Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Móðir okkar, GUÐFRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR frá Kílshrauni, Skeiðum, andaðist á heimili sínu, Fossheiði 50, Selfossi, þriðjudaginn 20. ágúst sl. Arnbjörg Þórðardóttir, Guðmundur Þórðarson. t Maðurinn minn, SVEINN SIGURÐSSON frá Skarðdal, Ásgarði 125, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 19. ágúst. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Hólmfríður Bergþórsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GYÐA JÓHANNSDÓTTIR, Hólmgarði 50, Reykjavik, lést í Landsþítalanum 20. ágúst. Dóra Camilla Kristjánsdóttir, Ari Karlsson, Magnús Már Kristjánsson, Isabelle de Bischop, Marfa Björg Kristjánsdóttir, Loftur Ólafsson og barnabörn. t Föðurbróðir minn, INGIVALDUR ÓLAFSSON frá Áshól, síðast til heimilis á Sundlaugavegi 28, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Kálfholtskirkju laugardaginn 24. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja, Ólafía Ólafsdóttir. t Elskulegur bróðir minn, mágur og frændi, RAGNAR ÞORVALDSSON, Munkaþverárstræti 18, Akureyri, er andaðist á heimili sínu 11. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Hilmar H. Gíslason, Þorvaldur Kr. Hilmarsson og fjölskylda, Ólafur Gísli Hilmarsson og fjölskylda, Kristín Hilmarsdóttir og fjölskylda, annað frændfólk og vinir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR JÓNSSONAR (Muggs), Hverfisgötu 86, Reykjavík. Sigurbjörg G. Sigurbjörnsdóttir (Lillý), Ólaffa I. S. Guðmundsdóttir, Haraldur Björnsson, Einar O. Guðmundsson, Haukur Guðmundsson, Jóna M. Guðmundsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Sigurgeir O. Þorsteinsson, Hrefna Guðmundsdóttir, Ludwig S. Alfreðsson, Guðmundur Guðmundsson, Karenina K. Chiodo, Ólafur B. Guðmundsson, Ragnheiður Antonsdóttir og barnabörn GUÐMUNDA JÓNASDÓTTIR + Guðmunda Jónasdóttir fæddist í Tröð í Súðavík 29. janúar 1919. Hún lést 23. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hvalsneskirkju 31. júlí. 23. júlí síðastliðinn var sorgar- dagur í lífi allra þeirra sem þekktu hana ömmu á Setbergi og það er víst að þó ég sé ekki nema að verða sautján ára þá var þetta sorglegasti dagur lífs míns. En ég veit að nú líður henni vel og þá er ég ánægð. Ég á margar góðar minningar um hana ömmu og tel ég mig vera ríka að hafa átt hana svona lengi. Þegar ég hugsa til baka þá sé ég_ að ég hef lært mik- ið af henni. Ég og amma vorum mjög nánar, góðar vinkonur og ég gat sagt henni allt og þáði góð ráð í staðinn. Það má segja að ég hafí nánast alist upp hjá ömmu því að ég átti heima á Setbergi fram á fjórða ár og eftir það var ég allt- af með annan fótinn þar_ því ég sótti svo mikið í ömmu. Ég lít á ömmu sem dýrling, hún var engum lík, yndisleg manneskja sem geisl- aði af góðmennsku og öllum þótti vænt um. Hún gaf okkur svo mik- ið af sjálfri sér, svo milda hlýju og væntumþykju. Þó að amma sé horf- in þessum heimi veit ég að hún verður alltaf hjá okkur fjölskyld- unni og styrkir okkur í sorginni. Guð geymi þig, elsku amma mín, og ég mun varðveita allar Erfídtykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góðþjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIÖTEL LOFTLEIÖIR yndislegu og dýrmætu stundirnar sem við áttum saman. Guðríður G. (Gurrý). Hún amma er dáin! Já - hversu erfitt er ekki að trúa þessum orð- um og enn frekar að venjast til- hugsuninni um að lífið haldi áfram þrátt fyrir allt. En eitt er víst, eftir lifir minningin um konu sem hafði svo stórt hjarta og hlýjan faðm að allir sem til hennar leit- uðu fundu þar mikla ást og gleði. Og það var með ástina, rétt eins og heimabökuðu kökurnar hennar ömmu, meira en nóg handa öllum og alltaf eitthvað afgangs. Hún var svo gestrisin að þó bara ætti að stoppa stutt var búið að dekka borð áður en maður vissi af og það með þeim orðum að þetta væri nú svo lítið. Samt var hún þannig gerð að það mátti aldrei hafa neitt fyrir henni þegar hún kom í heimsókn og oftar en ekki + Sólveig Baldvinsdóttir fæddist að Hrauntúni í Biskupstungum 23. júlí 1913. Hún lést 9. