Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ EJS sinnir upplýsinga- væðingu fyrirtækja liJS hf. hefur sett á laggirnar sér- staka deild, MSF Lausnir, sem ætl- að er að aðstoða fyrirtæki í upplýs- ingavæðingu sinni. Deild þessari er ætlað að leiðbeina fyrirtækjum um hvernig standa beri að upplýsinga- væðingu þeirra og að setja saman og aðstoða við aðlögun þess hug- búnaðar sem fyrirtækið þarf, að því er segir í frétt frá EJS. Deildin sækir nafn sitt til þeirrar heildarsýnar sem Microsoft hefur mótað í upplýsingamálum fyrir- tækja og nefnist MSF eða „Micro- soft Solutions Framework". MSF :er ætlað að leiðbeina fyrirtækjum og stofnunum við að innleiða, hanna og stjórna viðskiptakerfum framtíð- arinnar og auka nýtingu og skil- f virkni upplýsingakerfa. EJS er opinber samstarfsaðili Microsoft á Islandi og fékk fyrir- tækið nýlega viðurkenningu sem „Microsoft Solutions Provider". Deildarstjóri hinnar nýju deildar EJS er Asgrímur Skarphéðinsson. ____________________VIÐSKIPTI_____________________________________ Frumvarp um breytingu ríkisbankanna í hlutafélög kynnt í ríkisstjórn fljótlega Viðskiptaráðherra með þxjár leiðir tíl skoðunar VIÐSKIPTARÁÐHERRA mun á næstunni leggja frumvarp fyrir ríkisstjórn þar sem kveðið er á um að ríkisbönkunum, Landsbanka og Bún- aðarbanka, verði breytt í hlutafélög. Viðskipta- ráðherra skipaði samráðsnefnd viðskiptaráðu- neytis, fjármálaráðuneytis og Seðlabanka fyrr á þessu ári til að semja frumvarp um slíkar form- breytingar á bönkunum. Nefndin skilaði tillögum sínum í frumvarpsformi til ráðherra í mai og hafa þær verið til skoðunar í viðskiptaráðuneyt- inu síðan. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram á Alþingi við setningu þess í haust. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fela tillögurnar í sér þrjár leiðir, sem nefndin telur færar til að gera ríkisbankana að hlutafélögum. Munurinn á þessum leiðum felst aðallega í því að mismunandi er hvar ábyrgðin á framkvæmd- inni liggur. í fyrstu tillögunni er gert ráð fyrir að stofnuð verði tvö hlutafélög um ríkisbankana eða að hvorum banka um sig verði breytt í hlutafélag. Stjórnum og starfsmönnum bankanna verði síð- an falið að annast vinnu vegna formbreyting- anna. Ábyrgðin á framkvæmdinni myndi því liggja innan bankanna sjálfra. Verði þessi leið farin er ekkert því til fyrirstöðu að þessi hlutafé- lög verði stofnuð fljótlega, t.d. um næstu áramót. Önnur tillagan felur það í sér að stofnuð verði tvö hlutafélög, eitt fyrir hvorn banka, sem myndu hvort í sínu lagi undirbúa formbreytingu. Að þeirri vinnu lokinni yrði bönkunum síðan „rennt“ inn í þessi félög. Þarna myndu stjórnendur félag- anna tveggja en ekki viðkomandi banka bera ábyrgð á framkvæmdinni. Eignarhaldsfélag ríkisbankanna? Þriðja leiðin kveður á um að ríkið stofnaði eitt eignarhaldsfélag, sem sett yrði yfir báða bankana. Auk þess að annast vinnu vegna form- breytinganna myndi það t.d. athuga hvort rétt væri að sameina útibú eða gera aðrar breyting- ar á bönkunum, sem bætt gætu rekstur. Að þeirri vinnu lokinni yrðu tvö hlutafélög stofnuð, eitt fyrir hvorn banka, sem tækju við hlutverki þeirra. Annað hvort yrði eignarhaldsfélagið síðan lagt niður en einnig kemur til greina að það færi áfram með hlut ríkisins í bönkunum. í þessu dæmi myndi stjórn eignarhaldsfélagsins bera ábyrgð á framkvæmdinni. Þessi aðferð tæki væntanlega lengstan tíma af þeim þremur sem hér hafa verið nefndar. Viðskiptaráðherra vildi ekkert tjá sig um til- lögurnar í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur haft þær til skoðunar síðan í maí en búist er við því að hann muni fljótlega leggja fram til- lögu um það í ríkisstjórn hvaða leið hann telji vænlegast að fara. Lífeyrismál starfsmanna bankanna og hvernig þeim verður hagað eftir væntanlega formbreytingu er afar viðkvæmt mál en nefndin setti fram ýmsar hugmyndir þar að lútandi. Hafa þær verið til gaumgæfilegrar skoðunar í viðskiptaráðuneytinu og er ljóst að mikil áhersla verður lögð á að leysa það mál í góðri sátt við starfsmenn bankanna. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram á Alþingi í haust. Góðir möguleikar á vistrænum byggðakjömum BRESKI sérfræðingurinn, Patrick Gribbin, telur Island eiga mikla möguleika á uppbyggingu vistrænna svæða. Á umræðufundi á Sólheimum í Grímsnesi í gær kynnti hann að- standendum átaksverkefnis um vist- ræna byggðakjarna drög að skýrslu um stöðu valinna byggðarlaga á þessu sviði. Að sögn Patricks eru möguleikar íslands miklir á sviði vistrænnar byggðar. „Á íslandi er neysla mat- væla miklu öruggari en víðast annars staðar vegna þess hversu matvælin eru laus við eiturefni. Lífræn ræktun á grænmeti er stunduð á nokkrum stöðum á landinu og lítið vantar upp á að allt lambakjötið sem er fram- leitt sé lífrænt ræktað. Aftur á móti þarf að bæta frárennslismálin á flest- um stöðum. Byggðakjarnar sem vilja taka upp vistræna framleiðslu þurfa að lag- færa þau til þess að vera viðurkennd- ir sem slíkir. Náttúruauðæfi landsins eru gríðarleg. Öll raforkan og jarðhit- inn ásamt hreinum jarðvegi bjóða upp á óþijótandi möguleika. Þetta þarf þjóðin að nýta sér,“ segir Patrick. Eykur útflutningsmöguleika Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri Áforms, segir að þrátt fyrir að lag- færingar á frárennslismálum séu frekar kostnaðarsamar, margborgi sig að koma þeim í lag. „Ef þeim verður komið í gott horf getum við horft til útflutnings á vottuðum matvælum og fengið raunhæft verð fyrir framleiðsluna." Gróðurhúsaeigendur sýna líf- rænni ræktun sífellt aukinn áhuga og útlit er fyrir að fleiri komi til með að bætast í hóp framleiðenda lífræns ræktaðs grænmetis hér á landi. Sólheimar í Grímsnesi hafa allt frá stofnun heimilisins árið 1930 framleitt lífrænt ræktað grænmeti. Nýlega var heimilinu boðinn aðgang- ur að alheimssamtökum vistrænna samfélaga, fyrst islenskra byggða- kjarna. Óðinn Helgi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sólheima, segir að staðurinn sé að mestu sjálfum sér nógur. „Við ræktum okkar eigið grænmeti, rekum verslun, erum með skógrækt og hér er jafnvel banki. Á vinnustofunum eru framleiddar mottur og töskur úr efnisafgöngum. Pappír er endurnýttur og þannig mætti lengi telja. Hér hefur aldrei verið notað eitur í skógræktinni og hún er lífræn líkt og grænmetisfram- leiðslan,“ segir Óðinn. Morgunblaðið/Guðrún ÓÐINN Helgl Jónsson, Baldvin Jónsson og Patrick Gribbin í gróðurhúsi á Sólheimum í Grímsnesi. Morgunblaðið/Ásdls Ný verslun með skrifstofuhúsgögn NÝ VERSLUN, EG skrifstofu- búnaður, hefur verið opnuð að Armúla 20. Þar eru á boðstólum skrifstofu- og fundarhúsgögn og segir eigandi verslunarinnar, Einar Gylfason, að markmiðið sé að bjóða ávallt gæðahúsgögn á góðu verði. „Við leggjum sér- staka áherslu á að hafa ávallt gott úrval af skrifborðum, stól- um, skjalaskápum og fundar- húsgögnum. Við flytjum inn húsjgögn frá Danmörku, Noregi og Italíu og höfum m.a. fengið umboð fyrir hina þekktu Haag skrifborðsstóla. Þeir eru heims- þekktir fyrir góða hönnun og vandaðan frágang og framleið- andi tekur m.a. ábyrgð á hæðar- pumpunni eins lengi og sjálfur stóllinn endist. Þeir hafa ekki verið seldir áður í verslunum hérlendis en hafa um 40% mark- aðshlutdeild í Noregi,“ segir Einar. Einar þekkir vel til verslunar með skrifstofuhúsgögn en hann vann áður hjá Pennanum og síð- ar hjá GKS áður en hann opnaði EG skrifstofubúnað. Kína vegur þyngst í við- skiptahalla Bandaríkj- anna KÍNA hefur nú í fyrsta sinn í sög- unni náð því að eiga mestan hlut í viðskiptahalla Bandaríkjanna. Þar með hefur Kína tekið við hlut- verki, sem um langt árabil hafði verið á höndum útflutningsstór- veldisins Japans. Stjórnmálaskýrendur segja þessa þróun geta orðið til að íþyngja samskiptum Kína og Bandaríkjanna enn frekar og auka á þrýsting af hálfu Bandaríkjanna að það sem þar á bæ sé álitið vera ósanngjarnar takmarkanir á inn- flutning bandarísks varnings verði aflétt. Spáð af hagfræðingum Hagfræðingar höfðu spáð því að til þessa myndi koma, þar sem Kína hefur á undanförnum misser- um verið að auka útflutning hröð- um skrefum á meðan Japan hefur opnað heimamarkað sinn í síaukn- um mæli fyrir innflutningi. Viðskiptahalli Bandaríkjanna við Kína náði í júnímánuði 3,3 milljörð- um bandaríkjadala, eða um 221 milljarði króna. Þetta er um 40 af hundraði heildarhallans, sem lækk- aði þó verulega frá því í maí, úr 10,5 milljörðum dala niður í 8,1 milljarð. Á sama tíma hefur við- skiptahallinn við Japan dregizt saman; hann var kominn niður í 3,2 milljarða dala í júni, sem er veruleg lækkun samanborið við hallann ári áður, sem var 5,3 millj- arðar dala. Helgast lækkunin á hallanum gagnvart Japan fyrst og fremst af því að löngu samdráttarskeiði lauk þar eystra, sem hefur m.a. haft í för með sér að eftirspurn eftir inn- fluttum afurðum hefur stóraukizt. Einnig er talið að aukninguna á hallanum gagnvart Kína megi að hluta rekja til flutninga á fram- leiðslu og fjárfestingum frá öðrum löndum SA-Asíu til Kína. Hagfræðingar álíta, að þessar tölur um lækkaðan viðskiptahalla muni bæta um hálfu prósentustigi við þann 4,2% hagvöxt, sem búið var að spá fyrir Bandaríkin á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.