Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 8
VIÐSXIFn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 Steindórsprent-Gutenberg endurnýja tækjakost Áhersla lögð á umh verfisþáttinn Það verður sífellt algengara að fyrirtæki taki tillit til umhverfísins þegar ný tækni er tekin í notkun. Með hertari reglum um losun spilliefna eykst jafnframt kostnaður við eyðingu þeirra. Steindórsprent-Guten- berg hefur nýlega fest kaup á nýrri umhverf- isvænni filmuútkeyrsluvél. Guðrún Hálf- dánardóttir kynnti sér kosti vélarinnar. PRENTSMIÐJAN Steindórsprent- Gutenberg ehf. hefur tekið í notkun nýja filmuútkeyrsluvél með þurr- filmu og er eitt af fyrstu prentfyrir- tækjum í heiminum til að taka þessa tækni í þjónustu sína. Engin framköllunar- eða festing- arefni þarf við filmugerðina en Lino- type-Hell og Polaroid fyrirtækin þró- uðu filmuútkeyrsluvélina. Úm- boðsaðili Linotype-Hell og Polaroid á íslandi er innflutnings- og þjón- ustufyrirtækið ACO hf. 5 ára þróunarstarf Benedikt Guðmundsson, sölustjóri hjá ACO, segir að þróun filmu- útkeyrsluvélarinnar hafi tekið fimm ár og hún hafi fyrst komið á markað á síðasta ári. „Polaroid fyrirtækið hefur framleitt þurrröntgenfilmur í töluverðan tíma og er tæknin frá þeim nýtt í prentfilmurnar í vélina." Ekki eru mörg ár síðan spilliefn- um frá prentsmiðjum, líkt og öðrum iðnaðarfyrirtækjum var hellt niður í holræsin með alvarlegum afleiðing- um fyrir lífríki sjávar. Sífellt meiri áhersla hefur verið lögð á umhverfis- vernd í heiminum og Steindór Hálf- dánarson, framkvæmdastjóri Stein- dórsprent-Gutenberg, segir að um- hverfisþátturinn hafi skipt miklu máli þegar ákveðið var að kaupa filmuútkeyrsluvélina. „Við hjá Steindórsprent-Gutenberg höfum frá því að reglugerð um mengunar- varnir var sett fyrir nokkrum árum, fylgt ákveðinni umhverfisverndar- stefnu. Við tökum vissa áhættu með því að kaupa vél sem ekki er komin mikil reynsla á en hún tekur bæði mun minna pláss heldur en sambæri- legar vélar og auk þess þarf engin spilliefni við notkun hennar. Prent- gæðin eru ekki einungis alltaf jafn góð, ólíkt því þegar framköllun- arvökvi er notaður en þá hafa jafn- vel hitastigsbreytingar áhrif á prent- gæðin, heldur eru prentgæðin mun betri heldur en í þeim sem notaður er framköllunarvökvi og festingar- efni. Með vélinni minnkar kostnaður vegna eyðingar spilliefna, en hann hefur farið ört vaxandi á síðustu árum.“ Engin spilliefni notuð Filmuhúðin sem eftir verður, þeg- ar leysigeisli hefur lesið filmuna í útkeyrsluvélinni, fer í endurvinnslu en í filmuhúðinni eru engin spilliefni sem mengað gætu náttúruna. Að sögn Benedikts eru engin hættuleg efni notuð við vélina, „þannig að prentsmiðjan er fyrir vik- ið betri vinnustaður fyrir starfsfólk- ið. Við hjá ACO höfum unnið að umhverfisvernd með Steindórsprent- Gutenberg allt frá upphafi, en þeir hafa unnið brautryðjendastarf í umhverfismálum hjá prentsmiðjum hér á landi. Við settum upp fyrir nokkrum árum tæki hjá þeim sem vinna spilliefni úr framköllunar- vökva og festingarefni sem er síðan sent erlendis og í Sorpu til eyðing- ar. Á undanförnum misserum hefur silfur verið endurunnið úr öllum fest- ingarefnum sem hafa verið notuð í prentsmiðjunni. Notaðar