Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 B 5 VIÐSKIPTI Samkeppni og frelsi í flugsamgöngum Evrópuríkja Fargjaldastríð íháloftunum Nýliðarnir lækka fargjöld <? HHETLANl). ^ Landonef > DEBONAIR 8.000 kr. P ) \ Kr?r VIRGIN EXPRESS | 12.000 kr. Brussei \ffpörtnwnú\ París ( ií ki rí a Qusseló°rí ÍIFXGIA þYSKA. LAND Mönchetv EUROWINGS 12.900 kr. EASYJET 10.000 kr. X AIR LIBERTEI 8.000 kr. | FRAKKLAND / SPANAIR 10.500 kr. -zr— Víl AUSTURRÍKI 0-- \ Mílanó Nice®' íxALÍA Madrid SPÁ NN Barcelona AIRONE 16.900 kr. 'NV ( L/ ODYR FLUGFARGJOLDIEVROPU Fargjald Iram og til baka í ÍKR Ákveðið hefur verið að koma á algerlega frjálsri samkeppni í flugsamgöngum Evrópusambandsins í apríl á næsta ári. Business Wækfjallaði nýlega um titring sem nú þegar verður vart við í flugrekstri í álfunni vegna þessa og spáði miklum fargj aldalækkunum ÝSKA flugfélagið Luft- hansa greip í lok júlí til aðgerða sem mörgum þóttu vera ógnvekjandi teikn um það sem koma skal hjá öðrum, stórum ríkisflugfélögum í Evrópu. Ný og harðskeytt félög hafa veitt Lufthansa harða sam- keppni að undanförnu, boðið mun lægri fargjöld og náð farþegum frá ríkisflugfélaginu sem skýrði frá því að dregið yrði úr umsvifum á Evr- ópuleiðum í haust. Einnig er ætlun- in að ýta úr vör nýrri sparnaðar- áætlun - hinni síðustu af mörgum slíkum - til að draga úr útgjöldum svo að hægt verði að heíja gagn- sókn gegn lággjalda-félögunum. Viðbrögð Lufthansa sýna vel þær róttæku breytingar sem valda því að samkeppnisaðstæður taka nú hröðum breytingum í evrópskum flugmálum. I nokkur ár hefur regl- um verið breytt til að stuðla að fijálsri samkeppni og lokatakmark- ið næst síðan 1. apríl á næsta ári. Þá munu öll flugfélög í aðildarríkj- um Evrópusambandsins, ESB, geta flogið til allra áfangastaða í sam- bandinu ef þau vilja og jafnt ný sem gömul félög reyna nú sem ákafast að klófesta eða halda markaðshlut- deild fyrir þennan tíma. Afleiðingin er þegar orðið mikil lækkun á gríðarlega háum flugfar- gjöldum í álfunni, þetta var einmitt það sem ráðamenn í Brussel vonuðu þegar þeir hófu að undirbúa fijálsa samkeppni í fluginu. Farþegar í Evrópu munu fagna þessari þróun. Þeir þurftu fyrir tveim árum að greiða 490 Banda- ríkjadollara, um 32 þúsund krónur, fyrir ferð milli Parísar og London, báðar leiðir, ferðin tekur um 40 mínútur. Nú hafa orðið umskipti. Air France hefur orðið að bregðast við samkeppni af hálfu nýrra félaga á þessari leið á borð við British Midland auk lestanna sem nota Ermarsundsgöngin og hefur nú lækkað gjaldið í 380 dollara, einnig er hægt að nýta sér fjölmörg af- sláttarboð. Sé dvalið á áfangastaðn- um yfir laugardagsnótt lækkar far- gjald Air France í 140 dollara. Neytendur njóta góðs af en far- gjaldastríðið á lokaskeiðinu fyrir fullt frelsi veldur stóru flugfélögun- um í Evrópu miklum vanda. Mörg gamalgróin félög, með Air France, sem alltaf er rekið með halla, í broddi fylkingar, háðu þegar ör- væntingarbaráttu. Þau hafa nú fengið síðasta ríkisstyrkinn, fram- kvæmdastjórn ESB í Brussel veitir ekki fleiri undanþágur. Framvegis verða þau að beijast við stöðugt stækkandi fylkingu nýrra keppi- nauta sem halda betur utan um útgjöldin og bjóða mjög lág far- gjöld er draga úr markaðshlutdeild gömlu risanna og neyða þá einnig til að lækka verðið. Aðeins fyrsta skrefið Ástandið á Ítalíu er dæmigert fyrir stöðu mála. Ríkisflugfélagið Álitalia býður nú, vegna harðrar samkeppni nýgræðingsins Air One, flug milli hváða staða sem er á ítal- íu fyrir aðeins 66 dollara, um 4.300 krónur, á þriðjudögum og miðviku- dögum í ágúst. Alpi Eagles, félag með aðalstöðvar í Vicenza og með bakhjarla á borð við fataframleið- andann Benetton og fleiri iðnjöfra, ætlar einnig að.ryðjast inn á mark- aðinn fljótlega. í næsta mánuði mun Virgin Express Bretans Richards C. Bransons, sem hefur auglýst af krafti að undanförnu, hefla flug milli Rómar, Mílanó og Madrid. Fargjöld verða 50% lægri en hjá Alitalia á þessum leiðum. Sérfræðingar hjá American Ex- press Co. gera ráð fyrir að fargjöld á mikiivægum innanlandsleiðum eins og París-Marseille og Berlín- Munchen muni hrapa um allt að 33% næstu tvö árin og nálgast verð- lag á sambærilegum innanlands- leiðum í Bandaríkjunum. Nýju