Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 31 ERNA ARNARDÓTTIR + Erna Arnar- dóttir fæddist í Reykjavík 7. apríl 1960. Hún iést 6. desember síðastlið- inn í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Örn Gunnar- son, kennari, f. 4.3. 1920, og Anna E. Elíasdóttir, f. 18.4. 1928. Erna var yngst fimm systk- ina, en þau eru Elsa Karen, f. 8.6. 1947, Ómar, f. 31.8. 1950, Ingigerður, f. 6.4. 1954, og Gunnhildur, f. 21.9. 1957. Erna giftist 7.4. 1980 Loga Péturssyni, þau skildu. Þau eignuðust tvö börn, Úlfar, f. 26.5. 1978, og Thelmu, f. 8.7. 1983. Útför Ernu fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það er svo mikilvægt í lífinu að heilsast og kveðjast. Ég heilsaði þér í fyrstu bernskuminningu minni, ég hafði eignast litla systur. Þú komst eins og lítill engill inn í okkar systk- inahóp með blágræn augu og ljós- gullið hár en við hin svo dökk á brún og brá. Það var ekki svo sjald- an haft á orði við okkur hve miklar andstæður við værum í útliti. En líkar vorum við í anda, því systra- samband okkar var einstakt. Við sögðum stundum við börnin okkar þegar þau voru að kýta, trúiði því, en fram til þessa dags höfum við aldrei rifist? Og þetta þótti okkur einstakt. Kannski var það vegna þess að við vorum yngstar, stutt á milli okkar í aldri og við þurftum að standa saman. Snemma kom í ljós hversu gaman þú hafðir af að spila og tefla. Það kom nokkrum sinnum fyrir pabba að fá yfir sig taflborðið þegar þú sem yfirleitt varst svo skapgóð þold- ir ekki að tapa. Og þessi eiginleiki fleytti þér áfram. Þú naust þín ekki án þess að hafa eitthvað til að kljást við, að redda þessu eða hinu og yfirleitt alltaf tókst það því útsjón- arsemi þín var ótrúleg. Þú hafðir mjög gaman af að passa börn og aðeins níu ára gömul fórstu á Flateyri í vist heilt sumar. Þú áttir líka eftir að heimsækja Vestfirðina aftur því á unglingsár- unum lá leið þín í heimavistarskól- ann í Reykjanesi við ísafjarðardjúp. Við höfum aldeilis oft skemmt okk- ur yfir lestri bréfanna sem okkur fóru á milli á þeim tíma. Þarna gekk lífið út á sprell í kennurum og að gera það sem ekki mátti gera. Eftir að þú stofnaðir fjölskyldu og fluttist í Njörvasundið hittumst við svo að segja daglega. Hjá þér var opið hús fyrir alla og svo gam- an að koma til þín að daglega var fullt hús gesta. I eldhúsinu var því mikið spjallað, bakað og heklað. Listaeðlið í þér kom vel fram i heim- ilinu, fyrir öllum gluggum héngu heimaheklaðar gardínur og alls staðar blúndur og puntuhlutir út um allt. Allar skreytingar til gjafa útbjóstu sjálf og terturnar þínar voru þvílík listaverk að þeim gleym- ir enginn. Enda tók það þig fleiri klukkutíma að skreyta eina brauð- tertu, hver rækja eða kavíarskorn varð að vera á réttum stað. Árang- urinn var líka í samræmi við erfið- ið, þarna sló þér enginn við. Ekki er hægt að minnast heimilis þíns án þess að minnast þess dýraríkis sem þú bjóst alltaf í. Stuttu eftir að þú stofnaðir fyrsta heimilið þitt sváfu einnig með ykkur í herbergi yfir tuttugu gargandi páfagaukar. 1 Njörvasundinu bjuggu líka hund- ur, köttur, tveir Dísarpáfagaukar og fjöldi fiska. Allir áttu að búa saman í sátt og samlyndi og þú gafst aldrei upp á að reyna að gera hundinn minn og köttinn þinn að vinum. Hélst að þeir gætu deilt með sér sama matardalli en þá fór nú allt í bál og brand. En þér varð að ósk þinni þó þeir geti ekki enn matast saman þá geta þeir alla vega legið saman og gætt lóðarinnar hennar mömmu. Þar samein- ast þeir um að vakta garðinn og reka út alla óæskilega gesti sem þora svo aldrei að láta sjá_ sig aftur. í tæp tíu ár rakstu verslunina Lukku- Láka við Langholtsveg. Þar voru líka oftar en ekki haldin ættarmót eða svo sögðum við þegar við vorum nær öll komin í heim- sókn. í sjoppunni unnu börnin mín sér fyrir vasapeningum frá ungl- ingsaldri og margar skemmtilegar sögur og minningar eigum við það- an. Það var líka svo gaman að eiga von á þér rétt undir miðnættið þeg- ar þú varst að koma heim úr sjopp- unni og sást að það var ljós hjá mér. Þá komstu oft með glaðning, litla fallega gjöf sem var bara fyrir- fram afmælisgjöf eða ískalda litla kók, því það fannst mér svo gott og svo spjölluðum við saman stund- um langt fram á nótt. Það er komið að kveðjustund því bænir mínar hafa verið