Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 1
RÍKISFIÁRMÁL Mikilvægt að hætta hallarekstri /4 flugmAl Fargjaldastrið i háloftunum /5 DANMÖRK Úr fiskeldi í kalkúnarækt /6 Hlutabréf Hlutabréf í SR-mjöli hækkuðu um 6,8% í gær og skiptu bréf að markaðsvirði rúmlega 10 milljónir króna um hendur. Þetta var rúmlega þriðjungur allra viðskipta á hlutabréfa- markaði í gær. Hlutabréf í Sæplasti hækkuðu um 4,5% en umfang viðskipta var lítið. Stjórnun Sigurður B. Sigurðsson, for- stjóri Cooking Excellence Ltd., tók nýverið við stöðu stjórnar- formanns Clarksville Sod Farms í New Jersey í Banda- ríkjunum. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu túnþakna og dreifingu á grænmeti. Hlutverk Sigurðar verður að hafa yfir- umsjón með stækkunaráform- um heildsöluarms fyrirtækis- ins. Vextir Ávöxtunarkrafa 5 ára spari- skírteina lækkaði úr 5,6% í 5,35% og ávöxtunarkrafa hús- bréfa lækkaði um 0,05% í 5,53%. Ávöxtunarkrafa 20 ára spari- skírteina lækkaði einnig og var 5,35% við lokun. SÖLUGENGIDOLLARS SJOVA ■ ALMENNAR MILUUPPGJÖR1996 Niðurstöður úr rekstrarreikningi og efnahagsreikningi Rekstrarreikningur *mnrMna 1996 1995 Breyt. Tekjur: Jan.- júní Jan.- júní 95-96 Eigin iðgjöld tímabils 1.416 1.364 +3,8% Umboðslaun 42 71 -40,8% Hreinar fjármunatekjur 463 372 +24,5% Gjöld: Eigin tjón tímabils 1.349 1.370 -1,5% Skrifstofu- og stjórnunarkostn. 296 304 -2,6% Aðrir liðir 29 8 +262% Reiknaðir skattar 78 32 +144% Hagnaður: 169 93 +81,7% Efnahagsreikningur MWómrMna 1996 1995 Breyt. Eignir: 30. júní 30. júní 95-96 Veltufjármunir 4.621 4.569 +1,1% Fastafjármunir 6.538 5.715 +14,4% Vátrygg.skuld, hlutur endurtryggj. 1.391 1.367 +1,8% Eignir samtals: 12.550 11.651 +7,7% Skuldir og eigið fé: Skammtímaskuldir 910 776 +17,3% Langtímaskuldir 88 73 +20,5% Vátryggingaskuld 10.093 9.673 +4,3% Eigið fé 1.459 1.129 +29,2% Skuldir og eigið fé samtals: 12.550 11.651 +7,7% Góð afkoma hjá Sjóvá-Almennum Hagnaður jókst um 82% HAGNAÐUR Sjóvá-Almennra trygginga hf. á fyrri hluta þessa árs nam 169 milljónum króna og jókst um 82% miðað við sama tíma- bil í fyrra. Iðgjaldatekjur félagsins jukust lítillega en hins vegar jukust hreinar fjármunatekjur félagsins um 24,5% miðað við fyrri hluta síð- asta árs. Ólafur B. Thors, framkvæmda- stjóri Sjóvá-Almennra, segist ánægður með þessa afkomu enda sé hún betri en á sama tíma í fyrra. Hann segir þijár ástæður öðrum fremur fyrir batnandi afkomu fé- lagsins. I fyrsta lagi hafi iðgjöldin aukist hjá félaginu, þrátt fyrir meiri endurgreiðslur og afslætti í tengsl- um við Stofn auk einhverrar lækk- unar á tryggingatöxtum. Þannig hafi iðgjaldatekjur aukist um 4% en tryggingaskírteinum hafi hins vegar fjölgað um 9%. Hreinar fjármunatekjur 463 milljónir í öðru lagi segir Ólafur að endur- tryggingavernd hafi nýst félaginu betur en áður og hafí þetta tvennt skilað félaginu 44 milljóna króna betri afkomu af vátryggingastarf- seminni. í þriðja lagi hafí félagið síðan notið góðs af betra árferði í þjóðfélaginu. Þannig hafi hreinar íjármunat.ekjur félagsins aukist um rúm 24% og numið 463 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. „Við erum stórir íjárfestar og þau fyrirtæki sem við eigum í hafa gengið vel og skilað okkur auknum arði og fjárfestingarstefna félagsins hefur heppnast vel.“ Vátryggingaskuld Sjóvá-Al- mennra hækkar um 420 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins og nam nærri 10,1 milljarði króna 31. júní sl. Ólafur segir að þessi hækkun komi til vegna nýrra tjóna sem orðið hafi. Tjónum hafi ekki fækkað og misjafnt sé í hvaða greinum þeim fjölgi. Því verði fé- lagið að áætla fyrir nýjum tjónum. Hugað að lækkun iðgjalda „Það eru einnig fleiri eldri tjón sem greiðast nú en áður. Heildar- áhrifin af þessu, t.d. í bílatrygging- unum, eru þau að við erum að borga út úr þessari uppsöfnuðu tjónaskuld sem menn hafa nú rætt sem mest um. Á þessu tímabili höfum við því ekki þurft að hækka hana að fullu sem nemur útgreiðsl- um. Hins vegar verðum við auðvit- að að halda áfram að leggja til hennar fyrir þeim nýju tjónum sem eiga sér stað.“ Ólafur segir að þessi góða af- koma félagsins gefi því meira svig- rúm til þess að gera viðskiptavinum þess kleift að njóta góðrar afkomu. Því megi reikna með frekari lækk- unum iðgjalda. „Við munum fyrst og fremst huga að því hvernig við getum bætt Stofninn. Þar erum við að skila iðgjöldum til þeirra við- skiptavina sem treysta okkur fyrir öllum sínum tryggingum. En jafnframt munum við að sjálf- sögðu skoða það hvort einhverjar beinar gjaldskrárlækkanir, annað- hvort gagnvart einhverjum ákveðn- um hópum eða yfir línuna, séu inni í myndinni," segir Ólafur. Glltnir hf. Kírkjusandi, 155 Reykjavfk Símí 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10. FJARMOGNUN ATVINNUTJEKJA Skynsamlegar fjárfestingar í atvinnutækjum eru oftar en ekki lykillinn að velgengni. DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja. Glitnirhf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.