Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hver er framtíð rétt- argeðdeildarinnar? RETTARGEÐDEILDIN að Sogni hefur nú starfað í tæp fjögur ár. Erfiðlega gekk að koma starfsem- inni í gang m.a. vegna ágreinings um markmið og ekki tókst strax að ráða réttargeðlækni til starfa. Því var gripið á það ráð að á meðan sérmenntaður geðlæknir á þessú sviði fengist ekki til starfa á Sogni skyldi stofnunin kallast meðferðar- heimili í stað réttargeðdeildar. Ekki var mögulegt að fresta því lengur að hefja þessa starfsemi hér á landi. íslendingar höfðu fram að þessu sent réttargeðsjúka (ósakhæfa geð- sjúklinga) til vistunar á geðdeild í Svíþjóð en fyrir nokkrum árum var sænskri löggjöf um þetta málefni breytt þannig að ekki var lengur hægt að vista íslensku sjúklingana þar. Einnig kom fyrir að réttargeð- sjúkir væru settir í fangelsi en slíkt er nú bannað með lögum enda al- gjörlega óviðunandi ráðstöfun. Frá opnun Réttargeðdeildarinnar hefur starfsemin verið í stöðugri þróun, myndast hefur sérhæfður hópur starfsfólks, góður árangur hefur náðst í meðferð og endurhæf- ingu sjúklinga. Það dylst engum sem kynnir sér starfið að Sogni að hver sjúklingu. sem þar dvelur fær ekki bara faglega meðferð vegna sjúkdóms heldur einnig þá hlýju og öryggi sem þessum sjúklinum er nauðsynleg. Nú er að Sogni mynd- arlegur vísir að réttargeðdeild. Enn vantar þó ýmsa þætti t.d. frekari uppbyggingu eftirmeðferðar og göngudeildar og aukna þjónustu við geðsjúka fanga. í skýrslu eftirlitsnefndar Evrópu- ráðsins (CPT) um Sogn sem út kom 1994 er farið lofsamlegum orðum um starfsemina að Sogni. Sérfræðingar í málefnum réttargeð- sjúkra á Norðurlönd- unum hafa gefið starfseminni góða dóma og talið upp- byggingu réttargeð- deildar á íslandi á réttri braut. í svari sem barst frá stjórn Geðlæknafélags ís- lands við fyrirspurn sem ég og Ásta R. Jóhannesdóttir þing- maður Þjóðvaka send- um félaginu varðandi afstöðu þeirra til Rétt- argeðdeildar að Sogni kom fram að stjórn Geðlæknafélags Islands teldi stofnunina hafa farið vel af stað og að þar sé vandað til faglegrar vinnu. Stjórnin telur þetta mótunarstarf enn vera á viðkvæmu stigi og ekki sé eðlilegt að sameina þetta sérhæfða svið eða setja það undir aðrar geðdeildir eða stofnan- ir. Stjórnin telur að deildin að Sogni þurfi að fá að þróa starfshætti sína sjálfstætt í samstarfi við aðila heil- brigðis- og dómskerfis og í sam- starfi við hliðstæðar stofnanir er- lendis. Þegar deildin að Sogni var opnuð var gert ráð fyrir að þar færi fram ótímabundin vistun ósakhæfra geð- sjúklinga. Lítil reynsla var af með- ferð þeirra hér á landi og réttar- staða þeirra lítið verið í umræð- unni. Þetta svið heilbrigðisþjónustu var nánast ómótað hér á landi. Fljótlega eftir að yfirlæknir var ráðinn til starfa að Sogni fóru línur að skýrast um þetta flókna mál- efni. Ekki var í raun lengur ástæða til að flokka deildina sem meðferðarheimili eftir að sérfræðingur í rétt- argeðlækningum hóf þar störf ásamt félags- ráðgjafa og hjúkrunar- fræðingum með sér- hæfingu í meðferð rétt- argeðsjúkra. Saman myndar fagfólk með- ferðarhóp sem hefur með höndum meðferð og endurhæfingu og skipulag öryggisgæslu. Á Sogni starfa einnig staðarhaldari, gæslu- menn og starfsfólk í eldhúsi. Starfsþjálfi hefur verið að Sogni til þessa en nýlega var honum sagt upp að kröfu „tilsjónarmanns" stofnunarinnar. Undarleg ráðstöfun á deild þar sem markmiðið er að meðhöndla og endurhæfa sjúklinga. Að Sogni hefur tekist vel að skapa hlýlegt og jákvætt umhverfi. Línur eru því orðnar nokkuð skýrar um hvernig eðlilegt er að byggja upp réttargeðdeild á íslandi og laga- setning um slíka stofnun er orðin aðkallandi til að tryggja hagsmuni