Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍHém FOLK ■ FRANKFURT gerði í fyrra- kvöld góða ferð til Mannheim í fyrrakvöld og sigraði 2:1 í leik sem þótti mjög góður og vel leikinn af leikmönnum beggja liða. ■ JUNIOR Baiano var á mánu- daginn dæmdur í tíu leikja bann í þýsku 1. deildinni eftir að sjón- varpsupptaka af leik Werder Bremen og Bayer Leverkusen sýndi að hann hafði slegið einn leik- mann Leverkusen með hnefa í bakið þegar boltinn var úr leik. Forráðamenn Bremen létu kapp- ann ekki stija af sér dóminn heldur seldu þeir hahn umsvifalaust heim til sín á ný er hann nú kominn á leikmannaskrá Flamengo. ■ BAIANO kom til liðs við Brem- en í fyrra og lék 32 leiki með félag- inu og skoraði aðeins tvö mörk. Talið er að hann hafi verið seldur fyrir um 100 milljónir króna sem er svipuð upphæð og hann var keyptur fyrir á sínum tíma. ■ RAY Clemence fyrrum lands- liðsmarkvörður Englands og leik- maður með Liverpool og Totten- ham hefur sagt starfí sínu lausu sem knattspyrnustjóri hjá 3. deild- arliðinu Barnet. Þess í stað hefur hann gengið til liðs við Glenn Hoddle landsliðsþjálfara Englend- inga og verður einn aðstoðarþjálf- ara hans og sér um markvarðaþjálf- un. ■ ALAN Ball knattspyrnustjóri Manchester City festi á mánudag- inn kaup á Paul Dickov frá Arsen- al fyrir 75 milljónir króna. Dickov á að fylla skarð Niall Quinn í fremstu víglínu en Quinn var seldur til Sunderland í síðustu viku. Dickov hefur verið í herbúðum Arsenal í sex ár en lítið fengið að spreyta og aðeins leikið 14 leiki. ■ TEDDY Sheringham hefur tekið við fyrirliðastöðunni hjá Tott- enham en sá sem gegndi hennur áður, Garry Mabbutt, fótbrotnaði í leik um síðustu helgi sem kunnugt er og verður ekki með á ný fyrr en eftir áramót. ■ BRUCE Grbbelaar fyrrum markvörður Liverpool og Sout- hampton hefur gengið til liðs við Plymouth og verði hann í liðinu á laugardaginn gegn Wrexham verð- ur það hans 500. deildarleikur í Englandi. ■ BRASILÍSKUR knattspyrnu- unnandi lést af völdum innvortis blæðinga í kjölfar mikilla slagsmála eftir leik Caramuru og Caixa de Sao Pedro í Brasilíu nú ekki alls fyrir löngu. Maðurinn, sem var 49 ára gamall, var ítrekað laminn og barinn í höfuð og kvið en slagsmál- in hófust þegar einn leikmanna Sao Pedro kippti allharkalega í dómar- ann eftir að dæmd hafði verið víta- spyrna á liðið. ________KNATTSPYRfMA___________ Sá dýrasti féll í skugga rtalska sHfurrefsins Augu margra knattspyrnu- áhugamanna beindust að dýrasta knattspyrnumanni heims, leikmanni Newcastle Alan Shear- er, er keppni í ensku knattspyrn- unni hófst um síðustu helgi. Stuðn- ingsmönnum félagsins til mikilla vonbrigða tókst honum ekki að skora og félag hans varð að sætta sig við að tapa fyrir Everton á Goodison Park. Það var hins vegar annar maður sem stal senunni í fyrstu umferðinni í Englandi og hann var einnig dýr, en samt helm- ingi ódýrari. Það var ítalski fram- heijinn Fabrizio Ravanelli sem Middlesbrough keypti í sumar. Hann skoraði þrennu í bráðfjörug- um jafnteflisleik, 3:3, við Liverpo- ol. Þetta var svo sannarlega glæsi- leg byijun hjá Ravanelli sem er einn fjölmargra erlendra knatt- spyrnumanna sem gengið hafa til liðs við ensk úrvalsdeildarlið í sum- ar. „Eg hef aldrei sett mér það markmið að skora ákveðinn fjölda marka á keppnistímabili. Það skiptir ekki máli hver skorar mörk- in. Félagarnir í liðinu eru mér mikilvægastir," sagði Ravanelli eftir leikinn gegn Liverpool á laug- ardaginn. „Leikurinn var ánægju- legur en það hefði verið skemmti- Iegra ef við hefðum sigrað.“ Bryan Robson, knattspyrnu- stjóri Middlesbrough, var ánægður með frammistöðu ítalans silfur- hærða en varaði jafnframt við bjartsýni. „Ekki halda að hann skori þrennu í hverri viku.