tefla þau saman verkum sínum á ný. Stein- skúlptúrar eftir Gest, veggmyndir eftir Rúnu unnar á steinleirsflísar, skálar og diskar Guðnýjar eru uppi- staða verkanna á þessari fimmtu samsýningu þeirra. Sýningin stendur til 11. septem- ber og er opin þriðjudaga til laugar- daga kl. 13-18 og sunnudaga kl. 14-18. -----»'■♦■ »--- Hádegistón- leikar í Hall- grímskirkju í DAG, fimmtudag leikur Árni Arin- bjarnarson, organisti í Grensárs- kirkju á hádegistónleikum Hall- grímskirkju. Á efnisskránni verður Prelúdía og fúga í c-moll eftir Bach, Sónata í A-dúr op. 65 nr. 3 við sálm- inn Aus tichter Not schrei ich zu dir eftir Mendelssohn og Tokkötu og fúgu í D-dúr eftir Max Reger. Árni Arinbjarnarson hefur verið mjög virkur í tónlistarlífi íslendinga um langt skeið, bæði sem fiðluleik- ari í Sinfóníuhljómsveit Islands og sem organisti. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og er aðgangur ókeypis. SÝNING á ljósmyndum Jóns Kal- dals (1896-1981), Kaldal - Aldar- minning, verður opnuð í Nýlistasafn- inu við Vatnsstíg 3b, laugardaginn 24. ágúst. Á sýningunni verða á annað hundrað myndir, sem skiptast í þtjá meginhluta: Uppistaða sýning- arinnar eru frumeintök mynda Jóns Kaldals, 82 talsins, en stór hluti af þeim myndum var sýndur á sýningu ljósmyndarans, „Svart og hvítt“, sem haldin var árið 1966 og var fyrsta ljósmyndasýning einstaklings hér á landi. Einnig verða sýndar 24 nýjar stækkanir sem unnar voru eftir upprunalegum glerplötum Kal- „Það er TÖNLIST Grcnsáskirkja BARNAKÓRAR Yip’s children’s choir og þrír barna- kórar í Grensáskirkju þriðjudaginn 20. ágúst kl. 20.30. ÓHÆTT er að segja að sönggleði hafi ríkt í hinni nýju kirkju Grensás- safnaðar síðastiiðið þriðjudagskvöld þar sem 150 börn voru saman kom- in til tónleikahalds. Yfirskrift tón- leikanna „Undir sömu sólu“ táknar að þrátt fyrir fjarlægð og ólíka siði þá eigum við aðeins eina sól og erum öll hennar. Yip’s children’s choir var stofnað- ur 1983 af Dr. Yip Wai Hong og eru meðlimir 800. Kórinn er hluti nemenda í söng- tjáningar- og tón- listarstofnun sem ætluð er börnum á aldrinum sex mánaða til sextán ára. Skólinn starfar á fjórum stöðum í Hong Kong og sækja hann um 1.700 nemendur. Listamiðstöð Dr. Yips hefur vakið alþjóðlega athygli og einnig viðhorf hans til tónlistar- uppeldis. Hann hefur skrifað bækur og haldið fyrirlestra um þau mál við háskóla víða um heim og nú þegar hafa verið stofnuð tvö útibú af „Yip’s children’s choir and performing Arts Centre" í Los Angeles í Bandaríkjun- um og Toronto í Kanada. Þau sextíu börn sem valin eru í aðalkórinn eru á aldrinum 9-16 ára og búa mörg þeirra yfir einstökum tóniistarhæfileikum. Kórinn hefur ferðast nánast um allan heim og ástæðuna fyrir komu hans nú má þakka boði til Oxford í Englandi. Þangað halda þau að lokinni heim- sókninni hér á landi. Kórfélagar hafa búið á heimilum barna í barnakórum dals, en þær gefa mynd af daglegu starfi ljósmyndarans. Þessar myndir hafa ekki komið fyrir sjónir almenn- ings áður. í þriðja lagi eru sýndir ýmsir munir úr fórum Kaldals, til að mynda Norska stúdíóljósmyndavélin sem hann notaði frá því að hann opnaði stofu sína við Laugaveg 11 árið 1925 og þar til hann iét af störf- um sökum veikinda árið 1974. Sýn- ingin stendur til 15. september. í tengslum við sýninguna kemur út bókin Kaldal - Aldarminning sem hefur að geyma allar myndir sýning- arinnar, fræðileg úttekt á ljósmynd- aranum eftir Einar Fal Ingólfsson, Grensáskirkju og hafa notið íslenskr- ar náttúru og mikils íýmis sem ekki er að finna á þeirra heimaslóðum. Dr. Yip stofnaði kórmiðstöð sína einmitt til þess að börn gætu komið saman eftir erfiða skólaviku og „leikið sér“. Leikurinn felst í tónlist- ariðkun á laugardögum og sunnu- dögum, fimm til átta tíma í senn. Það er leikur að læra! Tónleikarnir hófust með því að kínversku börnin gengu inn með ljós og sungu Vocalisu eftir S. Rachman- inoff í raddsetningu R. Artman við undirleik tveggja fiðluleikara