sjúklinganna. Ljóst er að starfsemin hefur þegar skilað miklum árangri. Sjúklingar hafa hlotið meðhöndlun og endurhæfingu. Eftir útskrift er þeim veitt áframhaldandi meðferð og stuðningur. Þáttur eftirmeðferð- ar og göngudeildar hefur ekki enn hlotið náð fyrir augum heilbrigðis- og dómsyfirvalda þó að vitað sé um nauðsyn þess þáttar til að tryggja varanlegri árangur. Það hefur sýnt sig að sá rammi Margrét Frímannsdóttir sem stofnuninni var í upphafi settur í fjárlögum ríkisins er óraunhæfur enda miðaður við allt aðra starfsemi en nú fer þar fram. Heilbrigðis- og dómsyfirvöld hafa enn ekki viljað horfast í augu við eðli þessa verkefn- is sem við komumst ekki lengur hjá að sinna og allir virðast vera búnir að gleyma því hvað það kostaði þjóð- félagið að senda þessa sjúklinga til meðferðar erlendis. Sl. vetur óskaði rekstrarstjórn Sogns, að kröfu heil- brigðisráðuneytis, eftir því að stofn- uninni yrði skipaður „tilsjónarmað- ur“. Honum var falið að skila tillög- um um rekstrarfyrirkomulag stofn- unarinnar. Engin krafa var af hálfu ráðuneytis um þekkingu „tilsjónar- manns“ á eðli þeirrar starfsemi sem fram fer að Sogni. Vinnubrögð hans hafa verið afar einkennileg og al- gjörlega óviðunandi. Má t.d. nefna ummæli hans í ijölmiðlum um launa- mál einstakra starfsmanna á Sogni Fjárlagaramminn fyrir Sogn, segir Margrét Frímannsdóttir, var óraunhæfur í upphafi. og að þeirra afstaða stjórnist ein- göngu af persónulegum hagsmun- um! Einnig lýsti hann þeirri skoðun sinni að yfirlýsing stjórnar Geð- læknafélagsins um starfsemina að Sogni og framtíð hennar væri stuðn- ingsyfírlýsing þess við kjarabaráttu yfirlæknisins! „Tilsjónarmaðurinn" er settur til verka af heilbrigðisráð- herra. Hafí heilbrigðisráðherra ekki verið sammála þessum lýsingum starfsmanns ráðuneytisins þá hefur það hvergi komið fram. „Tilsjónar- maðurinn" hefur eftir því sem ég best veit lítið sem ekkert rætt við starfsfólk að Sogni og getur því ekkert fullyrt um faglega vinnu né innræti þeirra sem þar starfa. Und- anfarið hefur athygli tilsjónarmanns og ráðuneytis beinst að samningi við Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi um rekstur „meðferðarheimilisins" að Sogni. í nafni hagræðingar á að leggja niður réttargeðdeildina og hverfa með því nokkur ár aftur í tímann með rekstri „meðferðarheim- ilis“. Hugsunin að baki þessu er vafalaust sú að á meðferðarheimili er hægt að hafa ódýrari starfskrafta þar sem ekki er gerð krafa um sömu sérhæfíngu og á réttargeðdeild. Réttlætingin á þessum hugmyndum er sú að með því að flytja rekstur og stjómun á sjúkrahúsið sé mögu- legt að „stórefla geðþjónustu við fanga á Litla-Hrauni“ auk þess sem þessi samningur er sagður „breyta miklu um geðheilbrigðisþjónustu við alla Sunnlendinga". Bent skal á að nokkrir fangar hafa fengið tíma- bundna meðferð að Sogni. Ýmis skipulagsvandamál hafa komið upp í því sambandi en þau verða ekki leyst með fyrrnefndum tillögum til- sjónarmanns. Að ekki sé talað um að í sömu tillögum er gert ráð fyrir að dregið skuli úr faglegum kröfum og dregið skuli úr endurhæfíngu og öryggisgæslu samanber orð ráð- herra varðandi fækkun gæslu- manna. Eftir öll þau átök og kostnað sem fylgt hefur uppbyggingu réttargeð- deildarinnar bera fyrirætlanir stjórnvalda vott um ótrúlegt ábyrgðarleysi. Slæmt er til þess að vita að heilbrigðisyfirvöldum skuli enn ekki vera ljós nauðsyn þess að réttargeðdeild starfi í landinu. Þá verkur furðu að heilbrigðisyfirvöld hugsi sér að koma á þjónustu við einn hóp þjóðfélagsþegna í nauð, þ.e. refsifanga, á kostnað annars hóps í líkum aðstæðum þ.e. réttar- geðsjúkra. Það er enn undarlegra að það fáa starfsfólk sem við mál- efnið starfar og sérhæft er orðið á þessu