“ Bresk- ir veðmangarar voru hins vegar ekki að hika við að auka líkurnar á því að Ravanelli verði marka- kóngur tímabilsins. Eftir leikinn breyttu þeir líkunum á að svo verði úr 33-1 í 10-1. Enn er beðið eftir að Shearer skori fyrir nýja félagið sitt. Hann hefur leikið tvo opinbera leiki með þvi og ekki tekist að setja mark sitt á þá og reyndar það sem lak- ara er, Newcastle hefur tapað báðum leikjunum og ekki skorað eitt einasta mark. Fyrir lokakeppni Evrópumóts- ins í Englandi í sumar ætlaðist fólk til þess að hann skoraði og hann stóð undir þeim væntingum og varð markahæsti leikmaður keppninnar með fimm mörk. Ekki minnkuðu kröfurnar á Shearer er Newcastle greiddi fyrir hann hæstu upphæð sem greidd hefur verið fyrir nokkurn knattspyrnu- mann - tæplega 1,6 milljarða króna. Honum tókst reyndar að skora einu sinni í viðureigninni gegn Everton en markið var dæmt af vegna þess að dómarinn taldi að Philippe Albert, sem sendi knöttinn til Shearers, hafi brotið af sér áður en hann kom boltanum til hans. „Eg var allan leikinn að vonast eftir að aðrir leikmenn myndu leika Shearer uppi, en því miður fór lítið fyrir því,“ sagði Kevin Keegan, knattspyrnustjóri New- castle. „Við getum ekki dæmt hann fyrr en hann fær betri þjón- ustu frá samheijum sínum.“ A laugardaginn leikur Shearer á sínum nýja heimavelli, St. James’ Park, í annað sinn. Þangað sem tugir þúsunda stuðningsmanna komu er hann skrifaði undir samn- ing við félagið. Nú koma þessir sömu stuðn- ingsmenn á ný á völlinn og vilja sjá sitt félag leggja Sheffield Wed- nesday að hólmi og að Shearer skori sitt fyrsta mark fyrir félag- ið. Þeir vilja ekki að Ravanelli eða einhver annar steli af honum sen- unni aðra helgina í röð. FABRIZIO Ravanelli byrjaði frábærlega með Mlddlesbrough. Hér fagnar hann einu þriggja marka sinna gegn Liverpool. ALAN Shearer, enski landsliðsmiðherjinn snjalli, í táknrænni stellingu gegn Everton. Gerið hreint! ENSKA knattspyrnusam- bandið hefur varað nokkur félög við vegna agaskorts leikmanna. Voru tvö lið sekt- uð vegna þess að leikmenn höfðu verið rekni oft út af á síðasta ári. QPR þarf að greiða 2,5 miljjónir króna í sekt og Wimbledon eina millj- ón. Þá voru forráðamenn QPR varaðir við að þeir mættu eiga von á hærri sekt komi þeir ekki böndum yfir liðsmenn. Forráðamenn Middlesbrough, Manchester City, Millwall, Portsmouth og Luton eiga einnig yfir höfði sér sektir. ^i ÚRSLITALEIKUR í HIJÓLKURBIKAR KARLA f A - í B V Á LAUCARDALSVELLI 25. ÁCÚST KL. 14:00 Starfandi dómarar og aðrir með gild aðgangskort fá afhenta aðgöngumiða á leikinn á skrifstofu KSI, laugardaginn 24. ágúst kl. 10:00 - 14:00. ATH! MIÐAR VERÐA EKKIAFHENTIR ___________Á ÖÐRUM TÍMUM.___________ Aðilar utan af landi, með gild aðgangskort geta hringt á skrifstofu KSÍ á sama tíma og látið taka frá fyrir sig miða sem síðar verða afhentir samkvæmt nánara samkomulagi. Harförd í veiðihug ÍTALSKA knattspyrnuliðið Fiorentina hefur afþakkað 10 milljóna punda boð enska félgs- ins Blackburn í argentíska knattspyrnumanninn Gabriel Batistuta. Ray Harford knatt- spyrnustjóri hjá Blackburn hafði gert sér vonir um að freistandi tilboði hans yrði tek- ið og Batistuta myndi koma í fremstu víglínu liðsins í stað Alans Shearer sem seldur var til Newcastle á dögunum, fyrir metupphæð, 15 milljónir punda. „Forseti Fiorentina sagði mér að ef hann seldi Batistuta yrði hann skotinn!" sagði Har- ford í samtali við Daily Te- legraph í gær. Rúmlega millj- arður króna freistaði ítalanna sem sagt ekki. En Harford er ekki af baki dottinn þrátt fyrir að hafa fengið neikvætt svar frá Fiorentina og úr öðrum átt- um. Hann hafði í hyggju að fá Christophe Dugarry, franska landsliðsmanninn frá Borde- aux, en hann gekk nýlega til liðs við AC Milan fyrir 3,5 millj- ónir punda. Þar hafði hann því ekki heldur erindi sem erfiði en ætlar sér engu að síður að næla í framherja. Hver það verður, kemur hugsanlega í Ijós á næstu dögum. Hann hefur að minnsta kosti næga peninga milli handa til að freista ýmissa liða, eftir söluna á Shearer. Gabriel Batistuta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.