kórsins og píanóleikarans Ang Shan. Þá fylgdu þijú kirkjuleg verk í kjölfarið. Börnin spiluðu því næst á sérsmíðað- ar bjöllur og einnig lék ungi fiðlusnill- ingurinn Andrew Ling Prelúdíu og Allegro eftir G. Pugnani-Kreisler og söng kórinn hljómsveitarpartinn. myndstjóra Morgunblaðsins og MA í ljósmyndun og grein um æviferil Kaldals. Ritstjóri bókarinnar er Jón Kaldal III. sem einnig gefur bókina út í samvinnu við bókaútgáfuna Bjart. Bókin verður seld á sýningar- stað og í bókaverslunum. Jón Kaldal var tuttugu og tveggja ára gamall þegar hann hélt tii Kaup- mannahafnar 1918 í þeim erinda- gjörðum að læra ljósmyndun. Sjö árum síðar sneri Jón heim frá námi og opnaði ljósmyndastofu sína við Laugaveg 11. Rekstur ljósmynda- stofunnar stóð óslitið í um það bil fimm áratugi. Efnisskráin var í alla staði fjöl- breytt og vel flutt. Tónverkin voru frá ýmsum tónlistartímabilum vest- rænnar og austrænnar tónlistar. Fyrir okkur Islendinga var hápunkt- urinn sennilega þegar þau klæddust kínverskum silkibúningum í öllum regnbogans litum og fluttu söngleik- inn „Tunglskinshátíðin" með dansi og hljóðfæraleik. Á meðan kínversku börnin skiptu um búninga, hlýddu tónleikagestir á söng barna- og kammerkórs Grens- áskirkju og glöddust yfir góðum árangri kórsins. í lokin sungu kór- arnir saman syrpu úr Söngvaseið og lag stjórnandans Dr. Yip Wai Hong, „We the Children" og féllu þá tár á brá því svo sannarlega á söngurinn sér engin landamæri. Margrét J. Pálmadóttir. Konur í Yínarfíl- harmóníuna Vín. Reuter. FÍLHARMÓNÍUHUÓMSVEIT Vínarborgar mun ráða konur til vinnu vegna þess að ekki er völ á nógu mörgum, hæfum, karlkyns hljóðfæraleikurum, að því er stjórnandi hljómsveitarinnar greindi frá á þriðjudagskvöld. Hljómsveitin hefur verið eitt síð- asta vígi karlmanna í Austurríki. Stjórnandinn, Werner Resel, sagði í sjónvarpsviðtali að um 65 af hundraði nemenda í tónlistar- skólum væru konur. „Þetta eitt gerir að verkum að við verðum að taka við konum,“ sagði hann. Fílharmóníuhljómsveit Vínar- borgar var stofnuð 1842 og er meðai annars þekkt fyrir nýjárs- konserta sína. Hefur sveitin verið beitt miklum, pólitískum þrýstingi til þess að ráða konur til hljóðfæra- leiks. Hafði menningarmálaráð- herra landsins, Rudolf Scholten jafnvel hótað að skrúfa fyrir ríkis- styrki til sveitarinnar ef ekki yrði látið af þeirri stefnu að ráða ein- ungis karlmenn. „Eg býst við að innan fárra ára verði talsverður fjöldi kvenna í Fílharmóníuhljómsveitinni," sagði Resel. -----» ♦ ♦----- Agatha sýnir á Stokkseyri NÚ STENDUR yfir 15. einkasýn- ing Agöthu Kristjánsdóttur í kaffi- húsinu Við fjöruborðið á Stokks- eyri. Agatha er Reykvíkingur fædd 1935. „Hugur henar hefur hneigst til myndlistar hin síðari ár og hef- ur hún starfað í rúman áratug að henni. Hún hefur aflað sér þekkingar í gegnum sjálfsnám og sótt hin ýmsu námskeið sem í boði hafa verið. Einnig hefur hún verið meðlimur í Myndlistaklúbbi áhugamanna um árabil. Þar hafa leiðbeint virtir myndlistarmenn,“ segir í kynningu. Allar myndirnar eru unnar með olíu á mesonit. Sýningin er opin aila daga og um helgar frá kl. 13-23 og lýkur 7. september. Einnig stendur yfir sýning á myndum hennar í Nesbúð á Nesja- völlum. Þar er opið alla daga og um helgar. --------------- Síðasti sýn- ingardagur á Blóma- skreytingum SÍÐASTI sýningardagur á Blómaskreytingum eftir Jón Arn- ar Sverrisson blómaskreytinga- fræðing í Listasetrinu Kirkju- hvoli, Akranesi, er í dag, fimmtu- dag. Þar sýnir hann skreytingar og skúlptúra úr náttúruefnum. Sögusýning Á morgun, föstudag, hefst í Listasetrinu Kirkjuhvoli sögusýn- ing í tilefni af 100 ára afmæli Akrneskirkju, þar verða sýndir gripir og myndir frá starfi kirkj- unnar sl. eitt hundrað ár. Þeirri sýningu lýkur 1. septem- ber. Listasetrið er opið daglega frá kl. 14-16.30 og eru allir vel- komnir. leikur að læra“ Morgunblaðið/Ásdís SÖNGURINN á sér engin landamæri...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.