flugféiögin geta hafið atlög- ur sínar nú þegar vegna þess að búið er að koma á nokkru rekstrar- frelsi og samkeppni nú þegar. Öll félög í ESB mega fljúga á leiðum milli aðildarríkjanna en réttindi til innanlandsflugs eru að miklu leyti bundin við innlendu félögin; þessar síðustu hömlur falla niður í apríl. Þar sem ekki er afgreiðslupláss af- lögu á hefðbundnum farþegaflug- völlum hafa nýju keppinautarnir fengið aðstöðu á minni völlum. Virg- in Express notar Ciampino-flugvöll við flug frá Róm en ekki hinn full- nýtta Leonardo da Vinci-völl. Samkeppni lággjaldafélaganna gæti valdið því að sum stóru félög- in í Evrópu yrðu að þoka á innan- landsleiðumim og einbeita sér að langflugi. I sumum tilfellum gæti farið svo að þau hæfu samstarf við ný félög til að tryggja sér farþega úr innanlandsflugi er ætla lengra. Eurowings, nýtt þýskt flugfélag sem hefur hrifsað til sín hluta af markaði Lufthansa, á nú samstarf við hollenska félagið KLM og Air France, félagið stefnir að því að auka samvinnuna. Stóru félögin reyna að brugga ný ráð. British Airways hefur þegar keypt franskt félag í innanlands- flugi til að reyna að ná þar í far- þega í langflug. Air France hefur haft á pijónunum áætlanir um að brejda dótturfélagi sínu í innan- landsflugi, Inter, í nýtt félag - Air France Europe - er ráða myndi nýja flugmenn sem sættu sig við að fljúga mun fleiri stundir en þeir sem fyrir eru. Þessi hugmynd virð- ist vera að renna út í sandinn. Dómstóll í París úrskurðaði í júlí að ekki væri hægt að reka þá flug- menn sem fyrir eru en það var ætlun Air France. Nýir frumkvöðlar í flugi eru at- hafnasamir í Bretlandi. Stelios Haji- Ioannou, 29 ára gamall sonur grísks skipakóngs, hefur gengið mjög vel með nýtt félag sitt, Easy-Jet, stofn- að í nóvember sl. Fyrstu ferðirnar voru milli London og Skotlands en síðan hefur bæst við flug til Barcel- ona, Nice og Amsterdam. Hann hyggst hefja flug til fleiri borga á meginlandinu síðar. Fyrirmynd Haji- Ioannou er sótt til bandarískra lág- gjalda-flugfélaga þar sem lítið er um dýr þægindi og ekki eru notaðir farmiðar, engin milliganga er af hálfu ferðaskrifstofa, hann notar Luton-flugvöll þar sem lendingar- gjöld eru lág. Símanúmer félagsins er mikið auglýst og það er málað skærum litum á búk flugvélanna. „Auðveld bráð“ Richard Branson er staðráðinn í að ná til sín dijúgum hluta hins nýja, frjálsa flugmarkaðar í Evrópu. Félag hans, Virgin Express, var byggt upp á grundvelli nýs félags í Belgíu, Euro Belgian Airlines, sem hann keypti í apríl sl. Ferðir milli Brussel og sjö annarra Evrópu- borga kosta allar það sama hjá Branson: 90 dollara hvora leið, um 5.900 krónur. Farþegar geta með mínútu fyrirvara breytt um áfanga- stað, einnig hætt við með sólar- hrings fyrirvara og fengið fulla endurgreiðslu, ákvæði sem ekki er algengt þegar boðin eru lággjöld. Branson ætlar að fjölga mjög leið- um í haust. Ef marka má reynsluna í Banda- ríkjunum, þar sem allmörg ár eru síðan fullu frelsi og samkeppni var komið á í fluginu, munu sum af lággjaldafélögunum ekki verða langlíf. Hvað sem því líður er „mörg auðveld bráð sem hægt er að ráð- ast á“ á Evrópumörkuðunum, að sögn Keith McMullan, fram- kvæmdastjóra hjá ráðgjafarfyrir- tækinu Avmark í London. Þegar 1. apríl rennur upp verður baráttan um þennan markað enn harðari og þá er ekki einvörðungu átt við nýju félögin heldur munu stór, velrekin félög blanda sér í þann slag. Ljóst er að British Aii-ways, sem gengur ágætlega, hefur fullan hug á því að færa út kvíarnar. Ráðstafanir Lufthansa verða því áreiðanlega ekkert einsdæmi þegar baráttan harðnar í Evrópu. PowerMacintosh 7600/120 Leggðu þetta á minnið! Örgjörvi: Tiftiðni: Vinnsluminni: Skjáminni: Harðdiskur: Geisladrif: Skjár: Diskadrif: Video: Hnappaborð: Stýrikerfi: PowerPC 604 RISC 120megarið 48 MB 2 Mb DRAM 1,2 GB Apple CD600Í (fjórhraða) Apple 171017" MultiScan litaskjár Les gögn af PC disklingum 24 bita videoinntak Rauntímaspilun með allt að 640x480 punktum (NTSC) og allt að 768x576 (PAL og SECAM) Apple Design Keyboard System 7.5.3 sem að sjálfsögðu er alltá íslensku Apple-umboðiö Skipholti 21 • Sími 511 5111 Heimasíöan: http://www. apple. is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.