Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Afkoma ríkissjóðs fer batnandi eftir langt erfiðleikatímabil sem einkennst hefur af útgjaldaaukningu alhliða oruggur, háþróaður sveigjanlegur íslenskur viðskipta hugbúnaður sem fullnægir ýtrustu kröfum fyrirtækja R , ÍKISSTJÓRNIN stefnir að því að leggja hallalaust fjárlagafrumvarp fram á Alþingi í haust og segir Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, að ekki verði hvikað frá því markmiði. „Það er mikilvægara nú en oft áður að halla- rekstrinum linni og rekstur ríkis- sjóðs verði í jafnvægi. Skýr merki eru um uppgang í efnahagslífinu og má t.d. benda á að innflutningur er með mesta móti. Við þessar aðstæð- ur er brýnt að auknar tekjur fari í að treysta afkomu ríkissjóðs og vinna þannig á móti þensluáhrifum aukins ríkissjóðshalla. Jafnframt er eðlilegt að leita allra leiða til þess að halda aftur af útgjöldum ríkis- ins, ekki síst til nýframkvæmda, enda fara framkvæmdir og fjárfest- ingar á vegum einkaaðila vaxandi. Þessar framkvæmdir munu að miklu leyti fjármagnaðar með lánum og því er hyggilegt að ríkið haldi sig til hlés að öðru leyti á lánamarkaði á meðan. Héldist lánsfjárþörf ríkis- ins óbreytt þegar svona horfir væri nær öruggt að vextirnir hækkuðu með öllum þeim vanda sem því fylg- ir.“ Magnús segir að ríkissjóður verði ekki frekur á fé síðari hluta ársins enda hafi fjárþörf hans verið mætt að mestu fyrri hluta þess. „Ríkissjóð- Mikilvægt að halla- rekstrinum linni Vinna við gerð fjárlagafrum- varpsins stendur nú sem hæst. Af því tilefni ræddi Kjartan Magnússon við Magnús Péturs- son, ráðuneytisstjóra, markmið ríkisstjórnar um hallalaus fjár- lög og mismunandi túlkun á rík- issjóðshalla ársins vegna inn- köllunar spariskírteina. Magnús Pétursson ur mun ekki spenna upp vexti síðari hluta ársins. Eg held miklu fremur að eftirspurn eftir lánsfé vegna einkaneyslu og að einhverju marki framkvæmda einkaaðila en þó eink- um ótti við aukna verðbólgu geti orðið til þess. Forstjóri Þjóðhags- stofnunar hefur nú nýverið látið að því liggja að rétt kunni að vera að vextir hækki til þess að slá á þenslu- opus allt „Við hjá Seifi hf. höfum áralanga reynslu af ópusAXt hugbúnaóinum. Kerfió hefur reynst mjög vel hjá okkur. Ópns?\\t býr yfir miklum möguleikum og er þægilegt í notkun. Mikilvægast er þó að kerfið tryggir mér á einfaldan og aógengilegan hátt aðgang að öllum nauðsyn- legum upplýsingum um reksturinn." Haraldur Haraldsson, Seifur hf. „Við hjá VISA íslandi notum ópusÆ. i fjárhagsbókhaldi. ópusdWi er mjög öflugt tæki vió uppgjör og áætlana- geró. Uppsetning á rekstrar- og efnahagsreikningum er ijög sveigjanleg í kerfinu. Það er einnig mikill kostur hvaó er þægilegt fyrir notandann aó skrá færslur i ópusallt. Hið sama gildir um altar fyrirspurnir, vinnslu og prentun úr kerfinu." Anna Inga Grímsdóttir, forstöðumaður hagsýslusviðs VISA íslands. „Við höfum notað ó^wsallt í fimm ár og erum ánægð með kerfið. Helstu kostirQpMSallt eru sveigjanleiki og aólögunarhæfni. Meðal mikilvægra atrióa í upplýsinga- kerfi okkar er öflugt sötukerfi sem heldur utan um alta sölusögu einstakra viðskiptavina. Meðat annarra kosta við ópusallt eru pappírslaus samskipti við tollinn sem hafa sparað okkur mikinn tima, fyrirhöfn og peninga. " Ingvar J. Karlsson, Karl K. Karlsson hf. heildverslun. Reynsla fyrirtækja hér heima og erlendis er bestu meðmælin. Kynntu þér hvað ópuS'A\t getur gert fyrir þig og fýrirtæki þitt. Hafðu samband vió okkur í sima 588 1511 og við sýnum þér hvað i boói er. Bættu sumkeppnisstöðu þína - veldu opUS'ðWX Islensk forritaþróun ehf, merkin. Ég held að það sé tæpast tímabært en til þess getur þó auðvit- að komið.