filmur eru m.a. sendar til Kanada og endurunn- ar sem filmur," segir Benedikt. Tölvukerfi endurnýjað Steindórsprent-Gutenberg hefur einnig endurnýjað allt tölvukerfí sitt og nettengt allt fyrirtækið. „ACO setti upp Windows NT umhverfi hjá okkur sem nefnist Delta Rip og er það kerfi sem kemur til með að taka við af Windows 95. Þannig að við erum með nýjustu tækni i tölvubúnaði. Morgunblaðið/Ámi Sæberg BENEDIKT Guðmundsson og Steindór Hálfdánarson við nýju filmuútkeyrsluvélina Við höfum einnig tekið í notkun nýja útskotsstöð, Signastation, sem raðar upp síðum í bækur og texta á mun skemmri tíma en áður var hægt hjá fyrirtækinu. Þessi nýja stöð gerir það að verkum að við getum unnið skjöl úr hvaða forriti sem er. Þetta skiptir miklu máli bæði hvað varðar tímasparnað og aukna þjónustu við okkar viðskiptavini sem vinna í mis- munandi umbrots- og ritvinnslufor- ritum,“ segir Steindór. Starfsmenn ACOhafa undanfar- inn mánuð unnið að uppsetningu nýja tækjabúnaðarins og er hann kominn í fulla notkun hjá prent- smiðjunni. Prentsmiðja á gömlum grunni Steindórsprent, sem hefur verið starfrækt síðan 1934, keypti Guten- berg af ríkissjóðj fyrir fjórum árum og prentsmiðju Árna Valdemarsson- ar fyrir tveimur árum. Þessi þijú fyrirtæki eru nú öll rekin undir nafn- inu Steindórsprent-Gutenberg ehf. Forstjóri fyrirtækisins er Hálfdán Steingrímsson. Torgið Einkavæðing ríkis og sveitarfélaga SKULDASÖFNUN sveitarfélaga hér á landi hefur verið áhyggjuefni um nokkurra ára skeið. Sveitarfé- lögin hafa aukið mjög lántökur, m.a. til þess að halda uppi fram- kvæmdum á þeim erfiðleikatímum sem eru nýafstaðnir. Hins vegar standa sveitarfélögin nú uppi með gríðarlegar skuldir, eða um 22 millj- arða króna og horfur eru á því að þær muni aukast um 3 milljarða til viðbótar á þessu ári, að því er fram kemur í ágústhefti Hagtalna mán- aðarins, þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi á síðasta ári byrjað að draga úr útgjöldum sínum. Þá eru ótaldar lífeyrisskuldbind- ingar sveitarfélaganna umfram eignir viðkomandi lífeyrissjóða, sem áætlað er að séu nú um 15-20 milljarðar króna. í Hagtölum mánaðarins er sveit- arfélögum m.a. bent á þann mögu- leika að selja fyrirtæki í sinni eigu til að grynnka á skuldum. Kemur þar fram að eigið fé fyrirtækja í eigu íslenskra sveitarfélaga hafi verið um 55 milljarðar króna í árs- lok 1994, og því Ijóst að sveitarfé- lögin gætu hreinsað upp skuldir sínar og gott betur með sölu fyrir- tækja sinna. Reykjavíkurborg sýnir lit Nýverið lýstu borgaryfirvöld því yfir að áformað væri að selja 15% hlut Reykjavíkurborgar Skýrr hf. og allt hlutafé borgarinnar í Pípugerð- inni hf., um 95% heildarhlutafjár, fyrir áramót. Jafnframt var sam- þykkt að hefja undirbúning að stofnun hlutafélags um rekstur á Malbikunarstöð og Grjótnámi Reykjavíkurborgar, en að borgar- sjóður verði áfram eigandi fyrirtæk- isins. Starfshópur á vegum borgar- innar hafði hins vegar lagt til að um 30% hlutur borgarinnar í fyrir- tækinu yrði seldur og síðan yrði hugað að sölu afgangsins að tveimur árum liðnum og að þessu til viðbótar yrði akstur fatlaðra boðinn út og Húsatryggingar ríkis- ins seldar. Samþykktir borgarráðs eru engu að síður fagnaðarefni, þrátt fyrir að