sviði, skuli ekki á nokkurn hátt vera haft með í ráðum þegar framtíð réttargeðdeildar er ákveðin. Svona vinnubrögð eru fráleit og engum til sóma Höfundur er formaður Alþýðubandalagsins. Hraðamælingar og lögreglan MIÐVIKUDAG- INN 14. ágúst skrif- ar Mats Wibe Lund grein í Morgunblað- ið, „Mannaveiðar í Reykjavík", og er tilgangurinn, að hans sögn, að vekja meðal annars áhuga og almenna um- ræðu um umferðar- mál, þ.e.a.s. um- ferðarhraða og hraðamælingar lög- reglunnar. Með þessum skrifum sín- um vakti hann svo sannarlega áhuga minn. Ég hef alla tíð verið mikill áhugamaður um um- ferðina almennt og kannski eðlilegt þar sem ég lifi og hrærist í þeim heimi og hef atvinnu af. Ljóst þyk- ir mér að reiði liggur að baki þess- um skrifum hans og kannski er hún eðlileg að ákveðnu leyti, þar sem hann hefur, ef dæma má af grein hans, orðið fórnarlamb ökuhraðans. Hann hefur ekki haft kjark til þess að fara að settum lögum um há- markshraða, heldur gefíð eftir og fylgt straumnum. Hann hefur fylgt þeim sem telja sig ekki þurfa að fara eftir settum reglum og lögum, sem því miður er allt of stór hópur ökumanna. Hann segir: „Það eru engin rök fyrir þessari veiði- mennsku „ólögreglunnar“.“ Ekki veit ég hvað hann á við með orðinu ólögregla og verð ég því að sætta mig við að fá skýringu á því seinna. En hvað varðar rökin og veiði- mennskuna þá skil ég það. Það eru nefnilega rök fyrir þessum vinnu- brögðum, sömu rök hér og á flestum ef ekki öllum öðrum stöðum erlendis, þar sem slíkar mælingar fara fram, nefnilega að halda niðri umferðar- hraðanum og sjá til þess að farið sé eftir lögum og reglum samfélagsins. Þar að baki liggur síðan annar tilgangur, nefnilega sá að fyrirbyggja slys og óhöpp, sem reyndar í dag er okk- ar samfélagi afskaplega dýr. Mats skrifar: „Þegar umferðin flytur ágætlega og allir eru á svipuðum hraða þá er einn og einn tekinn út úr og sektaður. Þetta er jafn fáránlegt og að leggja auka- skatt á alla sem eiga heima í húsum með oddatölu, eða tölu sem endar á 5 og 8.“. Þetta er barnaleg samlíking og lýsir best hversu gríðarlega lítil þekking liggur þarna að baki. Staðreyndin er hins vegar sú, að þegar hraðamæling á sér stað, koma ökutæki inn á ratsjána, sem ekki er ástæða til þess að stöðva, vegna þess einfaldlega að þeim er ekið á löglegum hraða, en þeir sem fara yfir hámarkshraða og bijóta þær reglur, eru stöðvaðir. Það er nefnilega ákveðið með lögum (reglugerðum) hver hámarkshrað- inn er á hveijum stað. Það næsta sem Mats kemur inn á í grein sinni er, að mögulega liggi eitt að baki hraðamælingum, það að ná í Ijár- magn fyrir ríkissjóð og finnst mér því liggja í augum uppi að hann telji að tilgangur með takmörkun hámarkshraða sé bundinn við það að ná í fjármagn og þyrfti því að stórefla lögregluliðið til að ná sett- um áfanga. En svo er ekki. Það eitt er markmið með hraðamæling- um lögreglunnar að halda niðri umferðarhraða, það að ökumenn aki á löglegum hraða, sem aftur á að skila okkur færri umferðarslys- um og minna eignatjóni, meira ör- yggi fyrir alla. Það eitt er markmið lögreglunnar með hraðamælingum, segir Jakob S. Þórar- insson, að halda niðri umferðarhraða. Núna er að fara í hönd sá tími sem skammdegið læðist yfír okkur og skólastarfsemi almennt að helj- ast. Börnin fara að koma aftur á götuna í meira mæli. Þetta eru allt hlutir sem allir þekkja en vert er að minna á og má segja að það átak, sem átt hefur sér stað í hraða- mælingum nú undanfarna daga, sé í beinum tengslum við það. Hitt er svo annað mál að þessar mælingar eiga sér stað allan ársins hring og ber kannski minna á þeim þar sem ekki er um hópvinnu að ræða að jafnaði. Mats segir seinna í grein sinni að ef ekki er um íjárþörf ríkisins