Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMIUDAGUR 22. ÁGÖST 1996 C 7 BÖRN OG UNGLINGAR Forseti íslands heimsótti mótsgesti á Tungubökkum Hið árlega kvennaknattspyrnu- mót Aftureldingar fór fram dagana 10. til 11. ágúst. Mótið var nú haldið í fimmta sinn og fór það fram á Tungubökkum, íþróttasvæði Aftureldingar í Mosfellsbæ. Keppt var í 5. og 6. flokki A- og B-liða. Alls tóku 17 lið þátt í mótinu. Ekki var aðeins leikin knattspyrna því samhliða leikjunum fór fram keppni í knattþrautum og reiptogi. Há- punktur mótsins var þegar forseti Islands, herra Ólafur Ragnar Gríms- son, mætti á verðlaunaafhendinguna ásamt konu sinni, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, og afhentu sigurlið- unum farandbikara. Mótið var sett laugardagsmorg- uninn 11. ágúst með þeim hætti að þátttökuliðin gengu inn á íþróttaleik- vanginn við undirleik Skólahljóm- sveitar Mosfellsbæjar. Jóhann Sigur- jónsson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, bauð síðan stúlkurnar og aðstand- endur þeirra velkomna og setti mót- ið. Leikið var á fjórum grasvöllum og fór riðlakeppnin fram bæði á laugardag og sunnudag. Eftir knatt- spyrnuleikina á sunnudeginum hófst keppni í reiptogi þar sem B-lið 5. flokks Aftureldingar sigraði. Síðan var valið lands- og pressulið fimmta flokks og léku þau einn leik. Eftir það fór fram verðlaunaafhending og lauk mótinu með grillveislu. Þegar verðlaunaafhendingin var nýhafin komu forsetahjónin í heim- sókn, en þau voru í Mosfellsbæ í boði bæjarstjórnarinnar. Forsetinn ávarpaði þátttakendur og gesti. í ávarpinu sagði hann meðal annars að þetta væri fyrsta embættisverk hans í þágu íþróttahreyfingarinnar á íslandi og væri hann stoltur af því að byrja hjá yngstu iðkendunum, því hann ætlar sem forseti að leggja áherslu á iðkun íþrótta hjá yngsta mannfólkinu. Að ioknu ávarpi af- henti forsetinn sigurliðunum farand- bikara við mikinn fögnuð viðstaddra. Mikil gleði og ánægja ríkti hjá stúlkunum, að forseti Islands skyldi heiðra þær með nærveru sinni. Móts- haldarar voru á einu máli um að nærvera forsetans hafi lífgað mikið upp á annars vætusaman dag og vilja koma á framfæri miklu þakk- læti til herra Ólafs Ragnars Gríms- sonar og frú Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. Úrslit mótsins voru á þann veg að í 5. flokki A-liða sigraði Valur frá Reykjavík örugglega, en þær unnu alla leiki sína. Afturelding var í öðru sæti og Haukar í því þriðja. Besti leikmaður í 5. flokki A-liða var Dóra Stefánsdóttir úr Val. Fylkir sigraði síðan í knattþrautum fimmta flokks. í keppni B-liða 5. flokks sigraði Afturelding. Fjölnir var í öðru sæti og Fylkir í því þriðja. Besti leikmað- ur í keppni B-liða var Sigrún Ragna Hjartardóttir frá Aftureldingu. í 6. flokki sigraði Breiðablik 1 örugglega, en þær höfðu betur í öll- um sínum leikjum líkt og A-lið Vals í 5. flokki. Afturelding var í öðru sæti og Selfoss í því þriðja. Besti leikmaður í 6. flokki var Gréta Samúelsdóttir úr Breiðabliki. Breiða- blik 1 gerði sér svo lítið fyrir og sigr- aði einnig í knattþrautunum. Ekki voru aðeins sigurvegarar verðlaunaðir á mótinu, því einnig voru veitt verðlaun fyrir prúðasta lið- ið innan vallar og utan. A-lið Þróttar í Reykjavík var prúðasta liðið inná vellinum og Breiðablik utan vallar. í hópi B-liða voru Valsstúlkur frá Reykjavík prúðastar