“ Fjárlaganefnd íhaldsamari - Er ekki hætta á að háleit markmið ríkisstjórnarinnar um hallalausan ríkisbúskap á næsta ári renni út í sandinn? Þótt henni tækist að leggja fram hallalaust fjárlagafrumvarp í haust sýnir reynslan að útgjaldaliðir gætu hækkað mjög í meðförum fjár- laganefndar Alþingis. „Sú vinna, sem nú fer fram í ráðu- neytunum, miðast öll við að frum- varpið verði afgreitt sem lög frá Al- þingi án halla. Það er rétt að í með- förum Alþingis hafa ýmsir útgjalda- liðir verið endurskoðaðir og stundum hækkaðir. Fjárlaganefnd hefur orðið íhaldsamari með árunum og fyrir tveimur árum lækkaði útgjaldahlið frumvarpsins t.d. í meðförum henn- ar. Það sem meira máli skiptir er að ýmsum áformum ríkisstjórnarinn- ar um sparnað sé hrundið í fram- kvæmd." Minnkandi halli Vinna við fjárlagafrumvarpið stendur yfir á sama tíma og fregnir berast um bætta stöðu ríkissjóðs. Gert var ráð fyrir fimm milljarða króna rekstrarhalla fyrstu sex mán- uði ársins samkvæmt áætlun fjár- málaráðuneytisins. Rekstrarhalli rík- issjóðs varð þannig langtum minni og nam aðeins 600 milljónum króna í stað fimm milljarða. Bætt afkoma skýrist af því að tekjur ríkissjóðs urðu 4,5 milljörðum króna hærri en áætlað var en útgjöldin voru hins vegar samkvæmt áætlun. Hins vegar ber fjármálaráðuneytinu og ríkisend- urskoðun ekki saman um hve mikill hann verður á árinu og stafar það af mismunandi aðferðum, sem þessar stofnanir nota við útreikn- ______ ing, þ.e. hvort miðað er við greiðslugrunn eða rekstrargrunn, færslu vaxtagreiðslna vegna inn- köllunar spariskírteina og efnislegum mismun á horfum um tekjur ríkis- 1 sjóðs, en ríkisendurskoðun telur að tekjur muni verða nokkru meiri en flármálaráðuneytið spáir. Magnús gerir lítið úr þessum ágreiningi. „Ráðuneytið og ríkisend- urskoðun eru sammála um að útkom- an er almennt betri en áætlað var. Ágreiningurinn við ríkisendurskoðun ef ágreining skal kalla snýst um það hvort bæta eigi við hallatölu ársins af reglulegri starfsemi 10 milljarða króna vaxtagreiðslum vegna innköll- unar spariskírteinaflokks frá árinu 1986. Eins og fram hefur komið í athugasemd ríkisendurskoðunar er ekki deilt um að báðar þessar fjár- hæðir mynda talnalegan halla ríkis- sjóðs eða halla á greiðslugrunni. Því felst í því mikill misskilningur eða vankunnátta að gera fréttir úr þessu málefni. Nú bregður t.d. svo við að einstaka fjölmiðlar og jafnvel ein- staka þingmenn telja betri niður- stöðu en menn áttu von á ekki vera kjama málsins. Þess í stað virðast stílbrögð fjármálaráðuneytisins og framsetning fréttatilkynninga vera það sem skiptir máli og þá með hlið- sjón af því hvernig skýrsla ríkisend- urskoðunar er skrifuð. Eftir stendur að stundum hefur það ruglað al- menning þegar horfur um afkomu ríkissjóðs eru ýmist ræddar á greiðslugrunni eða rekstrargrunni. Fjármálaráðuneytið hefur haldið fast við það að senda frá sér upplýsingar á greiðslugrunni og telur að svo skuli vera þar til lögum og reglum þar um hefur verið breytt." Hærri tekjur en útgjöld samkvæmt áætlun En hveijar eru ástæður þess að afkoma ríkissjóðs batnar nú eftir Vaxtahækkun til að slá á þenslumerk- in tæpast tímabær langt erfiðleikatímabil þar sem út- gjöld hafa oftar en ekki farið fram úr áætlunum? Magnús segir að margt hafi breyst til hins betra á þeim sjö mánuðum sem liðnir eru frá því að íjárlög voru samþykkt. „Lögin voru samþykkt með tæplega