Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANIMA tttgraiHbifrifr 1996 FIMMTUDAGUR 22. AGUST BLAÐ C Leynist snillingur á bak við rimlana? TOLMEZZO, áhugamannalið í knattspyrnu á norðurhluta ítaiiu, hefur farið þess á leít við fangelsisyfirvöld i sínu héraði að þau sleppi Marokkómanni úr svartholinu á þeim dögum sem féiagið leikur til þess að það megi njóta krafta hans. Ðarío Zearo forscti félagsins sagðist gjarn- an vilja njóta liðsstyrks hins 28 ára gamla Abdul Hajim en sökum þess að hann situr á bak við iás og slá er það að skiljanlega erfiðleikum bundið. Hajim segist hafa leikið með 1. deildarliði í lieima- landinu áður en hann fluttist tíl ítalíu. Hann sýndi það er lið fangelsisins sem hann situr i lék æfinga- leik á dögunum að hann er að minnsta kosti markhcppinn því þá skoraði haun fjögur mörk. Eugum sögum fer af því hvers vegna Hajim situr í svartholinu, aðeins hefur komiö fram að hann verður laus í desember á næsta ári. Zearo vill hins vegar fá Hajim lausan á leikdögum en hann hefur ekki enn fengið svðr frá fangelsis- stjórninni en á von á þvi ftjótlega. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN Einar Þór Daníelsson tryggði KR sigur á glæsilegan hátt á síðustu mínútu gegn Mozyr Skuldadi eittmark Eg er mjög ánægður með sigur- inn því við vorum að leika gegn nokkuð öflugu liði, sem hafði á að skipa stórum og sterkum leik- mönnum," sagði Lúkas Kostic þjálf- ari KR-inga, eftir 1:0 sigur Vestur- bæjarliðsins á Mozyr frá Hvíta- Rússlandi í síðari leik liðanna í undankeppni að Evrópukeppni bik- arhafa í gærkvöldi. Með sigrinum eru KR-ingar komnir í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa. „Við vissum fyrirfram að þeir gætu átt eftir að reynast okkur skeinuhættir ef við myndum sofna á verðinum en strákunum tókst að koma í veg fyrir að þeir næðu að skapa sér einhver umtalsverð mark- tækifæri," sagði Kostic. „Við leystum þetta verkefni mjög vel af hendi, strákarnir léku skyn- samlega og yfirvegað og sýndu mikla baráttu. Það var gaman að sjá hversu sterkur Guðmundur [Benediktsson] kom inn í liðið á ný og við náðum oft og tíðum að skapa mikinn usla í vörn Hvít-Rússanna. Markið lét hins vegar á sér standa allt fram á síðustu mínútu en sigur- inn hefði hugsanlega alveg mátt vera örlítið stærri því ekki vantaði færin. Við erum þó komnir áfram í keppninni og það er að sjálfsögðu allt sem máli skiptir," bætti Lúkas jafnframt við. „Gat ekki annað en skoraö" Mark KR-inga skoraði Einar Þór Daníelsson einungis örfáum andar- tökum áður en Sven Kjelbrott, dóm- ari frá Noregi, flautaði til leiksloka og var Einar að vonum hinn kát- asti í Ieikslok. „Þetta var upplagt marktækifæri og ég gat í rauninni ekki annað en skorað. Það var auk þess kominn tími á mig að skora því ég misnot- aði dauðafæri úti í Hvíta-Rússlandi og skuldaði strákunum þar af leið- andi eitt mark. Ég er annars mjög sáttur við leikinn í heild því við börðumst vel og áttum nokkur ágæt færi en þeir hins vegar fá. Okkur tókst það sem við ætluðum okkur og held að við höfum átt þetta fyllilega skilið," sagði Einar Þór. OLYMPIUMOT FATLAÐRA Kristín vann annað gull Baksundið er mín uppáhalds- grein og ég er að sjálfsöðu mjög glöð með sigurinn. Það var virkilega gaman að standa á efsta þrepi og taka á móti gullverðlaun- unum og heyra þjóðsönginn leik- inn," sagði Kristín Rós Hákonar- dóttir. Hún vann í gærkvöldi önn- ur gullverðlaun sín á Ólympíu- móti fatlaðra í Atlanta er hún kom fyrst í mark í 100 metra baksundi á nýju heimsmeti 1.26,41 mínútu. Island er nú 22. sæti af 117 þjóðum með 6 verð- launapeninga - fern guliverð- laun, ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Auk hennar keþpti Birkir R. Gunnarsson í 100 m skriðsundi í gær og varð í áttunda sæti á 1.07,57 mín. Þriðji sundmaðurinn sem stakk sér til sunds á mótinu í gær var Ólafur Eiríksson í 100 m baksundi í flokki S9. Honum vegnaði ekki sem best og komst ekki í úrslit. Geir Sverrisson tók þátt í und- anrásum í 100 m hlaupi í flokki L46 og vann sér rétt í úrslitum er hann náði öðrum besta tíman- um, hljóp á 11,21 sekúndu. „Sundið gekk mikið betur en ég hafði þorað að vona. Fyrirfram hafði ég gert mér vonir um að geta synt undir heimsmetinu sem ég átti sjálf en það var 1.28,64," sagði Kristín í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hún sagðist ekk- ert hafa verið stressuð fyrir sund- ið, hún hafí aðeins fundið fyrir stressi í fyrstu grein mótsins, „en nú er ég orðin svo vön að ég finn ekkert fyrir því." í dag keppir Kristín í 100 m skriðsundi og sagðist ekki vilja lofa eins góðum árangri í þeirri grein. „Ég mun leggja mig fram og vonandi dugir það mér til þess að komast á pall." Kristín sagðist síðan fá frí á föstudaginn en á laugardaginn er komið að 100 m bringusundi en það er önnur tveggja uppáhaldsgreina hennar, hitt er baksundið. Auk Kristínar keppir Ólafur Eiríksson í dag í 100 m skrið- sundi og Geir Sverrisson og Haukur Gunnarsson í frjálsíþrótt- um. Geir í undanrásum í 400 m hlaupi og Haukur í 200 m hlaupi. Morgunblaðið/Golli Frábær tilþrif EINAR Þór Daníelsson gerð eina mark KR gegn hvit-rúss* neska liðinu Mozyr í gærkvöldi á Laugardalsvelli og fagnar hér (til hægri) ásamt Guðmundi Benediktssyni, sem hafði komið inná sem varamaður skömmu áður og fékk einmitt dauðafærí fyrr í sömu sókn og Einar skorr aði. Markið kom eftir mjög gott spil og var góður endapunktur á ágætum leik Vesturbæjarliðsins. Það er nú komið í fyrstu umferð Evrópukeppninnar, þar sem mörg stórlið er einnig að f'iiina. en dregið verður á morgun. KNATTSPYRNA: SHEARER GERÐIFYRSTA MARKIÐ FYRIR NEWCASTLE / C8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.