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 16. ágúst. Hún elsku amma mín er dáin. Ég er ekki enn farin að gera mér grein fyrir þessu því minningin um hana er mér svo ljóslifandi. Hún gæti allt eins verið hérna hjá mér. Nú bý ég heima hjá ömmu þar sem ég er að lesa undir próf. Þó að hún sé ekki lengur á meðal vor þá get ég ekki losnað við þá tilfinningu að hún hafi bara rétt aðeins skroppið út og komi hvað úr hveiju. Það var svo gaman að spjalla við hana, hún vissi svo ótal margt og kunni margar skemmtilegar sögurnar, þá sérstaklega einhver hestaævintýri. Sögurnar hennar hljómuðu ávallt eins og ævintýri, hún sagði svo skemmtilega frá. Og þegar amma talaði þá hafði hún svo sannarlega athygli allra á sér. Þó að við værum ólíkar í skoð- vildi hún allavega fá að vaska upp, þó ekki væri nú meira. Það eru ekki margar manneskjur svona gerðar en okkur hinum mik- il fyrirmynd og til eftirbreytni. Þegar ég hugsa um ömmu á Setbergi er alltaf ein bernsku- minning sem stendur mér mjög fast í minni. Þegar ég sem lítill strákur fékk að gista í sveitinni hjá ömmu, og það var oft, þá var alltaf jafn heilagt að fylgjast með hvernig amma gerði krossmark á útidyrnar áður en farið var að sofa. Þegar svo komið var upp í rúm kom hún alltaf, kyssti góða nótt og signdi yfir mann í rúminu. Þá vissi ég að ég gat sofið örugg- ur án þess að nokkuð myndi trufla. Þessi litla helgiathöfn veitti svo sterka öryggiskennd og innri gleði og þá fann maður einna best til þess ástríkis sem amma hafði að geyma. Nú er ég búinn að signa yfir þér í fyrsta skipti amma og örugg- lega ekki það síðasta. En ég veit að þú ert í góðum höndum og sefur vært þar til við hittumst öll á ný. Guð geymi þig, amma mín. Guðmundur Helgason (Mummi). unum og kynslóðabil skildi okkur að, þá var nú alltaf gaman að ræða málin við hana. Við vorum í raun ekki alltaf sammála, en það kom ekki að sök, við elskuðum hvor aðra. Þegar ég sit hérna heima hjá ömmu og riíja upp gamla tíð þá man ég ömmu aldrei öðruvísi en að hún hefði eitthvað fyrir stafni, að snyrta til, þvo þvott, strauja og þegar ekkert var inni við að hafa þá fór hún út í garð eða út í bíl- skúr og fann sér alltaf eitthvað að gera. Og svo má ekki gleyma blessuðum hestunum sem hún svo- leiðis dekraði við. Þetta voru börn- in hennar og það þurfti að hugsa vel um litlu börnin hennar. Og hún hlaut líka laun erfiðisins, því hest- arnir hreint tilbáðu hana. Hlýddu í einu og öllu og til marks urn það má nefna að þó girðingin sem held- ur hestunum frá túninu sé svo lág að barnaleikur einn sé fyrir hest- ana að fara yfir - náði þeim bara í hné, þá dytti þeim það aldrei í hug, því það var eitthvað sem amma vildi ekki. Ég gæti haldið endalaust áfram, það er svo margs að minnast þeg- ar um er að ræða eins stórkostlega konu og hana ömmu mína. Og nú þegar hún er farin, þá geri ég mér fyrst raunverulega grein fyrir því, hversu óskaplega vænt mér þótti (og þykir enn) um hana. Maður býst í raun aldrei við dauðanum Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró SÓLVEIG BALD VINSDÓTTIR r Islensk framleiðsla Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - Reykjavík sími: 587 1960-Jax: 587 1986 Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. Bi S. HELGASON HF ISTEINSMIÐ JA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677 og þegar hann kemur svona snöggt og óvænt, þá er missirinn oft meiri fyrir vikið. En ég þakka guði fyrir að hún fór með fullri reisn og þurfti aldrei að upplifa hjálparleysið. Fyrir það er ég svo innilega þakklát, því það hefði hún sjálf aldrei þolað. Og ég þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast þessari stórbrotnu konu, ömmu minni. Elsku amma, ég elska þig og ég mun aldrei gleyma þér. Þú ert alltaf best. Þín Kristín. I ■ ^ Jl M i Jl Mi Erfidrjkkjur P E R L A N Sími 562 0200 M H lIIIIMIlf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.