fjögurra milljarða króna halla. Allt bendir til að tekjur ríkissjóðs muni aukast all- nokkuð frá því sem þá var spáð eða um 3-4 milljarða króna og hefur hluti af því nú þegar gengið eftir. Jafn- framt hefur verið lagt mat á hver endanleg útgjöld ríkissjóðs kunna að verða á árinu. Ráðuneytið spáir því að útgjöldaaukningin verði ekki und- ir þremur milljörðum króna á árinu. Þannig mun fremur draga úr halla ríkissjóðs. Ráðuneytið og ríkisendur- skoðun eru sammála um gjöldin en ríkisendurskoðun telur að tekjuaukn- ingin geti orðið enn meiri en við spáum. Þetta er kjarninn í þeim mis- mun á horfum til áramóta sem þess- ar stofnanir hafa gert.“ Innköllunin mikla Víkjum þá að Innkölluninni miklu sem svo hefur verið nefnd og hækk- ar halia ríkissjóðs um tíu milljarða, a.m.k. ef reiknað er á greiðslu- grunni. Um er að ræða þrjá stóra flokka spariskírteina ríkissjóðs frá 1986, sem báru háa raunvexti eða á milli 8-9%, sem er langt yfir þeim vöxtum, sem ríkissjóði bjóðast í dag. í skilmálum bréfanna voru ákvæði þess efnis að ríkissjóður gat innkall- að þau þegar tiltekinn tími var liðinn frá útgáfu þeirra og það var gert í júlí síðastliðnum. Heildarfjárhæð innlausnarinnar var um 17,3 millj- arðar króna og þar af námu vaxta- greiðslur um 10 milljörðum. Magnús segir að með innkölluninni nái ríkis- sjóður að spara tvo milljarða í vaxta- greiðslur, sem hann hefði ella þurft að greiða við innlausnardag bréfanna árið 2000. „Aðalatriði málsins er að innköllunin hefur mikinn sparnað í för með sér fyrir ríkissjóð. Ákvörðun- in um innlausnina og það hvernig til tókst með hana mun strax á næsta ári spara ríkissjóði um 6-700 milljón- ir króna. Þessi bréf eru svonefnd kúlubréf og hafa frá útgáfudegi 1986 til miðs árs 1996 safnað á sig vöxt- um, sem nema um tíu milljörðum króna og hafa ekki enn verið greiddir út enda koma þeir til útgreiðslu við lokainnlausn. Þessir vextir hafa þó árlega verið reiknaðir til útgjalda í rekstraruppgjöri ríkis- sjóðs, þ.e. ríkisreikningi. Hér eru því hvorki óvæntir né af- brigðilegir hiutir á ferðinni. Af skilj- anlegum ástæðum lá ekkert fyrir um það við afgreiðslu fjárlaga hvort til innköllunar bréfanna kæmi eða ekki, enda ákvörðun ekki þá tekin. Hefði svo verið má telja víst að gengi þess- ara bréfa hefði orðið annað.“ Öflugur fjármagnsmarkaður -Af hveiju var ráðuneytið ekki búið að innkalla skírteinin inn fyrr fyrst um svo mikinn sparnað var ræða.? „Vissulega var mönnum Ijóst að um hávaxtabréf væri að ræða en við innköllun þeirra þarf að gæta að nokkrum atriðum. I fyrsta lagi er óráðlegt að kalla þau inn nema við stöðugt efnahagsumhverfi og lága vexti. Aðstæður voru taldar góðar fyrri hluta ársins, verðbólga var lág, framboð á bréfum annarra en ríkis- sjóðs ekki tiltakanlega mikið og út- streymi fjármagns til fjárfestinga var ekki teljandi. Því var þetta ákveðið. Þá skiptir einnig máli að íslenski fjármagnsmarkaðurinn er miklu betur í stakk búinn til þess nú að taka við svo stórri innlausn en hann var fyrir örfáum árum. Þegar á heildina er litið tel ég að vel hafi til tekist með þessa innköll- un. Vitanlega kusu ekki allir að skipta á nýjum bréfum ríkissjóðs. Um það bil 2,3 milljarðar eða 70% komu aftir til ríkissjóðs í formi nýrr- ar lántöku. En þess ber einnig að geta að innköllun leiddi hvorki til vaxtahækkunar né sýnilegs óróa á verðbréfamarkaðnum. Það er merki um það að peningamarkaðurinn sé að eflast og færast í átt til þess, sem er hjá öðrum þjóðum," segir Magn- ús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.