að ræða, þá sé hugsanlega um að ræða hræðslu, hræðslu um að menn Jakob S. Þórarinsson fari sér að voða. Það er ekki bara vegna hræðslu um að ökumenn fari sér að voða, sem lögin um hámarks- hraða eru sett, heldur er verið að reyna að koma í veg fyrir að þeir stefni öðrum í voða, sem gerist því miður mjög oft. Hvað Vesturlandsveginn varðar, þá er það mjög eðlilegt að lögreglan sé að störfum þar. Hún nær þar til mjög stórs hóps hvað varðar mæl- ingar, og þar er einnig góð að- staða, ef góða skal kalla, til þess að taka bíla útaf, en stór brotalöm er í þeim efnum hjá hönnuðum umferðarmannvirkja í Reykjavíkur- borg. Til þess að standa að hraða- mælingum þarf nauðsynlega að skapa lögreglunni örugga og góða vinnuaðstöðu, aðstöðu sem tryggir öryggi allra sem hlut eiga að máli. Að lögreglan sé að hlífa ákveðn- um aðilum í samfélaginu, dæmið um Jón og séra Jón, vísa ég einfald- lega til föðurhúsanna. Hér í borg- inni er nokkuð algengt að ökumenn séu áminntir og þurfí því ekki að greiða sektir og tel ég nokkuð víst að þeir skipti þúsundum. Enda tel ég að lögreglumenn, sem hafa ekki mikið á milli handanna, hafi nokkuð góðan skilning á því í hvaða stöðu fólk er, sem ekki hefur úr miklu að spila, og það eru ekki neinir embættismenn eða framáfólk. Um þann þátt greinarinnar, þar sem vikið er að hraðakstri lögreglunnar, vil ég segja, að lögreglumenn eiga ekki að aka hraðar en hámarks- hraði kveður á um hveiju sinni og er það mál sem tekið er á og sí- fellt er reynt að fylgjast með innan lögreglunnar. Þeir hafa hinsvegar heimild í lögum til þess að bregða þar út af ef svo ber undir, án þess að hafa uppi hljóð- eða ljósmerki. Annars verð ég að segja að í grein sinni fer Mats um víðan völl og lætur eitthvert stundar-hugar- -ástand, sem erfítt er að henda reið- ur á, teyma sig áfram. Hvað það varðar hvort ólög eru betri en eng- in lög, þá ætti Mats að fylgjast aðeins með þróun þjóðfélagsmála í þriðja heiminum þar sem raunveru- leg ólög gilda og ef hann er sáttur við ástandið þar, þá á hann alltaf möguleika í stöðunni. Því spyr ég hvort fólk, almennt, vilji búa við þær aðstæður sem þar er að finna. Kærkomnar eru okkur í lögregl- unni allar ábendingar um hvernig við getum unnið betur og bætt okk- ur, svo ég tali nú ekki um aukinn mannskap, sem kostar peninga og það eru hreinar línur að í herbúðum lögreglustjórans í Reykjavík er ástandið ekki bara aumt heldur einnig auðmýkjandi hvað rekstrarfé varðar. Ég fagna því að fá umræð- ur um umferðarmál, eins og önnur mál, upp á borðið, en það er ekki bara nóg að skammast og reyna að vera fyndinn á annarra kostnað, heldur verða menn að hafa eitthvað til málanna að leggja hvað varðar úrbætur og leggja það þá þannig fram að mark sé á takandi. Ég hvet ykkur, ökumenn góðir, til þess að taka saman höndum og hjálpa lögreglunni við að ná þeim árangri að hægt sé að aka um borg- ina okkar, sem og annars staðar, án stöðugrar hættu sökum umferð- arhraðans og annarra umferðar- lagabrota. Sýnum ungu ökumönn- unum gott fordæmi. Hvað ungur nemur, gamall temur. Þetta ástand verður ekki lagað nema við öll ger- um það. Tökum því höndum saman og skoðum hvaða hagsmunir eru í veði. Öll umræða um umferðarmál er til góðs og hafi ökumenn eins og Mats Wibe Lund eitthvað fram að færa, sem hjálpað gæti okkur lögreglumönnum við að bæta um- ferðina, býð ég þá velkomna í Umferðardeild lögreglunnar. Að lokum þetta, ef allir ökumenn fara eftir settum lögum og reglum í umferðinni og ökutæki þeirra eru lögleg, fullyrði ég að þeir munu fá frið fyrir lögreglunni hvað varðar kærur og sektir er lúta að umferðar- málum. Höfundur er varðstjóri í lögreglunni í Rcykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.