Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 35 FRETTIR Ráðstefna um dyslexíu ÍSLENSKA dyslexíufélagið ásamt Námsráðgjöf HÍ og Endur- menntunardeild KHÍ stendur fyrir ráðstefnu um dyslexíu dagana 23.-25. ágúst. Ráðstefnan verður haldin í stofu 101 í Odda og er þegar orðið fullbókað. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni verður Solveig-Alma Lyster^ frá sérkennsludeild háskólans í Ósló. Solveig mun fjalla um sérsvið sitt, fyrirbyggjandi aðgerðir við dyslexíu. Aðrir fyrirlesarar verða íslenskir. í tengslum við ráðstefnuna verður kynning á þjónustu blindrabókasafnsins en náms- bókadeild þess hefur um nokkurra ára skeið þjónað framhaldsskóla- nemum með dyslexíu. Þá munu þijú tölvufyrirtæki, Nýheiji, Apple umboðið og Einar J. Skúla- son, kynna tölvubúnað. Tölvusýn- ingin undirstrikar þá staðreynd að fólki með dyslexíu hefur reynst auðveldara að vinna á tölvu en á pappír, m.a. vegna leiðréttingar- forrita sem lesa yfir texta og leið- rétta. Föstudaginn 23. ágúst verða tvö ár liðin frá stofnun íslenska dyslexíufélagsins. Á þeim tíma hefur félagið haft opinn símatíma á mánudagskvöldum í hverri viku milli kl. 20 og 22, ennfremur hef- ur verið opið hús fyrsta laugardag í hveijum mánuði milli kl. 13 og 16. Félagið hefur staðið fyrir nokkrum fræðslufundum og fékk m.a. til sín fyrirlesara frá Breska dyslexíufélaginu. Stefnt er að því að auka vægi fræðslufunda hjá félaginu næstkomandi vetur og standa fyrir námskeiðum m.a. um einelti. Læknar á Vestfjörðum Atelja seinagang í viðræðum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun félagsfundar Læknafélags Vestfjarða sem sam- þykkt var einróma 20. ágúst sl.: „Fundur í Læknafélagi Vestfjarða haldinn á Isafirði þriðjudaginn 20. ágúst 1996 átelur harðlega þann seinagang sem er í viðræðum milli samninganefndar Læknafélags ís- lands og samninganefndar ríkisins. Læknafélag Vestfjarða lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum fjármála- ráðuneytis að koma með nánast óbreytt tilboð til heimilislækna vik- um saman á sama tíma og frumheil- brigðisþjónusta landsins er meira eða minna í molum. Með framkomu sinni er fjármálaráðuneytið að sýna baráttu heimilislækna fyrir bættum kjörum lítilsvirðingu. Ef fer sem horfir blasa við gífurlegir erfiðleikar í mönnun læknishéraða landsins. Hættan á að læknar fiosni upp úr héruðum sínum varanlega eykst einnig með hveijum deginum sem líður án samninga. Læknafélag Vestijarða skorar á samninganefnd ríkisins að leita sér umboðs til samninga við Læknafélag íslands nú þegar og hætta þeim skollaleik með heilbrigðisþjónustu landsmanna sem hún hefur staðið fyrir að undanförnu fyrir hönd fjár- málaráðuneytisins." Síðsumarferð Arbæjar- safnaðar ÁRBÆJARSÖFNUÐUR fer í sína árlegu siðsumarferð sunnudaginn 25. ágúst. Lagt verður af stað frá Árbæjarkirkju kl. 9 og haldið austur til Víkur í Mýrdal. Á leiðinni verður ekið upp að Sól- heimajökli ef veður leyfir. Guðsþjón- usta verður í Víkurkirkju kl. 14 þar sem staðarprestur, sr. Haraldur M. Kristjánsson, predikar en sóknarpest- ur Árbæjarsafnaðar þjónar fyrir alt- ari. Félagar úr kirkjukórum Árbæjar- sóknar og Víkursóknar syngja. Org- anleikari er Sigrún Steingrímsdóttir. Að guðsþjónustu lokinni verður haldið að Skógum undir Eyjafjöllum, Byggðasafnið skoðað og komið við á Hvolsvellli á heimleið en áætluð heimkoma er kl. 19. Fólk þarf að hafa með sér nesti en bílferðir eru fólki að kostnaðar- lausu. Allir velkomnir. Leiðsögumað- ur er Jónína Guðmundsdóttir. LEIÐRÉTT Nöfn féllu niður Lína féll niður í vinnslu fréttar um umsóknir um stöðu framkvæmda- stjóra Fjórðungssambands Vestfirð- inga í blaðinu í gær. Meðal tíu um- sækjenda voru Kristinn Jón Jónsson, rekstrarstjóri á ísafirði, og Kristján Jón Jóhannesson fyrrverandi sveitar- stjóri Flateyrarhepps. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. Rangt nafn á hlutabréfasjóði í leiðréttingu í Morgunblaðinu í gær var rangt farið með nafn ís- lenska hlutabréfasjóðsins hf., sem rekinn er af Landsbréfum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Verk eftir Áskel í Kaupmannahöfn í VIÐTALI við Arnhildi Valgarðs- dóttur píanóleikara í Lesbók Morg- unblaðsins á laugardaginn var rang- hermt eftir henni að tónverk eftir Áskel Másson hefði verið valið til flutnings í Kaupmannahöfn nú í haust í tilefni þess að Kaupmanna- höfn er menningarborg Evrópu 1996. Hinsvegar verður verkið Elja eftir Áskel flutt á tónlistarhátíð Al- þjóðasamtakana um samtímatónlist í Kaupmannahöfn, sem hefst þann 7. september. Skrifstofutækni Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrif- stofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru: ■ Handfært þókhald ■ Tölvugrunnur ■ Ritvinnsla Töflureiknir C Verslunarreikningur S Gagnagrunnur Mannleg samskipti Tölvubókhald Lokaverkefni STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíBar „Ég hafði samband við Tölvuskóla Islands og ætlaði að fá undirstöðu íbókhaldi og var mér bent á sknf- stofutækninámið. Eftir að hafa setið þetta nám þá tel ég mig mun hæfari starfskraft en áður og nu get ég nýtt mér þá kosti, sem tölvuvinnslan hefur upp á að bjóða. Ég mæti eindregið með þessu námi. “ Oll námsgögn innifalin Tölvuskóli íslands Höfðabakka 9 • Sími 567 14 66 Ólafur Benediktsson, starfsmaður Glófaxa. RAÐAUGi ÝSINGAR TILKYNNINGAR FUNDIR - MANNFAGNAÐUR HÚSNÆÐIÓSKAST Lokað vegna flutninga Fyrirtæki okkar verður lokað frá 22. til 26. ágúst nk. vegna flutninga. Opnum aftur þriðjudaginn 27. ágúst nk. í Vatnagörðum 26, 104 Reykjavík. Knattspyrnufélagið Víkingur Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn í Víkinni fimmtudaginn 29. ágúst kl. 20.30. Enskunám í Englandi Þægilegur og vinsæll skóli í Bournemouth býður þig velkominn til náms. Upplýsingar veitir Páll G. Björnsson, vs. 487 5888 og hs. 487 5889. Nýr sími: 533 1999 - 4 línur. Fax: 533 1995. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. 0... . Stjornm. HÚSNÆÐI í BOÐI Sfmi verkstæði: 533 1991. Við bjóðum viðskiptavini okkar hjartanlega velkomna í Vatnagarða 26. 1. Guðmundsson & Co. Auglýsing Til leigu í miðborginni skrifstofuhúsnæði á góðum stað með útsýni yfir höfnina. Húsnæðið, um 170 fm sérhæð, er laust frá 1. september. Einnig möguleiki á viðbótarhúsnæði á jarðhæð hússins. Upplýsingar í síma 551 1504 fyrir hádegi og á kvöldin í símum 568 9288 og 561 3419. KENNSLA Frá Kvennaskólanum f Reykjavik Skólinn verður settur mánudaginn 2. sept- pmhpr H Q árrlpnÍQ lí llnn<;nliiml um breytt deiliskipulag i landi Bjarnastaða, Hvítársíðuhreppi, Kennsla hefst þriðjudaginn 3. september samkvæmt stundaskrá. Bókalistar liggja frammi í skólanum. Nemendum er bent á skiptibókamarkað Nemendafélagsins laugardaginn 24. ágúst milli kl. 14 og 18 í skólanum við Fríkirkjuveg. Skólameistari. LIS TMUNAUPPBOÐ Mýrasýslu Samkvæmt ákvæðum í gr. 4.4 í skipulags- reglugerð nr. 318/1985, með síðari breyting- um 1. júlí 1992, er hér með lýst eftir athuga- semdum við tillögu að deiliskipulagi í landi Bjarnastaða Hvítársíðuhreppi, Mýrasýslu. Tillagan nær til núverandi sumarhúsabyggð- ar með breyttum lóðarmörkum á svæði 2, lóðum nr. 1, 2, 3, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 11. Tillagan liggurframmi á skrifstofu Hvítársíðu- Málverk Vantar málverk eftir gömlu meistarana í sölu. Næsta málverkauppboð verður í byrjun september. _ _ BORG hrepps, Sámsstöðum, og hjá Skipulagi ríkis- ins, Laugavegi 166, frá 25. ágústtii 25. sept- ember á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila á skrifstofu Hvít- ársíðuhrepps fyrir 30. september og skulu þær vera skriflegar. Oddviti Hvítársíðuhrepps. Skipulag ríkisins. FJðLBRAUTASKÚUNN BREIOHOm Kvöldskóli FB Innritað verður í Kvöldskóla Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti 26., 28. og 29. ágúst nk. kl. 16.30-19.30 alla dagana. Skólameistari. TILSÖLU Til sölu Dieselvél, Ford BSD 444T, með vökvadælu. Loftpressa, Matti, 2700 l/mín. Vacumdæla, 8 culft. Upplýsingarísíma 555 2142 eftirkl. 17.00. 8056 W

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.