uppfylltar. Fyrir mér er það að heilsast og kveðjast ekki lengur eins sjálfsagð- ur hlutur og áður. Ég vil þakka þér allar góðu stundirnar, alla hjálpina, gleðina og fjörið sem þú hefur glætt líf mitt með. Minningin um þig skipar eilífan heiðurssess í hjarta mínu. Þín systir Gunnhildur. Erna hefur gefið okkur margar ánægjustundir sem okkur þykir gott að minnast. Hún hafði sérstak- lega gaman af því að gleðja sína nánustu með gjöfum, hressilegri framkomu, listilega skreyttum tert- um, hnyttnum orðatiltækjum, töfr- andi brosi, smitandi hlátri og þann- ig mætti lengi telja. Börnunum hefur Erna reynst sérlega vel alla tíð. Hún var alltaf boðin og búin að passa þau og ann- ast á allan hátt. Þegar þau svo uxu úr grasi útvegaði hún þeim vinnu og var þeim eins og félagi. Eftirfarandi ljóð finnst okkur að eigi vel við á þessum tímamótum: Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast, þau bera mesta birtu, en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir, fer um þau harður bylur, er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra, sem 'Skamma stund oss gladdi, það kveikti ást og yndi, með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (F.G.Þ.) Thelmu og Úlfari vottum við okkar innilegustu samúð og biðjum um styrk þeim til handa að takast á við framtíðina. Ingigerður Arnardóttir, Sólmundur Jónsson. Erna frænka mín var mjög glað- lynd að eðlisfari og hafði gaman af því að gleðja aðra. Hún var mjög félagslynd og hafði gaman af því að hafa fólk í kringum sig. Fólk fann fýrir þessum góðu áhrifum frá henni og það voru iðu- lega margir gestir sem heimsóttu hana í sjoppuna til þess að setjast niður og spjalla. Hún hafði gaman af því að segja sögur og sagði skemmtilega frá. Einnig var hún mikill dýravinur og átti alltaf ein- hver gæludýr sem hún dekraði mik- ið við. Hún hafði mikla orku og kvart- aði oft yfir því að þurfa að sofa, helst vildi hún alltaf vera að gera eitthvað skemmtilegt. Hún var góð frænka, vinur og starfsfélagi og gæti ég ekki hugsað mér hana betri. Ég á margar góðar minningar um hana. Minningar sem gleymast aldrei. Örn Arnar Jónsson. Þegar komið er að kveðjustund langar mig að minnast Ernu frænku minnar með nokkrum orðum. Erna var stöðugt að gefa öðrum gjafir og hugsa um að þeim sem henni þótti vænt um liði vel. Alltaf mundi hún eftir afmælum okkar. Þá mætti hún með gjafir þó að ekki væri haldið uppá afmælið. Hún naut sín vel í faðmi systra sinna og vinkvenna og að setjast niður hjá þeim með kaffibolla eða bjór og spjalla tímunum saman. Við nutum þess að fá hana í heimsókn því hún var alltaf svo innileg og ósjaldan hló hún svo smitandi hlátri að þeir sem í henni heyrðu gátu ekki annað en hlegið með. Þegar hún hitti okkur fengum við alltaf innilegt faðmlag og koss. Erna talaði alltaf á mjög sérstakan hátt, orðalag hennar var oft bráð- fyndið og sérstakt. Þegar hún kvaddi sagði hún alltaf bæjó með sérstökum raddblæ. Við í fjölskyld- unni vissum alltaf hvenær mamma var að tala við Ernu í símann því hún skipti algerlega um raddblæ og talaði þá eins og hún. Þetta er brot af því sem kemur í hugann þegar hugsað er til Ernu og þeirra ánægjustunda sem minn- ingin geymir um hana. Anna Sólmundsdóttir. Til frænku okkar Ernu: Þú hefur verið okkur öllum svo góð. Ég vildi að þetta hefði aldrei gerst. Þegar við komum í sjoppuna til þín þá varst þú svo glöð og góð við okk- ur. En kannski langaði þig að hverfa langt í burtu, vera ein. Kannski situr þú og horfir til okk- ar. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert. Erna, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur, jóladagatölin, kinderkarlana og fyrir að vera okk- ur svona góð. Brynja Dís og Bjarki Þór. Svo gengur alit að Guðs vors ráði, gleði og sorgin skiptast á. Þótt vinur hnigi lík að lá^i Erfidrykkjur Fjölbreytt úrval af tertum o§ bakkeki á afar hagstasðu veíði. Gotta kökugerð, sími 565 8040. HRAUNBERGS APÓTEK Hraunbergi 4 INGÓLFS APÓTEK Kringlunni 8-12 eru opin til kl. 22 "A” Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Ingólfs Apótek og logi tár á hrelldri brá. Þá huggar eitt, sem aldrei brást: Vér aftur síðar munum sjást. (Kristján Jónsson) Ég vil með fáum orðum minnast frænku minnar Ernu Arnardóttur. Lífið er eins og við vitum öll, að við fæðumst til þess að