ganga mætti miklu lengra en þær gera ráð fyrir. Þrátt fyrir að borgin selji 15% hlut í Skýrr og að ríkið selji 15% til viðbótar munu þessir eftir sem áður skipta með sér 70% alls hlutafjár í fyrir- tækinu. Það er því eðlilegt að spyrja hvers vegna ríkið og borgin telji það nauðsynlegt að vera áfram svo stór hluthafi í fyrirtæk- inu. Eins og fram kemur í skýrslunni hefur Skýrr aðeins um 10% tekna sinna af þjónustu við Reykjavíkur- borg, þrátt fyrir að borgin sé þar í dag eigandi 50% hlutafjár. Ástæða þessa er m.a. sú að fyrir- tækið hefur á undangengnum árum verið að hasla hasla sér völl á öðr- um sviðum á hugbúnaðarmarkað- inum og er þar í samkeppni við fjöl- mörg einkarekin fyrirtæki. Við slíkar aðstæður ættu ríki og borg að setja sér það markmið að losa sig út úr rekstri fyrirtækisins eins fljótt og auðið er, enda eru engin rök fyrir því að ríkið standi í rekstri sem markaðurinn er fullfær um að sinna. Jafnframt væri eðli- legt að ríkið og borgin byðu í fram- haldinu út þá hugbúnaðarþjónustu sem þau þarfnast, þannig að fleiri fyrirtæki hafi tækifæri á að koma þar að. Slíkt myndi ekki aðeins jafna samkeppnisstöðuna á mark- aðinum heldur án efa einnig koma báðum þessum aðilum til góða í formi fjölbreyttari hugbúnaðar- lausna. Hvar er ríkið? Það vekur hins vegar furðu að ríkisstjórnin, með Sjálfstæðisflokk- inn í öndvegi, skuli láta vinstrimeiri- hlutann í Reykjavík eiga frumkvæð- ið að allri einkavæðingu ríkisins á þessu kjörtímabili, þ.e. bæði í sölu á hlut ríkis og borgar í Jarðborunum og einnig á væntanlegri sölu á hlut þeirra í Skýrr. Eftir mikla flugeldasýningu í einkavæðingu á fyrstu tveimur stjórnarárum ríkisstjórnar Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks, hef- ur lítið farið fyrir slíkum áformum á síðari árum. Þá var því borið við að skilyrði til sölu ríkisfyrirtækja væru ekki hagstæð í miðri efna- hagslægð. Því verður ekki borið við lengur, en engu að síður fer lítið fyrir einkavæðingunni. Raunarvirð- ast einu alvarlegu áform núverandi ríkisstjórnar vera að breyta ríkis- bönkunum og Pósti og síma í hluta- félög, án nokkurra fyrirheita um sölu. Slík stefna er auðvitað engan veginn ásættanleg. Ríkið er nú með um 80% hlutdeild á fjár- magnsmarkaði, markað sem er óðum að þroskast og dafna með tilkomu einkarekinna verðbréfafyr- irtækja og virkari hlutabréfa- og skuldabréfamarkaðar. Við þær aðstæður sem skapast hafa á þessum markaði á undanförnum árum, er ekkert sem kallar á svo umfangsmikil afskipti ríkisins. Því ætti það að vera algert forgangs- atriði hjá ríkisstjórninni að selja hlut ríkisins sem fyrst í þessum stofnunum. Með því að hlutafélagavæða og selja ríkisbankana og fjárfestingar- sjóði sína myndi ríkið stuðla að virk- ari og öflugri fjármagns- og hluta- bréfamarkaði hér á landi. Auk þess hefur þessi markaður ítrekað sýnt vilja til að fjárfesta í þeim ríkisfyrir- tækjum sem komið hafa inn á markaðinn, eins og sala Jarðbor- ana og Lyfjaverslunar ríkisins hafa sýnt. Ríkið sem og sveitarfélög ættu því að taka frumkvæði Reykja- víkurborgar sér til fyrirmyndar og gera gangskör að því að draga úr umsvifum sínum í atvinnulífinu með sölu fyrirtækja sinna. ÞV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.