Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Að halda tónleika? Morgunblaðið/Örlygur Siguijónsson ÍSLANDSLAG eftir Rúnu Gísladóttur. Rúna sýnir í Þrasta- lundi RÚNA Gísladóttir heldur nú sýn- ingu í Þrastalundi i Grímsnesi og munu myndir hennar verða þar til sýnis fram í september. Rúna stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskólann 1978-82 og einnig í Noregi um tíma. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar auk þess sem hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði hér á landi og erlendis. Hún starfar á eigin vinnustofu að Suðurströnd 2, Seltjarnamesi og rekur einnig eigin myndlistarskóla: Myndmál að Látraströnd 26 þar í bæ. Myndir Rúnu í Þrastalundi eru „collage“ myndir og málverk og eru verkin öll til sölu. TONLIST Norræna húsid PÍ ANÓTÓNLEIKAR Amhildur Valgarðsdóttir hélt sína aðra tónleika og Iék verk eftir Chop- in, Kautavaara og einnig var frum- flutt stutt verk eftir Amhildi. Þriðju- dagurinn 20. ágúst, 1996. Á FYRRI hluta tónleikanna lék Arnhildur allar ballöðurnar eftir Chopin en þessi glæsiverk hafa af mörgum verið talin mestu píanó- skáldverk Chopins. Öll búa þau yfir ljóðrænum og sérlega skáldlegum hugmyndum, spanna vítt svið til- finninga, allt frá fínlegri viðkvæmni til brennandi ástríðna og eru allar töluvert tæknilega erfíðar. Arnhild- ur lék þær mjög hægt og það verð- ur að segjast eins og er, að hún réð alls ekki við átakaþættina, þó á stundum næði hún að móta léttustu kaflana nokkurri ljóðrænu. Þrír tónlistarnemendur léku píanótríó eftir Arnhildi og þar mátti heyra m.a. þrásteíja vinnuaðferðir og ef til vill gæti verkið hljómað sannfærandi sem tónsmíð, ef hún væri leikin af fullþroskuðu tónlist- arfólki. Verkið er stutt og frekar áheyrilegt. Tónleikunum lauk með píanósón- ötu nr. 2 eftir Rautavaara og þar var leikur Arnhildar á köflum ágæt- ur, þó verkið geti ekki talist merki- leg tónsmíð. Þar mátti m.a. heyra nokkuð mikið af hljómklasaleik (clusters), sem Henry Cowell notaði fyrstur manna í verki sínu The Tides of Manaunaun árið 1912 og komst í tísku um 1945. Margir ágætlega menntaðir tón- listarmenn starfa vel að sínum málum án þess að koma nokkurn tíma fram sem „sólistar". Þeir vita sem er, að tónleikahald er aðeins fyrir fáa og útheimtir margt fleira en að kunna verkin utanað, því á tónleikum gera áheyrendur miklar kröfur til flytjenda, varðandi tækni og túlkun. En hvenær á að „spila fyrir fólk“ og hvers konar tónlist hlýtur ávallt að byggjast á gagn- rýni hvers og eins en í því máli getur góður leiðbeinandi gefið góð og dýrmæt ráð. Jón Ásgeirsson Norræna húsið Skáldskapur eftir ungar skáldkonur í OPNU húsi í Norræna húsinu fímmtudaginn 22. ágúst kl. 20 verð- ur dagskrá í Norræna húsinu í umsjá 'Þóreyjar Sigþórsdóttur, leik- konu, þar sem kynntur verður skáldskapur eftir nokkrar efnileg- ustu ungu skáldkonur íslands. Þetta er seinasta uppfærsla Þór- eyjar á þessari dagskrá í Norræna húsinu þetta sumarið. Dagskráin hefst með einleiknum „Skilaboð til Dimmu“ eða „medde- lande till Dimma“ eftir Elísabetu Jökulsdóttur í þýðingu Ylvu Hell- erud. Þetta verk hefur Þórey flutt áður, m.a. á Nordisk Forum í Finn- landi og í Stokkhólmi fyrr á þessu ári. Einleikurinn verður fluttur á sænsku. „Að loknu hléi mun Þórey kynna skáldskap á mjög óhefðbund- inn hátt, þar sem hún hefur fært sér í nyt ólíka listmiðla til að koma Ijóðunum á framfæri. Umgjörð ljóð- anna er „staður konunnar" heimilið, þar sem hugmyndirnar fæðast í daglegu amstri," segir í kynningu. Flutt verða ljóð eftir Elísabetu Jökulsdóttur, Gerði Kristnýju, Kristínu Omarsdóttur, Lindu Vil- hjálmsdóttur. Ylva Hellerud þýddi. Dagskráin verður flutt á íslensku og sænsku. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Ásdis Kristinn G. sýnir í Den Haag SÝNING á verkum Kristins G. Jó- hannssonar var opnuð í Den Haag í Hollandi 9. ágúst síðastliðinn. Sýningin er í Galerie Anton Gidding við Mauritskarte. „Að þessu sinni sýnir Kristinn 18 olíumálverk sem öll eru unnin síðustu tvö ár og hafa tilvísanir til íslenskrar náttúru með þeim hætti sem listamaðurinn hefur tamið sér undanfarinn áratug eða svo. Verkin eru unnin með þennan sýningarsal í huga en boð bárust fyrir þrem árum um sýningu þar og varð að ráði nú meðal annars vegna þess að listamaðurinn verð- ur sextugur á þessu ári“, segir í kynningu. Sýningin stendur til 25. ágúst næstkomandi. Við, um okkur, frá Barbie,til okkar! Margrét Hug- rún sýnir í Kaup- mannahöfn UNG listakona Margrét Hug- rún Gústafsdóttir opnar einka- sýningu í Gallerí Eat me, á Sortedam Dossering númer 5 við Dronning Lousies brú í Kaupmannahöfn föstudaginn 23. ágúst frá kl. 18-22. Yfirskrift sýningarinnar er „Dressed?