innan vallar- markanna, en Fylkir var þægasta lið- ið utan vallar. í 6. flokki var Breiða- blik 2 prúðasta liðið þegar þær öttu kappi við mótheija sína, en ekki var hægt að velja á milli Fjölnis og Vals í valinu á prúðasta liðinu utan vallar- BESTU lelkmenn mótsins; f.v., Dóra Stefánsdóttir úr Val var best í keppni A-liða 5. flokks, Sigrún Ragna Hjartardóttir frá Aftureldingu sýndi bestan leik í hópi B-liða í 5. flokki og Gréta Samúelsdóttir úr Breiðabliki var best í 6. flokki. ins og því fengu bæði liðin verðlaun. Það er mat mótshaldara að mikil framför hafi orðið hjá yngstu stúlk- unum í knattspyrnu og að alltaf séu að koma upp ný lið sem tekið hafa miklum framförum og er það ánægjulegt fyrir áhugamenn um ís- lenska kvennaknattspyrnu. Sjö manna lið Grindavíkurstúlkna sigraði í 3. flokki Fjölnir og Leiknir urðu íslandsmeistarar URSLITAKEPPNI yngri flokkanna í knattspyrnu er hafin og fara leik- irnir fram víða um land. Á F'jölnis- velli í Grafarvogi fór fram úrslita- keppni 4. flokks kvenna og fóru heimamenn Fjölnis með sigur af hólmi, en stúlkurnar úr Grafarvog- inum sigruðu lið Þórs frá Akureyri, 5:1, í úrslitaleik. í keppni B-liða sigraði Leiknir _úr Reykjavík eftir úrslitaleik við ÍBV, en þeim leik lauk með sigri reykvísku stúlkn- anna, 3:1. Á Hornafirði fór fram úrslita- keppni sjö manna liða. í 3. flokki kvenna, og léku þar þijú lið til úr- slita um íslandsmeistaratitilinn; Grindavík, KA og heimamenn úr Sindra. Stúlkurnar frá Grindavík unnu báða leiki sína, 5:1, og eru því íslandsmeistarar. Úrslitakeppni 4. flokks karla hófst um síðustu helgi og var leikið á KA-vellinum á Akureyri og á Ásvöllum Hauka í Hafnarfirði. Á Akureyri stóð til að keppt yrði í tveimur riðlum, en þar sem lið frá Vestfjörðum og Austurlandi mættu ekki til keppni voru riðlarnir tveir sameinaðir í einn. í honum léku Keflavík, KA, ÍBV og Þór frá Akur- eyri. Keflvíkingar sigruðu í riðlinum - höfðu betur í tveimur viðureign- um af þremur og eiga því að leika til úrslita á laugardag gegn Fram. Mótheijar þeirra í leiknum verða Framarar, en þeir sigruðu í úrslita- keppninni sem háð var á Ásvöllum er þeir báru sigurorð af Fylki í markamiklum leik síðastliðinn sunnudag, 4:3. Aftur á móti hefur komið upp kærumál vegna mis- skilnings í félagaskiptum og er óvíst hvort leikurinn verði háður á laug- ardag eður ei. Úrslitakeppni 3. flokks kvenna hófst síðastliðinn föstudag og var leikið í tveimur riðlum. Annar þeirra var leikinn á Árskógsströnd og Dalvík en hinn í Grindavík. í riðli 1, sem leikinn var á Grindavíkur- velli, voru Valsstúlkur frá Reykja- vík hlutskarpastar, en þær luku leik í riðlinum með markatöluna 13:1. í hinum riðlinum sigruðu Blika- stúlkur úr Kópavoginum, en þær voru einnig með markatöluna 13:1. Strákarnir fjölmenntu á Skagann KNATTSPYRNUFÉLAG ÍA hélt knattspyrnumót fyrir 6. flokk karla um síðustu helgi. Tólf félög sendu lið sín til keppni að þessu sinni og voru þau 38 talsins, en í þeim léku alls 330 leikmenn. Á föstudag slógu mótshaldarar upp hraðmóti þar sem leiknar voru 2x7 mínút- ur, en í aðalmótinu voru leiknar 2 x 15 mínútur. Að sögn mótshald- ara tókst mótið í alla staði mjög vel og var veðrið með eindæmum gott, en mótshaldarar telja að ef veðrið sé gott, sé ekki hægt að kvarta yfir neinu og er nokkuð til í því. Veitt voru verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti í flokkum A-, B- og C-liða og voru veitt sérstök verð- laun fyrir hraðmótið annars vegar og aðalmótið hins vegar. Aftur á móti fengu allir keppendur verð- launapening sem viðurkenningu fyrir þátttökuna á mótinu. I hraðmótinu á föstudeginum sigraði lið Stjörnunnar í keppni A-liða. Þeir sigruðu einnig í keppni C-liða, en B-lið Njarðvíkinga varð hlutskarpast í sínum flokki. í aðalmótinu hrepptu Valsmenn hnossið í kepgni A-liða, en heima- mennirnir úr IA létu sitt ekki eftir liggja og sigruðu í hópi B-liðanna. Keflavík 1 varð svo hlutskarpast í keppni C-liða. Á mótinu voru valin Lands- og pressulið 6. flokks. Landsliðið skip- uðu þeir Jóhann Á. Ólafsson frá Njarðvík, Guðmundur Hreiðarsson og Hafþór Vilhjálmsson úr ÍA, Ólafur Berrí frá Tý í Vestmanna- eyjum, Þorsteinn Georgsson frá Keflavík, Stefán Þórarinsson úr Val, Grétar Þór Eyþórsson frá Þór Vestmannaeyjum, Bjarki Páll Ey- steinsson úr Stjörnunni, Hilmar Trausti Arnarsson Haukum og Bjarni H. Kristmarsson frá Skalla- grími. Leikmenn pressuliðsins voru Guðmundur Þórðarson frá Kefla- vík, Fannar Freyr úr Breiðabliki, Sigurður G. Eiríksson úr Gróttu, Þorfinnur Gunnlaugsson frá Þór Vestmannaeyjum, Daníel Laxdal úr Stjörnunni, Heimir Guðbjörns- son frá Hamri, Jón Knútur Jónsson og Torfi Hilmarsson úr Val, Krist- ján Sigurðsson frá Njarðvík og Ingþór Guðmundsson frá Haukum. Leikmenn Gróttu þóttu sýna bestu framkomuna á mótinu og hlutu þeir því sæmdarheitið, „Prúðasta lið mótsins.“ Sauðkræk- ingar voru sigursælir KNATTSPYRNUFÉLAG Siglu- fjarðar stóð fyrir Pæjumóti dagana 9. til 11. ágúst og er það í sjötta sinn sem mótið er haldið. Alls 2 lið mættu til keppni, en þau komu frá tiu félögum víðs vegar af landinu. „Óvenjumargt var af foreldrum og fylgdarfólki og er það af hinu góða,“ sagði Friðfinnur Hauksson, framkvæmdastjóri mótsins. Stúlk- urnar sem tóku þátt voru á aldrin- um 9 til 18 ára og voru þær um 280 talsins. Þeir sem höfðu þátt- tökurétt á mótinu voru 2. til 5. flokkur kvenna. í 2. flokki sigraði lið Leiknis, en Huginn var ekki langt undan og hafnaði í öðru sæti. Tindastóll sigr- aði í þriðja flokki, en Leiknisstúlkur voru iðnar við kolann og hrepptu annað sætið. í keppni B-liða 3. flokks sigraði Þór 2 frá Akureyri. Sauðkrækingar voru sigursælir á Pæjumótinu og sigruðu einnig í 4. flokki. Annað sætið féll í hendur IR-inga, en stúlkurnar úr Breiðholt- inu sigruðu í keppni B-liða. Heima- menn voru hlutskarpastir í 5. flokki en Víkingur kom næst á eftir í öðru sæti, en KR 2 sigraði í keppni B-liða. MARKAKÓNGUR Pæju- mótslns á SlgluflrAI var Tinna Mark Antonsdóttlr, en hún skoraðl alls 18 mörk. Hér er hún ásamt litla bróður sínum, honum Bjarna. OPIMA FAMOUS GROUSE GOLFMDTIÐ verður haldið á Dddfellowvellinum í Urriðavatnsdölum laugardaginn 24. ágúst. Stórglæsileg veröjáun fyrir 3 bestu skoririeð og án forgjafar. Aukavérðlaun verða veitt fyrir að vera næstur holu á öllum par 3 holum vallarins. Verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á braut á 5 holu. Hver keppandi fær gjöf frá Famous Grouse áður en haldið er út á völl. Þegar leik er lokið verður keppendum (sem náð hafa tilskyldum aldri) boðið upp á Famous Grouse og Highland Park. Dregin verða^ skorkortijTiótslok og fá þeir heppnu óvænta gTáðninga. Verð kr. 1.800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.