deyja. Þó erum við aldrei tilbúin að taka dauð- anum, eins og nú þegar kær frænka mín hefur kvatt þennan heim alltof fljótt. Hún Erna mín var glæsileg og falleg kona, alltaf svo hrein og fín og með vel snyrtar hendur og fal- legt hár. Pjattrófa hin mesta, að það hálfa væri flestum nóg. Gott var að eiga Ernu frænku að, er ég þurfti að útvega módel í verklegri snyrtifræði, allt eins full- komið og það gat verið frá náttúr- unnar hendi. Hún var sérlega blíð og mild í fasi, sem gerði það að verkum að manni leið vel í návist hennar og frá henni streymdi skiln- ingur og hlýja. Að lokum kveð ég Ernu frænku mína með söknuði og þakka henni fyrir allar samverustundirnar á liðn- um árum og bið henni blessunar Guðs. Signý Þorsteinsdóttir. Með þessum orðum langar mig að kveðja þig, kæra vinkona, og þakka þér fyrir samverustundirnar á liðnum árum. Margar hafa þær verið gleðilegar en einnig þrungnar annars konar tilfínningum. Við slógum á marga strengi tilfinning- anna saman. Einhvern veginn tókst þér alltaf að sjá skemmtilegar hlið- ar á öllum málum, hvort sem um var að ræða gráan hversdagsleik- ann eða stóru stundirnar í lífinu. Ekki var annað hægt en að dást að hugrekki þínu og alúðinni sem þú lagðir í samskipti þín við fólk, hvort sem það var þér nákomið eða óviðkomandi. Allt frá því að ég fyrst kynntist þér fannst mér þú kunna að lifa lífinu betur en nokkur annar sem ég þekkti og einhvern veginn upplifðir þú atburði á annan og þroskaðri hátt en við hin. Ég er þér þakklát fyrir að veita mér innsýn í veröld þína og viðhorf þín. Það hef- ur veitt mér nýjan skilning og virð- ingu fyrir því sem lifir. Þú hafðir unun af því að ræða lífsins gátur og reyndir eins og við hin að leysa þær. Þér var mikið í mun að breyta rétt samkvæmt samvisku þinni og oft lagðir þú á þig erfiða króka á lífsleiðinni til að réttlætið mætti ná fram að ganga. En lífið er vægðar- lausara en svo að það gjaldi alltaf í sömu mynt og þinn heimur átti ■ - alls ekki heima í raunveruleikanum. Draumur þinn um friðsælt líf á frið- sælum stað náði aldrei að rætast. Takmörk þín lágu í þessum ósam- rýmanlegu andstæðum. Nú ertu farin héðan. Það er erfitt að trúa því að þú eigir aldrei meir eftir að stinga kollinum í dyragættina hjá mér og heilsa með brosinu þínu sem engu öðru brosi var líkt. Áð aldrei framar munum við drekka saman kaffi og spjalla. Að aldrei framar segir þú mér eina af þínum skemmtilegu sögum. Að besti vinur sem nokkur getur kosið sér sé horf- inn fyrir fullt og allt. Hugsanir mínar fylgja þér. Söknuðurinn er mikill. Elsku Thelma og Úlfar, elsku' “ Örn og Anna, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Englar guðs með augun blá yfir henni vaka, svo að höfug húmsins brá hana skuli ei saka. Fegurð hennar horfa á, heillaðir af ljúfri þrá, - lokk úr hennar ljósa hári taka. (Jóhannes úr Kötlum.) Kristín. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, DANÍELJ. HÖRÐDAL málarameistari frá ísafirði, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, 17. ágúst. Útförin fer fram frá kirkjugarðskapellunni í Hafnarfirði föstudaginn 23. ágúst kl. 10.30. Kristinn Daníelsson, Ásiaug Hafsteinsdóttir, Fríða Daníelsdóttir, Víglundur Þór Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn, faðir okkar, tengda- ^ verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, ifrA. sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd eða aðrar líknarstofnanir. Salvör Veturliðadóttir, Sigrún Aradóttir, Sveinn Árnason, Halldór Arason, Ingibjörg Magnúsdóttir, Helgi Arason, Mai Britt Krogsvold, barnabörn og barnabarnabörn. - <L Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR MAGNÚSSON múrarameistari, Hvanneyrarbraut 48, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 24. ágúst kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Orgelsjóð Siglufjarðarkirkju (afgreiðsla minningarkorta er hjá Þormóði Egilssyni hf., 4 Sigurður Sigurðsson, Ste Hanna Stella Sigurðardóttir, Kri Sigrún Sigurðardóttir, Aðalheiður Ósk Sigurðardóttir, Fin Kristin Ingibjörg Sigurðardóttir, Árr Gunnar Sverrir Ásgeirsson, Ag barnabörn og barnabarn iðalgötu 15, Siglufirði). fanía Þorbergsdóttir, stinn Georgsson, nbjörn Gíslason, nann Sverrisson, nes Ólafsdóttir, abörn. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.