“. Á sýningunni koma fram tíu einstaklingar klæddir í nekt, segir í kynn- ingu. Sýningin stendur yfir í þijár vikur. Miðnætursýning áStoneFree VEGNA mikillar aðsóknar hef- ur verið efnt til aukasýningar á leikritinu Stone Free eftir Jim Cartwright annað kvöld kl. 23.30. Stone Free hefur verið sýnt í Borgarleikhúsinu frá 12. júlí og hafa þegar verið 14 sýn- ingar og uppselt á þær allar. Aukasýningin á morgun er miðnætursýning, en þegar hef- ur verið ein miðnætursýning. Miðasalan er opin frá há- degi. DANSLIST Borgarlcikhúsið DANSLEIKHÚS MEÐEKKA Dansleikhús með ekka sýndi „Og hún þurrkaði sér i framan eða Leó, ó Leó.“ Aino Freyja og Kolbrún Anna BjöriLsdóttir leiklistamemar, Karen Maria Jónsdóttir og Ema Ómarsdótt- ir nútimadansnemar vom með tæp- lega klukkustundar langa sýningu á sunnudagskvöldið á litla sviði Borg- arleikhússins. Þar fengu áhorfendur að sjá svokallað dansleikhús, blöndu af nútímadansi, leik og textaflutningi. Á LITLA sviði Borgarleikhússins fengu áhorfendur að sjá svokallað dansleikhús, blöndu af nútímadansi, leik og textaflutningi. Stúlkurnar lögðu greinilega metnað sinn í að vel mætti takast og víst má telja að miklar æfíngar og pælingar liggja að baki sýningunni. Undirrituð verður að viðurkenna að henni þótti ekkert sérstaklega gaman. Hvers vegna? Jú, ef til vill fannst mér verkið skorta tilgang, vera án heildarmyndar, nánast ein- göngu stuttmynda hrina. Nú verð ég að vera minnug þess, að þetta form ku vera vinsælt erlend- is og stúlkurnar náttúrulega undir áhrifum frá því umhverfi þar sem þær eru við nám. Mikill kraftur og dugnaður er í þessum ungu konum og gott að sjá bjartsýnisglampann í augum þeirra. Osk mín er sú að þær megi alltaf hafa góða skemmtun af því að stíga á svið eins og ekki fór á milli mála að þær höfðu á sunnudagskvöldið. Ekki ætla ég að gera upp á milli stúlknanna en kraftmikill dans Ernu og samdans hennar og Karenar er mér ofarlega í huga, sem vel gert atriði. „Samtalssena við vitlaust fólk“ var vel gerð og skemmtilega útfærð og hefði þolað vel að vera lengri. Sömuleiðis kostuleg sena með Barbie og setningum úr Islendinga- sögunum, alveg eins og unglings- stúlkur í mestu vandræðum með sig, svona eins og gengur. Þar voru þær stöllur nokkuð raunsannar í túlkun og Aino Freyja sem gelgjan uppmál- uð þegar hún var að máta eyrnalokk- ana. Framsögn var nokkuð misjöfn en fagmannlegust hjá þeirri síðast nefndu. Kolbrún Anna fannst mér vera of hlédræg í sýningunni, jafn- vel feimin, vonandi venur hún sig af því hið fyrsta. Þá hafði Leó, ósýni- leg persóna í verkinu, nokkur áhrif því eftir eina slíka Leó senu mátti heyra litla sæta barnsrödd úr sal segja hátt og snjallt í þögninni, „hver er hann“! Það má því segja að list af öllu tagi hafi áhrif og þá er til- ganginum náð! Áhorfendur virtust hafa mjög gaman af sýningu ungu listnemanna og var þeim klappað lof í lófa og vel þakkað í lokin. Ásdís Magnúsdóttir KRISTINN G. við nokkur verka sinna. Yo Yo Ma spilar kántrí HINN heimskunni sellóleikari Yo Yo Ma mun senda frá sér disk á hausti komanda, en á honum verða ekki sígild verk, heldur amerísk sveitatónlist. Ma hefur gengið til samstarfs við tvo tónlistarmenn í Nashville í Tennessee, höfuðvígi sveitatónlistarinnar, fiðluleikarann Mark O’Connor og bassaleikarann og lagasmiðinn Edgar Meyer. Diskurinn á að heita Appalachia Waltz og á honum verður tónlist sprottin úr alþýðumúsík frá App- alachia-fjöllum og fiðluhefðinni í Texas. Hvorki O’Connor né Meyer eru sveitatónlistarmenn í hefðbundn- um skilningi. Meyer hefur að vísu unnið með listamönnum á borð við Lyle Lovett, en einnig James Tayl- or og The Chieftains, sem spila bluegrasstónlist, og einnig hefur hann starfað með Kammermús- íkfélaginu í Lincoln. O’Connor spil- ar jöfnum höndum á fiðlu og klass- ískan gítar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.